Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 39 auðið. Elzt er kona mín, Anna Christiane tónlistarkennari. Hin börnin eru Halldóra Ragna sjúkraliði, gift Guðmundi Gilssyni organleikara, Steinunn Þuríður sölumaður, gift Jóni Bjarnasyni bifreiðastjóra, Alma Elísabet, skólastjóri Tónlistarskólans í Görðum, og Gunnlaugur Hreinn, kvæntur Asdísi Tryggvadóttur. Barnabörn Margrétar og Hansens hafa orðið 15, en niðjar alls fram á þennan dag 22. í klæðaverzlun Andersens & Laut var sérgrein Rudolfs Theil gerð einkennisbúninga og veizlu- klæðnaðar. En 1932 fluttust þau Margrét til Siglufjarðar og störf- uðu þar bæði í 12 ár. Lengst af var Hansen eini klæðskerinn á Siglu- firði og hafði allt að 7 manns í vinnu, þegar bezt lét, þar á meðal nokkra klæðskurðarnema. Hef ég oftar en einu sinni orðið þess áskynja, hversu Siglfirðingum mörgum þótti vænt um klæðskera sinn. 1944 fluttust Margrét og Ha- nsen með barnahóp sinn aftur til Reykjavíkur, og þarf ekki að orð- lengja, hvað því olli. Síldarbærinn frægi var ekki lengur sá, sem hann áður var. Hér syðra vann Rudolf lengst af með Axel Anders- en í Aðalstræti, en síðast með Ax- el Ólafssyni í Veltusundi. Reynd- ust hinir kunnu meistarar tengd- aföður mínum mestu vinir. 1974 hafði Hansen daprazt sýn svo mjög, að hann varð að hætta störfum. Aðal Rudolfs Theii var prúð- mennska og vinnusemi. Og svo var hann grandvar, að engum manni ætlaði hann illt, og hnjóðsyrði heyrði ég hann aldrei segja um nokkurn mann. Þótt Hansen væri ljúfur maður, var hann stoltur, fastur fyrir og hélt reisn sinni fram í andlátið. Hann var meðal- maður á hæð, alla tíð grannholda, léttur í spori og hraustur fram á efstu ár. Kom það bezt í ljós eftir fótbrot, sem hann hlaut í umferð- arslysi fyrir nokkrum árum. Sára sinna greri hann sem ungur mað- ur væri. Margrét og Hansen voru meðal frumbyggja Garðabæjar og hafa átt þar heima síðan. Heimili þeirra einkennist af danskri fágun og hlýju, en líka af vestfirzkum dugnaði og rausn. Hefur margur gesturinn fengið gott að borða og dýrar veigar að Garðaflöt 7. Og oft var þar sungið við raust við marg- háttaðan undirleik. í garðinum i kring vann húsbóndinn hin síðari sumur sér til yndis og ánægju þrátt fyrir dapra sjón. Fyrir tveimur árum dvöldust tengdaforeldrar mínir heilt ár í Danmörku. Höfðu þau á leigu litla íbúð í fæðingarþorg Hansens. Þessi tími varð þeim báðum ógleymanlegur og ómetanlegur. Frændfólk margt í Kaupmanna- höfn, sem notið hafði gestrisni þeirra hjóna ótæpilega á íslandi, fékk nú enn tækifæri til þess að njóta gamalla vina og endurgjalda rausnina. Það var líka gert, þótt Margrét og Hansen væru ekki upp á nokkurn mann komin Eftir ár- ið gat Vestfirðingurinn vel hugsað sér að framlengja dvölina ögn ytra, en sonur Danmerkur hafði slíka þrá til íslands, að honum héldu engin bönd. Heilsan bilaði ekki fyrr en eftir að heim kom. En á íslandi vildi Rudolf Theil bera beinin. Megi hann hvíla í friði, og hafi hann hjartans þökk fyrir allt og allt. Miklar þakkir skulu að lokum einnig færðar lækni og hjúkrunarliði á St. Jósefsspítala fyrir fágæta ástúð og umönnun í veikindum Hansens. Tengdamóð- ur minni, börnum hennar og öðr- um ástvinum öllum votta ég ein- læga samúð. Olafur M. Ólafsson Sigríður Guðbjarts dóttir - Minning Laugardaginn 20. nóv. síðastlið- inn lést frænka mín, Sigríður Guðbjartsdóttir. Sigga frænka fæddist á Isafirði 1. desember 1895 og hún hefði því orðið 87 ára á þessu ári. Hún dvaldist í foreldrahúsum til ársins 1919, en þá fór hún til Kaup- mannahafnar. Þar lagði hún stund á fatasaum. Hún starfaði í nokkuð mörg ár hjá þekktum fatahönnuð- um og hafa mörg verk hennar sýnt að þar var enginn viðvaningur að verki. Árið 1930 fór hún aftur til íslands. Hún giftist fyrri manni sínum Oddi Guðmundssyni vél- stjóra, en hann fórst ásamt föru- neyti á togaranum Garðari árið 1942. Síðar giftist hún Þorgrími Ein- arssyni garðyrkjubónda og saman reistu þau gróðrarstöðina Garðs- horn í Fossvogi. Það er víst óhætt að fullyrða að saman hafi þau með elju og dugnaði tekist að skapa hið myndarlegasta býli. Sigga stóð al- veg jafnfætis Þorgrími í búskapn- um og helgaði hún sig blómarækt, en var þá að mestu leyti hætt saumaskap. Þó að minningar séu fljótar að mást út huga manns, þá er ein- hvern veginn allt svo skýrt sem átti sér stað í samskiptum við SVAR MITT eftir Billy Graham Áreiðanlegir höfundar Haldið þér að þeir, sem skrifuðu Nýja testamentið, hafí vitað um hvað þeir voru að skrifa? Já! Það er ekki aðeins, að ég álíti, að þeir hafi vel vitað hvað þeir voru að skrifa, heldur trúi ég, að heilagur andi hafi hjálpsð þeim að skrifa þannig, að við nútímamenn getum höndlað trúna fyrir vitnis- burð þeirra. Eins er um þá, sem rituðu Gamla testa- mentið. Báðir skráðu stundum boðskap, sem varðaði framtíðina, og þeir skildu hann kannski óljóst sjálf- ir. Þér spyrjið um Nýja feestamentið, og skal ég því svara þeirri spurningu sérstaklega. Við þurfum ekki annað en lesa guðspjöHin, Postalaeöguna og hin margvíslegu bréf, til þess að okkur verði ljóst að svona skrifa þeir einir sem vita um hvað þeir fjalla. Margir þeirra voru voitar að atburéum þeim, sem þeir segja frá, og heiðarleiki skín. át úr hverri setn- ingu. Aðrir rannsökuða allt gaumgaBfilega, hlýddu á vitnisburði fólks, sem hafði tekið þótt í atburðunum, og færðu síðan í letur. Lesið fyrstu fjögur versin í guðepjalli Lúkasar og þrjú fyrstu versin í Posiulasögunm, og þá skiljið þér við hvað ég á. Lúkas þekkti efni það sem hann ræddi um og hann vildi, að aðrir eignuðust hlutdeild í þeirri vitneskju. Jóhannes segir í guðspjalli sínu: „Þetta er ritað, til þess að þér skulið trúa, öðlizt lífið í hans nafni“ (20,31). Og enn segir: „Þessi er Uerisveinninn, sem vitnar um þetta, og vér vitum, að vifenisburður hans er sannur." (21, 24.) Já, ef þér lesið Nýja testamentié með opnum huga, mun Guð ljúka því upp fyrir yður að höfundar Nýja testamentisins vissu um hvað þetr skrifuðu. ......... ............. n miwýý»É—ii«w.............. Siggu frænku. Alltaf kom hún færandi hendi til okkar barnanna og sjaldan gleymdi hún afmælis- dögum hjá nokkrum manni. Ég man sérstaklega einn afmælisdag- inn minn þegar Sigga gaf mér yndislega fallegt blóm og plantaði því sjálf í blómabeðið okkar á Hlíðarveginum. Mér þótti svo vænt um það og á sumrin þegar það var sem fallegast, þá varð ég mjög hreykin af þessu blómi. Þegar aldurinn færðist yfir þau hjónin seldu þau eign sína að Garðshorni og fengu íbúð að Há- túni 10. Þorgrími var þá mikið farið að hraka en Sigga hjúkraði honum af mestu varfærni og alúð. Hún lét það ekkert á sig fá þó að hún væri léleg í fótunum sjálf og ætti erfitt með gang. Sigga var af- ar gestrisin kona og aldrei kom það fyrir að maður fengi ekki eitthvað í svanginn hjá henni. Alltaf átti hún gosdrykki og eða eitthvað fyrir okkur að smakka á. Ég man það mjög vel þegar ég einhvern tíma spurði Siggu að því hvað hún eiginlega væri gömul. Þá svaraði hún að það skipti minnstu máli eg ég ætti aldrei að spyrja fullorðið fólk þess háttar spurn- inga. Þannig var Sigga svo hrein og bein í framkomu en samt sem áður skein hlýjan og ástúðin úr svip hennar. Þorgrímur lést árið 1980 og þá má segja að Sigga hafi verið orðin nokkuð lítilfjörleg og hún varð síðar rúmföst að Hátúni lOb, þar sem hún átti sinn síðasta dag. Þó svo að Siggu hafi ekki orðið barna auðið er ábyggilegt að barnbetri manneskja var vart fundin. Hún var alltaf sama innilega mann- eskjan í öllum sínum samskiptum við fólk. Hún hafði mikið dálæti á músík og spilaði mikið sjálf á fal- lega píanóið, sem í dag er mín dýrmætasta eign. Minningin um þesea yndislegu konu lifir þó svo að leiðarlokum sé komið, Btessuð sé minning elskulegrar frænku. HrafHhiMur HaHdórodóttir Þetta er BLÁKÖLD STAÐREYND v. /NOkVC/ÍP Kæliskápar ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR HEIMILISTÆKJADEILD SKtPHOI.TI 7 — SÍMAR 20080—26800 Samband málm- og skipasmiöja — Iðnþróunarverkefni og Landssamband ísl. útvegsmanna Efna til fjögurra daga námskeiös, sem fjallar um undirbúning og framkvæmd skipaviðgeröa Námskeiöið er sniöiö aö norskri fyrirmynd og er ætl- aö þeim aöilum í smiöjum, sem taka á móti og skipu- leggja skipaviögeröaverk, vélstjórum og / eöa þeim sem hafa umsjón með viöhaldi skipa í umboöi út- gerða, svo og þeim öörum, sem afskipti hafa af fram- gangi skipaviögerða. Námskeiöið miöar aö því aö skýra fyrir þátttakendum mikilvægi vandaös undirbúnings áöur en skipavið- gerö hefst og markvissrar stjórnunar, eftir aö hún er hafin. Þátttakendur fjalla einnig meö dæmum og verklegum æfingom um þá þætti sem ráöa úrslitum um vel heppnaða viögerö og þeim leiöbeint um meginatriöi þeirra. M.a. veröur tjallaö um: Verklýsingu — áætlanagerö — mat á verkum — mat á tilboðum og vai verkstæöa — undirbúning fyrir framkvæmd viögeröa — uppgjör. Auk þess veröa gestafyrirlestrar frá Siglingamála stofnun ríkisins og um flokkunarfélög. Leiöbeinendur eru Brynjar Haraldsson tæknifræöingur og Kristinn Halldórsson úgeröartæknir. Þátttökugjald er kr. 4.800.- (hádegisveröur og kaffi inntfaHiö). Námskeiöiö fer fram á Hótel Esju, Reykja- vik, dagana 7,—10. desember frá kl. 09.00 til kl. 19.00 aHa dagana. Þátttöku ber aö tilkyrma til SMS (91—25561) eöa LÍO (91-29500) fyrir 2. desember. Fjöldi þátttakenda tak- markaöur viö 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.