Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 Norðurlandskjördæmi vestra: Prófkjöri sjálfstæðis- manna lýkur í kvöld ÞÁTTTAKA í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra hef- ur verið allgóð, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, en prófkjörinu lýkur í dag, þriðjudag. A Skagaströnd höfðu í gær kos- ið 94 og var það talin nokkuð eðli- leg þátttaka. í Siglufirði höfðu um 340 greitt atkvæði og voru menn þar ánægðir með þátttökuna. Á Blönduósi höfðu á 4. hundrað manns greitt atkvæði í gærkveldi og töldu menn það allgóða þátt- töku, en af fyrrgreindum fjölda höfðu á milli 40 og 50 kosið utan- kjörstaðar. Á Sauðárkróki höfðu um 250 manns tekið þátt í próf- kjörinu og var það talin þokkaleg þátttaka. Prófkjörið hófst á laugardag, en eins og áður sagði lýkur prófkjör- inu í dag, en talið verður á morg- un, miðvikudag. Kjörstaðir eru í öllum kauptún- um og kaupstöðum kjördæmisins og auk þess er kosið á sex stöðum öðrum. Það er í Varmahlíð, á Húnavöllum, í Flóðvangi, í Víði- hlíð, í Vesturhópsskóla og á Laugabakka. í framboði eru Eyj- ólfur Konráð Jónsson, Jón Ás- bergsson, Jón ísberg, Ólafur B. Óskarsson, Páll Dagbjartsson og Pálmi Jónsson. Gunnar G. Schram formaður BHM GUNNAR Schram prófessor var kjörinn formaður Bandalags há- skólamanna á þingi BHM, sem lauk á laugardag. Hann tekur við af Valdimari K. Jónssyni. Ragn- heiður Torfadóttir var kjörinn varaformaður og aðrir í stjórn voru kjörnir: Jafet Ólafsson viðskiptafræðingur Hallgrímur Benediktsson íæknir og Pétur Stefánsson verkfræðingur. Sam- kvæmt ákvæðum í nýjum lögum BHM eiga einnig sæti í stjórninni Ásthildur Erlingsdóttir, formaður launamálaráðs, og Jón E. Ragn- arsson, formaður ráðs sjálfstætt starfandi háskólamanna. Sérstök starfsáætlun banda- lagsins fyrir næstu tvö ár var samþykkt. Þar er m.a. lögð áherzla á kynningar- og útgáfu- starfsemi. Þá er gert ráð fyrir að ráðstefna verði haldin um langtímamarkmið Háskóla ís- lands, menntun og fjölgun arð- bærra starfa í þjóðfélaginu. Á þinginu voru samþykkt ný lög fyrir BHM. Helstu breytingar frá fyrri lögum eru þær, að framkvæmdastjórn kemur í stað stjórnar og aðalstjórn í stað fulltrúaráðs. Þá eru felld úr lög- unum öll ákvæði um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna og þeim vísað til samþykkta launa- málaráðs ríkisstarfsmanna. Á þinginu voru samþykktar ályktanir um málefni Háskóla Islands, endurmenntun, rann- sóknir á íslandi, skattamál, jafnréttismál, verðbætur á laun og málefni aldraðra. Unnið vió lestun Selfoss í Vestmannaeyjahöfn í gærdag. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir Selfoss nýtt frystiskip í flota Eimskipafélagsins NÝTT frystiskip, sem Eimskip hefur tekið á leigu frá Færeyjum kom í fyrsta sinn til landsins í lok síðustu viku. Skipið losaði tómar síldartunn- ur á Reyðarfirði, og mun lesta frystan fisk í þessari viku. Skipið, sem gefið hefur verið nafnið Selfoss, er leigt á svokallaðri þurrleigu, og er áhöfn skipsins íslenzk að undanskildum skipstjóra og yfirvélstjóra. Þetta er fyrsta skipið í rekstri Eimskips, sem er sérstaklega útbúið til brettaflutninga á frystum fiski. Skipið var smíðað í Skála Skipasmiðja í Færeyjum á þessu ári fyrir færeyskt fyrir- tæki. Selfoss hefur 1.520 tonna burðargetu og er 67,3 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Lestarnar eru sérstaklega gerð- ar með tilliti til brettaflutnings á frystum fiski og er lestarrými 75.000 rúmfeL Hliðarlúgur og brettalyfta eru á skipinu, sem auðvelda og flýta lestun og los- un með lyfturum, en auk þess eru lúgur á þilfari. Á skipinu er krani, sem getur lyft 20 tonnum. Selfoss er leigður til 12 mánaða með framlengingarheimild og forkaupsrétti. Norðurland eystra: í frétt Eimskips segir, að leig- an á Selfossi sé einn liðurinn í endurskipulagningu frystiflutn- inga félagsins, sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði í samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Tilrauna- flutningur á frystum fiski á brettum til Bretlands og megin- landshafna er þegar hafinn og hefur gefið góða raun. Eimskip væntir þess, að Selfoss geti haf- ið flutninga á frystum fiski á brettum, fljótlega upp úr ára- mótum. „Misskipt er manna láni“ — Heimildarþættir eftir Hannes Pétursson IÐUNN hefur gefið út bókina Misskipt er manna láni, fyrsta bindi heimildaþátta eftir Hannes Pétursson. í bókinni eru fimm þættir og fjalla allir um fólk sem bjó í Skagafirði lengur eða skem- ur á síðustu öld og fram á þessa. Tveir varða Bólu-Hjálmar. Segir annar frá Marsibil móður hans, og er þar hulunni svipt af ævi- ferli þessarar „förukonu" og „kemur þá nokkuð óvænt í ljós: um skeið var hún í tölu auðug- ustu kvenna landsins á þeirri Eins og kom fram í frétt Mbl. í gær hafa i umfjöllun Alþingis komið fram mismunandi túlkanir á því hvort ákvæði bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar um helm- tíð!“ segir í kynningu forlags á kápubaki. Hinn þátturinn greinir frá síð- asta hæli Hjálmars, beitarhúsun- um þar sem hann tók andvörpin. — Fyrsti þátturinn fjallar um „gleymda konu og geldsauði tvo“, hagorða konu og harðskeytta sem flæktist inn í brotamál. Þá er sagt frá Pétri Eyjólfssyni, skip- ara einum sem „sogaðist inn í róstur íslandssögunnar" í byrjun nítjándu aldar. Loks er svo þátt- ur af sérkennilegu fólki í Teiga- ings kjaraskerðingu 1. desember nk. falli úr gildi eða ekki ef bráða- birgðalögin verði felld á Alþingi eftir 1. desember. Ólafur Jóhann- esson sagði að ef þau yrðu felld Hannes Pétursson koti í Tungusveit, smábýli sem nú er fallið í eyði. Misskipt er manna láni er prýdd allmörgum myndum. Bókin er 195 blaðsíður. Öddi prentaði. fyrir 1. desember kæmi að sjálf- sögðu ekki til kjaraskerðingarinn- ar, en samkvæmt fræðikenning- unni um gildi bráðabirgðalaga myndu þau réttaráhrif sem tekið hafa gildi halda, ef felld yrðu eftir 1. desember. Ólafur sagði að aftur á móti væru tekjuöflunarliðir í bráðabirgðalögunum sem myndu falla úr gildi ef lögin yrðu felld. „Þetta er nú mín fræðikenning og þetta hefur verið kennt hér,“ sagði hann. SVEINN Þórðarson, fyrrverandi aðal- féhirðir Búnaðarbanka íslands, er lát- inn 84 ára að aldri, en hann var fædd- ur í Reykjavík 22. ágúst 1898. For- eldrar Sveins voru Þórður Breiðfjörð Þórðarson og Ingibjörg Sveinsdóttir. Sveinn Þórðarson var starfsmað- ur Landsbanka Islands á árabilinu 1920—1940, en réðst þá til Búnað- arbanka íslands sem aðalféhirðir, þar sem hann starfaði í liðlega 20 ár. Þess má geta, að Sveinn sat í stjórn Reykvíkingafélagsins á ár- unum 1957—1962. „ÉG LÝSTI því yfir á fundi stuðn- ingsmanna minna á fundi i Tryggva- skála á laugardaginn, að ég gæf, kost á mér til þátttöku i væntaniegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi," sagði ÓIi Þ. Guð- bjartsson, skólastjóri og forseti bæj- arstjórnar Selfoss, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Það er mikill hugur í heima- mönnum um þátttöku í prófkjör- inu, og menn eru ákveðnir í að láta sinn hlut ekki eftir liggja," sagði Óli ennfremur. Ólafur Jóhannesson um túlkun bráðabirgðalaganna: Kjaraskerðing óbreytt þótt felld verði eftir 1. des. „VERÐI bráðabirgðalögin felld eftir 1. desember nk. er kjaraskerðingin komin til greina og því verður ekki breytt samkvæmt fræðikenningunni um gildi bráðabirgðalaga,“ sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra og fyrrum prófessor í lögum við Háskóla íslands, er Mbl. leitaði álits hans á hvað gerast muni ef bráðabirgðalögin verða felld á Alþingi eftir 1. desember. Prófkjör sjálfstæðis- manna haldið í janúar KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra samþykkti á fundi sínum um helgina að viðhafa prófkjör fyrir komandi alþingiskosningar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Sigurði Hann- essyni, formanni kjördæmisráðsins. Kjördæmisráðið samþykkti að flokksbundna sjálfstæðismenn í binda þátttöku í prófkjörinu við kjördæminu sem náð hafa 16 ára _____________________________ aldri prófkjörsdagana. Auk þeirra # , hafa atkvæðisrétt þeir stuðn- VPfHHH ingsmenn Sjálfstæðisflokksins Ul/Ks l/l l'l I/ al/ # (/” sem náð hafa kosningaaldri á I / i • kjördag og undirritað hafa inn- arson latinn tökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og einnig þeir sem skráð hafa sig til þátttöku í prófkjörinu innan tveggja sólarhringa áður en kjör- fundur hefst. Þá var og samþykkt að viðhafa númeraröðun í próf- kjörinu, þannig að kjósendur númera við nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem þeir óska að þeir skipi listann. Stefnt er að því að halda próf- kjörið síðari hlutann í janúar. Óli Þ. Guðbjarts- son í framboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.