Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
31
Birgir ísleifur Gunnarsson:
Útboð meginregla í op-
inberum framkvæmdum
Birgir ísleifur Gunnarsson
(S) mælti í gær fyrir frum-
varpi, sem hann flytur ásamt
Friðriki Sophussyni (S) um
skipan opinberra fram-
kvæmda. Frumvarpið felur
það í sér, ef samþykkt verð-
ur, að tekin eru af öll tvímæli
um, að útboð skuli vera aðal-
stefna varðandi opinberar
framkvæmdir. í ákvæðum til
bráöabirgða er heimilt að
gefa ríkisstofnunum, sem að-
allega hafa framkvæmt verk
sjálfar, ákveðin umþóttunar-
tíma til að laga sig að fram-
kvæmd þessara ákvæða.
Útboð hagkvæmasta og
sanngjarnasta leiðin
Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
sagði í framsðgu að þrátt fyrir
ákvæði í gildandi lögum um útboð
opinberra framkvæmda, sem væri
í senn hagkvæmasti og sanngjarn-
asti háttur varðandi opinberar
framkvæmdir, væri staðreyndin
sú, að fjölmargar ríkisstofnanir
önnuðust framkvæmdir og úttekt
sömu verká.
Greiðslur til verktaka sem
hlutfall af framkvæmdum við
vega- og brúargerð hafi verið 11%
1978, 12% 1979,18,8% 1980, 20,2%
1981. Hjá Hafnarmálastofnun
hafi hlutfall útboða 1980 verið
17,8%, þar af 5% innlend en 12
erlend (aðallega efni). Hjá Flug-
málastjórn vóru útboð 13,2% 1981.
Nauðsynlegt sé því að kveða
fastar á um útboðsskyldu.
Verðkynningarrit
Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti
fyrir frumvarpi sem hún flytur
ásamt fleiri þingmönnum þess
efnis, að Verðlagsstofnun skuli
mánaðarlega gefa út verðkynn-
ingarrit þar sem fram kemur verð
og verðlagsbreytingar á öllum
helztu þáttum vöru og þjónustu
sem Verðlagsstofnun fjallar um
eða fær til staðfestingar. Auk þess
skal í verðkynningarritinu fjallað
um breytingar á hinu opinbera
verðmyndunarkerfi.
Birgir ísl. Gunnarsson
Jóhanna sagði m.a. að bæði
myntbreytingin og óðaverðbólgan
hafi ruglað verðskyn fólks. Því sé
nauðsynlegt að styrkja þann þátt í
aðhaldi og eftirliti með allri verð-
lagsþróun sem virkt neytendaeft-
irlit eigi að vera. Frumvarpið sé
spor til slíkrar styrkingar.
Fíkniefnafræðsla
í grunnskólum
Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Jó-
hanna Sigurðardóttir (A), Aiexander
Stefánsson (F), Guðrún Helgadóttir
(Abi.), Pétur Sigurðsson (S) og Birg-
ir ísleifur Gunnarsson (S) flytja
frumvarp til breytinga á grunn-
skólalögum þessefnis, að lögbinda
„fræðslu um áhrif og neyzlu
áfengis og annarra ávana- og
fíkniefna“ í grunnskólanum.
Fjölgun tollhafna
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp sem felur í sér, ef sam-
þykkt verður, að tollhöfnum verði
fjölgað um sex. Við bætast:
Grundartangi, Rif, Grundarfjörð-
ur, Skagaströnd, Dalvík og Þórs-
höfn. Frumvarpið gerir og ráð
fyrir því að „íslenzk tollalögsaga
fylgi jafnan landhelgi íslands svo
sem hún er afmörkuð í lögum þar
um og taki breytingum eins og
hún“.
Greiðslufrestur á
aðflutningsgjöldum
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp til breytinga á tollalög-
um, sem m.a. felur í sér heimild til
greiðslufrests á aðflutningsgjöld-
um „allt að tveir mánuðir frá þeim
tima er far tekur höfn“. Gert er
ráð fyrir að framkvæmdin komi
ekki til framkvæmda fyrr en að
nokkrum tíma liðnum og þá í
áföngum.
Sérskattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði:
Líkur á falli hliðar-
frumvarps við fjárlög
EIÐUR Guðnason, þingmaður Al-
þýðuflokks, lýsti því yfir í efri
deild Alþingis í gær, að þingmenn
Alþýðuflokks myndu greiða at-
kvæði gegn framlengingu sérstaks
skatts á verzlunar- og skrifstofu-
húsna'ði. Skattur þessi var fyrst
lagður á árið 1979, þá með sam-
þykki Alþýðuflokksins, en var
hugsaður sem skammtimaskattur,
sagði Eiður. Á síðasta þingi fluttu
Alþýðuflokksmenn breytingartil-
lögu við fraralengingarfrumvarp,
þess efnis, að skatturinn skyldi þá
helmingaður (1982) en felldur
niður 1983. í samræmi við þessa
afstöðu lýsi ég þvi yfir, sagði Eiður
Guðnason, að við þingmenn Al-
þýðuflokks munum greiða atkvæði
gegn framlengingu skattsins nú.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
hafa frá öndverðu verið andvígir
þessari sérsköttun. Það sýnist
því ljóst að framlengingarfrum-
varpið verður fellt í neðri deild
Alþingis, ef fer sem horfir.
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, mælti fyrir stjórnar-
frumvarpi um framlengingu
skattsins, sem er 1,4% á fast-
eignagjaldsstofn, til viðbótar
öðrum sköttum á sama gjald-
stofn. Verzlunin er eina atvinnu-
greinin sem gert hefur verið að
greiða þennan skatt. Í tekjuáætl-
un fjárlagafrumvarps 1983 er
þessi skattur talinn gefa 54,7 m.
kr. í ríkissjóð.
Ýmis tekjufrumvörp (fram-
lenging tímabundinnar skatt-
heimtu), sem fjárlagafrumvarp-
ið gerir ráð fyrir að verði sam-
þykkt, eru enn ókomin fram og
ósýnt, hvort þingmeirihluti er
fyrir í neðri deild.
Úrvinnsla rekaviðar
Guðmndur Bjarnason, Páll Pét-
ursson og Sigurgeir Bóasson, þing-
menn Framsóknarflokks, hafa
lagt fram tillögu til þingsályktun-
ar þar sem ríkisstjórn er falið að
„láta framkvæma athugun á nýt-
ingu og úrvinnslu rekaviðar og
úrgangstimburs til iðnaðar og
orkusparnaðar.
Svipmynd frá Alþingi: Hér koma twir þingmonn úr Norðurlandskjör-
dæmi vestra, Stofán Jónsson (Abl.) og Halldór Blöndal (S), til þing-
fundar, hugsandi á svip eins og hrnfir slíkum ( alvöru líóandi stundar.
Pétur Sigurðsson:
Óhófleg skatt-
lagning á sumarhús
— miðað við nýtingartíma og þjónustu sveitarfélags
Pétur Sigurðsson (S) mælti í gær
fyrir frumvarpi sem hann flytur
ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni
(Abl.), Vilmundi Gylfasyni (utan
flokka) og Guðmundi G. Þórarins-
syni (F), þess efnis, að skattur af
sumarbústaðalóðum og mannvirkj-
um á þeim skuli vera V4% * *f fast-
eignamati, sem er veruleg lækkun
frá þvi sem nú er.
• Pétur Sigurðsson (S) sagði frum-
varpið flutt að beiðni fjölda aðila,
einstaklinga og stéttarfélaga, sem
komið hefðu sér upp sumarhúsum.
Þessi sumarhús væru skattlögð
óhóflega miðað við stutta nýtingu,
nálægt 3 mánuðum á ári, og nán-
ast enga þjónustu af hálfu þeirra
sveitarfélaga, sem skatturinn
gengi til. öll sanngirni mælti því
með lækkun skattsins.
• Páll Pétursson (F) taldi frum-
varpið ganga of langt. Viðkomandi
sveitarfélög yrðu af tekjum af
landbúnaði, sem ella færi fram á
þessum lendum, og því eðlilegt, að
eitthvað kæmi í staðinn.
• Pétur Sigurðsson (S) sagði lönd
þau, sem sumarhús væru byggð á,
ýmist keypt eða leigð fyrir endur-
gjald, sem hvort tveggja ætti að
skila skattlagningu til viðkomandi
sveitarfélaga. Hóflegur fasteigna-
skattur, miðaður við notkunar-
tíma, væri sjálfsagður. Hann
vakti og athygli á því að stéttar-
félög og einstaklingar, sem byggðu
sumarhús, þyrftu yfirleitt að
Pétur Sigurðsson
standa í eigin vegagerð með ærn-
um kostnaði heim að þessum hús-
um og hverfum, en væri þó gert að
greiða sýsluvegasjóðsgjald. öll
höfum við þó greitt okkar hlut í
hinni almennu vegagerð gegnum
venjulega skattlagningu. Hér er of
langt gengið í því að torvelda fólki
að njóta náttúru landsins.
Þingfréttir í stuttu máli
| smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hilmar Foss
lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnar-
stræti 11, sími 14824.
Framkvœmdamenn
húsbyggjendur
Tökum aö okkur ýmiskonar
jarövinnuframkvæmdir t.d. hol-
ræsalagnir o.fl. Höfum einnlg til
leigu traktorsgröfur og loftpress-
ur. Vanir menn.
Ástvaldur og Gunnar hf.,
sími 23637.
Ljósritun
Stækkun — smækkun
Stæröir A5, A4, Folíó, B4, A3,
glærur, lögg. skjalapappír. Frá-
gangur á ritgeröum og verklýs-
ingum. Heftingar m. gormum og
m. plastkanti. Magnafsláttur
Næg bilastæöi.
Ljósfell,
Skipholti 31, siml 27210.
Mottur - teppí - mottur
Veriö velkomin. Teppasalan er á
Laugavegi 5.
Víxlar og skuldabréf
í umboössölu.
Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu
17, simi 16223. Þorleifur Guö-
mundsson, heima 12469.
ýmislegt
Listaverkaunnendur
Peningamenn og þeir sem hafa
áhuga á málverkum eftir is-
lenska listamenn hafi samband
viö mig í síma 26513 milli 9 og 6
á daginn og í síma 34672 milli 7
og 9 á kvöldin.
Húsráóendur
Jólapóstur
fer nú aö berast. Vantar ekki
skilti á hurö eöa póstkassa? Út-
buum nafnskilti meö stuttum
fyrirvara fram til jóla.
Skilti & Ljósrit
Hverfisgötu 41. Simi 23520.
□ Hamar 598211307—1 Frl.
Atkv.
□ Helgafell 598211307 IV/V H.
& V.
Fíladelfía
Almennur bibliulestur i kvöld kl.
20.30. Ræöumaöur Sam Daniel
Glad.
Fimir fætur
Dansæfing í Hreyfilshúsinu
sunnudaginn 5. desember kl.
21.00. Mætiö timanlega. Nýir fé-
lagar ávallt velkomnir.
Ad. KFUK Amtmanns-
stíg 2 B
Fundur í kvöld kl. 20.30. Viö
fáum uppörvun fyrir jólaundir-
búninginn og lærum eitthvaö
nýtt. Smakk-kaffi. Hugleiöing.
Allar konur velkomnar.