Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 40
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
MMM
jjl stcxrfsum sókn þinni Scgtr^oíb þú
Sert \/anur cA komov. fram opinbcrlegci..
Ast er...
m
.. að smíöa hillu
fyrír gullin hennar.
TM R«g U S Pat Off —atl rights resarved
® 1978 Los Angeles Times
er vaxinn upp úr þvi að láta prjóna
á mig.
Hvur dj ... Ég hef notað tann-
kremið mitt í snjóinn á mál-
verkinu!
HÖGNI HREKKVÍSI
Að minnka leyfilegan ökuhraóa:
Má ekki dragast að hrinda
þessari tillögu í framkvæmd
Þ.Þ. skrifar.
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að koma á fram-
færi þakklæti til Katrínar
Fjeldsted læknis fyrir þá einu
raunhæfu tillögu sem komið hefir
fram um ráð til að draga úr um-
ferðarslysum og helst að fyrir-
byggja þau með öllu, en það er
tillaga hennar um að lækka há-
markshraða niður í 35 km, ekki
aðeins á einstökum götum, heldur
í öllum innanbæjarakstri. A öðr-
um vegum ætti hann einnig að
lækka niður í 50—60 km, því að
það er staðreynd, að flest umferð-
arslysin verða fyrir of hraðan og
ógætilegan akstur.
Það þýðir ekki að bera okkur
saman við aðrar þjóðir, sem hafa
miklu breiðari götur og vandaðri
umferðarmannvirki, og tiltölulega
færri bíla miðað við mannfjölda.
Ég vinn á mjög fjölmennum
vinnustað og heyrist mér flestir
vera á þeirri skoðun, að hér sé um
einu leiðina að ræða í þessum mál-
um, til að koma í veg fyrir slysin
eða draga stórlega úr slysatíðni.
Og það má ekki dragast að hrinda
þessari tillögu í framkvæmd. Við
sem erum að reyna að endurþjálfa
þetta fólk sem beðið hefur varan-
lega örorku vitum að það er ekki
daglega fyrir augum almennings.
Þess vegna gera borgararnir sér
ekki ljóst hvað þarna er um stóran
hóp að ræða.
Um dauðaslysin ætla ég ekki að
fjölyrða; þann harmleik þekkir öll
þjóðin.
Nú kann sumum e.t.v. að flögra
í hug að mætingar í skólum og á
vinnustöðum versnuðu, ef leyfi-
legur umferðarhraði yrði minnk-
aður. Því er til að svara, að þá er
bara að fara fyrr af stað. Það get-
ur enginn þurft að flýta sér svo
mikið, að hann hafi ekki tíma til
að lifa.“
Eftirlitið þarf að
vera alls staðar
Verkakona skrifar.
„Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig fyrir
nokkrar línur vegna ummæla sem
komu fram í þættinum „Þessir
hringdu" hér í dálkunum 16. nóv.
sl., um bónusvinnu í fiskvinnslunni.
Ég vinn í fiskvinnslu og get ekki
séð hvað slæmt hráefni eða slæm
meðhöndlun í vinnslu kemur bón-
usvinnu við. Það er mjög strangt
eftirlit t.d. hjá okkur, sem vinnum
á borðunum við snyrtingu og pökk-
un. Tekið er sýni úr hverri pönnu
allan daginn og ef eitthvað finnst
athugavert þá megum við endur-
vinna það upp aftur og meira til.
Við reynum að gera okkar besta,
því að við kærum okkur ekkert um
að fá allt til baka, og ef við skilum
hráefninu ekki vel frá okkur þá
dettur bónusinn niður.
Það er því ekki við bónusinn að
sakast í þessu efni, heldur mætti
segja mér, að það þyrfti eins
strangt eftirlit frá því að fiskurinn
kemur um borð í bátana og inn í
húsin. Eftirlitið þarf að vera alls
staðar, en ekki bara á einum stað.
Það þarf að meðhöndla fiskinn vel
frá því fysta, því að eins og við
vitum þá eru þetta matvæli."
Gjaldskrá hárskera
Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun skrifar:
„I lesendadálki Morgunblaðsins, Velvakanda, var í dag, 24. nóvember, kvartað yfir hárri verðlagningu
hárskera og þess farið á leit að birt yrði gjald.skrá hárskera. Verðlagsstofnun telur bæði rétt og skylt að verða
við þessari beiðni. Meðfylgjandi er umbeðin skrá sem nú er í gildi.“
llárskurður
1. Snöggt með vél í kring
2. Skæraklipping, klippt
með vél upp í hnakkann
3. Formklipping
4. Sérstakar breytingar á
klippingu og/eða
greiðslu
5. Klipping á hálsi
6. Snoðklipping
llárþurrkun:
1. A herraklippingu
2. Lögun með þurrku
3. Hárþurrkun
4. Formblástur eftir ósk
viðskiptavinar (lagning)
Þvottur:
1. Venjuiegur
2. Sérstakur, t.d. flasa, feitt
og þurrt
Ilagv. Eftirv. Næturv.
kr. kr. kr.
40,75 57,05 102,69
51,28 71,79 129,22
70,91 99,27 178,68
70,91 99,27 178,68
23,05 32,27 58,08
32,28 45,19 81,34
26,55 37,17 66,90
25,69 35,96 64,72
32,28 45,19 76,82
53,45 74,83 134,69
26,67 37,33 67,19
38,80 54,32 97,77
Efni:
Hárvatn
Næring
Lagningarvökvi
Hárúði
Hárskurður:
Drengir að 12 ára aldri:
1. Snöggt með vél í kring
2. Skæraklipping, klippt
með vél upp í hnakkann
3. Formklipping
llárskurður:
Telpur að 12 ára aldri
Klipping á toppi
Formklipping
Skeggsnyrting:
Rakstur
Yfirskegg
Skeggklipping
Heitur dúkur
9,04 12,65 22,77
22,20 31,08 55,94
11,10 15,54 27,97
8,64 12,09 21,76
34,45 48,23 86,81
44,07 61,69 111,04
60,67 84,93 152,87
43,95 61,53 110,75
17,73 24,82 44,67
60,67 84,93 152,87
33,19 46,46 59,74
12,01 16,81 21,61
40,80 57,12 73,44
11,07 15,49 19,92