Morgunblaðið - 15.05.1982, Page 36

Morgunblaðið - 15.05.1982, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 Magnús Sigurðsson Garði — Minning Fæddur 6. október 1894 Dáinn 10. mtí 1982 Hér vit skiljumnk ok kitUírt munum á fejfinadejfi fira. (Sélarljék) í dag er til moldar borinn að Lágafellskirkju í Mosfellssveit Magnús Sigurðsson, en í mínum huga er það Maggi frændi á Garði, sem ég kveð hinstu kveðju í dag. Þó hann hafi átt heimili litla stund á nokkrum öðrum stöðum þá eru hann og Garður ein órjúf- andi heild. Þar byggði Maggi allt frá grunni, ekki stórt hús í byrjun, en það stækkaði smátt og smátt og þangað bauð hann lítilli bróður- dóttur sinni langt austan úr sveit og það sem meira var í stóru rút- unni sinni. Það var ekki svo lítið ævintýri. Maggi frændi átti stóran rútubíl og hafði áætlunarferðir úr Reykjavík upp í Mosfellssveit í mörg ár, en það muna kannski ekki svo margir í dag, heldur vöru- bílinn hans, því fram á síðasta dag á hans löngu ævi keyrði Maggi vörubílinn sinn. Það er skrítið til þess að hugsa nú þegar svo til allt er einn hafsjór af bílum þá hafi Maggi frændi átt bíl þegar þeir voru ekki fleiri en 20—30 í öllu landinu og svo stórkostlegt var að ferðast i bíl í þá daga að bróðir hans, tólf árum yngri, lagði á sig klukkutíma göngu til baka fyrir að fá að sitja í bílnum hans út Hlíð- ina, þegar hann kom austur í sveitina, sem hann fæddist og ólst upp í. Magnús var fæddur að Grjótá í Fljótshlíð, en ólst upp að Neðri-Þverá í sömu sveit, sonur Sigurðar Bjarnasonar og Halldóru Sveinsdóttur. Systkini hans voru: Helgi og Guðni, sem báðir fluttust seinni hluta ævinnar í Mosfells- sveit, Bjarni bóndi að Heylæk í Fljótshlíð, Sigurjón hálfbróðir þeirra, bóndi í Ormskoti í sömu sveit, Guðjón, sem dó sautján ára, Sigurður, lengi afgrm. á Bifreiða- stöð Islands, og systirin Jónína Helga, húsmóðir í Reykjavík. Magnús var ekki einn þegar hann byggði Garð, konan hans, Sigurlaug Benediktsdóttir, byggði hann með honum. Nú látin fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust einn son, Sigurð Benedikt, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa hann nokkurra mánaða. Einka- dóttirin Ljósbjörg Hanna (Hædí) hefur búið að Garði. Magnús átti tvær stjúpdætur, Heklu og Auði. Oft dvöldu þær, börn þeirra og barnabörn á Garði. Jóhanna Kristín kom til þeirra og fór ekk- ert aftur. Þegar Magnús flutti með dóttur sinni, tengdasyni óskari Sigurbergssyni, og börnum í nýja húsið þeirra vestar á melnum, fyrir nokkru, var hann ekkert skil- inn við Garð því að þar átti hann ávallt gott skjól hjá Jóhönnu Kristínu og hennar fjölskyldu, sem áfram bjuggu í sinni íbúð í Garði. — Ekki má ég skilja svo við þessi fátæklegu kveðjuorð að ég minnist ekki á bóndann Magga frænda. Hann átti alltaf nokkrar kindur og hross og mér finnst svona í minningunni að hann Maggi hafi svolítið dekrað við kindurnar sínar. Heyjað var á sumrin, þó að ekki fylgdi tún Garði, alltaf var hægt að fá leigð- an túnblett í sveitinni. En ævi- starfið hans var bifreiðaakstur og lengst var hann með vörubílinn sinn í vegavinnu. Maggi var einn af þeim, sem ekki dró af sér í vinnu, ofurhugi að hverju verki, sem hann gekk, léttur og snöggur í hreyfingum. Glaðvær, hress og kátur. — Mér finnst að Mos- fellssveitin hafi átt svo vel við Magga frænda. Hann settist þar að fyrir mörgum árum og víst er um það að landnámið hans Magn- úsar gerði það, að bræður hans, frændur og börn settust mörg að í sveitinni. Það er falleg sveit og svo var dálítill byggðakjarni eins og sagt er í dag og það finnst mér hafa átt svo vel við Sigurlaugu og Magnús að hafa fólk i kringum sig, enda var á heimili þeirra allt- af margt um manninn. Ég þakka þeim báðum af hjarta fyrir sam- fylgdina. Kak TÍð rokk»A tímanx tjald tínwt fólk *f sviéi. Dylst 088 ekki dauéana vald, döggvaé líkn ojj fríéi. (HA) Jóna Sigurðardóttir Magnús Sigurðsson bifreiðar- stjóri frá Garði í Mosfellssveit lést sl. mánudag á áttugasta og sjöunda aldursári. Þennan sama morgunn hafði hann sinnt vinnu sinni svo sem endranær, en um hádegisbi! er hann var staddur á sínu gamla býli, Garði, hné hann niður og var örendur. Honum varð að ósk sinni að mæta skapara sín- um í fullu starfi, en þurfa ekki að liggja banalegu. Með Magnúsi er fallinn í valinn maður, sem setti svip sinn á sitt umhverfi hér í Mosfellssveit í nær 45 ár. Hann tilheyrði, svo sem ald- ur hans segir til um, hinni svonefndu aldamótakynslóð, sem stritaði hörðum höndum allt sitt líf, en út á það höfum við seinni kynslóðir fengið að því er sagt er bestu lífskjör sem þekkt eru. Líf Magnúsar í uppvexti var með svip- uðum hætti og almennt gerðist á þessum árum, annaðhvort hrein- lega dóu börnin ellegar þau þoldu lifsmátann sem stældi kjark og krafta. Þegar ég kynntist Magnúsi var hann um fimmtugt og þá var hann ávallt hress og glaður, upp- örvandi í öllu í umhverfi sínu. Efnalega sjálfstæður af eigin rammleik, hjartalagið milt og við- mótið hlýtt og honum féll nánast aldrei verk úr hendi. Enda þótt hann væri bifreiðarstjóri að aðal- atvinnu, var hann einnig ávallt bóndi og átti ávallt nokkrar vel hirtar skepnur, enda áttu dýr og börn ævinlega góðan aðgang að honum og þeim tók hann fagn- andi. Magnús fæddist að Grjótá í Fljótshlíð h. 6. október 1894 og var sonur hjónanna Halldóru Sveins- dóttur og Sigurðar Bjarnasonar. Ástæður foreldra hans voru þá ekki með þeim hætti að þau gætu haft soninn hjá sér og fór hann í fóstur til vinafólks að Múlakoti. Var hann síðan á ýmsum bæjum þar í sveit í uppvextinum, þar til hann hélt til Reykjavíkur um tví- tugsaldur, en þá hafði hann kom- ist í tæri við tæknina, bílinn, og tók það hug hans allan eftir það. Störf Magnúsar næstu árin voru fyrst og fremst bifreiðarakstur á BSR og víðar, en það mun hafa verið 1937 sem hann ræðst bíl- stjóri til Karls G. Pálssonar, sem stofnað hafði til áætlunarferða í Mosfellssveitina upp úr 1930. Árið eftir keypti hann lítið sumarhús í námunda við Álafoss, stækkaði það og endurbyggði og kallaði það Garð, en við það býli var hann jafnan kenndur. Þessi ferill var að vísu ekki óslitinn, því á kreppuárunum um 1930 fór Magnús aftur á æskuslóð- ir sínar austur í Fljótshlíð og stofnaði nýbýlið Gilsbakka þar sem hann bjó í tvö til þrjú ár. Þá hafði rofað örlítið til í atvinnu- málum þjóðarinnar og hann flutt- ist aftur til Reykjavíkur. Árið 1940 samdist svo um að hann keypti sérleyfið af vini sínum Karli G. Pálssyni og rak það af fádæma dugnaði og við miklar vinsældir öll stríðsárin þar til hann seldi þeim Sigurbergi Páls- syni og Snæland Grímssyni alla t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÁRNI Þ. STEFÁNSSON fyrrv. verkatjóri, iést í Landakotsspítala þann 12. maí. Sigrfóur Ólafsdóttir, Þorgaröur Árnadóttir, EinfriÓur Árnadóttir, Stafén Árnaaon. t Litli sonur okkar og bróöir, RÓBERT KÁRI, andaöist í Landspítalanum 9. maí sl. Jaröarförln hefur farlö fram í kyrrþey. Alúöarþakkir færum viö öllu starfsfólki á Barnaspítala Hringsins, deild 7C og 7D. Unnur MUIIer-Bjarnason, Valdimar Bjarnason, Ragnheíöur Sara, Rakel Ýr. t Ástkær eiginmaöur minn og faöir okkar, VERNHARÐURJÓSEPSSON fré Fljótavík, Heimabæ 5, Hnífsdal, veröur jarösunginn frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 15. maí, kl. 14.00. María Friðriksdóttir og börn. t Faöir minn, MAGNÚS SIGURDSSON, bifreióastjóri, fré Garói Mosfellssveit, veröur jarösunginn í dag, 15. maí, kl. 2.00, frá Lágafellsklrkju. Ljósbjörg Magnúsdóttir. t Utför, MARÍU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, Þorfinnsgötu 4, Reykjavík, sem lést 11. þ.m., fer fram frá Dómklrkjunni mánudaginn 17. maí, kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameins- félag fslands. Fyrir hönd vandamanna, Margrét G. Sveinsdóttir, Guórún M. Jónsdóttir. Hrafn V. Friöriksson. t Sonur minn, bróöir okkar og frændi, JÓHANN HORÐUR ÁMUNDASON, Vesturgötu 16b, Reykjavík, verður jarösunginn frá Langholtsklrkju mánudaginn 17. maí, kl. 3.00. Þeim sem vilja mlnnast hans er bent á Langholtssöfnuö eöa Minningarsjóö Knattspyrnufélags Reykjavikur. Eugenia Nielsen, Ámundi Hjélmur Þorsteinsson, Jens K. Þorsteinsson, Ámundi K.J. isfeld. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför bróöur okkar, ODDS MATTHÍASAR HELGASONAR, Suöurgötu 38, Hafnarfiröi. Einar Helgason, Ragnheióur Guólaugsdóttir, Margrét Helgadóttir, Benedikt Jónsson, Sigrföur Helgadóttir, Bjarni Helgason, Helgi Helgason, systkinabörn og þeirra fjölskyldur. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og jaröar- för móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEINDÓRU REBEKKU STEINDÓRSDÓTTUR fré Bæjum, Snæfjallaströnd. Sérstakar þakklr færum vlö starfsfólkl E delldar Sjúkrahúss Akra- ness. Guö blessi ykkur öll. Jóna Jónsdóttir, Hallfriöur Jónsdóttir, Vilmundur Kr. Jónsson, Matthildur Nikulésdóttir, Björg Jónsdóttir, Jóhann T. Egilsson, Ingibjörg S. Jónsdóttir, Oliver Kristófersson, Tryggvi Fr. Tryggvason, Erla Guömundsdóttir, Gísli S. Sigurósson, barnabörn og barnabarnabörn. sína útgerð árið 1947. Eftir það stundaði hann eingöngu akstur vörubíla ásamt lítilsháttar búskap á býlinu í Garði. Þrátt fyrir erfiða æsku að mörgu leyti, mun atlæti hafa verið gott þar sem Magnús ólst upp, enda talaði hann ætíð vel um það fólk og var raunar grandvar gagn- vart öllum í umtali, eins og góðir bifreiðarstjórar eru að jafnaði. Öðlaðist Magnús fádæma vinnu- þrek og notaði það og sína góðu heilsu til hins ýtrasta, enda hefur ekki veitt af á stundum. Magnús var gæfumaður í sínu einkalífi, en kona hans, Sigurlaug Benediktsdóttir, var væn kona og í öllu samhent manni sínum. Þau eignuðust tvö börn, soninn Sigurð Benedikt, er lést á fyrsta ári, og Ljósbjörgu, sem gift er Óskari Sigurbergssyni vefara að Álafossi. Magnús hélt ávallt til á heimili dóttur sinnar í Garði, en seinna í nýju húsi sem þau komu sér upp skammt frá gamla heimilinu. Börn ungu hjónanna áttu greiðan aðgang að afa sínum og þau bættu honum upp sonarmissinn. Magnús heitinn var viðkunnur og vellátinn af öllum sem til þekktu, svo og reyndist hann mörgum vel og lét jafnan lítið fara fyrir því. Hann var æskulýð og ungmennafélagi hin mesta hjálp- arhella, t.d. með akstri í keppnis- og skemmtiferðir og fékk þá stundum seint og illa borgað. Þá var annað félag sem naut lipurðar hans og hjálpsemi, en það var Karlakórinn Stefnir, en um langt árabil sá hann um allskyns fyrir- greiðslu fyrir kórinn, akstur o.fl. Það gladdi hann á efri árum, er kórinn gerði hann að heiðursfé- laga og mun það fátitt um mann sem aldrei söng með en segir margt um allt annað sem þurfti að gera og hann sá um fyrir vini sina, kórfélagana. í dag er Magnús til moldar bor- inn að Lágafelli og mun karlakór- inn syngja ættjarðarlög við útför hans og fylgja honum síðasta spöl- inn. Jón M. Guðmundsson Fermingar á sunnudag Ferming í Kálfatjarnarkirkju, sunnudaginn 16. maí. Fermd verða: Halldór Einarsson, Vatnsleysu, Vatnsleysuströnd. Helgi Valdimar Viðarsson, Hofgerði 4, Vogum. Óðinn Kristjánsson, Hofgerði 5, Vogum. Fermingarbörn í Eyrarbakka- kirkju, sunnudaginn 16. maí, kl. 14.00. Fermd verða: Bára Hafliðadóttir, Háeyrarvöllum 50. Davíð Oddsson, Búðarstíg 1. Edda Óskarsdóttir, Túngötu 50. Guðmundur Magni Marteinsson, Eyrargötu 23. Jón Guðmundur Birgisson, Eyrargötu 28. Jón Ingi Gíslason, Mundakoti. Katarínus Grímur Ingvason, Götuhúsum. Kolbrún Hilmarsdóttir, Eyrargötu 35. Margrét Kristjánsdóttir, Austurbrún. Sveinbjörn Birgisson, Merkisteini. Sæmundur Þór Guðmundsson, Túngötu 66. Þorbjörg Ósk Björgvinsdóttir, Skúmstöðum. Þórir Kristjánsson, Háeyrarvöllum 6. Þuríður Jónsdóttir, Túngötu 18. Fermingarbörn í Leirárkirkju, sunnudaginn 16. maí, kl. 14. Fermd verða: Ragnheiður Kristinsdóttir, Leirá. Andrés Ólafur Kjerúlf, Víðigrund 3, Akranesi. Pétur Þór Hall Guðmundsson, Höfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.