Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
í DAG er þriöjudagur 30.
nóvember, sem er 334.
dagur ársins 1982, Andr-
ésmessa. Árdegisflóö í
Reykjavík kl. 05.31 og síö-
degisflóö kl. 17.50. Sólar-
upprás í Reykjavík kl.
10.42 og sólarlag kl. 16.51.
Sólin er í hádegisstaö í
Reykjavík kl. 13.16 og
tunglið í suöri kl. 00.23.
(Almanak Háskólans)
Elskiö ekki heiminn,
ekki heldur þá hluti,
sem í heiminum eru. Sá
sem elskar heiminn, á
ekki í sér kærleika til
fööurins. (1. Jóh. 2,
15—17.)
KROSSGÁTA
I 2 3 4
I.ÁKKI1: — 1 laflmaAur, 5 kusk, 6
vermir, 9 þvotlur, 10 tónn, 11
ÓNamstæðir, 12 vímstúka, 13 kven-
mannsnafn, 15 hlaas, 17 bordar.
IX^ÐRÉTT: — 1 orðheppinn, 2 gerj-
un, 3 söngflokkur, 4 horaðri, 7 kaup,
8 skyldmenni, 12 líkamNhluta, 14
liðin tíð, 16 ending.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRETT: — 1 máta, 5 ufsi, 6 dæsa,
7 Ll, 8 afana, 11 má, 12 ýsa, 14 alir,
16 nagaði.
LÓÐRÉTT: — 1 maddaman, 2
tuska, 3 afa, 4 risi, 7 las, 9 fála, 10
nýra, 13 asi, 15 ig.
ÁRNAÐ HEILLA
hanne.sson hifvélavirki, Boga-
hlíð 14 Rvík. — Guðjón er að
heiman í dag. Eiginkona hans
er Katrín Jóhannesdóttir.
ára verður á morgun,
hinn 1. desember,
Gunnar A. Jónsson frá Höll í
llaukadal í Dýrafirði, Boga-
hlíð 10 hér í Rvík. Hann hefur
verið starfsmaður Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
um árabil. Hann verður að
heiman á afmælisdaginn.
FRÉTTIR
Veðurstofan sagði í veðurfrétt-
unum i gærmorgun, að horfur
væru á því að frost yrði víðast
hvar á landinu. f fyrrinótt hafði
kaldast verið norður á Akureyri
og var frostið mínus 6 stig. Hér
í Reykjavik fór það ekki lengra
niður fyrir frostmarkið, en að
það mældist eitt stig. Mest úr-
koma í fyrrinótt var á Fagur-
hólsmýri, 24 millim.
í Kennaraháskóla fslands. í
tilk. frá menntamálaráðu-
neytinu í nýlegu Lögbirt-
ingablaði segir að Fríður
Ólafsdnttir hafi verið settur
lektor í hannyrðum við Kenn-
araháskóla íslands, fyrir
skömmu, til eins árs.
í fjármálaráðuneytinu er aug-
lýst í þessum sama Lögbirt-
ingi laus til umsóknar staða
eftirlitsmanns með ökumæl-
um. Er umsóknarfrestur um
starfið til 20. desember nk.
úff. — Nú skall hurö nærri hælum, Denni minn. — Þessir kannibalar voru nærri búnir að éta
okkur!!
i i •
Kvenfélag Hreyfils heldur í
kvöld, þriðjudag, jólamatar-
fund sinn í Hreyfilshúsinu og
hefst hann kl. 20.00.
Húnvetningafélagið i Rvík.
ætlar að halda nk. laugardag,
4. desember, í félagsheimilinu
Laufásvegi 25 almennan bas-
ar og kökubasar. Væntir fé-
lagsstjórnin þess að félags-
menn og velunnarar félagsins
komi með muni eða kökur í
félagsheimilið eftir kl. 20.00
nk. föstudag eða eftir kl. 9
árd. á laugardagsmorguninn.
Gengið er inn frá Þing-
holtsstræti.
Stéttartal Ijósmæðra. Handrit
að þessu ljósmæðratali, sem
Ljósmæðrafélag Islands hef-
ur veg og vanda af, hefur
undanfarið legið frammi til
yfirlestrar í skrifstofu félags-
ins á Hverfistögu 68A. — Eru
nú síðustu forvöð fyrir þá,
sem vilja kynna sér það áður
en prentun hefst, að gera það.
Síminn á skrifstofunni er
17399 og er hún opin rúm-
helga daga kl. 13.30—18.00.
FRÁ HÖFNINNI____________
IJm helgina komu tveir togar-
ar inn til Reykjavíkurhafnar,
kom Vigri úr söluferð til út-
landa, en Ottó N. Þorláksson
kom af veiðum og landaði afl-
anum hér. Þá kom Helgafell
frá útlöndum. í gær kom tog-
arinn Ásgeir af veiðum og
landaði aflanum hér, Vela
kom úr strandferð og írafoss
var væntanlegur í gærkvöldi
frá útlöndum. Stapafell fór í
ferð á ströndina í gær.
BLÖO & TÍMARIT
Út er komið 1. des. blað stúd-
enta 1982. Það er að þessu sini
helgað umræðuefninu: Vís-
indi og kreppa. I blaðinu er að
finna greinar, viðtöl, kveð-
skap og fleira sem tengist
efninu.
ryrir nokkru efndu þessar telpur til hlutaveltu til ágóða fyrir aldra
fólk. Afhentu þær ágóðann, nær 200 kr., DAS. — Ungu dömurm
heita Inga María, Hulda, Ásgerður og Ása Lára.
Kvöld-, nætur- og helgarþjónutla apótekanna í Reykja-
vik dagana 26 nóvember til 2 desember. að báöum
dögum meötöldum er i Laugavegs Apóteki. En auk þess
er Holta Apótek opiö til kl. 22 alla daga vaktvikunnar
nema sunnudag.
Ónæmisaógeróir fyrir fulloróna gegn mænusótt fara fram
í Heilsuverndarstöó Reykjavíkur á þriójudögum kl.
16 30—17.30. Fólk hafi meö sér ónæmisskirteini.
Læknastofur eru lokaóar á laugardögum og helgidögum.
en hægt er aó ná sambandi vió iækni á Göngudeild
Landspítalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardög-
um frá kl. 14—16 simi 21230. Göngudeild er lokuð á
helgidögum. Á virkum dögum kl.8—17 er hægt aö ná
sambandi vió neyóarvakt lækna a Borgarspitalanum,
sími 81200, en þvi aöeins aó ekki náist i heimilislækni.
Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aó morgni og frá
klukkan 17 á föstudögum tii klukkan 8 árd. A mánudög-
um er læknavakt i síma 21230. Nánarl upplýsingar um
lyfjabuöir og læknaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888
Neyóarvakt Tannlæknafetags Islands er i Heilsuverndar-
stöóinni vió Baronsstig á laugardögum og helgldögum kl.
17—18.
Akureyri. Uppl. um lækna- og apóteksvakt i símsvörum
apótekanna 22444 eða 23718.
Hafnarfjöróur og Garðabær: Apótekin i Hafnarfirói.
Hafnarfjaróar Apótek og Norðurbæjar Apótek eru opin
virka daga fil kl. 18.30 og til skiptist annan hvern laugar-
dag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakt-
hafandi lækni og apóteksvakt i Reykjavik eru gefnar i
simsvara 51600 eftir lokunartima apótekanna
Keflavík: Apótekió er opiö kl. 9—19 mánudag til föstu-
dág. Laugardaga, helgidaga og almenna fridaga kl.
10—12. Símsvari Heilsugæslustöövarinnar, 3360, gefur
uppl. um vakthafandi lækni eftir kl. 17.
Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30 Opiö er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um
læknavakt fást i simsvara 1300 eftir kl. 17 á virkum
dögum. svo og laugardögum og sunnudögum.
Akranes: Uppl. um vakthafandi iækni eru i simsvara 2358
eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar. eftir kl. 12 á hádegi
laugardaga tíl kl. 8 á mánudag — Apótek bæjarins er
opiö virka daga til kl. 18.30. á laugardögum kl. 10—13 og
sunnudaga kl. 13—14.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö: Sálu-
hjálp í viólögum: Símsvari alla daga ársins 81515.
Foreldraráógjöfin (Barnaverndarráð Islandsj Sálfræðileg
ráógjöf fyrir foreldra og börn — Uppl i sima 11795.
ORD DAGSINS Reykjavik sími 10000.
Akureyri sími 96-21840. Siglufjöröur 96-71777.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar, Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og
kl. 19 til kl. 19.30. Kvennadeildin kl. 19.30—20 Barna-
spítali Hringsins: Kl. 13—19 alla daga. — Landa-
kotsspítali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30.
— Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardög-
um og sunnudögum kl. 15—18. Hafnarbúöir: Alla daga
kl. 14 til kl. 17. — Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga
kl. 16—19.30 — Laugardaga og sunnudaga kl.
14—19.30. — Heilsuverndarstööin: Kl. 14 til kl. 19 —
Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl.
16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl.
18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl
17. — Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. — Vífilsstaöaspítali: Heimsóknartími dag-
lega kl. 15—16 og kl. 19.30—20.
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Safnahúsinu viö Hverfisgötu:
Lestrarsalir eru opnir mánudaga til föstudaga kl. 9—19
og laugardaga kl. 9—12. Utlánssalur (vegna heimlána) er
opinn kl. 13—16, á laugardögum kl. 10—12.
Háskólabókasafn: Aöalbyggingu Háskóla íslands. Opiö
mánudaga til föstudaga kl. 9—19. Útibú: Upplýsingar um
opnunartíma þeirra veittar í aöalsafni, sími 25088.
Þjóóminjasafnió: Opiö þriöjudaga. fimmtudga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.
Listasafn íslands: Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30 til 16. Sérsýning: Manna-
myndir í eigu safnsins.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: ADALSAFN — UTLÁNS-
DEILD, Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga
— föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga í sept.—april
kl. 13—16. HLJÓOBÓKASAFN — Hólmgaröi 34, sími
86922. Hljóöbókaþjónusta viö sjónskerta. Opiö mánud.
— föstud. kl. 10—16 AÐALSAFN — lestrarsalur, Þing-
holtsstræti 27. Sími 27029. Opið alla daga vikunnar kl.
13—19. laugardaga 9—18, sunnudaga 14—18. SÉRÚT-
LÁN — afgreiösla í Þingholtsstræti 29a, simi aöalsafns.
Bókakassar lánaöir skipum, heilsuhælum og stofnunum.
SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27, simi 36814. Opiö
mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga
sept.—apríl kl. 13—16. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27,
sími 83780. Heimsendingarþjónusta á prentuöum bókum
viö fatlaöa og aldraöa. Simatimi mánudaga og fimmtu-
daga kl. 10—12. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16,
sími 27640. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 16—19.
BÚSTADASAFN — Bústaöaki'-kju, sími 36270. Opiö
mánudaga — föstudaga kl. 9—21, einnig á laugardögum
sept,—apríl kl. 13—16. BÓKABÍLAR — Bækistöö í Bú-
staöasafni, sími 36270. Viökomustaöir viösvegar um
borgina.
Árbæjarsafn: Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar i síma
84412 milli kl. 9 og 10 árdegis. SVR-leiö 10 frá Hlemmi.
Ásgrímssafn Ðergstaöastræti 74: Opiö sunnudaga,
þriöjudaga og fimmtudga frá kl. 13.30—16.
Tæknibókasafniö, Skipholti 37: Opiö mánudag og
fimmtudaga kl. 13—19. Á þriðjudögum, miövikudögum
og föstudögum kl 8.15—15.30. Sími 81533.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar viö Sigtún er
opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2—4.
Listasafn Einars Jónssonar: Opiö sunnudaga og miö-
vikudaga kl. 13.30—16.
Hús Jóns Siguróssonar í Kaupmannahöfn er opiö miö-
vikudaga til föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og
sunnudaga kl. 16—22.
Kjarvalsstaöir: Opiö alla daga vikunnar kl. 14—22.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3—5: Opiö mán — föst.
kl 11—21 og laugard kl. 14—17. Sögustundir fyrir börn
3—6 ára föstud. kl. 10—11 og 14—15. Síminn er 41577.
SUNDSTAÐIR
Laugardalslaugin er opin mánudag til föstudag kl.
7.20—19.30. Á laugardögum er opið frá kl. 7.20—17.30.
Á sunnudögum er opiö frá kl. 8—13.30.
Sundhöllin er opin mánudaga til föstudaga frá kl.
7.20— 13 og kl. 16— 18.30. Á laugardögum er opiö kl.
7.20— 17.30, sunnudögum kl. 8.00—13.30. — Kvenna-
tími er á fimmtudagskvöldum kl. 21. Alltaf er hægt aö
komast í bööin alla daga frá opnun tll kl. 19.30.
Vesturbæjarlaugin er opin alla virka daga kl.
7.20— 19.30, laugardaga kl. 7.20—17.30 og sunnudag kl.
8.00—13.30. Gufubaöiö í Vesturbæjarlauginni: Opnun-
artima skipt milli kvenna og karla. — Uppl- » síma 15004.
Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánudaga til föstu-
daga kl. 7.00—8.00 og kl. 17.00—18.30. Laugardaga kl.
14.00—17.30. Saunatími fyrir karla á sama tíma. Sunnu-
daga opiö kl. 10.00—12.00. Almennur tími í saunabaöi á
sama tíma. Kvennatímar sund og sauna á þriöjudögum
og fimmtudögum kl. 17.00—21.00. Saunatími fyrir karla
miövikudaga kl. 17.00—21.00. Sími 66254.
Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga:
7.30—9, 16—18.30 og 20—21.30. Föstudögum á sama
tíma, til 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30.
Sunnudaga 9—11.30. Kvennatímar þriöjudaga og
fimmtudaga 20—21.30. Gufubaöiö opiö frá kl. 16 mánu^
daga—föstudaga, frá 13 laugardaga og 9 sunnudaga.
Síminn er 1145.
Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—9 og frá kl. 14.30—20. Laugardaga er opiö 8—19
Sunnudaga 9—13. Kvennatímar eru þriöjudaga 20—21
og miövikudaga 20—22. Síminn er 41299.
Sundlaug Hafnarfjaröar er opin mánudaga—föstudaga
kl. 7—21. Laugardaga frá kl. 8—16 og sunnudaga frá kl.
9—11.30. Bööin og heitu kerin opin alla virka daga frá
morgni til kvölds. Simi 50088.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—8, 12—13 og 17—21. Á laugardögum kl. 8—16.
Sunnudögum 8—11. Sími 23260.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta borgarstofnana. vegna bilana á veitukerfi
vatns og hita svarar vaktþjónustan alla virka daga frá kl.
17 til kl. 8 í síma 27311. i þennan síma er svaraö allan
sólarhringinn á helgidögum Rafmagnsveitan hefur bil-
anavakt allan sólarhringinn í síma 18230.