Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
3
Greiðslubyrðin af erlend-
um lánum hefur stóraukizt
Verður um 20%, sem hlutfall af tekj-
um af útflutningi vöru og þjónustu i ár
GREIÐSLUBYRÐI af erlendum lán-
um hefur haldizt nokkuð stöðug síð-
ustu árin, þrátt fyrir aukningu á er-
lendum skuldum og hefur það fyrst og
fremst verið að þakka vaxandi gjald-
eyristekjum. Veruleg breyting varð þó
á þessu á síðasta ári, en þá námu
afborganir og vextir um 16,6% af tekj-
um þjóðarbúsins af útfluttum vörum
og þjónustu og hafði hækkað úr 14,1%
frá fyrra ári. Til viðbótar þessu er útlit
fyrir, að útflutningstekjur vaxi lítið á
næstunni og mun greiðslubyrðin því
þyngjast ört og gert ráð fyrir, að hún
verði komin í um 20% þegar á þessu
ári.
Ef litið er aftur í tímann kemur í
ljós, að greiðslubyrðin var á árun-
um 1959—1960 um 8%, en sýnt var
á þeim árum, að hlutfallið færi í um
11% á tveimur árum. Það var því
eitt af markmiðum Viðreisnar-
stjórnarinnar að halda þessu hlut-
falli innan 10% markanna, sem og
tókst á árunum 1962—1966.
Bragi Asgeirsson
hlýtur Bröste-bjart-
sýnisverðlaunin
Tilkynnt var í gær, hver hefði
hlotið Bröste-bjartsýnisverðlaunin
í ár, og féllu þau í skaut Braga
Ásgeirssyni, rayndlistarmanni.
Nema verðlaunin 25.000
dönskum krónum og verða þau
afhent þann 2. júní næstkom-
andi við hátíðlega athöfn í
Kaupmannahöfn. Eins og menn
muna var stofnað til þessara
verðlauna er Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti, var í opinberri
heimsókn í Danmörku á síðast-
liðnu ári. Hafa Bröste-bjartsýn-
isverðlaunin verið veitt einu
sinni áður og féllu þau þá í hlut
Garðars Cortes.
Siðan hækkaði þetta hlutfall
verulega timabundið á árunum
1%7—1969r þegar brestur varð í
síldveiðum landsmanna. Komst
hlutfallið hæst í 16—17%, en fór
síðan snarlækkandi og árið 1970 var
þetta hlutfall komið niður í 11,2%.
Hlutfallið hélzt síðan nokkuð
stöðugt næstu árin, var 10% árið
1971, 11,3% árið 1972, 9,1% árið
1973 og 11,2% árið 1974. Hlutfallið
hækkaði síðan í 14,2% árið 1975,
var 13,8% árið 1976, 13,7% árið
1977 og 13,1% árið 1978 og komst í
14,1% árið 1980 og 16,6% á síðasta
ári eins og áður sagði.
Talsvert lakari útkoma varð á
viðskiptajöfnuði landsins árið 1981
en næstu árin á undan. Halli við-
skiptajafnaðar nam 1.008 milljón-
um króna, sem samsvarar um 5%
af vergri þjóðarframleiðslu 1981.
Það er mikill halli, þegar það er
haft í huga, að þjóðarbúið varð ekki
fyrir neinum sérstökum áföllum á
árinu. Hafði ekki verið jafnmikill
halli á viðskiptajöfnuði um langt
árabil.
Með hliðsjón af þessum stað-
reyndum og fleirum, sagði Jóhann-
es Nordal, seðlabankastjóri, m.a. á
ársfundi bankans í síðasta mánuði,
að full ástæða væri til að endur-
skoða stefnuna varðandi erlendar
lántökur landsmanna.
Fákskonur fylkja
liði á Lækjartorgi
FÁKSKONUR fylktu liði niðri á
Lækjartorgi í gær og var hér
bæði frítt og fóngulegt lið á ferð-
inni. Konurnar höfðu látið aka
sér og hrossum sínum niður í
Tjarnargötu, en síðan riðu þær
eftir Vonarstræti, Templarasundi
og Kirkjustræti og niður á Torg.
Fákskonur voru að vekja at-
hygli á happdrætti, sem þær
standa fyrir og er sérstaklega
stórt í sniðum vegna 60 ára af-
mælis Fáks, en kvennadeild
Fáks hefur innt af hendi
ósérhlífið fjáröflunarstarf síð-
an félagið var stofnað.
Það var því glatt á hjalla á
Torginu og yngstu borgararnir
fengu að fara á bak í góðviðr-
inu.
Droplaugarstaðir — vistheimili aldraðra við Snorrabraut:
32 íbúðum úthlutað í gær
BORGARRÁÐ úthlutaði á fúndi
sínum í gær íbúðum í vistheimili
aldraðra við Snorrabraut, en heim-
ili þetta hefur fengið nafnið Drop-
laugarstaðir.
Uthlutað var 32 íbúðum alls, 28
einstaklingsíbúðum og 4 tveggja
manna íbúðum, samkvæmt til-
lögu félagsmálaráðs.
Nafn vistheimilisins, Drop-
laugarstaðir, er til komið sam-
kvæmt tillögu byggingarnefndar
stofnana fyrir aldraða.
Lúxusferð um Kalifor níu
Hefurðu séð aðra
eins dagskrá?
Rútuferðin um Kalifomíu inniheldur nánast
Brottför 24. júní
Rútuferðin um Kalifomiu inniheldur nánast
„yfirskammt" af öllu því besta sem Kyrrahafið
og Ameríka geta boðið upp á. Flogið er í beinu
leiguflugi til Toronto og síðan áfram á 3. degi
til San Francisco þar sem hin eiginlega rútu-
ferð hefst. Þú kynnist amerisku stórborgarlífi
með öllum sínum lúxusi og lystisemdum,
heimsækir Los Angeles og Hollywood, litla
„danska” sveitaþorpið Solvang, gistir við
Lake Tahoe vatnið, einhvem fallegasta stað
gjörvallrar Ameríku og nýtur sólar og sjóbaða
á hinni viðfrægu Long Beach strönd við
Kyrrahafið.
Allt þetta og miklu meira upplifirðu í einni ferð
með aðeins um 18 klst. akstri á 22 dögum.
Gist er á fyrsta flokks hótelum á hverjum stað
og örugg handleiðsla íslenskra fararstjóra
tryggir þér vel heppnaða ferð sem i senn inni-
heldur fjölskrúðugt stórborgarlíf og sann-
kallað letilíf á glæsilegum baðströndum.
takmarkað sætaframboð - pantið tímanlega
1. dagur: Flogið til Toronto.
2. dagur: Toronto, skoðunarferð f C.N. Tower o.fl.
3. dagur: Rogið til San Franclsco.
4. -6. dagur: San Francisco, skoðunarferðir og frjálstími.
Við minnum á Golden Gate garðinn, Kina-hverfið,
Broadway torgið, heimsókn I vísindasafnið, hafnarhverfið
Fisherman’s Wharf o.m.fl.
7. dagur: Ekið til Laka Tahoe.
8. -9. dagur: Lake Tahoe, ægifagurt stöðuvatn innan um
fjöll. hæðir og fallegt skóglendi. Efnt verður til skoðunar-
ferða en sérstaklega mælum við þó með góöu sólbaði á
ströndinni og kvöldferðum á hina viðurkenndu skemmti-
staði staðaríns.
10. dagur: Ekið til borgarínnar Carmel.
11. dagur: Carmel, strandlif.
12. dagur: Ekið til „danska" bæjaríns Solvang.
13. dagur: Áfram haldið til Los Angeles, stærstu borgar
Kalifomiu.
14. -16. dagur: Los Angeles, skoðunarferðir o.fl. Við
nefnum sérstaklega heimsókn i Hollywood og Beveriy
Hills og upplagt er að skreppa yfir landamærín til borgar-
innar Tijuana ( Mexico. Og siðan er Long Beach ströndin
sjálf I seilingarfjariægð!
17. dagur: Flogið til Toronto.
18. -21. dagur: Toronto, skoðunarferð til Niagara-foss-
anna o.fl.
22. dagur: Heimferð.
Verð kr. 18.600
Innifalið: Flug, rútuferð, gisting, akstur til og
frá flugvöllum erlendis og íslensk fararstjóm.
Verð miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.
Flug og gengi 18. janúar 1982.
Samvinnuferóir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 A 28899