Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 47 • Pótur Guðmundsaon (nr. 10) í leik með ÍR. Hann lót heldur betur aö sór kveöa í leiknum gegn KR, var sterkur í vörninni og skoraði 40 stig. Pétur mpð 40 stig í fyrsta IR-sigrinum ÍR-INGAR unnu sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinní í körfubolta ó laugardaginn er þeir unnu KR í íþróttahúsi Hagaskóla í æsi- spennandi og skemmtilegum leik. Lokatölur uröu 82:80, en KR var yfir (44:46) í leikhléi. Pétur Guðmundsson var mjög góöur í leiknum, bæöi í sókn og vörn, og gekk KR-ingum illa aö ráöa viö hann. Hann skoraði 40 stig. í líðl KR var Stu Johnson aftur á móti í banaformi og var hittni hans meö ólíkindum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Sem dæmi má nefna aö hann skoraði 16 stig fyrstu sex mín. leiksins og misnot- aöi á þeim tíma aöeins eitt lang- skot. Hann fór af leikvelli meö fimm villur þegar átta mín. voru til leiksloka og var staöan þá jöfn 64:64. ÍR náöi strax nokkurra stiga forystu eftir aö hann var farinn af velli. KR-ingar tvíefldust þó þegar Stu fór út af og voru greinilega ákveönir í aö sigra þó hans nyti ekki við. Jón Sigurösson kom inn á er um fimm mín. voru eftir og ÍR fimm stigum yfir. Haföi Jón ekkert veriö meö, þar sem hann er meiddur, en hann haföi engu aö síður góö áhrif á leik liösins og dreif meöspilara sína áfram. KR var meö 10 stiga forystu um tíma í fvrri hálfleik en ÍR-ingar, kr 82:80 meö Pétur fremstan í flokki, náöu aö vinna þann mun aö mestu leyti upp og í hálfleik munaöi aöeins tveimur stigum. Johnson skoraöi 26 stig fyrir KR í fyrri hálfleiknum þannig aö aðrir leikmenn liösins fengu ekki mörg tækifæri til aö sýna hvaö þeir geta í sóknarleikn- um. Pétur gerði 18 stig fyrir ÍR í fyrri hálfleiknum. Fljótlega í seinni hálfleik náöu ÍR-ingar forystu i fyrsta skipti og KR komst aldrei yfir eftir þaö. Munurinn varö aldrei mikill og er ein mínúta var eftir tókst KR aö jafna metin, 78:78. Pétur fékk þá tvö víti og skoraöi úr því seinna, og ÍR náöi boltanum aftur. Hreinn Þorkelsson skoraöi 81:78 en Jón Sigurðsson minnkaöi muninn niöur í eitt stig er hann skoraöi úr tveimur vítaskotum. Síöan á loka- sekúndunum geröist mjög umdeilt atvik: KR-ingur var í góöu færi, ekkert var dæmt þrátt fyrir að leikmenn KR teldu aö brotiö heföi verið á honum, en boltinn fór ekki ofan í körfuna. Einhver þeirra lét þá fjúka orö sem ekki var viöeig- andi og fékk ÍR eitt tæknivíti sem Pétur skoraöi úr eftir aö leiktíman- um var lokið. Eins og fram kemur í upphafi átti Pétur Guömundsson mjög góöan leik. Þá var Hreinn Þor- kelsson einnig góöur, skoraöi 22 stig og var einnig mjög atkvæöa- mikill í vörninni. Kristinn Jörunds- son og Hjörtur Oddsson léku einn- ig nokkuö vel. Hjá KR var Stu yfir- buröamaöur en eftir aö hann var farinn af leikvelli fóru hinir ungu leikmenn liösins aö sýna hvaö í þeim býr. Páll Kolbeinsson er mjög skemmtilegur leikmaöur og þá geröi Þorsteinn Gunnarsson góöa hluti. Þáttur Jóns Sigurössonar er einnig nokkur þrátt fyrir aö hann léki ekki meö nema stutta stund. Litlu munaði aö honum tækist aö stýra strákunum til sigurs. Þessir skoruöu stigin: ÍR: Pétur Guömundsson 40, Hreinn Þorkelsson 22, Kristinn Jörundsson 14, Hjörtur Oddsson 4 og Jón Jörundsson 2. KR: Stu Johnson 36, Þorsteinn Gunnarsson 12, Páll Kolbeinsson 9, Jón Pálsson 8, Kristján Rafns- son 4, Matthías Einarsson 3, Stef- án Jóhannsson 2 og Birgir Guö- björnsson 2. — SH Keflvíkingar rassskelltir • Bandaríaki körfuknattleiksþjálfarinn Dooley ásamt fjölskyldu sinni. Dooley sem þjálfar líö ÍR er jafnframt þjálfari landsliðsins sem á stór verkefni framundan í vetur. „Stórt skref fram á við" — segir Dooley um fyrsta sigur ÍR Jim Dooley, þjálfari ÍR- inga, var aö vonum himinlif- andi eftir leikinn viö KR á laugardaginn en þá vann lið hans sinn fyrsta sigur í vetur í úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur af leikmönnum mtn- um. Þeir gáfust aldrei upp og óg er sannfæröur um aö þessi sigur verður stórt skref fram á viö fyrir okkur,“ sagöi Dooley. „Fyrsti sigur- inn er alltaf erfiöur ef liö hef- ur ekki unnið í langan tíma, en leikmenn mínir sýndu mikið hugrekki í þessum leik og ég er ánægöur meö þaö hugarfar sem ríkti hjá þeim.“ „Annars böröust leikmenn KR mjög, og stóðu sig vel eft- ir aö Stu Johnson fór útaf, en hann lék aö mínu mati hreint stórkostlega. Jón Sigurðsson kom ekki inn á fyrr en loka- kaflann og mig langar til aö hrósa honum fyrir aö koma inn á til aö hjálpa liöi sinu þrátt fyrir aö vera meiddur" sagði Dooley. — SH. Valsmenn rassskelltu Keflvík- inga heldur betur í úrvalsdeild- inni í körfubolta í gærkvöldi. Er flautað var til leiksloka skildu 39 stig liðin, Valur haföi skoraö 100 stig, ÍBK 61. í hálfleik var Valur yfir 55:34. Leikurinn varö aldrei spennandi eins og menn höföu búist við, Keflavík var efst í deild- inni fyrir leikinn en Valur í ööru sætinu. Eftir sigurinn trónir Valur nú í efsta sætinu þar sem liðiö hefur nokkuö hagstæðari marka- mun. Leikurinn var góöur á köflum og skemmtilegt spil sást oft, sérstak- lega hjá Val, en þaö sem öðru fremur orsakaöi svo stórt tap Keflvíkinga var hversu hroöalega illa þeir fóru meö tækifæri sín. Á köflum var og eins og boltinn vildi bara alls ekki ofan í Valskörfuna — t.d. er Brad Miley gerði tilraunir til aö koma honum þangaö. Skor- aöi hann aöeins 11 stig og lék afleitlega í sókninni og klúöraöi mörgum góöum færum. Þaö sama er reyndar hægt aö segja um flesta aöra leikmenn liösins, t.d. Þorstein Bjarnason sem þrátt fyrir þaö var stigahæstur með 17 stig. Vals- menn voru mun hittnari og þá sér- staklega Ríkharöur og Dwyer. Þeir höföu yfirburöi allan leikinn og strax í fyrri hálfleiknum var séö hvert stefndi. Komust þeir um tima rúmlega 20 stig yfir og í hálfleikn- um munaði 21 stigi eins og áöur kom fram. ÍBK skoraði átta fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og var þá allt annaö aö sjá til liðsins. Miley haföi þá styrkst til muna í vörninni og hirti nokkur fráköst. En síöan fór allt í sama farið og áöur hjá þeim Suöurnesjamönnum — dauðafæri nýttust ekki og Valsmenn sigu ætíð lengra fram úr. Sigurinn var sem sagt mjög öruggur og á lok- amínútunum voru aöeins úr byrj- unarliöi Vals inni á vellinum, þeir Jón Steingrímsson og Kristján Ágústsson, en liöinu tókst samt að komast í 100 stig. Dwyer var bestur hjá Val í þess- um leik, og Ríkharöur stóö honum ekki langt aö baki. Þá var Kristján var sterkur aö venju. Axel átti bestan leik þeirra Keflvíkinga — en óhætt er aö fullyröa aö allir leik- menn liðsins hafi leikiö nokkuö undir getu. Þorsteinn Bjarnason geröi t.d. mikiö af vitleysum þrátt fyrir aö vera stigahæstur, en þess ber aö geta aö hann á viö meiðsli aö stríöa á ökkla. Brad Miley olli miklum vonbrigöum. Hann var slakur í sókninni og í vörninni, sem er hans sterka hlið, var hann ekki sérstakur. Stigin.Valur. Ríkharöur Hrafn- kelsson 32, Tim Dwyer 23, Kristján Ágústsson 16, Jón Steingrimsson 8, Tómas Holton 6, Torfl Magnús- son 5, Siguröur Hjörleifsson 4 og Leifur Gústavsson 4. ÍBK: Þor- steinn Bjarnason 17, Axel Nikulás- son 13, Brad Miley 11, Björn V. Skúlason 8, Jón Kr. Gíslason 8, Óskar Nikulásson 2. Ágætir dóm- arar voru Gunnar Bragi Guö- mundsson og Björn Ólafsson. — SH. Staðan EFTIR leikinn í gærkvöldi er staö- an þannig í úrvalsdeildinni: Valur 8 6 2 734—620 12 ÍBK 9 6 3 726—745 12 UMFN 8 4 4 683—669 8 KR 8 4 4 691—701 8 Fram 7 3 4 636—588 6 ÍR 8 1 7 593—695 2 Næsti leikur verður á föstu- dagskvöldiö. Þó mætast ÍBK og Fram í Keflavík. Stjörnugjöfin: UMFN: Gunnar Þorvaröarson Árni Lárusson ** Valur Ingimundarson * Júlíus Valgeirsson * Ingimar Jónsson * ÍBK: Axel Nikulásson *** Þorsteinn Bjarnason ★* Jón Kr. Gíslason ** Björn Skúlason ★ Stjörnugjöfin: Valur: Ríkharður Hrafnkelsson ★ ★★ Kristján Ágústsson ★ ★ Jón Steingrímsson ★ ★ ÍBK: Axel Nikulásson ★ ★ Þorsteinn Bjarnason ★ Stjörnugjöfin ÍR: Pétur Guðmundsson ★ ★★ Hreinn Þorkelsson ★ ★ Kristinn Jörundsson ★ Hjörtur Oddsson KR: ★ Páll Kolbeinsson ★ ★ Þorsteinn Gunnarsson ★ ★ Oþolandi fram- koma við dómara Þaö sannaöist heldur bet- ur í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn eftir leik ÍR og KR í körfunni hve starf dóm- ara í íþróttum er vanþakk- látt. Ahorfendur (væntan- lega úr rööum KR-inga) hrópuöu þá ókvæöisorð aö Herði Túliníus, sem dæmt haföi af mikilli röggsemi og staöið sig mjög vel, og slík voru ummælin aö manni blöskraöi. Þá voru litlir strákpattar — úr hópi þeirra sem alltaf eru aö þvælast í íþróttasalnum á leikjum — aö gera sig breiða viö Hörö eftir leikinn og skil óg ekki hvaö slík framkoma hefur upp á sig. Verst af öllu þóttu mér þó ummæli Stu Johnson, sem var eitthvaö gramur út af tæknivillu sem hann hlaut í leiknum, í garö Haröar. Orö- bragö hans er varla prent- hæft — en hann veit þaö sjálfur aö hann var heppinnn aö sleppa ekki verr frá oröa- skaki sínu viö Hörö eftir leik- inn. Höröur heyröi hvaö hann sagöi en Kaninn hélt því auð- vitaö fram aö orðum sínum heföi hann ekki veriö aö beina til dómarans. En óg veit betur — og þaö veist þú leika Stu. Nú er kominn tími til aö menn viröi störf dómara í körfuknattleik og öörum íþróttagreinum hér á landi og kenni þeim ekki alltaf um þegar illa gengur. SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.