Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
27
í Mbl. 12. maí var birtur
fyrri hluti þingræðu Birgis ís-
leifs Gunnarssonar (S) um
undirbúning kísilmálmverk-
smiðju undir yfirskriftinni:
„Vinnubrögð óverjandi með
öllu“. Hér á eftir fer síðari
hluti þingræðunnar, um
framkvæmda- og rekstrar-
áætlun, markaðsmál, tækni-
þekkingu og orkuöflun.
Framkvæmdaáætlun
í umsögn Seðlabanka íslands er
fjallað um þetta atriði og þar seg-
ir:
„Síðasti kafli í lokaskýrslu verk-
efnisstjórnar fjallar um fram-
kvæmdaáætlun fyrir verkið. Þar
kemur fram að ef tímasetningar
eiga að standast þarf að vera búið
að semja um kaup á ofnum eigi
síðar en 1. september 1982. Til
þess eru nú fjórir mánuðir. Á
þeim tíma þarf að stofna fyrir-
tækið, ef lögin ná fram að ganga,
skipa stjórn og ráða starfsmenn.
Taka þarf mikilvægar ákvarðanir
varðandi uppbyggingu verksmiðj-
unnar, semja um fjármögnun að
minnsta kosti á þeim hluta er
varðar ofnakaup. Hér er um mikið
og vandasamt verkefni að ræða,
sem mikið veltur á að vel takist.
Þegar Kísiliðjan hf. og íslenska
járnblendifélagið hf. voru stofnuð
með þátttöku islenska ríkisins var
sá tími sem til umráða var til und-
irbúnings mun rýmri. Að auki
komu í báðum tilvikum til erlendir
samstarfsaðilar, sem veittu mik-
ilvæga aðstoð að því er varðaði
stjórnunarlega uppbyggingu fyrir-
tækjanna. í því frumvarpi sem hér
er lagt fram er ekki í neinu vikið
að því með hvaða hætti yrði staðið
að stjórnunarlegum undirbúningi
verksins. Stjórnunarþekking, sem
til þarf, kann að vera til í landinu
á þessari stundu, t.d. hjá Járn-
blendifélaginu á Grundartanga,
en ekki verður séð af frumvarpinu
að ætlunin sé að nýta hana við
uppbyggingu þessa fyrirtækis.
Öllum má þó vera ljóst að á fáu
veltur meira í uppbyggingu og
rekstri á svo stóru og áhættusömu
fyrirtæki en styrkri og hæfri
stjórn."
Um þetta atriði er einnig fjallað
í umsögn frá Jóni Sigurðssyni
framkvstj. íslenska járnblendifé-
lagsins en hann sendi iðnaðar-
nefnd minnisblað og kom auk þess
á fundi hjá nefndinni til viðræðna
um mál þetta. í minnisblaði hans
segir:
„Ég tel að eftir að stefnan um
nýtingu vatnsorkunnar hefur ver-
ið mörkuð og þar með bygging kís-
ilmálmverksmiðju ákveðin, þurfi
að ætla þeim aðilum, sem falin
verður sú ábyrgð að reisa og reka
þetta mikla fyrirtæki, rúman tíma
og talsverða fjármuni til þess eins
að komast að niðurstöðu um
hvernig þessari verksmiðju skuli
hagað í smáatriðum með tilliti til
hagkvæmni í byggingu og rekstri.
Þetta var ekki gert í nægilega rík-
um mæli þegar Grundartanga-
verksmiðjan var byggð, meðal
annars vegna krafna íslenskra
stjórnvalda um að byggingunni
væri flýtt (vegna þess að Sigalda
var fullgerð). Þetta verk geta ekki
unnið aðrir en menn, sem hafa
þekkingu og reynslu á þessu sviði
og geta varið tíma til starfsins. Án
slíkra vinnubragða yrði verk-
smiðjan dýrari en hún þarf að
vera og fleiri hlutir yrðu ekki eins
og best yrði á kosið. Ég hef raunar
trú á, að kostnaður við þessa
vinnu fengist þegar uppi borinn í
markvissari stjórn á verkfræði-
legri hönnun og því lægri kostnað-
ur við hann. Slík vinnubrögð féllu
auk þess vel að aðstæðum, því að
ekki verður séð markaðsleg
ástæða til annars en að flýta sér
hægt að byggja."
Af þessu má sjá meðal annars
að nauðsynlegt er að traust fram-
kvæmdaáætlun sé gerð um verk
þetta og hlýtur sú áætlun að
tengjast fjármögnunaráætlun,
sem fyrr getur. Nauðsynlegt er að
Alþingi fjalli um slíka áætlun áð-
ur en endanlegar heimildir eru
veittar til þess að hefja byggingu
og rekstur þessa fyrirtækis.
Rekstraráætlun
Miklar umræður hafa farið
fram í iðnaðarnefnd um rekstr-
aráætlun fyrirtækisins og vænt-
anlega arðsemi þess. í lokaskýrslu
verkefnisstjórnar er birt áætlun
hennar um rekstrarkostnað. Þá
hefur nefndin fengið í hendur
skýrslu frá breska fyrirtækinu
Commodities Research Unit Ltd.
(CRU), en þar er fjallað um hinn
alþjóðlega kísilmálrt-markað og
samkeppnisstöðu íslenskrar kís-
ilmálmverksmiðju á þeim mark-
aði. Þá hefur iðnaðarnefnd og
fengið í hendur skýrslu frá fyrir-
tækinu Researchers Development
Group (RDG), en boðað var að sú
skýrsla fæli í sér endurskoðun á
þeim áætlunum, sem fyrir lægju
frá verkefnisstjórn, einskonar
„Second Opinion". Við þá skýrslu
verður að gera þá athugasemd að
hér er ekki um endanlega endur-
skoðun að ræða og fyrirtækið kall-
ar sjálft skýrslu sína „Preliminary
Analysis", það er einskonar for-
athugun. í formála getur fyrir-
tækið þess einnig að niðurstöðu
skýrslunnar eigi að taka sem
bráðabirgðaleiðbeiningu frekar en
endanlegt mat.
Ljóst er að viðkvæmasti þáttur
rekstraráætlunar er spá um af-
urðaverð verksmiðjunnar. Um
þetta atriði segir m.a. í umsögn
Seðlabankans að í skýrslu verk-
efnisstjórnar komi fram að kís-
ilmálmverð hafi verið í lægð und-
anfarin tvö ár. Því sé ekki hægt að
ganga út frá markaðsverði nú um
þessar mundir heldur þurfi að
finna raunverð eða rétt verð sem
grundvöll fyrir arðsemismatið.
„Niðurstaða verkefnisstjórnar
er meðalverð 1420 US $ á tonn og
er þá miðað við að helmingur kís-
ilmálmsins sé seldur til álsteypa á
1485 US $ á tonn og helmingur til
silicon-iðnaðarins á 1565 US $
hvert tonn. Þetta verð virðist
heldur lægra heldur en það raun-
verð sem ráðunautar verkefnis-
stjórnar ganga út frá. Þannig er
raunverð RDG 1540 US $ hvert
tonn en raunverð CRU heldur
hærra. Á hinn bóginn kemur fram
hjá ráðgjafafyrirtækinu CRU að
lykilatriði varðandi hagkvæmni
þessarar sé, að hún komist inn á
silicon-framleiðendamarkaðinn.
Slíkt tekur að mati fyrirtækisins
nokkurn tíma eða allt að fjögur ár
ef vel tekst til með gæði fram-
leiðslunnar, þannig að óvarlegt er
að gera ráð fyrir þessu raunverði
fyrstu ár rekstrarins. Verkefnis-
stjórn tekur að vísu tillit til þessa
þar sem verðið er lækkað um 10%
á fyrsta starfsári og 5% á öðru, en
það gæti verið álitamál að hér sé
nægileg aðgætni sýnd. Einnig
kemur fram hjá ráðunautum verk-
efnisstjórnar að ekki er gert ráð
fyrir efnahagskreppum af því tagi
sem gengið hafa yfir síðan 1979.“
í umsögn Þjóðhagsstofnunar er
ennfremur fjallað um kísilmálm-
verð frá þessari verksmiðju.
Niðurstaðan í umsögn Þjóðhags-
stofnunar er svohljóðandi:
„Miðað við núverandi innflutn-
ingsverð til Þýskalands, Bretlands
og Japans og núverandi gengi
mynta þessara ríkja gagnvart
dollar þarf kísilmálmverð að
hækka um nær 25% á næstu árum
umfram alþjóðlega verðbólgu til
þess að ná þeirri verðviðmiðun,
sem notuð er í skýrslu verkefnis-
stjórnar. Gera megi ráð fyrir ein-
hverri hækkun á næstu árum
vegna þess að markaður er nú í
lægð og ónýtt framleiðslugeta
mikil en líkur á vaxandi notkun
þess efnis á næstu áratugum, virð-
ist varasamt að nota viðmiðun
verkefnisstjórnar, þegar meta á
arðsemi kísilmálmverksmiðju á
íslandi. Hér á eftir verður því
einnig tekið dæmi af 10% lægra
verði.“
í umsögn Jóns Sigurðssonar
framkv.stj. Islenska járnblendifé-
lagsins hf. er fjallað um þetta efni
einnig og þar segir:
„Ég er ekki í aðstöðu til að
leggja sjálfstætt mat á forsend-
urnar um verðlag söluvörunnar.
Hitt er víst að mjög náin fylgni er
milli verðlags kísilmálms og kís-
iljárns, ef litið er til lengri tíma.
Áætlanir fyrir Járnblendifélagið,
sem byggðar væru á sambærilegu
verði við það, sem hér er gert ráð
fyrir, þyrftu ekki að vera óraun-
hæfar, en ég teldi bjartsýni að
miða við þær til þess að reiða sig á
þær. Áhættustigið, sem því fylgir
að þessar lykilforsendur fram-
kvæmdarinnar gætu brugðist, er
því hátt.“
Þessar tilvitnanir sýna að það
er mat þeirra íslensku aðila, sem
iðnaðarnefnd hefur leitað upplýs-
inga og umsagna hjá, að verð-
viðmiðun verkefnisstjórnar sé of
bjartsýn.
Varðandi áætlun verkefnis-
stjórnar um verð á hráefni verk-
smiðjunnar hefur komið fram
ábending um það m.a. frá Seðla-
banka að ekki sé líklegt að hráefni
til kisilmálmiðnaðar muni haldast
nær óbreytt, ef markaðsverð fyrir
kísilmálm hækkar á bilinu
20—30%. Bent er á að skv. út-
reikningum verkefnisstjórnar hef-
ur 10% hækkun hráefniskostnað-
ar verksmiðjunnar í för með sér
u.þ.b. 2% lækkun arðsemi fyrir-
tækisins metin í afkastavöxtum.
Raforkuverð skiptir og miklu
máli þegar meta skal arðsemi
verksmiðjunnar en raforkukostn-
aður er 19% rekstrarkostnaðar.
Þjóðhagsstofnun bendir á að
reiknað sé með 15 mills á kwst. í
rafmagnsverð í fyrstu 10 árin en
20 mills á kwst. í rafmagnsverð
næstu 10 árin en þessi skipting
hafi hins vegar ekki verið rædd
við Landsvirkjun. Hinir erlendu
ráðgjafar hafa sérstaklega bent á
að til að tryggja arðsemi verk-
smiðjunnar sé æskilegt að raf-
orkuverð verði lægra heldur en
það sem reiknað er með í áætlun
verkefnisstjórnar.
Miðað við þær forsendur, sem
fram koma í áætlun verkefnis-
stjórnar, er talið að afkastavextir
fjárfestingarinnar verði 10,4% og
er þá miðað við fast verðlag. I
skýrslu RDG kemur fram að mið-
að við þær forsendur, sem þar
komu fram um söluverð afurð-
anna, verði afkastavextir li,9%.
Fram kemur í skýrslu verkefnis-
stjórnar að ef söluverð lækkar um
10% þá muni arðsemi minnka um
10,4% í 5,5%. Af þessu má sjá hve
mjög þessir útreikningar eru við-
kvæmir fyrir því verði, sem hægt
verður að fá fyrir afurðir fyrir-
tækisins.
Ljóst er að hér er um mjög
áhættusaman rekstur að ræða.
Rekstrarskostnaður er hár miðað
við það sem þekkist í sambæri-
legum verksmiðjum annars staðar
og að allmikil óvissa er ríkjandi
um söluverð kisilmálms. Jafn-
framt er líklegt að fyrirtækið búi
við greiðsluhalla fyrstu rekstrar-
árin. Það er því skoðun okkar að
nauðsynlegt sé við allan undirbún-
ing þessa máls að minnka eins og
mögulegt er þá miklu áhættu, sem
fyrirtæki þetta hefur í för með
sér. Allan undirbúning þarf því
vel að vanda til að reyna að
treysta sem best möguleika okkar
á þessum viðkvæmu mörkuðum.
Markaðsmál
I framsöguræðu sinni fyrir
frumvarpi þessu ræddi iðnaðar-
ráðherra um væntanlegan markað
þessarar verksmiðju. Hann sagði
m.a.:
„Samkomulag hefur verið gert
við Japani um þau 7500 tonn, sem
þangað er ætlað að selja og samn-
ingar eru á lokastigi við Þjóðverja
um sölu á um 10 þús. tonnum af
kísilmálmi á ári þangað. Áætlað
er að þessi tvö lönd taki við um
70% af heildarframleiðslu tveggja
efna kísilmálmverksmiðju. Samn-
ingar þessir eru að sjálfsögðu
gerðir með fyrirvara um stofnun
fyrirtækisins og samþykkt vænt-
anlegrar stjórnar þess.“
I iðnaðarnefnd var sérstaklega
óskað eftir að fá að sjá þá samn-
inga sem iðnaðarráðherra vitnaði
þarna til. í Ijós hefur komið að hér
er ekki um samninga að ræða í
venjulegum skilningi þess orðs.
Hér er um að ræða svokallað
„Letter of Intent", en þar er um að
ræða einskonar viljayfirlýsingu
þess efnis að hið japanska fyrir-
tæki sé reiðubúið að taka til sölu
allt að 7.500 tonn af kísilmálmi í
Japan. Fyrirvarar í þessum samn-
ingi eru mun fleiri en fram komu
hjá iðnaðarráðherra í ræðu hans.
Af hálfu japanska fyrirtækisins
voru gerðir fyrirvarar um verð og
magn þannig að með engu móti er
unnt að halda því fram að hér sé
um sölusamning að ræða. Með
þessu hefur verkefnisstjórn gert
ákveðna tillögu og stigið ákveðið
skref um visst sölufyrirkomulag á
afurðum þessarar verksmiðju.
Sölufyrirkomulag það sem verk-
efnisstjórn mælir með og hefur
stigið fyrstu skrefin til að koma í
framkvæmd er að kísilmálmverk-
smiðjan selji afurðir sínar í gegn-
um eigin umboðsmenn í einstök-
um löndum. Ýmsir sem mætt hafa
hjá nefndinni til viðtals hafa mjög
dregið í efa að þetta sé æski-
legasta söluaðferðin. Má þar
nefna Jón Sigurðsson forstj. ís-
lenska járnblendifélagsins og full-
trúa Seðlabankans. Það er mat
okkar að nauðsynlegt sé að kanna
þennan þátt betur og að Alþingi
eigi að marka ákveðna stefnu í
þessum mikilvæga þætti í rekstri
verksmiðjunnar.
Tækniþekking
Ekki er í tillögu verkefnis-
stjórnar né í greinargerð með
frumvarpinu tekin afstaða til þess
hvernig afla skuli þeirrar tækni-
þekkingar sem vitað er að nauð-
synlegt er til að slíkt fyrirtæki
geti gengið. Fram kemur að vísu
að tækniþekking varðandi upp-
setningu véla og tækja muni
fylgja með í kaupverði þeirra og
að islenskir aðilar ráði yfir nægi-
legri tækniþekkingu til að standa
að byggingu verksmiðjunnar að
öðru leyti. Hins vegar er ekki
mörkuð ákveðin stefna um það,
hvernig aflað skuli tækniþekk-
ingar um rekstur verksmiðjunnar.
I viðtölum við Jón Sigurðsson
forstj. Járnblendiverksmiðjunnar
kom fram að hér væri um mjög
mikilvægt atriði að ræða. Hann
benti sérstaklega á að Járnblendi-
félagið hefði haft veigamikinn
stuðning af norska fyrirtækinu
ELKEM í gegnum tækniþekk-
ingarsamninga, sem gerðir voru
við það fyrirtæki. Það virðist sem
það sé stefna verkefnisstjórnar að
tækniþekking vegna rekstrar sé
keypt eftir hendinni frá ýmsum
aðilum. Nauðsynlegt er að fjalla
mun betur um þennan þátt máls-
ins og marka ákveðna stefnu varð-
andi hann.
Orkuöflun
Iðnaðarnefnd hefur fengið á
fundi fulltrúa frá Landsvirkjun og
Rafmagnsveitum ríkisins. Hafa
þeir gefið munnlegar upplýsingar
og látið nefndinni í té ýmis skrif-
leg gögn. Gerð hafa verið drög að
rafmagnssamningi við Lands-
virkjun, en Landsvirkjun hefur
haft marga fyrirvara um þau
samningsdrög. Þeir fyrirvarar
varða bæði orkuafhendingu og
rafmagnsverð. í sérstöku bréfi
Landsvirkjunar til iðnaðarnefnd-
ar segir um þetta efni:
„Landsvirkjun lítur svo á, að
verði reiknað með því að fyrirtæk-
ið geti séð kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði, sem komin yrði í
rekstur 1985, fyrir raforku með
sæmilegu öryggi, þá þurfi eftirfar-
andi skilyrðum að vera fullnægt:
1. Samningar takist milli rikisins
og Landsvirkjunar um bygg-
ingu og rekstur nýrra virkjana
skv. lögum um orkuver nr. 60
frá 4. júní 1981 og yfirtöku
byggðalína.
2. Kvíslaveitur, stækkun Þóris-
vatnsmiðlunar og Búrfells-
virkjunar fullgerðar 1985—’86.
Ný virkjun (Blönduvirkjun)
verði byggð af Landsvirkjun og
komin í rekstur 1987—’88. Há-
spennulína frá Þjórsársvæðinu
til Akureyrar fullgerð 1986.
3. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar
verði tryggð á viðunandi hátt.
í þeim samningsdrögum um raf-
orkusölu frá Landsvirkjun, sem
fyrirtækið hefur gert og fylgja
þessu bréfi, kemur fram, að það
verð sem nefnt er (17,5 mill/kwh)
verður háð nánara samkomulagi.
Það er hins vegar ekki unnt að
gera fyrr en ofangreind atriði
skýrast auk þess sem verðbóta-
ákvæði skipta máli í þessu efni svo
og hvort verðið verði í ísl. kr. eða
erlendri mynt.“
Ljóst er að enn hafa ekki verið
teknar ákvarðanir um ýmsar þær
framkvæmdir, sem Landsvirkjun
telur skilyrði fyrir því að hægt sé
að tryggja afhendingu orku til kís-
ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.
Má þar nefna ákvörðun um stækk-
un Búrfellsvirkjunar en til þess
þarf lög frá Alþingi og enn hefur
ekkert slíkt lagafrumvarp verið
lagt fram. Þá hefur ekki verið tek-
in ákvörðun um háspennulínu frá
Þjórsársvæðinu til Akureyrar.
Nauðsynlegt er að þessi atriði séu
full tryggð áður en endanleg
ákvörðun er tekin um byjggingu
kísilmálmverksmiðju, því að nauð-
synlegt er að bygging verksmiðj-
unnar og traust orkuafhending
haldist í hendur.
Nidurstöður
Við föllumst á þá skoðun sem
fram kemur í ýmsum þeim álits-
gerðum, sem iðnaðarnefnd hefur
fengið í hendur, að kísilmálm-
framleiðsla eins og gert er ráð
fyrir í þessari verksmiðju, sé væn-
legur kostur til nýtingar innlendr-
ar orku til útflutningsframleiðslu.
Hins vegar teljum við að mörg at-
riði, sem að ofan eru nefnd, þurfi
nánari athugunar við.
Birgir ísleifur Gunnarsson:
Vænlegur kostur en
málsmeðferð afleit
— Síðari hluti þingræðu um kísilmálmverksmiðju