Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
Warrior
radíalsnjóhjólbaröar stærö 175 SR 14. Gott grip.
Gott verö. Fást hjá umboðsmönnum víöa um land, í
Reykjavík Hjólbaröastööin, Skeifunni 5, Hafnarfiröi
Dekkiö, Reykjavíkurvegi 56.
Reynir sf., 95-4400,
Blönduósi
Jóladagatölin
Miðbær: Airport, Laugavegi — Gleraugnaverlunin Bankastræti 14, —
Heimilistæki, Hafnarstræti — Herragarðurinn, Aöalstræti — Lýsing,
Laugavegi — Tízkuskemman, Laugavegi.
Vesturbær: Hagabúöin — Ragnarsbúö, Fálkagötu — Skjólakjör.
Austurbær: Austurbæjarapótek — B.B. byggingavörur — Blómastofa
Friöfinns — Garðsapótek — Gunnar Ásgeirsson, Suðurlandsbraut —
Háaleitisapótek — Heimilistæki, Sætúni — Kjötmiöstöðin — Hekla hf.
— Hlíöabakarí — Ingþór Haraldsson, Ármúla — S.S. Austurveri —
Sundaval. Kleppsvegi — Tómstundahúsiö — Vogaver, Gnoöarvogi —
Örn og Örlygur, Síöumúla 11.
Breiöholt: Iðufell — Straumnes.
Lionsklúbbar víösvegar um landið sjá
um dreif-
Allur hagnaöur rennur óskiptur til ýmissa góö-
gerðarmála.
Lionsklúbburinn Freyr.
Sigurvegararnir Bjarmi Sigurgarðarsson og Eirikur Friðriksson sýndu snilldartakta á lokaleiðum rallsins. Bjarmi er
þekktur sem ökumaður í keppni í torfæruakstri. (Ljósm. Eiríkur Eiríkss.)
Chloride-sprettrallið:
Nfliði ók snilldarlega
ENN einn góður rallökumaður kom
fram í dagsljósið í (’hloride-sprett-
rallinu, sem fram fór á sunnudaginn.
Nýliði í rallakstri, Bjarmi Sigurgarð-
arsson, ók Escort 2000 til sigurs,
ásamt félaga sínum Eiríki Friðriks-
syni. Sigruðu þeir með nokkrum yfir-
burðum með djörfum og skemmti-
legum akstri á lokaleiðum rallsins.
Öðru sæti náðu Ævar Hjartarsson
og Bergsveinn Ólafsson á Lada 1600
og því þriðja Birgir og Hreinn
Vagnssynir á Cortina 2000.
Sprettrallið fór fram á leiðum í
nágrenni við álverið í Straumsvík
og voru þær ýmist ísilagðar eða
mjög hálar. Tveir bílar biluðu
strax í byrjun, þ.á m. Skoda RS
Birgis Bragasonar og Magnúsar
Arnarssonar, sem margir höfðu
spáð sigri. Þegar þrem leiðum af
átta var ólokið höfðu þeir Ævar og
Halldór Sigdórssynir á SAAB 99
forystu, en næstir þeim komu
Birgir og Hreinn Vagnssynir á
Cortina, Ævar og Bergsveinn á
Lada og síðan Bjarmi og Eiríkur á
Escort. Á síðustu þrem leiðunum
settu Bjarmi og Eiríkur á fulla
ferð og Escortinn stakk hina for-
ystubílana gjörsamlega af. Sagði
Bjarmi síðar að hann hefði ekið
tryllingslega á þessum leiðum. Má
til gamans geta þess að Bjarmi og
Eiríkur eru nýkomnir frá Eng-
landi, þar sem þeir fylgdust með
ralli í heimsmeistarakeppninni.
Má ætla að þeir hafi lært sitthvað
þar. Birgir og Hreinn Vagnssynir
urðu aðeins tveim sekúndum á eft-
ir Ævari og Bergsveini og höfnuðu
í þriðja sæti. Telst það frábær
árangur miðað við farkostinn,
gamla og þreytta Cortinu 2000.
Mátti sjá ýmsa hluti úr bílnum
detta af honum á nær hverri leið.
SAAB 99 Ævars og Halldórs Sig-
dórssona lenti í fjórða sæti og töp-
uðu þeir því illilega af fyrsta sæt-
inu á síðustu leiðunum. Kvað
Ævar þá bræður hafa misst takt-
inn undir lokin þegar þeir fréttu
að þeir væru í forystu, og þeir
hefðu ekið upp á öryggið.
Alls tókst átta bílum af ellefu að
komast í mark, tveir biluðu og
tveir keppendur villtust á þriðju
leið. Það sýndi sig í þessari keppni
að snjórall á fullan rétt á sér hér-
lendis og leiðirnar voru skemmti-
legar valdar. Verða vonandi fleiri
röll af þessu tagi í vetur.
t' G.R.
Jðlótilboé
sem hlustandi er á...
SOHY HIGH-TECK 200 samstæöan er ekki bara stórglæsileg heldur
býöur hún líka upp á margt þaö nýjasta og besta frá SONY.
• Beindrifinn, hálfsjálfvirkur plöfuspilari.
• 2 x30 sínus vatta magnari meö tónjafnara og innstungu fyrir Digital Audio Disc.
* • 2ja mótora kassettutæki með rafeindastýröum
snertitökkum, Dolby, lagaleitara o.s.frv.
• 3ja bylgju útvarpi FM steríó. MB, LB.
• 2-60 vatta hátalarar.
• Skápur á hjólum með glerhurð og glerloki.
Ævintýralegt jólaverö,
aðeins 18.950.00 stgr.
Sendum gegn póstkröfu.
P.s. Plú slær fjölskyldan saman i veglegan jólaglaöning.
£
JAPIS hf.
Brautarholt 2
Sími 27133
Reykjavik
A x.
v