Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
17
Félag neyt-
enda I Reykja-
vík stofnað
á þriðjudag
Neytendasamtökin boða til stofn-
fundar félags neytenda í Reykjavík
og nágrenni að Hótel Esju, þriðju-
daginn 18. maí nk. kl. 20.30.
A aðalfundi samtakanna, sem
haldinn var 17. apríl sl. voru sam-
þykkt ný lög fyrir samtökin, sem
fólu í sér verulegar skipulags-
breytingar á samtökunum. Neyt-
endasamtökin urðu með þessum
breytingum landssamtök, en gert
var ráð fyrir, að sérstakt félag
neytenda í Reykjavík og nágrenni
yrði stofnað við fyrsta tækifæri. í
samræmi við það er nú boðað til
stofnfundar félagsins þ. 18. mai
nk. kl. 20.30 eins og áður segir.
Að stofnfundi loknum verður al-
mennur umræðufundur um efnið:
Hvað er framundan í verðlagsmál-
um, leiðir frjáls verðlagning til
lækkaðs vöruverðs?
Framsögumenn verða alþingis-
mennirnir Friðrik Sophusson og
Ólafur R. Grímsson. Að loknum
framsöguerindunum verða frjáls-
ar umræður og fyrirspurnir.
Sóleyjarsam-
tökin og Síð-
degisblaðið
Kynningarfundur um Sóleyjar-
samtökin og Síðdegisblaðið verður
haldinn nk. laugardag kl. 14.00 í
Aðalstræti 16, 2. hæð. Þá heldur
„Proutistinn" Ac. Abadevananda
Avt. fyrirlestur um nýhúmanisma
í Aðalstræti 16, 2. hæð, á laugar-
daginn kl. 16.00.
Flamingó-
dansarar á
Esjubergi
Flamingódansarar munu
skemmta matargestum á Esju-
bergi laugardags- og sunnu-
dagskvöld, en flamingódansarar
þessir skemmta einnig á Skálafelli
á Hótel Esju laugardags- og
sunnudagskvöld frá kl. 22.00.
•' /lií
u m ta m
■* * 1 * '
|thHhkhi innn^
m o
i l I
JU tt
Pijár hæóirog hátalarar
á aöeins9980l<r!
(?) Fyrstahæð: Kassettutæki og magnari.
2, Önnurhæð: Útvarpstæki.
(3.) Þriðjahæð: Plötuspilari.
Rokk: Hátalarar.
Philips F1728 hljómtækjahlaðinn er tilval-
inn fyrir þá sem vilja fá gæðagræjur fyrir
lítið. Á fyrstu hæðinni erfullkomið kassettu-
tæki með öllu ásamt 2x12 watta magnara.
Á annarri hæð er steríó útvarpsviðtæki með
FM-, stutt- og mið- bylgjum og á efstu hæð
er beltadrifinn alsjálfvirkur plötuspilari.
Hlaðanum fylgja svo tveir magnaðir Philips
hátalarar.
Já allt þetta færðu fyrir lítið verð. Komdu við
í Hafnarstræti 3 eða Sætúni 8, skoðaðu
gripinn og heyrðu hljóðið í honum og sölu-
mönnunum, þeir eru sveigjanlegir í samn-
ingum.
HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTUNI 8 -15655
APGUS
Á húsgagnasýningunni
kynnum viö sérstaklega ný
leðurhúsgögn frá Leolux og
Vatnemöbler og verðlauna-
borðstofuhúsgögn frá
J.L. Möller. Verið velkomin.
r LAUGAVEG113 SÍMI 25870
GÆÐI FARA ALDREIÚR TÍSKU