Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 29 Viðhorf fanga eftir Jón Bjarman fangaprest Grein þessi er að stofni til er- indi, flutt á fundi er sérkennarafé- lag Islands gekkst fyrir um menntunarmál fanga, mér var þar ætlað að gera grein fyrir viðhorf- um fanga til menntunar. Þegar fylgzt er með þeirri um- ræðu, sem uppi hefir verið undan- farna mánuði um skólagöngu þriggja fanga á Litla Hrauni í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, þá hefir mér orðið ljósari en áður af- staða og tilfinning alls almenn- ings til framkvæmdar refsidóma og til brotamanna yfirleitt. Eg er ekki viss um, að menn geri sér almennt grein fyrir þessari af- stöðu eða tilfinningu, en hún kem- ur yfirleitt fram í dagsljósið um leið og tilefni gefst, eins og þessi umræða eða eitthvað í þá áttina, hvort heldur það eru aðrar nýj- ungar í refsiframkvæmdinni, eða árekstrar milli fanga og annarra þjóðfélagsþegna, ófrjálsra manna og frjálsra, þar sem við erum þeir frjálsu. Þessari afstöðu eða tilfinningu má lýsa með eftirfarandi orðum: Brotamenn hafa með atferli sínu fyrirgert rétti sínum til þátttöku í lífi samfélagsins, þeir skulu út- lægir um lengri eða skemmri tíma. Fangelsisdvölin er sú útlegð. Það sem fylgir þessari afstöðu eða tilfinningu er sú staðreynd, að Wiyllis A.Whitney OMUR „Omur fortíðar44 — ný saga eftir Phyllis A. Whitney ÚT ER komin hjá Iðunni ný skáld- saga eftir hinn kunna breska skemmtisagnahöfund Phyllis A. Whitney. Nefnist hún á íslensku Ómur fortíðar. Magnea J. Matthí- asdóttir þýddi. Þetta er níunda bók höfundar sem út kemur á is- lensku, en bækur Whitney hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hafa öðlast vinsældir. — Efni þessarar nýju sögu er kynnt svo á kápubaki: „courtney Marsh hafði verið vöruð við að grafast fyrir um uppruna sinn, hvernig hinir raunverulegu foreldrar hennar voru. Samt gat hún ekki annað. Og nú var hún komin til Long Island, til einnar fremstu fjölskyldu fyrirfólksins þar. Móttökurnar eru raunar með allt öðrum hætti en búast má við að löngu týnd dóttir fengi þegar hún snýr aftur til for- eldrahúsa. Koma hennar og krafa til arfs verður til þess að svipta hulunni af atvikum í sambandi við morð sem framið var fyrir ald- arfjórðungi. En það sem meira er: Þessi afhjúpun getur hæglega leitt til þess að morðinginn láti á ný til skarar skríða ..." Omur fortíðar er 300 blaðsíður. Prentrún prentaði. við, venjulegt fólk, viljum ekki þurfa að hugsa um eða finna til með þeim, sem er útlægur. Þegar við erum vakin til slíkrar hugsun- ar, þá meiðir það okkur og við kveinkum okkur undan því. Við krefjumst þess að fá að vera í friði fyrir óþægindum. Ef við skoðum framkvæmd refsidóma í þessu ljósi, þá má segja, að við séum ekki komin svo langt frá þjóðveldisöldinni, en þá voru útlegðardómar algengustu viðurlögin við brotum. En hver er þá afstaða fangans? Það sem ég hef um hana að segja er það, að fanginn er lifandi og hann hugsar og finnur til, bæði líkamlega og andlega, rétt einsog við. En möguleikar hans til að tjá allt þetta eru mun skertari en okkar möguleikar vegna þess að hann er ófrjáls. Ófrelsi hans er tímabundið að vísu, en mjög áþreifanlegt engu að síður. Hann ræður ekki sínum samastað, hann ræður því ekki hverja hann um- gengst, hann þarf að fara bónar- veg til að fá það, sem flestir telja sjálfsagt að hafa. Hann verður að sæta því að sofa á bak læstar dyr, ef hann sefur. Honum er þetta mátulegt, Sr. Jón Bjarman kunna margir að segja, hann hefði átt að hugsa um þetta fyrr. Hið skelfilega er, að í mörgum tilvik- um hefir hann gert það. Sú stað- reynd er ef til vill skelfilegust í hans lífi. Hann er farinn að sætta sig við það að koma þarna aftur og aftur og búa við þessa frelsis- skerðingu. Slíkt leiðir oft til þess, að hann eyðir allt að fjórðungi ævi sinnar útlægur, oft fyrir ekki miklar sakir, í það minnsta sem ekki eru hættulegar lífi og limum manna, heldur eignum þeirra. Þau tólf ár, sem ég hef þjónað sem fangaprestur, hef ég haft gott tækifæri til að fylgjast með lífi og hegðun ófrjálsra manna. Um það hef ég þetta að segja: Þrátt fyrir ófrelsið og margvís- legar takmarkanir, þá lifa fangar samfélagslífi og samfélag þeirra er yfirleitt afbökuð mynd þess samfélags, er þeir koma úr, okkar samfélags. Hlutverkaskipting og valdauppbygging er þar mjög svipuð, þó hlutföllin séu að sjálf- sögðu allt önnur. Lífsmynstrið er einnig endurspeglun frá okkar lífsmynstri, með sinni neyzlu- stefnu, lífsgæðakapphlaupi og fleiri þeim einkennum, sem við þekkjum, svo vel úr okkar eigin lífi, þar reisa sumir sér hurðarás um öxl. Fangar lifa einnig menningar- lífi. Sá stórmerki atburður, sem nú hefir nýlega gerzt, ber þess ljósan vott, en þar á ég við plötu- útgáfu fanga. Einnig mætti benda á í þessu samhengi íþróttaiðkanir, taflmót, tómstundaiðju við margs- konar listsköpun í leir, garn og málverk, smíðar í tré og járn, svo og mikla notkun bókasafns þeirra. Allt er þetta þrátt fyrir ófrelsið en ekki vegna þess. Skólamál fanga vil ég skoða í þessu samhengi. Þeir sem stuðla að því, hvort heldur þar eru á ferð sjálf dómsmálayfirvöld eða skóla- yfirvöld, eiga miklar þakkir skild- „Þrátt fyrir ófrelsið og margvíslegar takmark- anir, þá lifa fangar sam- félagslífi og samfélag þeirra er yfirleitt afbök- uð mynd þess samfé- lags, er þeir koma úr, okkar samfélags.“ ar fyrir sinn hlut, en þeir eiga ekki allan hlutinn, fangarnir koma þar á móti í viðleitni sinni við að glata ekki mennskunni í ófrelsinu, eins og svo hætt er, heldur efla hana. Þátttakan í skólahaldinu verður aldrei mjög mikil. Ég held ég fari rétt með er ég segi að hún hafi orðið mest W fanga á Litla Hrauni á gefnum tíma, einungis ÍA6 hluti þeirra hefir haft tök á að nýta sér skólahaldið til nokkurrar hlýtar. Augljóst er, að þar hljóta að vera á ferð fangar, sem afplána langa dóma og þá fyrir alvarlegar sakir. Ef við viljum koma á móts við þarfir þeirra og viðleitni til að byggja sig upp og vinna gegn ófrelsinu, eigum við varla aðra kosti en styðja þá viðleitni, sem sýnd hefir verið í Fjölbrautaskol- anum á Selfossi undanfarin miss- eri. Jeppaeigendur „FIBER“-hús á Willys CJ5 Litir: svart, hvítt og Ijós- brúnt. • m i „GRILL" GRINDUR MEÐ LJÓSA FESTINGUM Litir svart, hvftt (sinnig krómað fyrir Bronco 7S—’82) DRIF- LOKUR tENSIN- ÍRÚSAR JEPPABLÆJUR GRJÓT- SVUNTUR ÚR VINYL Á TOYOTA HI-LUX 79—*81 RAFMAGNSSPIL: 1.5, 2.5, 3 og 4 tonn „FIBER“-HUS A PALLBILA Mkkey Thompson HJÓLBARÐAR Gott grip, góöir aksturí eiginleikar. Góð ending, þ.e.a.s. FRÁBÆRIR ALHLIÐA HJÓLBARÐAR. 27 x9.5—14 11 X16.5 27 X9.5—15 35 X11.5—15 9.5 x15 35 X14.5—15 11 x15 MONSTER MUDDER JHJÓLBARÐAR sem hafa þegar sýnt og sannað yfir- burði sína, bæöi í snjó og öðrum ófærum. Stæröir: 10—15 12—15 12—16 10.5—16 M7S—15 P76—15 078—15 078—16 14/35—15 14/38.5—15 17/40—15 18.5/44—15 „White- spoke' felgur á I ► 'Q->: 4 ) flestarV ^ _ teg. \ jeppa Fjaðrir og höggdeyfar Toyota Hi-Lux Topptúgur á Rayklitaöar og garftir bitraéáa. apagHglari. SPEGLAR TVÆR TEGUNDIR PALL- YFIR- BREIÐSLUR ÁTOYOTA HI-LUX EINNIG: Gluggafilmur, veltigrindur og búr á Willya, 3“ gummíbrettakantar. drátt- arkrókar, varadekka- og brúsafest- ingar, veltigrindatöakur. ST ADGREIDSLU- AFSLÁTTUR GREIÐSLUKJÖR SENDUM í PÓSTKRÖFU MART VATNARGARÐAR14 SÍMI 83188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.