Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
Flugmaður þyrlunnar sem brotlenti við Laugaveg:
Lét flugturn og lögreglu
yita um fyrirætlanir sínar
„Loftferðaeftirlitið hefði
veitt þyrluflugmanninum
leyfi til að fijúga lágflug yfir
Reykjavík ef hann hefði
sótt um það,“ sagði Grétar
H. Óskarsson yfirmaður
Loftferöaeftirlitsins er hann
var spurður að því hvort
„ÉG SÁ ekki aðdragandann, ég
tók ekki eftir þyrlunni fyrr en ég
heyröi þennan óskaplega hávaða
rétt áður en vélin skall niður,“
sagði Gísli Gestsson myndatöku-
maður i samtali við Morgunblaðið,
en hann var vitni að þyrluslysinu
við Laugaveg sl. fimmtudag. Gísli
er með skrifstofu örskammt frá
þeim stað sem þyrlan brotlenti.
„Ég var að leggja frá mér
filmu, þegar ég heyrði þennan
óskaplega hávaða, hann var yfir-
þyrmandi. Þá leit ég upp og í því
skall vélin niður og sá ég neista-
flug. Flugmaðurinn teygði sig í
allar áttir og þá gerði ég mér
enga grein fyrir þvi hvort hann
væri lífs eða liðinn. A því áttaði
ólöglega hefði verið staðið
að flugi þyrlunnar, sem
brotlenti við sjónvarps-
myndatöku á fimmtudag.
Grétar sagði að samkvæmt
flugreglunum yrðu flugmenn að
fá leyfi hlutaðeigandi stjórn-
valds ef þeir ætluðu undir lág-
markshæðir, en ekki væri nánar
ég mig ekki fyrr en seinna, þegar
ég sá að hann var að slökkva á
tækjum og rjúfa straum. Ég var
sannfærður um að allir þeir
menn sem í þyrlunni voru væru
látnir," sagði Gísli.
„Síðan fór ég strax til að
hringja á sjúkrabíl og þegar ég
kom út voru þeir vappandi í
kringum flakið! Ég gerði mér
ekki grein fyrir því fyrr en mér
var sagt það, að þetta voru
mennirnir sem í þyrlunni voru,
því ég taldi að sjónvarpið hefði
brugðið svona fljótt við, ég hafði
ekki hugmynd um að sjónvarps-
menn hefðu verið í vélinni. Ég
var sannfærður um að þeir væru
allir látnir," sagði Gísli Gests-
son.
kveðið á um við hvaða stjórnvald
væri átt.
Aðspurður um hvort Loft-
ferðaeftirlitið mundi líta svo á
að flugreglur hefðu verið brotn-
ar með flugi þyrlunnar, sagði
Grétar að þyrluflugmaðurinn
Hefði brotið flugreglurnar að því
leyti að hann hefði sýnt gáleysi
og stefnt lífi annarra í hættu
með því að fljúga á vír, sem
strengdur var á milli húsa. Hann
hefði sýnt aðgæzluleysi með því
að fara ekki áður á staðinn til að
athuga aðstæður. Hins vegar
sagði Grétar að Loftferðaeftir-
litið rannsakaði ekki flugslys út
frá því sjónarmiði hvort löglega
eða ólöglega hefði verið að flug-
inu staðið.
„Þyrlur eru notaðar til hluta
af þessu tagi í öllum heiminum,
til myndatöku og ýmiss konar
vinnu, t.d. til að skipta um
kirkjuklukkur í Landakots-
kirkju. Það væri náttúrulega
stórhættulegt ef þyrla bilaði við
verk af því tagi og dytti oná
kirkjuna.
Flugmaðurinn sótti ekki um
formlegt leyfi til okkar, en hefði
hann gert það þá hefði hann
fengið slíkt leyfi með þeim skil-
yrðum að hann gætti ýtrustu
varúðar og léti lögregluna vita.
Það sem hann hins vegar gerði
var að hann hringdi í flugturn-
inn og sagði hvað hann ætlaði að
gera, sagðist mundu verða í lág-
flugi yfir bænum og sagðist
mundu láta lögregluna vita, sem
hann og gerði."
Gísli Gestsson, einn sjónarvotta:
Var sannfærður um
að allir væru látnir
IbestdI
KAUPIN!
SG2
f-
r
Sambyggt tæki
með toppgæði
o o - o c
rk. 11.505
STG.
/metalHK
DCDLBYSVSTBVI
SG-2HB
HLJOMBÆR
■ ■77»
HUOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103
SIMI 25999 - 17244
í haust hefur verið unnið að vegarlagningu frá þjóðveginum í Reyðarfirði í
átt til sjávar, þar sem fýrirbugað er að mannvirki Kísilmálmverksmiðjunnar
rísi í landi Sómastaða. Morgunbi»6i*/áij.
Kísilmálmvinnslan á Reyðarfirði:
Unnið að skýrslu
fyrir ráðherra
„ÞAÐ er verið að vinna að skýrslu
um þetta mál fyrir ráöherra, og lýkur
því trúlega eftir helgina,“ sagði Hall-
dór Árnason, formaður stjórnar Kís-
ilmálmvinnslunnar á Reyðarfirði, i
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins fyrir nokkrum dögum. Eins
og Morgunblaðið og aðrir fjölmiðlar
hafa skýrt frá samþykkti stjórn
verksmiðjunnar fyrir skömmu að
fresta framkvæmdum við verksmiðj-
una, þannig að fyrsti hluti hennar
verði tekinn í notkun í fyrsta lagi
1986.
Halldór Árnason vildi ekki
segja hvort stjórnarfundur hefði
verið haldinn síðan, né hvort
eitthvað væri að gerast í málinu
nú, annað en skýrslugerðarvinnan.
„Þið heyrið af þessu, þakka þér
fyrir, blessaður," sagði Halldór að
lokum í samtali við blaðamenn
Morgunblaðsins.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra:
Þeir bera ekki
ábyrgð á álverinu
„ÞEIR hafa ekki verið neinir frum-
kvæöisaöilar að þessu og þeir bera
ekki ábyrgð á álverinu. Þeir eiga
ákveðna hlutdeild í framleiðslugjald-
inu en eftirlit með ÍSAL bæði hvað
varöar endurskoðun og annað er í
höndum hins opinbera. Kostnaður af
þessu eftirliti hefur verið greiddur af
framleiðslugjaldinu óskipta, þannig
að hér er ekkert nýtt á ferðinni,"
sagði Hjörlcifur Guttormsson iðnað-
arráðherra er Mbl. spurði hann af
hverju kostnaður sem nemur hátt á
þriðju milljón króna, vegna rann-
sókna sem hann lét gera á starfsemi
íslenzka álversins í Straumsvík, var
tekinn af hlut Hafnarfjarðarbæjar og
tveggja opinberra sjóða í framleiðslu-
gjaldi því sem ÍSAL grciðir.
Hjörleifur sagði að þessi upphæð
væri heildarkostnaður rannsókna
og endurskoðunar á árinu 1981. Að-
spurður um af hverju ekki hefði
verið leitað álits þessara aðila áður
en farið var út í rannsóknirnar, þar
sem kostnaður við þær væri
greiddur af hlut þeirra í fram-
leiðslugjaldinu sagði ráðherrann
að þeir bæru þarna enga ábyrgð.
Þá var ráðherrann spurður hvað
liði endurskoðun á hlutdeild Hafn-
arfjarðarbæjar í framleiðslugjald-
inu, en eins og komið hefur fram í
fréttum hefur ítrekað verið reynt
að fá lagfæringu til hækkunar.
Hann sagði rétt vera að Hafnar-
fjarðarbær væri að reyna að fá
lögfestingu og lagfæringu. „Það er
búið að ganga frá því með vissum
hætti, en lagagrundvöllinn vantar.
Ég lít á þetta mál í víðara sam-
hengi og í sambandi við stóriðju
almennt," svaraði hann.
Jón V. Skúlason um samninginn við Ernir:
„Getum ekki látið þá
hafa meira en aðra“
„ÞEIR HAFA fengið nákvæmlega sama og aðrir, sem stunda samskonar post-
flutninga. Þeir hafa farið fram á hækkun, en við teljum okkur ekki geta borgað
þeim meira vegna þess að það er mikið tap á þessum póstflutningum. Við getum
náttúrulega ekki haldið uppi flugi fyrir Vestfirðinga," sagði Jón V. Skúlason
póst- og símamálastjóri, er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun flugfélagsins
Ernir á ísafirði, sem hættu nýverið póstflutningum til ýmissa byggðarlaga á
Vestfjörðum, þar sem ekki fékkst cndurskoðun á samningum um flug þetta.
„Ernir fékk 60 þúsund í septem-
ber og við fáum ekki póstburðar-
gjöld fyrir þau ósköp. Við höfum
borgað fyrir þetta milli fimm og sex
hundruð þúsund á síðasta ári og ef
við eigum að borga meira, þá þarf
að hækka póstburðargjöldin, og ég
hygg að almenningur verði ekki
hrifinn af því. Við höfum því miður
enga möguleika á að hækka greiðsl-
ur til Ernis að öllu óbreyttu," sagði
Jón.
Jón Skúlason sagði að samgöngu-
ráðherra hefði óskað eftir skýrslu
um póstflutninga með flugvélum og
hefði hann fengið umbeðnar upp-
lýsingar. Forstöðumenn Ernis
sögðu á sínum tíma að fluginu hefði
verið hætt þar eð talsvert vantaði á
að það stæði undir sér, þar sem nú
væri notaður annar og meiri flug-
vélakostur en í upphafi, en sam-
ningarnir um póstflutningana voru
á sínum tíma miðaðir við flug á lít-
illi einshreyfils flugvél. Reyndi
flugfélagið árangurslaust að fá
þeirri viðmiðun breytt.
Jón sagði að Ernir hefðu fengið
greitt fyrir póstflutninga miðað við
flogna kílómetra, og að hið sama
hefðu Flugfélag Norðurlands og
Flugfélag Austurlands fengið, en
það væru hagstæðari samningar en
Flugleiðir nytu. Sagði Jón að póstur
yrði sendur til Vestfjarða með skip-
um og með Flugleiðum til þeirra
staða sem flogið er á frá Reykjavík.