Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982 35 „Fjárveitingar til íþróttamála hefur vinstri meirihlutinn skorið niður eða hreinlega strikað út“ Eftir Sigríði Lúthersdóttur „Þáttur keppnisíþrótta er stór hluti af menningarstarfi í borg- inni,“ segir í stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1982. Mikið rétt, en þáttur íþrótta í uppeldismálum borgarinnar er jafnvel stærri og þáttur íþrótta í heilbrigðismálum jafnvel ennþá stærri, hvort sem litið er á íþróttir sem fyrirbyggjandi heilbrigðis- mál, eða uppbyggjandi starf. Sem sagt íþróttir eru stórmál fyrir þjóð sem vill og þarf að eiga dug- lega, hrausta og lífsglaða þegna. Vegna breyttra lífsvenja og meiri frítíma fólks hefur þörf fyrir aukna hreyfingu vaxið mjög mikið. Fólk gerir sér ljóst að nauð- synlegt er að nýta þennan aukna frítíma til að skapa sér og sínum aðstöðu til að hreyfa sig meira og öðlast með þvi aukið starfsþrek og betri heilsu. En hvað er hægt að gera innan borgarinnar? Jú, margir fara út að skokka, aðrir fara reglulega í sund, enn aðrir fara í hressandi gönguferðir og síðast en ekki síst flykkist mikill fjöldi fólks í skíðalönd borgarinn- ar, en þangað gengur fólki oft mis- jafnlega að komast vegna ófull- nægjandi vegagerðar. Það undrar marga sem nota skíðalöndin reglulega að ekki skuli vera búið fyrir löngu að gera vegi, sem ætl- Sigríður Lúthersdóttir aðir eru til notkunar að vetrarlagi, að nothæfum vetrarvegum. En þetta stendur vonandi allt til bóta, því að í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir þessar kosningar er einmitt lögð sérstök áhersla á lagningu vetrarvega að skíðalönd- um borgarinnar og að halda áfram uppbyggingu og umbótum á skíða- svæðunum. En það er ekki nóg að koma fólki í skíðalöndin. Þær skíðalyft- ur sem reistar hafa verið anna engan veginn eftirspurn. Það er hæpin heilsubót að standa í biðröð í kannski 15 stiga frosti allt upp í hálfa klukkustund, kólna upp í biðinni og renna sér síðan niður aftur gegnumkaldur. Það er augljóst mál að þetta getur valdið stórslysum og hefur því miður oft gert það. Biðina og slysahættuna þarf að minnka með því að reisa hið fyrsta fleiri af- kastamiklar skíðalyftur. Þá er komið að þætti íþróttafé- laganna í borginni. öll hafa þau keppnisíþróttir að markmiði og eiga marga afreksmenn innan sinna raða. Starf íþróttafélaganna hefur ómétanlegt gildi fyrir borg- arbúa. Allt það uppeldisstarf sem þau vinna kemur borgarbúum til góða og þjóðfélaginu í heild. „Uppej^islegt gildi íþrótta, þar serp borjjarþúinn er beinn þátt- ^akaMgajj^Mtarfi og hefur varanleg áhrif á hann, þroskar, styrkir og auðveldar hon- um að takast á við verkefni sín,“ segir í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins. Það er ánægjulegt að vita að íþróttafélögin mæta góðum skiln- ingi hjá stærsta og áhrifamesta stjórnmálaflokki borgarinnar. Ekki veitir af, því mestallur tími forystumanna íþróttafélaganna fer í að finna fjáröflunarleiðir og afla fjármuna til byggingar íþróttamannvirkja og rekstrar fé- laganna. Með aukinni þátttöku borgar- anna í almenningsíþróttum er augljóst mál að styðja þarf miklu betur við bakið á hinu frjálsa fé- lagsstarfi í borginni en gert hefur verið síðastliðin fjögur ár. Félögin hafa ekki bolmagn til að reisa íþróttahús, skíðalyftur, skokk- brautir og allt það sem nauðsyn- legt er til að mæta hinni auknu þörf borgaranna á hollri hreyf- ingu. En þetta hafa íþróttafélögin gert af miklum dugnaði og áræðni og þau munu halda því áfram í trausti þess að borgaryfirböld sýni í verki að þau kunni að meta hið gífurlega þýðingarmikla upp- eldis- og heilbrigðisstarf sem þau vinna fyrir borgarbúa. Þeir málaflokkar sem borgar- stjórn fjallar um á hverjum tíma eru margir og merkir og tengjast íþróttamál mörgum þeirra beint eða óbeint. Þess vegna er borgar- búum lífsnauðsyn að yfirstjórn borgarinnar sé í höndum flokks sem hefur skilning á þörfum íþróttafélaganna. íþróttir tengjast hverju einasta heimili í borginni, íþróttir tengja fjölskylduna traustari böndum í heilbrigðu starfi og leik. Afrek vinstri manna: Útstrikanir fjárveitinga Nú höfum við Reykvíkingar mátt þola vinstri stjórn borgar- mála í fjögur löng ár, það er ná- kvæmlega fjórum árum of mikið. Allt það sem vinstri meirihlutinn hefur áorkað er að skera niður eða hreinlega strika út fjárveitingar til íþróttamála. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í íþróttamálum sýnir að flokkur- inn skilur gildi íþrótta og vill stuðla að því að skapa borgar- búum betri aðstöðu til íþróttaiðk- unar utanhúss og innan og skapa í leiðinni fegurri borg og betra mannlíf. Vinstri meirihlutinn vill þrengja að Laugardalnum með byggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta er gott dæmi um skilning þeirra á gildi almenningsíþrótta og hollustu útivistar í hjarta borg- arinnar. Laugardalurinn er slagæð íþróttastarfs í borginni og hann verður að vernda. Þar vilja aftur á móti sjálfstæð- ismenn koma upp áhorfendasvæð- um við frjálsíþróttavöll og knattspyrnuvöll II. Ganga frá bif- reiðastæðum og malbika þau. Koma upp skokkbrautum utan vallar og þó í alfaraleið. Einnig vill Sjálfstæðisflokkurinn kanna möguleika á gerð göngu- og skokkbrauta í hinum ýmsu hverf- um borgarinnar. Nýta útivistar- svæði borgarinnar fyrir bogarbúa á öllum aldri. Við skulum hafa það hugfast að hraustur líkami verndar heil- brigða sál. Það er einmitt þunga- miðjan í fögru borgar- og þjóðlífi. Stöndum saman og forðumst öll vinstri slys 22. maí. Framboðsfundur í Garðinum (;»r*i, 14. mai. SL FIMMTUDAG héldu listarnir, sem bjóða fram í hreppsnefndar- kosningunum í Garðinum, sameigin- legan framboðsfund þar sem 4 efstu menn á hvorum lista héldu stutt ávörp og svöruðu fvrirspurnum. Um 180 manns voru á fundinum eða nálægt þriðjungur fólksins sem á kjörskrá er. Góður rómur var gerður að máli frambjóðendanna, en fundurinn dróst nokkuð fram eftir kvöldi þar sem fleiri fluttu framboðsræður en frambjóðendurnir. Arnór Innlánsaukning spari- sjóða var 74% í fyrra UM SÍÐUSTU helgi var haldinn í Reykjavík aðalfundur Sambands ís- lenskra sparisjóða. Fundinn sóttu um 70 fulltrúar 35 sparisjóða víðsvegar um land. Aðalmál fundarins voru skipu- lagsmál sparisjóðanna og hugmynd- ir um aukna samvinnu þeirra. í ræðu Baldvins Tryggvasonar for- manns Sambands sparisjóða kom fram að innlánsaukning í sparisjóð- unum var á sl. ári um 74% en 70,5% hjá viðskiptabönkunum. Útlána- aukning sparisjóðanna var hins veg- ar rúm 82%. Markaðshlutdeild sparisjóðanna í innlánsmarkaðnum er nú 16,3% og jókst á árinu. Vaxta- munur, sem tekjur sparisjóðanna grundvallast á, minnkaði á liðnu ári og er afkoman því lakari en árið á undan. Á síðasta ári jókst samstarf sparisjóðanna og boðin var ný þjón- usta svo sem Heimilislán sparisjóð- anna, launalán og viðskiptaflutn- ingur en hann er algjört nýmæli hér á landi milli óskyldra aðila og tryggir rétt einstaklinga er flytja búferlum milli starfssvæða spari- sjóða til að flytja með sér áunninn viðskiptamannarétt til þess spari- sjóðs er starfar á því svæði sem flutt er til. Á aðalfundinum var rætt um framtíðarsamvinnu sparisjóðanna og kom fram eindreginn vilji til aukinnar samvinnu og samstarfs milli sparisjóðanna en frumvarp um sparisjóði sem lagt var fram á Al- þingi skömmu fyrir þinglok skapar möguleika á mjög aukinni sam- vinnu. Á fundinum ræddi Jóhannes Nordal seðlabankastjóri um þá erf- iðleika er nú steðja að innlánsstofn- unum vegna vaxandi viðskiptahalla og minnkandi innlánsaukningar á sama tíma og fjármagn þessara stofnana binst í æ ríkara mæli vegna verðtryggingar útlána. Kom fram á fundinum að núverandi ástand leiði óhjákvæmilega til sam- dráttar útlána. Á fundinum var ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar í haust og setja þar sambandinu ný lög, er kveði á um rýmri starfsheimildir stjórnar þannig að styrkja megi enn samstarf sparisjóðanna. Á landinu eru nú starfræktir 42 sparisjóðir. í stjórn sambandsins eiga sæti Baldvin Tryggvason, Páll Jónsson, Guðmundur Guðmunds- son, Gunnar Hjartarson og Sólberg Jónsson. Framkvæmdastjóri er Sig- urður Hafstein. (Frétt frá SÍP.) Á kvöldin bjóðum viö fólki aö fá sér af salat- barnum Einnig okkar vinsæla sjávarréttarborð 55 Megrunarkúr sælkerans: heilsu- og megrunarfœða daglega. Losnið við aukakílóin fyrir sumarið^ Þú borgar ekki aukalega fyrir grænmetið og góðgætið af saiat- barnum okkar — sem er opinn öll kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.