Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson ______________146. þáttur
Enn skal minnst á beyg-
ingu kvennanafna sem enda
á -björg, -laug, -rún, -veig og
-vör. Þessi beyging bjagast
oft í daglegu tali. Tökum til
dæmis algengasta kven-
mannsnafn á Islandi, Guð-
rún. Ekki er mjög fátítt að
heyra sagt til Guðrúnu í stað
Gudrúnar. Einnig heyrist
sagt til Sólveigu í stað Sól-
veigar, til Þorbjörgu í stað
Þorbjargar, til Áslaugu í stað
Áslaugar og til Gunnvöru í
stað Gunnvarar.
Ástæður til þessarar
breytingar eru vafalítið fleiri
en ein. Þolfall og þágufall
þessara orða endar hvort
tveggja á u, og hefur það sín
áhrif á eignarfallið. Þá hafa
gælunöfn, eins og Rúna og
Veiga, sín áhrif, en þau eru
veikrar beygingar og enda á
u í eignarfalli. En reynum nú
að varðveita fagra og sígilda
beygingu þessara góðu nafna
og annarra slíkra, segja til
Sigrúnar, Rannveigar, Stein-
varar o.s.frv. Hvernig þætti
mönnum að biðla til Stein-
vöru? Ætli einhverjum þætti
það ekki heldur ómjúkur
varningur?
Maður kom að máli við
mig og undraðist að orð eins
og kvenmaður og kvenlegur
væru ekki skrifuð með
tveimur n-um eins og til
dæmis kvennaskóli. Þetta er
auðvelt að skýra. Samsetn-
ingar orða í íslensku verða
einkum með tvennum hætti,
stofnsamsetningar (fast
samsett) eða eignarfalls-
samsetningar (laust sam-
sett). Stofnsamsetningar eru
þannig að fyrri liðurinn er
t.d. þolfall nafnorðs eða
kvenkyn lýsingarorðs. Dæmi
af því tagi eru skipstjóri,
góðmenni, akurlendi, marg-
ræðni. Orðin, sem maðurinn
tiltók, eru af því tagi.
í stofni orðsins kona og
náskyldum orðum er aðeins
eitt n. Öll stofnsamsett orð
af þeirri ætt eru skrifuð
samkvæmt því: kvensamur,
kvenleggur, kvensterkur
o.s.frv. Þetta er auðlært á
því, að ekkert a-hljóð kemur
á eftir n-inu.
Á hinn bóginn er svo sam-
sett af eignarfalli orðsins
kona, kvenna, og verða þá til
orð eins og kvennablað,
kvennabókmenntir og kvenna-
far.
Oft er það hreint smekks-
atriði hvort við veljum eign-
arfalls- eða stofnsamsetn-
ingar, og í mörgum dæmum
fylgjum við aldagamalli
hefð. Við notum t.d. orð-
myndina skipstjóri (með einu
s-hljóði, stofnsamsett), ekki
skipsstjóri (eignarfallssam-
setning), svo og hreppstjóri.
Hins vegar segjum við
skipsbátur, en aftur á móti
skipverji.
Við notum orðmyndina
ölstofa (fast samsett), ekki
ölsstofa (laust samsett),
sömuleiðis ölflaska, ölföng og
ölkassi. Deilur um það, hvort
réttara sé að nota stofnsam-
setningar eða eignarfalls-
samsetningar eru fánýtar.
Smekkur og hefð eru þar
leiðarljósin. Erum við ekki
öll á einu máli um að segja
fjármaður, en ekki fémaður,
hins vegar fésæll, en ekki
fjársæll?
Ekki megum við týna hinu
sérkennilega eignarfalli fjár
(af fé), einkum vegna þess að
við höfum tekið upp úr
dönsku orðið fés (óvirðulegt
heiti andlits). Við hljótum
enn að segja að ekki verði
allar ferðir til fjár. Engar
ferðir mega verða til fés.
Um skepnur er stundum
sagt þeim til hróss, að þær
hafi mannsvit (laust sam-
sett). En þegar rætt er um
mannlega vitsmuni, eru þeir
á fornum bókum manvit.
Undrast sumir að ekki skuli
það ritað tveimur n-um og
vera mannvit (fast samsett).
Ekki þykir mér ástæða til að
amast við myndinni með
einu n-hljóði. Ég get vel trú-
að þeirri skýringu, að maður-
inn heiti maður, af því að
hann hefur hæfileikann að
muna (nútíð man).
Þess er svo getandi, að
hvorugkynsorðið man merkir
í fornu lagamáli, og jafnvel
víðar, heimilisfólkið allt. Það
er þó miklu algengara sem
samheiti á ófrjálsu fólki,
þrælum og ambáttum. Er-
lingur Skjálgsson á Jaðri í
Noregi var mikill fyrir sér,
enda sögufrægur. Um hann
segir Snorri Sturluson í
Heimskringlu, að hann ætl-
aði þrælum sínum dagsverk.
En ef þeir unnu meira, galt
hann þeim kaup, og gátu þeir
svo með dug og þrifnaði
keypt sér frelsi. Fyrir gjald-
eyri frá þeim keypti Erlingur
sér „annað man“ og síðan
koll af kolli.
I Nýja annál merkir man-
fólk þjónustufólk, vinnufólk,
og segir að í Plágunni miklu,
sem síðar var nefnd Svarti
dauði, hafi staðinn í Skál-
holti eytt þrjá tíma (= þrisv-
ar sinnum) að manfólki.
Síðast en ekki síst merkir
man kona og þá helst ást-
mær. Um þetta eru forkunn-
leg dæmi í gömlum kvæðum,
svo sem Hávamálum og
Skírnismálum. I hinu fyrra
kvæðinu er tilteknu mani
bannaður „manna glaumur",
en í Hávamálum eru menn
áminntir um að hrósa lík-
amsfegurð „hins ljósa mans“.
Segir þar einnig frá horsku
mani (= ráðsnjallri stúlku)
sem gerði sjálfum Óðni flest
til háðungar. I Alvíssmálum
segir og frá „mjallhvítu
mani“.
Ekki minnkaði vegur orðs-
ins man, þegar Halldór Lax-
ness nefndi miðhluta ís-
landsklukkunnar þeim orð-
um sem í Hávamálum stóðu.
í Gylfaginningu segir að
Freyju líkaði vel mansöngur,
en ámælisvert gat verið að
fornu mati að yrkja konum
þvílík kvæði. Rímnaskáldin
þjónuðu ljóðrænni þörf sinni
með því að hafa mansöngva í
verkum sínum, og er þá
merkingin ekki einskorðuð
við „ástarsöngva“. Mansöng-
ur í rímu var ósjaldan um
annað efni.
Af orðinu man er svo dreg-
ið mansal, þó að mörgum
hætti til að hugsa sér það
komið af maður og skrifa
samkvæmt því mannsal,
enda eru menn þar vissulega
söluvaran.
Fellum svo tal um mann
og man og látum í staðinn
koma, í þeim mánuði sem
kenndur er til rómversku
frjósemdargyðjunnar Maíu,
þessa grallaralegu, hljóm-
miklu og sterkrímuðu
sjálfskynningu frá hinum
síðustu og verstu tímum:
Eg er vegavinnugæ,
byrjaði í mæ.
Vinn frá 7 til 5.
Dimma, limma, limm.
Ingólfsstræti 18 s. 27150
Viö Sörlaskjól
Góö 3ja herb. kjallaraíbúö.
Samþykkt íbúö. Nýlegt tvö-
falt verksmiöjugler. Harö-
viöarinnrétting í eldhúsi. Sér
hiti. Sér inngangur. Ákveöin
í sölu. Nánari uppl. veitir
eigandi í dag, sími 16769.
Benedikt Halldórsson solustj.
Hjalti Steinþórsson hdl.
Gústaf Þór Tryggvason hdl.
29555
Einarsnes
3ja herb. íbúö 65 fm litiö niöurgrafin.
Verö 550 þús.
Grettisgata
3ja herb. ibúö 75 fm, jaröhæö. Verö
700 þús.
Sundlaugavegur
3ja herb. ibúö á jaröhæö i þribyli. Verö
750 þús.
Kleppsvegur
3ja herb. ibúö á 7. hæö. Gott útsýni.
Verö 900 þús.
Meistaravellir
4ra herb. ibúö 117 fm. Skipti á rúm-
góöri 2ja herb. íbúö.
Eyjabakki
4ra herb. ibúö á 3. hæö. Glæsilegt út-
sýni. Verö 920—930 þús.
Engihjalli
4ra herb. ibúö á 1. hæö. Furu innrétt-
ingar. Parket á gólfum. Falleg eign.
Verö 970 þús.
Hraunbær
4ra til 5 herb. íbúö 110 fm á 2. hæö.
Glæsileg eign. Verö 1.1 millj.
Flúðasel
2x75 fm raöhús. Bilskýli. Glæsileg eign.
Verö 1,6 millj.
Engjasel
3x72 fm raöhús. Bilskýli. Glæsileg eign.
Verö 1,9 millj.
Höfum kaupendur aö 2ja og 3ja harb.
ibuöum. Vantar raðhús í vesturbæn-
um. Vantar einbýlishús í Árbæ með 4
svefnherb. Möguleiki á skiptum á
raðhúsi i Stórahjalla.
OPIÐ KL. 1—5.
Eignanausi
Skipholti 5.
Sími 29555 og 29558.
Þorvaldur Lúövíksson hrl.
Heimspeki-
fyrirlestur
á sunnudag
Á MORGIJN, .sunnudaginn 16. mai,
mun Kai Nielsen, prófessor í heim-
speki við Háskólann í Calgary, flytja
fyrirlestur á fundi í Félagi áhuga-
manna um heimspeki. Nefnir hann
fyrirlestur sinn „A Concept of Ideo-
logy“.
I fyrirlestrinum gerir Kai Nielsen
m.a. samanburð á kenningum marx-
ista um „hugmyndafræði" og kenn-
ingum nokkurra samtímaheimspek-
inga um „lífs- og heimsskoðanir“.
Fyrirlesturinn verður haldinn $
Lögbergi, stofu 101, og hefst kl.
14.30. öllum er heimill aðgangur.
Glit framleiðir
stúdentavasa
Á ÞESSII vori Ijúka á annað þús-
und ungmenni um land allt stúd-
entsprófi. Til þess að minnast þess-
ara tímamóta hefur Glit hf. látið
framleiða minjagrip, Steinblóm
handa stúdentum '82, sem er nýj-
ung í keramik.
Villt íslenzk grös og blóm eru
tínd um land allt og felld í blaut-
an, nýrenndan steinleir. Munirn-
ir eru síðan brenndir í steinleirs-
ofna við 1240—1300°C. Við
brennsluna eyðast jurtirnar, en
mynd þeirra situr í glerungnum,
skýr og einstök á hverjum grip.
Með þessum hætti hefur Glit hf.
látið handvinna blómavasa til
stúdentsgjafa. Þór Sveinsson
leirlistamaður hefur rennt vas-
ana, hvern með sínu lagi, og Ey-
dís Lúðvíksdóttir myndlistakona
hefur skreytt þá með jurtum,
hvern með sínum hætti.
26600
Allir þurfa þak
yfir höfudid
Svarað í síma
milli kl. 1—3
BOÐAGRANDI
2ja herb. ca. 60 fm ibúö á 8.
haeð í háhýsi. Vandaöar innrétt-
ingar. Suöaustur svalir. Mikiö
útsýni. Verö 750 þús.
GRENIMELUR
2ja herb. ca. 60 fm kjallaraibúö
í þríbýlishúsi. Ibúöin snýr frá
götunni í suður. Verö 600 þús.
HRAUNBÆR
2ja herb. ca. 52 fm ibúð á
jaröhæö í blokk. Ný teppi á öllu.
Lagt fyrir þvottavél á baöi. Verö
580 þús.
LAUGARNESVEGUR
2ja herb. ca. 70 fm íbúð á 1.
hæð í 6 íbúöa stigagangl. Nýtt
gler. Góöar innréttingar. Suöur
svalir. Góö sameign. Verð 690
þús.
ÁLFHÓLSVEGUR
3ja herb. ca. 82 fm íbúð á 1.
hæö í fjórbýlishusi, steinhúsi.
Þvottahús í íbúðinni. Teppi á
öllu. Góöar innréttingar. Suöur
svalir. Verð 850 þús.
ENGIHJALLI
3ja herb. ca. 87 fm íbúö á 4.
hæð i háhýsi. Vestur svalir. Mik-
ið útsýni. Verð 850 þús.
DVERGABAKKI
3ja herb. ca. 90 fm. íbúð á 3.
hæð í 3ja hæöa blokk. Þvotta-
herb. og búr í íbúðinni. ibúðin
er öll ný máluö. Laus nú þegar.
Verð 880 þús.
HRAUNBÆR
3ja herb. ca. 90 fm íbúð á 3.
hæð í blokk. Vestur svalir.
Herb. á jarðhæð fylgir. Verö
880 þús.
HVASSALEITI
3ja herb. ca. 96 fm íbúð á 1.
hæð í 4ra hæða blokk. Nýlegt
tvöf. verksm.gler. Nýleg teþþi.
Agætar innréttingar. Vestur
svalir. Bein sala. Verð 1 millj.
HRINGBRAUT HF.
3ja herb. ca. 90 fm jaröhæð í
þríbýlishúsi. Allar innréttingar
nýjar. Bílskúrsréttur. Miklð út-
sýni. Verð 860 þús.
KLEIFARVEGUR
3ja—4ra herb. ca. 115 fm
jarðhæð í þríbýlishúsi. Þvotta-
hús og búr í íbúöinni. Sér inng.
og hiti. Verð 1 millj.
ÆSUFELL
3ja—4ra herb. ca. 100 fm íbúð
á 5. hæð í háhýsi. Búr innaf
eldhúsi. Lagt fyrir þvottavél á
baði. Suður svalir. Verð 850
þús.
ÁLFASKEIÐ
4ra herb. ca. 100 fm íbúð á
efstu hæð í blokk. Góðar stofur.
3 svefnherb. þar af eitt forstofu-
herb. Þvottahús á hæðinni.
Góöar innréttingar. Suðvestur
svalir. Bílskúrsplata fylgir. Verö
980 þús.
HÁALEITISBRAUT
4ra herb. ca. 117 fm ibúð á 1.
hæð í blokk. Teþþi á stofu,
parket á holi. Vestur svalir.
Bílskur fylgir. Verð 1.200 þús.
SUÐURHÓLAR
4ra—5 herb. ca. 110 fm íbúð á
2. hæð í blokk. Ágætar innrétt-
ingar. Suður svalir. Verð 1 millj.
RAUÐALÆKUR
5 herb. ca. 150 fm íbúð á 1.
hæð i fjórbýlis-steinhúsi. Herb. i
kjallara fylgir. Sér hiti. Suður og
austur svalir. Bílskúr. Verð
1.800 þús.
ARNARTANGI
4ra herb. viðlagasjóðs-raöhús
um 100 fm. Parket á gólfum.
Bílskúrsréttur. Verönd í suður.
Verð 950 þús.
ENGJASEL
Raöhús sem er kjallari og tvær
hæðir alls um 220 fm. Sérlega
vandaöar innréttingar. Svalir og
verönd í suður. Tvöfalt bílskýll.
Verð 1.900 þús.
Fasteignaþ/ónustan
Austurstræti 17, j. 26600
1967-1982
15 ÁR