Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 1
268. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reagan fer til Suður- Ameríku YVashington, 29. nóvember Al*. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, mun á morgun, þriðjudag, leggja upp i fimm daga ferð til nokkurra ríkja Rómönsku Ameríku, þá fyrstu til þessa heimshluta síðan hann varð for- seti. Með honum í för verða George P. Schultz, utanrikisráðherra, og Donald Regan, fjármálaráðherra. Reagan mun fara til fjögurra ríkja, Brasilíu og Kólombíu í Suð- ur-Ameríku og Costa Rica og Hond- úras í Mið-Ameríku, en öll þessi ríki njóta aðstoðar Bandaríkjamanna á einn eða annan hátt. Einnig mun hann finna að máli forseta E1 Salv- ador, Alvaro Magano, og oddvita herstjórnarinnar í Guatemala, Efrain Rios Montt. Reagan hefur hug á að koma sam- skiptum stjórnar sinnar við Brasilíumenn og Kólombíumenn í samt lag aftur en þau versnuðu nokkuð vegna stuðnings Banda- ríkjamanna við Breta í Falklandseyjastríðinu og talið er vist, að hann muni ítreka stuðning stjórnarinnar við þá leiðtoga Mið- Ameríkuríkja, sem hann ræðir við. Tæmdi bankabók- ina sína — og kvittaöi fyr- ir með skothríð Osló, 29. nóvember. Krá Jan Erik Lauré rréttaritara Morgunblaósins. BANKARÁN ERU síður en svo sjaldgæf í Noregi, en það heyrir til undantekninga að menn ryðjist inn í banka með alvæpni og krefj- ist eigin fjár. Svo var þó reyndin í bæ einum á vesturströndinni fyrir nokkru. Þar kom maður nokkur inn í bankaútibú, hinn versti ásýnd- um, og krafðist peninga af eigin bankareikningi. Gjaldkerinn fyllti rólegur út úttektarbeiðni af reikningnum og rétti mannin- um. Hann þvertók hins vegar fyrir að skrifa undir og hleypti nokkr- um skotum af upp í loftið því til áréttingar. Við það var gjaldker- inn snöggur að reiða fram inni- stæðu mannsins, sem hvarf á brott við svo búið. A leið sinni heim var maður- inn handtekinn. Um langt skeið hefur verið ágreiningur á milli bankans og manns þessa um notkun hans á bankareikningi sínum, en nú er þeim útistöðum sýnilega lokið. Hitt er aftur á móti öllu líklegra, að af þessu uppátæki mannsins hefjist önn- ur rimma, að þessu sinni við lögregluna. Bifrciðir sátu fastar og fjöldi fólks varð fyrir miklum óþægindum viða um suðvestanvert landið á sunnudaginn, er mikið illviðri skall á mjög skyndi- lega. Fjöldi bila fauk út af vegum, um 300 farþegar biðu í á níundu klukkustund í rafmagnsleysi og kulda á Keflavíkurflugvelli, og lögregla og björgunarsveitarmenn voru i miklum önnum við að hjálpa vegfarend- um. Engin alvarleg slys urðu þó. — Sjá nánar á miðopnu Morgunblaðsins i dag. Ljósm.: Ragnar Axelsson. Líbanonsstjórn ætlar að grípa til eigin ráða — til að tryggja brottför ísraelshers Beirút, Kaíró, London, 29. nóvember AP. SHAFIK Wazzan, forsætisráðherra Líbanons, varaði í dag ísraela við og sagði, að ef ekki tækist að semja um brottför hers þeirra frá Libanon yrði gripið til annarra ráða. Líbanir hafa opinberlega farið fram á það við stjórnir Bandaríkjanna, Frakklands og Ítalíu, að þær fjölgi i gæsluliði sínu í Libanon. Líbanska útvarpið hafði það eft- ir Wazzan, forsætisráðherra Líb- anons, í .dag, að ef samningar um brottför ísraelska hersins tækjust ekki myndi verða gripið til ann- arra ráða. Hann vitnaði einnig í þau orð Gemayels forseta í fyrri viku, að Libanir myndu láta einsk- is ófreistað' til að tryggja sjálf- stæði sitt. „Við munum ekki láta það af hendi með samningum, sem þeim tókst ekki að ná með valdi," sagði Gemayel. Israelska þingið samþykkti sl. sunnudag, að væntanlegar viðræð- ur færu fram í Beirút og Jerúsal- em en líbanska stjórnin vill ekki fallast á síðari viðræðustaðinn þar sem það jafnaðist á við viðurkenn- ingu á Jerúsalem sem höfuðborg Israels. Líbanir hafa einnig harð- neitað að ræða pólitisk mál í við- ræðunum, segja, að aðeins verði rætt um brottför ísraela frá Líb- anon. Líbanska stjórnin hefur farið fram á það við stjórnir Bandaríkj- anna, Frakklands og Ítalíu, að þær fjölgi í gæsluliði sínu upp í 15.000 manns en í því eru nú 4.000. Talið er að Bandaríkjamenn séu fúsir að fjölga í sinu liði upp í 12.000 og Gemayel er einnig sagður hafa farið í liðsbón til Breta, Kólombíu- manna, Suður-Kóreumanna, Grikkja og Belga og fengið góðar undirtektir. Philip C. Habib, sendimaður Bandaríkjastjórnar í Miðaustur- löndum, átti í dag fund með Mub- arak, Egyptalandsforseta, og voru þeir sammála um, að væntanlegar viðræður um frið á þessum slóðum ættu einnig að ná til Jórdaníu- manna og Palestínumanna. EBE ákveður nýtt fískverð Brússel, 29. nóvember. AP. FRAMKVÆMDANEFND Efna- hagsbandalags Evrópu lagði í dag til, að verð á frosnum fiski fyrir næsta ár yrði hækkað um 4—13%. Verðið fyrir síld og sardínur verður þó óbreytt áfram. Einnig var lagt til, að lágmarksverðið að öðru leyti yrði Samkomulag á ráðstefnu Gatt Genf, 29. nóvember. AP. RÁÐHERRAR og fulltrúar frá 88 ríkjum, sem aðild eiga að Gatt, Alþjóðatollabandalaginu, náðu loks samkomulagi í dag um málamiðlunartil- lögu þar sem leitast er við að jafna ágreining og ólíkar skoðanir manna á þeim reglum, sem gilda skuli um frjálsa verslun. I tillögunni, sem samþykkt var, eru aðildarþjóðirnar hvattar til að standa vörð um frjálsa verslun og forðast viðskiptahöft og einangr- unarhyggju en fulltrúar nokkurra þjóða höfðu þó fyrirvara á í sum- um greinum. Fulltrúi Bandaríkja- stjórnar, William E. Brock, sagði að gefa mætti ráðstefnunni ein- kunnina C en Bandaríkjamenn létu mikið til sín taka í tveimur helstu deilumálunum á fundinum. Annað var sú krafa þeirra, að V-Evrópuríki hættu smám saman niðurgreiðslum á landbúnaðarvör- um en hitt, að reglur frjálsrar verslunar tækju einnig til banka- starfsemi, skipaútgerðar og ráð- gjafarstarfsemi. Efnahagsbandalagslöndin sner- ust öndverð gegn kröfu Banda- ríkjamanna í fyrra málinu en í því síðara þróunarríkin, sem óttast, að áðurnefnd starfsemi lendi al- farið í höndum útlendinga. I mála- miðiunartillögunni er ekki minnst á niðurgreiðslur EBE-landanna en hins vegar ákveðið, að Gatt skipi nefnd til að huga að þeim höftum, sem nú eru á verslun með land- búnaðarvörur. Aðalfulltrúi EBE-landanna, Tran van Trinh, lét í dag í ljós ótta við, að landbúnaðarvörustríð væri í uppsiglingu milli Bandaríkjanna og Evrópu vegna óánægju banda- rískra þingmanna með niðurstöð- ur ráðstefnunnar. Á Banda- ríkjaþingi var því hótað fyrir nokkru, að ef EBE hætti ekki niðurgreiðslum myndu Banda- ríkjamenn svara því á þann hátt að demba einhverjum ókjörum af ódýrum mjólkurafurðum inn á heimsmarkaðinn. hækkað um 2—6%. Framkvæmdanefndin segist býggja tillögur sínar á markaðs- þróuninni síðustu þrjú árin og „batnandi ástandi" á heimsmörk- uðum fyrir fisk en einnig er tekið fram, að nauðsynlegt sé að tryggja tekjur sjómanna. Lagt er tfl, að verðið fyrir þorsktonn á næsta ári verði 14.200 ísl. kr., fyrir karfa tæp 11.000, skarkolatonnið á það sama fram til 30. apríl nk. en á rúm 13.000 eftir það, ýsan á tæp 11.000, lýsan á rúm 10.000, ufsinn á 8.500 ísl. kr. og makríll á rúmar 4.000 ísl. kr. Síldarverðið verður áfram um 5.000 kr. fyrir tonnið. Efnahagsbandalagslöndin hafa ekki getað komið sér saman um fiskveiðistefnu hingað til og því hefur ekkert lágmarksverð verið í gildi, sem fiskimenn hafa getað treyst. Áætlað var að setjast á rökstóla um þessi efni 1. janúar nk. en Danir eru þó enn þversum í málinu og krefjast meiri afla í sinn hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.