Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982
Íslandsmótíö í knattspyrnu hefst í dag
Tekst Víkingi að
verja titilinn?
ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst í dag meö þremur leikjum í 1.
deild og öörum þremur í 2. deild. 1. deildarleikirnir eru viðureign ÍBÍ og
KR á ísafirði, leikur Vals og KA á Laugardalsvelli og leikur ÍBV og ÍBK
í Vestmannaeyjum. Margir bíða spenntir eftir mótinu, sérstaklega þar
sem talsverðar breytingar hafa orðið á sumum liðunum, leikmenn hafa
komið og farið. Hér á eftir verða helstu breytingarnir raktar. Sagt var
reyndar frá þeim vel flestum jafn óðum, en gott er til glöggvunar að
skoða þær allar samankomnar. Og við byrjum á KR.
KR:
Vesturbæjarliðið var í fallhættu
í fyrra og bjargaði sér einungis á
því að hafa betri markatölu held-
ur en Þór frá Akureyri, sem féll
niður. Börkur Ingvarsson og Vil-
helm Frederiksen hafa yfirgefið
KR-inga, Börkur hélt til Noregs,
en Vilhelm ætlar að freista gæf-
unnar hjá Val. KR er því að mestu
leyti með sama lið, að fyrrnefnd-
um köppum þó undanskildum.
Hætt er við að liðið verði í basli á
ný, en þó er aldrei að vita, þar sem
Hólmbert Friðjónsson hefur tekið
við þjálfun liðsins. Er hann öllum
hnútum kunnugur, ferill hans hjá
Fram talar sínu máli.
Fram:
Fram-liðið varð í 2. sæti 1.
deildar í fyrra, ekki í fyrsta skipt-
ið. Þá lék liðið til úrslita í bikar-
keppninni þriðja árið í röð, en
varð einnig að lúta í lægra haldi á
þeim vígstöðvum. Lið Fram verður
mikið spurningarmerki í sumar,
skærasta stjarna liðsins, Pétur
Ormslev, fór í atvinnumennsku til
Vestur-Þýskalands, framherjinn
eitilharði, Guðmundur Steinsson,
fór sömu erinda til Svíþjóðar og
miðvallarleikmaðurinn leikreyndi
Gunnar Guðmundsson, skipti um
félag. Þá hvarf varnarmaðurinn
Sighvatur Bjarnason á braut, gekk
í Val, og unglingalandsliðsmaður-
inn Agúst Hauksson, sem var einn
af lykilmönnum liðsins í fyrra,
gekk aftur í Þrótt eftir að hafa
komið furðu víða við. Fram fékk
ekki marga menn í stað þeirra
sem fóru, gamla kempan Jón Pét-
ursson skilaði sér þó og Bryngeir
Torfason, framherji úr Ármanni,
gekk einnig til liðs við félagið.
Hann er bróðir Guðmundar Torfa-
sonar, sem hefur verið einn
marksæknasti leikmaður liðsins
síðustu árin.
Af framansögðu er ljóst, að erf-
itt er að spá í getu Fram. Enn
skipa liðið leikreyndir og snjallir
leikmenn svo sem Marteinn
Geirsson, Guðmundur Torfason,
Guðmundur Baldursson og fleiri
auk þess sem efnilegir yngri
leikmenn eru að koma upp úr 2.
flokki. En það tekur jafnan dálít-
inn tíma fyrir lið að ná sér á strik
á ný eftir að miklar breytingar
hafa orðið á leikmannahópnum.
Valur:
Valsmenn höfnuðu í 5. sætinu í
fyrra, en skoruðu mikið og voru
skemmtilegt lið á að horfa yfir-
leitt. Leikmannakjarni liðsins var
stór og margt frambærilegra
leikmanna. Jaðraði við að flokkur-
inn væri of fjölmennur og lýsti
það sér þannig, að Valsmenn
tefldu varla fram sama liðinu tvo
leiki í röð. Hringlandaátturinn
skilað sér í festuleysi og því bland-
aði liðið sér ekki í toppslaginn þó
getan til þess hafi blundað undir
niðri. Hætt er við að vestur-þýski
þjálfarmn Klaus Peter verði að
taka föstum tökum á málunum,
því í svipinn man Mbl. eftir sjö
nöfnum sem gengið hafa til liðs
við félagið. Fjórir gamlir Vals-
menn skila sér, Guðmundur
Kjartansson, sem lék með FH,
Ingi Björn Albertsson sem lék
einnig með FH, Guðmundur Þor-
björnsson, sem verið hefur við
nám í Bandaríkjunum, og Albert
Guðmundsson, sem einnig hefur
dvalið í Bandaríkjunum. Vilhelm
Frederiksen kom úr KR og Guð-
mundur Hreiðarsson, markvörður
1 Leikir helgarinnar
Laugardagur 15. maí ÍBÍ:KR
1. deild ísafjarðarvöllur — kl. 14.00
1. deild Laugardalsvöllur - - Valur:KA kl. 14.00
I 1. deild Vestmannaeyjavöllur — ÍBVrÍBK kl. 14.00
2. deild Akureyrarvöllur — Þór A.:Njarðvík kl. 14.00
2. deild Kaplakrikavöllur - - FH:Fylkir kl. 14.00
2. deild Vopnafjarðarvöllur — Einherji:Þróttur N. kl. 14.00
Sunnudagur 16. maí UBK:ÍA
1. deild Kópavogsvöllur — kl. 14.00
1. deild Laugardalsvöllur - - Víkingur:Fram kl. 20.00
2. deild Sandgerðisvöllur - - Reynir S.:Völsungur kl. 14.00
Mánudagur 17. maí
2. deild Laugardalsvöllur — - Þróttur R.:Skallagrímur kl. 14.00
Vormót ÍR
HIÐ ÁRLEGA vormót ÍR í frjáls-
íþróttum verður haldið á frjáls-
íþróttavellinum í Laugardal á upp-
stigningardag, 20. maí, kl. 14.30.
Meðal keppnisgreina er minningar-
hlaup um Jón heitinn Kaldal, sem
keppti undir merkjum ÍR og var
einn mesti afreksmaður íslands á
sínum tíma. Hlaupið verður árlegur
viðburður, og hefur veglegur far-
andgripur verið gefinn, sem sigur-
vegari hverju sinni varðveitir. Auk
þessa verða veitt einstaklingsverð-
laun fyrir aðrar keppnisgreinar, en
tímaseðilf mótsins fer hér á eftir:
14.30 110 m grindahlaup, stang-
arstökk og kringla karla
14.40 hástökk karla
14.45 100 m karla, kúluvarp
kvenna
14.50 langstökk kvenna
14.55 200 m kvenna
15.10 3000 m minningarhlaup Jóns
Kaldal
15.20 kringla kvenna
15.30 400 m karla
15.45 800 m kvenna
15.55 1500 m sveina
Þátttökutilkynningar, ásamt 10
króna þátttökugjaldi á grein,
þurfa að hafa borist Gunnari Páli
Jóakimssyni (s. 86308) eða Guð-
mundi Þórarinssyni (s. 34812) í
síðasta lagi mánudaginn 17. maí
nk.
í Haukum, gekk einnig í Val. Sem
sagt mikill iiðsauki. A móti hefur
Sigurður markvörður Haraldsson
tilkynnt opin félagaskipti og
Hilmar Harðarson réði sig út á
land. Skotarnir tveir reyndust litl-
ir bógar og eru horfnir til síns
heima. Fyrirsjáanlegt er því, að
Valsmenn sitji uppi með lang
stærsta hópinn af frambærilegum
og góðum leikmönnum. Spurning-
in er hins vegar hvernig Peter
tekst að moða úr öllum efniviðn-
um.
ÍBK:
Liðið kom upp úr 2. deild í fyrra
með góða blöndu af efnilegum
ungum mönnum og leikreyndum
jöxlum. Ólafur Júlíusson mun
ætla að draga fram skóna á ný og
ef Ragnar Margeirsson bindur sig
ekki í Belgíu verður hann einnig
með í slagnum. Þeir bætast því við
sterkan kjarna leikmanna sem
auk þess hefur fengið til liðs við
sig Kristin Jóhannsson frá
Grindavík, Daníel Einarsson,
markaskorara frá Víði í Garði, og
Rúnar Georgsson frá Reyni, Hell-
issandi, en hann lék reyndar með
ÍBK hér áður fyrr. Karl Her-
mannsson þjálfari er með góðan
hóp í höndunum og verður fróð-
legt að fylgjast með 1. deildarný-
liðunum.
ÍBÍ:
Hinir nýliðar 1. deildarinnar,
IBI, ætla sér örugglega að gera
betur heldur en síðast er félagið
lék í deildinni. Það var árið 1962,
er liðið féll beint niður aftur með
aðeins eitt stig og markatöluna
2—36. Þá voru aðeins 6 lið í 1.
deild og umferðirnar tíu talsins.
Magnús Jónatansson þjálfari er
með óskrifað blað þarna fyrir
vestan og trúlegt er að liðið eigi
eftir að reynast erfitt heim að
sækja, sérstaklega þar sem leikið
verður á möl fram eftir öllu sumri.
Nokkrir leikmenn hafa gengið til
liðs við félagið og er helst að geta
Gústaf, Baldvinssonar frá bikar-
meisturum ÍBV. Bjarni Jóhanns-
son, leikreyndur framherji frá
Þrótti, Neskaupstað, og Ámundi
Sigmundsson, markheppinn leik-
maður frá Selfossi, verða einnig í
klæðum ÍBÍ í sumar.
KA:
Akureyrarliðið verður nánast
óbreytt í sumar, en liðið hafnaði í
7. sæti deildarinnar í fyrra án þess
þó að vera í hinni minnstu fall-
hættu, enda lék liðið oft prýðilega
sóknarknattspyrnu. Um tíma voru
horfur á því að leikreyndu kapp-
arnir, Jóhann Jakobsson, Elmar
Geirsson, Eyjólfur Ágústsson og
Hinrik Þórhallsson, myndu leggja
skóna á hilluna. Eftir því sem
næst verður komist, verða þeir þó
allir með eftir allt saman. Engir
lykilmenn hafa tilkynnt félaga-
skipti annað. Skotinn Alex Will-
oughby þjálfar liðið.
UBK:
Litlar breytingar einnig á þess-
um bæ. Markverðast þó, að fram-
herjinn Jón Einarsson hætti
óvænt og gekk til liðs við hið nýja
Kópavogslið Augnablik, sem leik-
ur í 4. deild. Er sjónarsviptir að
Jóni úr 1. deild. Þór Hreiðarsson,
sem reyndar lék ekki mikið með
aðalliðinu í fyrra, er einnig kom-
inn í Augnablik. Þá má geta þess,
að Benedikt Guðmundsson, mið-
vörðurinn sterki, hefur tilkynnt
félagaskipti úr sænsku liði yfir til
UBK á ný og er líklegt að endur-
koma hans styrki UBK. Liðið
hafnaði 4. sætinu í fyrra og lék að
margra mati skemmtilegustu
knattspyrnuna. En liðið var og er
ungt og skorti því leikreynsluna
til að næla í toppsætið. Kannski
það hafist að þessu sinni undir
stjórn hins snjalla þýska þjálfara
Fritz Kissing.
ÍA:
Hér eru breytingarnar einnig
litlar, en ein þeirra þó umtalsverð
í meira lagi, en Skagamenn máttu
sjá af aðal markaskorara síðasta
keppnistímabils til nágrannaliðs-
ins í Borgarnesi. Þar var á ferð-
inni Gunnar Jónsson og máttu
Skagamenn illa við að glata Gunn-
ari þar sem framlína liðsins hefur
verið höfuðverkur allar götur síð-
an Pétur Pétursson yfirgaf skerið
og fór í atvinnumennskuna. Tveir
Skagamenn skiluðu sér eftir tarn-
ir á framandi slóðum, Sveinbjörn
Hákonarson, miðvallarleikmaður-
inn markheppni, og Jón Gunn-
laugsson. Skagamenn urðu í þriðja
sæti í fyrra og léku oft stórgóða
knattspyrnu. Framlína Iiðsins var
hins vegar of misjöfn.
ÍBV:
Bikarmeistarar ÍBV voru í
sjötta sætinu í fyrra og aldrei
skyldi nokkur maður vanmeta
hina baráttuglöðu Eyjamenn.
Aldrei þessu vant hefur liðið feng-
ið liðsstyrk, venjan hefur verið að
leikmenn hafa verið að tínast frá
félaginu. Aðeins einn slíkur
„Lundi" að þessu sinni, Gústaf
Baldvinsson sem leikur með ÍBÍ.
Páll Pálmason, markvörðurinn sí-
ungi, er hættur við að hætta og
sumarið verður tuttugasta tímabil
hans hjá ÍBV. Annar markvörður
keppir um stöðuna, hinn efnilegi
Hreggviður Ágústsson sem lék
með FH í fyrra, en er nú kominn
heim í heiðardalinn. Og síðast en
alls ekki síst má nefna baráttu-
jaxlinn Örn Óskarsson, sem lék
síðasta keppnistímabil með
sænska 1. deildarliðinu örgryte.
Steve Fleest þjálfar ÍBV í sumar.
Víkingur:
Leikmenn hafa streymt til ís-
landsmeistaranna og í fljótu
bragði rekur Mbl. minni til einna
fimm nafna, sem nefna má í því
sambandi. Tveir markverðir eru
þar á meðal, Jón Þorbjörnsson frá
Þrótti og Ögmundur Kristinsson
frá Fylki. Haukamennirnir Björn
Svavarsson og Sigurður Aðal-
steinsson eru og komnir í röndóttu
skyrturnar, einnig gamli Víking-
urinn Stefán Halldórsson. Tveir
lykilmenn síðasta tímabils verða
fjarri góðu gamni í sumar, mark-
vörðurinn Diðrik Ólafsson sem er
hættur, og miðherjinn Lárus Guð-
mundsson, sem gerir það gott í at-
vinnumennskunni með belgíska
liðinu Waterschei um þessar
mundir.
Það var mikið afrek og erfitt
hjá Hæðargarðsliðinu að næla í
íslandsmeistaratitilinn í fyrra, en
það verður enn erfiðara að verja
þann titil, þrátt fyrir alla nýju
mennina. Skarð Lárusar verður
vandfyllt og þó tímabilið hafi
byrjað vel með Reykjavíkurmeist-
aratitli, fer róðurinn fyrst að
þyngjast þegar íslandsmótið
hefst, en öll liðin hin munu kapp-
kosta að leggja sjálfa íslands-
meistarana að velli. Slíkt gefur
jafnan meiri ánægju heldur en
„venjulegur" sigur. Sovétmaður-
inn bráðsnjalli, Jouri Zetov, þjálf-
ar Víking aftur í sumar. — gg-
Spurningin:
Hvaða félag verður fslandsmeistari í
knattspyrnu 1982? brennur á vörum
margra knattspyrnuaðdáenda hér á
landi um þessar mundir. Lokastaðan
í fyrra var þessi:
Víkingur 18 11 3 4 30- -25 25
Fram 18 7 9 2 24- -17 23
ÍA 18 8 6 4 29- -17 22
UBK 18 7 8 3 27- -20 22
Valur 18 8 4 6 30- -24 20
ÍBV 18 8 3 7 29- -21 19
KA 18 7 4 7 22- -18 18
KR 18 3 6 9 12- -24 12
Þór 18 3 6 9 18- -35 12
FH 18 2 3 13 19- -41 7
Margrét yfir 40 m
MARGRÉT Öskarsdóttir, hinn efni-
legi kringlukastari úr ÍR, varð önnur
íslenzkra kvenna til þess að kasta
kringlu yfir 40 metra, er hún kastaði
41,02 metra á innanfélagsmóti ÍR í
Laugardal á sunnudag. Sigurvegari
varð Guðrún Ingólfsdóttir KR, kast-
aði 51,20 metra.
Margrét hefur verið í mikiHi fram-
for siðustu tvö árin. Eftir tvö köst
um 39 metra á laugardag, kastaði
bún 40,08 metra og rauf múrinn f
fjórðu umferð. í síðustu umferðinni
bætti hún svo um betur og kastaði
41,02.
Aðeins ein íslenzk kona hefur
kastað lengra, Guðrún Ingólfsdóttir,
sem setti íslandsmet á innanfélags-
móti Ármanns í síðustu viku, kastaði
53,86 metra. Guðrún virðist sterkari
og öruggari en í fyrra, og þvf má
eflaust búast við freknri afrekum af
hennar hálfu.