Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 45 ^l^kandT^ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Kirkjugjöldin: Ekki víst að útsvarið sé rétti mælikvarðinn Bjartmar Kristjánsson skrifar 27. apríl: „í Fréttabréfi frá Biskups- stofu, 2. tbl. 1982, er minnst á ný kirkjulög, er séu í „bígerð". Og segir þar svo: „Þar er gert ráð fyrir að sókn- argjöld verði prósenta af út- svari en ekki nefskattur, þannig að allir landsmenn sitji við sama borð“. (Allar lbr. B.K.) Mér skilst hins vegar, að með þess- ari breytingu muni allir lands- menn ekki sitja við sama borð. við sama borð“, sem er öfug- mæli að segja, heldur til þess, að innheimta gjaldanna í fjöl- menninu verði á einhvern hátt auðveldari. En þó að eitt kunni að henta betur en annað, á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þá þarf ekki endilega að setja alla landsbyggðina undir þann hatt. Þar kann annað að henta eins vel, eða betur." Bjartmar Kristjánsson Ég læt þó vera að hneykslast Svo sem menn vita, eru kirkjugarðsgjöldin hundraðs- hluti álagðra útsvara, enda þótt slíkt orki tvímælis. Því að „þeg- ar í síðustu langferð er lagt", þurfa bæði fátækir og ríkir þessar „þrjár álnir lands“, hvorki meira né minna. Það fer ekkert meira fyrir ríkum en fá- tækum, þegar í þann áfanga- stað er komið. En nú er, sem sagt, í ráði að fara eins að með kirkjugjöldin. Þau hafa þó varla verið svo þungbær hingað til, að undan hafi þurft að kvarta. Nú er ég alls ekki að taka málstað hinna efnuðu gegn þeim, sem minna mega sín. Það sé fjarri mér. En mér finnst ekki réttlátt að bæta sífellt þyngri pinklum á þær herðar, sem þá bera þyngri fyrir. Það er nefnilega ekki alveg víst, að útsvarið sé rétti mælikvarðinn á gjaldgetuna. Sterkefnaðir menn bera stund- um tiltölulega lág útsvör, þar sem þeir er síður skyldi, geta fengið hátt útsvar. Þá vil ég líka segja það, að mér finnst að þessi gjöld, er menn greiða til kirkju sinnar, eigi að vera „persónuleg", ekki ópersónuleg prósenta útsvars. Eg býst annars við, að breyt- ingin sé í rauninni ekki til þess gerð, að „allir landsmenn sitji hafði eftirfarandi að segja: — í Mbl. í dag (föstud.) er haft eftir Friðrik Ólafssyni, að hann hafi ákveðið að millisvæðamót fyrir heimsmeistarakeppnina í skák fari fram hér á landi í haust. f fram- haldi af því langar mig til að spyrja að því hverjir það séu sem standa straum af kostnaði við það mótshald? Einnig langar mig til að vita, hvað starf Friðrik Ólafssonar hjá . FIDE hefur kostað íslenska skattgreiðendur? Fyrirspurn til SVR V.G. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Kæri Velvakandi, vild- ir þú gjöra svo vel að koma á fram- færi þeirri fyrirspurn til SVR, hvort ekki væri hægt að breyta ferðum á leið 8 og 9 eða 4, þannig að þeir gangi um Vatnagarða, þar sem enginn gangstígur er af Kleppsvegi niður í þetta hverfi. Einhver kann að segja að það sé að bjóða hættunni heim að gera gangstíg þangað niður eftir, en þá mætti á sama hátt segja að það hafi verið gert þegar gangstígur var gerður frá Sogavegi að Miklu- braut niður á Skeifu, án þess að gangbraut væri sett á sjálfa Miklu- brautina. Á.G. skrifar: „Velvakandi! Ég vil endilega koma einu smá- atriði á framfæri og vitna meðal annars í Morgunblaðið þann 7. maí. Þann dag var grein í Velvakanda sem kvenmaður að nafni Anne- marie Bjarnason skrifaði um kvennahljómsveitina Grýlurnar og annað sem viðkemur tónlist. Ég er nokkuð ósammála henni varðandi sjónvarpsþáttinn Skammhlaup, að Grýlurnar hafi komið þar fram og öskrað. Jú, ég get viðurkennt að ég var ekki hæst- ánægð með lögin, en þetta voru nú samt engin öskur. Ég hef farið á nokkra tónleika með þessari hljómsveit og aldrei séð þær eins lélegar og í sjónvarpinu. En þetta þessum þætti og sérstaklega Ragnhildi og yfir því hvernig hún var klædd. Það eina sem ég hugsaði var það hvort henni hefði ekki iiðið illa í þessari „munderingu". En framkoma hennar var í lagi, að minnsta kosti gretti hún sig ekki framan í myndavélina eða hoppaði eins og bavíani. Mér finnst hneykslunarsemin í þessu Iandi vera komin of langt, eins og t.d. þegar klippt var úr myndinni „Rokk í Reykjavík". Svo var það líka annað með atvinnulífið, fisk- vinnsluna og sjúkrahúsin. Það eru margir eða allir sem eiga áhuga- mál. Eða er ekki svo? Hvernig væri að leyfa því fólki að stunda þau án afskipta? Flestir sem eru í hljómsveitum stunda nám eða var víst í augum Annemarie reglu- lega ógeðslegt, og þessi þáttur átti víst að opna hug margra fyrir því hvað þetta var nú mikill hrylling- ur. En ég bara spyr: Hvað er að segja um tíðarandann á okkar dög- um? Er hann ekki svona? Hví ekki að leyfa fólki að hafa sér eins og það vill? Eða í það minnsta á meðan það gerir ekkert ljótt af sér. Ég held að þær í Grýlunum hefðu látið sér ekki detta það í hug að ganga í hús og spyrja: Má ég haga mér svona eða svona? Það getur vel verið að það hafi verið mjög margir sem hneyksluðust á vinnu og ekki eru þær í Grýlunum þar nein undantekning. Ekki veit ég betur en Ragnhildur Gísladóttir sé tónmenntakennari og ein af Grýlunum er við nám og önnur barnfóstra eða eitthvað svoleiðis, og ég held að þetta röfl sé til einsk- is. Áður en ég lýk þessu bréfi, lang- ar mig til að segja það að ég sá „líka“ Aidu og hafði mjög gaman af. Einnig er ég í kór og þar syngj- um við íslensk þjóðlög og falleg lög eftir Mozart, Bach, Brahms, Schu- bert og fleiri, en ég læt þó vera að hneykslast yfir því sem ég sé og er ekki hrifin af. Frekar vil ég leyfa því að lifa áfram í friði.“ Mjög auðskilinn sannleikur H J. skrifar: „Velvakandi. Mér fannst félagsmálaráðherra sýna of mikið skilningsleysi, þegar hann neitaði með þjósti að skilja merkinguna í orðasambandinu „sósíalismi andskotans". Og ber því við, að aldrei hefði hann verið í neðra. Þangað fara heldur ekki lifendur. Sérhver erfiðisvinnandi maður skilur vel brandarann. Þeg- ar fólk fær ekkert annað en hung- ur og skort að launum fyrir erfiði sitt, og verður jafnvel að sætta sig við það alla ævi, eins og gerist austan járntjaldsins, þá getur það vel heimfært kjör sín upp á vist- ina hjá þeim vonda. Þar sem stjórnarfarið í kommúnistaríkj- unum er kallað sósíalismi, þá er brandarinn sannleikur, og mjög auðskilinn." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Aflinn er fjörutíu prósent meiri en í fyrra. Rétt væri:. Aflinn er fjörutíu prósentum meiri en í fyrra. Bændur — sveitaheimili Ferðaþjónusta bænda hefur fengið heimild Mennta- málaráðuneytisins til að hafa milligöngu um vistun barna á sveitaheimilum aö sumrinu. Sveitaheimili sem kynnu að vilja veita slíka þjónustu fyrir milligöngu feröaþjónustunnar eru beöin aö hafa sem fyrst samband viö Oddnýju Björgvinsdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda sem veitir allar nánari uppl. sími 19200 opiö frá 9—12 f.h. Viö bjóöum gistingu fyrir allt aö 45 manns, í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum. Viö getum tekiö aö okkur véisluhöld fyrir stærri og smærri hópa, eöa fyrir allt aö 100 manns. Búöir á Snæfellsnesi — nafli íslenskrar náttúru. Nýtt í sumar — sjóstangaveiði. Hótel Búöir. Sími um Stykkishólm. RYMRI TÍMI 2 BETRI KAUP Það er opið hjá okkur í dag, laugardag, frá kl. 7—4. GERÐU HELGARINN- KAUPIN HJÁ OKKUR Laugalæk 2. Sími 86511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.