Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 44
^Apglýsinga-
síminn cr 2 24 80
ingpittlrfafrife
fs
24dagai^
til jóla
<£mU v'l* é>Uftir
Laugavegi 35
ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1982
Morgunblaðid/RAX
Foreldrarnir tóku við kennslunni
Foreldrar grunnskólanemenda í Þorláksköfn tóku við hlutverki kennara í skólanum í gær og mæltist þessi nýbreytni
vel fyrir hjá nemendum. Kennarar áttu svokallaöan starfsdag og því ekki kenndar hefðbundnar greinar, heldur
fjallað um ýmis algeng störf og starfsemi í samfélaginu. Hér er Brynja Herbertsdóttir húsmóðir með galvöskum
peyjum í sjötta bekk. Sjá nánar bls. 22: „Foreldrarnir tóku við hlutverki kcnnaranna."
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar 2.500 atkv. höfdu verið talin í nótt:
Stefiidi i bindandi
kjör tíu efstu manna
ÞEGAR Morgunblaðið fór í
prentun í nótt höfðu einungis
verið talin 2.500 atkvæði í
prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, en liðlega
8.100 manns tóku þátt í
prófkjörinu.
Morgunblaðið fékk aðeins 12
efstu menn, eins og talning stóð
þegar blaðið fór í prentun, og
hafði Friðrik Sophusson fengið
1.788 atkvæði, Albert Guðmunds-
son 1.785 atkvæði, Birgir ísleifur
Gunnarsson 1.782 atkvæði, Ellert
B. Schram 1.648 atkvæði, Ragn-
hildur Helgadóttir 1.601 atkvæði,
Pétur Sigurðsson 1.474 atkvæði,
Geir Hallgrímsson 1.443 atkvæði,
Geir H. Haarde 1.302 atkvæði, Jón
Magnússon 1.266 atkvæði, Guð-
mundur H. Garðarsson 1.249 at-
kvæði, Bessí Jóhannsdóttir 942 at-
kvæði og Jónas Elíasson 862 at-
kvæði.
Þess má geta, að þeir sem hljóta
atkvæði a.m.k. á helmingi gildra
atkvæðaseðla ná bindandi kjöri,
enda nemi þátttaka í prófkjöri
a.m.k. helmingi þeirra, sem eru á
kjörskrá í lok kjörfundar, en þeir
eru liðlega 11 þúsund. Stefndi þá í
bindandi kosningu 10 efstu
Áfengi og tóbak
hækkar um 8%
ÁFENGI og tóbak hækkar um 8% í
árinu því orðin um 47%, en 2. marz sl.
10,5% 2. júní sl. og um 12% 26. ágúst
Sem dæmi um áhrif hækkunar-
innar má nefna, að algengar teg-
undir af sígarettum hækka úr
26,75 krónum pakkinn í 28,90
krónur. Dæmi um vindla er Lon-
don Docks, en pakkinn hækkar úr
40,50 krónum í 43,50 krónur.
Sem dæmi um áfengishækkun-
ina má nefna, að Smirnoff Vodka
hækkar úr 375 krónum flaskan 1
405 krónur. Wyborowa Vodka
hækkar úr 363 krónum flaskan í
393 krónur.
Islenzkt brennivín hækkar úr
261 krónu í 282 krónur flaskan.
Algengt viskí hækkar úr 364 krón-
verði í dag, og er heildarhækkunin á
hækkaði áfengi og tóbak um 10%, um
sl.
um í 393 krónur flaskan.
Dæmi um hækkun á rauðvíni er
St. Emilion, en flaskan af því
hækkar úr 92 krónum í 98 krónur.
Baeujolais Cruse hækkar úr 75
krónum í 81 krónu flaskan. Flask-
an af Chablis hvítvíni hækkar úr
144 krónum í 156 krónur og flask-
an af Bichot Sauternes hækkar úr
91 krónu í 98 krónur.
Flaskan af Gordon Vert kampa-
víni hækkar úr 192 krónum í 207
krónur og flaskan af Drapeau sec
hækkar úr 174 krónum í 188 krón-
ur. Flaskan af Martini hækkar úr
137 krónum í 148 krónur.
Skagafjörður:
440 kindum slátrað
vegna flúoreitrunar
Frá talningu atkvæða í Valhöll í gærkvöldi
Morgunbladið/ RAX
FJÓRTÁN bændur í Lýt-
ingsstaða- og Akrahreppum í
Skagafirði hafa á þessu ári
orðið fyrir miklu tjóni af
völdum síðasta Heklugoss.
Flúoreitrunar hefur orðið
vart í 28% sauðfjár á þessum
bæjum og er talið að hún
stafi af öskufalli, sem varð í
heimalöndum bæjanna í
Heklugosinu í ágúst 1980.
Flúoreitrunin lýsir sér þannig,
að gaddur kemur í tennumar á
yngra fénu. Þær vaxa vitlaust og
aflagast, en á fullorðna fénu slitna
þær misjafnlega.
Nýlega voru 1.140 kindur af
þessum bæjum skoðaðar nákvæm-
lega og í framhaldi af því var 440
kindum, sem er 13% af fjárstofni
þessara bæja, slátrað fyrir nokkr-
um dögum. Talið var, að laga
mætti tennurnar í 506 kindum,
með því að sverfa þær til og gætu
þær því lifað fram á næsta haust
og skilað afurðum. í 195 kindanna
fannst lítið sem ekkert. Búast má
við verulegum afföllum af því fé
sem gert verður við tennurnar í og
að þær skili ekki fullum afurðum á
næst.a ári.
Egill Bjarnason, ráðunautur á
Sauðárkróki, sagði í samtali við
Mbl., að búast mætti við að um 200
kindur hefðu drepizt í ár vegna
flúoreitrunar, auk þeirra 440 sem
slátrað var á dögunum. Búast
mætti við að eitrunin kæmi fram
aftur á næsta hausti, en vonast
væri til, að þá yrði hægt að kom-
ast endanlega fyrir hana. Egill
sagði að þetta væri ákaflega mikið
tjón fyrir umrædda bændur.
Haffari seldi
í Fleetwood
HAFFARI frá Grundarfirði seldi
afla sinn í Fleetwood í gær. Er
það í fyrsta sinn síðan í júní á
þessu ári að islenzkt fiskiskip
selur afla sinn þar.
Haffari seldi alls 41,5 lestir.
Heildarverð var 767.000 krón-
ur og meðalverð 18,50. Tals-
verður áhugi er nú meðal út-
gerðarmanna á siglingum með
afla, en gæftjr hafa verið
slæmar og afli tregur og því
óljóst hve margir munu sigla á
næstunni.
Spá ASI verði engir nýir kjarasamningar geröir á næsta ári:
Kaupmáttarrýrnun
verkafólks verður
Miðað er við 60% verðbólgu og svipuð viðskiptakjör
Frá og með 1. desember nk.
kostar mánaðaráskrift Morgun-
blaðsins kr. 150.- og í lausasölu
kr. 12.-, eintakið. Grunnverð
auglýsinga verður frá og með
sama tíma kr. 90.- pr. dálksenti-
metra.
,NÚ ERU horfur á að kaupmáttur kauptaxta landverkafólks innan Alþýðusam-
bandsins verði á yfirstandandi ári 1,2% lakari en hann var á árinu 1981. Verði
ekki gerðir nýir kjarasamningar á næsta ári er líklegt að kaupmáttur myndi
enn rýrna um 6,0—6,5%,“ segir m.a. í „Annáli kjaramála 1977—1982 og
horfum 1983“ sem lagður var fram á Sambandsstjórnarfundi ASÍ í gærdag.
„Er þá miðað við að verðbóta-
ákvæði verði óbreytt á árinu,
viðskiptakjor versni ekki, að verð-
bólga verði um 60%,“ segir enn-
fremur í annálnum.
Ársmeðaltal á liðnu ári var 104,9
stig, en á 1. ársfjórðungi 1982 105,7
stig, á 2. ársfjórðungi 103,3 stig, á
3. ársfjórðungi 106,7 stig, á 4. árs-
fjórðungi 99,8 stig. Miðað við þetta
verður ársmeðaltal 103,6 stig.
Á næsta ári verður niðurstaðan
sú, að á 1. ársfjórðungi verður
kaupmátturinn 99 stig, á 2. árs-
fjórðungi 98 stig, á 3. ársfjórðungi
97 stig og 4. ársfjórðungi 96 stig og
ársmeðaltalið verði 97 stig.
„Þær tölur sem hér eru áætlaðar
eru með þeim veigamiklu fyrirvör-
um, sem tiundaðir eru að framan.
Að auki er rétt að undirstrika, að
nú ríkir venju fremur mikil óvissa
um verðlagsbreytingar á næstu
mánuðum. Þetta skýrist að hluta af
því að óvissa eykst eftir því sem
verðbreytingar eru örari, en einnig
af því að óvissa er veruleg í geng-
ismálum og landstjórn yfirleitt,"
segir ennfremur í annálnum.
I kjaramálaályktun, sem sam-
þykkt var á fundinum í gærdag
segir m.a.: „Sambandsstjórnar-
fundur ASÍ tekur undir samþykkt
miðstjórnar frá 22. ágúst, sem
fundurinn telur rétt viðbrögð við
afskiptum stjórnvalda. Sambands-
stjórn telur, að við núverandi að-
stæður sé ekki raunhæft að efna til
andófs vegna bráðabirgðalaganna,
en ítrekar þá afstöðu miðstjórnar,
að verkalýðshreyfingin hlýtur að
hafa á fyllsta fyrirvara og áskilja
sér allan rétt.“