Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 íranirnir bíða enn í óvissu kaupmannahöfn, 29. nóvember. AP. DÖNsK YFIRVÖLD tilkynntu í dag að þau myndu ekki framselja íranina 23, sem hafst hafa við í flugstöðvarbyggingum eða í flugvél sinni í 3 daga. Sögðu þau í dag, að þau hygðust funda með fulltrúum Bandaríkjamanna og fsraela til að ákveða hvað verður um íranina. Meirihluti írananna er af trú- flokki sunníta, sem eru múhameðstrúarmenn eins og shí- itar, andstæðingar þeirra í Iran. Ayatollah Ruhollah Khomeini til- heyrir þeim trúflokki. Hafa sunn- ítarnir sagst vera ofsóttir af erkiklerkinum og mönnum hans. Að sögn talsmanns í útlendinga- eftirlitinu danska hafa flestir Ir- anirnir áhuga á að flytjast til Bandaríkjanna. Fimmtán þeirra eiga þar ættingja og hafa beðið um pólitískt hæli þar. Aðrir í hópnum hafa beðið um hæli í Isra- el eða V-Þýskalandi. Þá var 7 af 10 írönum, sem flugu til Madrid fyfir skemmstu, snúið til Vínarborgar eftir að spænsk yfirvöld höfðu hafnað landvistarbeiðni þeirra. Þrír fengu að dveljast áfram á Spáni, hjón og kona, sem komin var að falli. Bað um pólitískt hæli í V-Þýskalandi Krankfurl, 29. nóvember. Al*. AFGANSKUR flugmaður kom flug- félagi sínu og 150 farþegum, sem voru á leið til Kabúl, í opna skjöldu er hann stakk af og baðst hælis, sem pólitískur flóttamaður í Frankfurt í V-Þýsklandi. Flugvélin millilenti í Frankfurt á leið sinni frá Moskvu til Kabúl. Þetta er í annað sinn á aðeins tveimur vikum, sem flugmenn á þessari leið hlaupast frá borði og biðja um pólitískt hæli. Flugmað- urinn, sem aðeins hefur gefið upp nafnið Asifi, er 42 ára gamall, hafði gert yfirvöldum í Frankfurt skiljanlegt úr síma á hótelher- bergi sínu, að hann hygðist ekki fljúga vélinni áfram. Asifi tjáði fréttamönnum, að hann ætti ættingja í V-Þýska- landi, og hygðist dvelja hjá þeim fyrst um sinn. Engar fregnir Gafst upp eftir 40 föstu höfðu borist um hvað yrði um vél- ina og farþegana 150 er þetta var skrifað. daga Moskvu, 29. nóvember. Al*. SOVÉSKI stórmeistarinn Boris Gulko tilkynnti í dag, að hann hefði látið af hunguverkfalli sínu til að leggja aukna áherslu á, að hann fái að flytjast úr landi. Gulko fastaði í 40 daga samfellt, en hætti föstunni að ráði læknis. Gulko hefur ítrekað frá árinu 1979 reynt að fá leyfi til að flytja frá Sovétríkjunum, en án árang- urs. Konu hans var fyrir helgina tjáð, að yfirvöld myndu ekki gefa eftir og heimildir herma, að sú til- kynning hafi einnig haft sitt að segja í þeirri ákvörðun Gulkos að hætta föstunni. Gulko hefur um skeið verið meinuð þátttaka í skákmótum innan Sovétríkjanna og einnig verið meinað að ferðast erlendis til keppni. Hann og kona hans, sem einnig er þekkt skákkona um allan heim, voru handtekin í sept- emberbyrjun fyrir utan húsið, þar sem alþjóðlega skákmótið í Moskvu var haldið, fyrir að bera mótmælaspjöld. Veður víða um heim Akureyri 0 léttskýjað Amsterdam 6 skýjað Aþena 17 skýjað Bracelona 13 léttskýjað Berlín 5 skýjað Briiaael 9 heiðskírt Buenos Aires 27 heiðskírt Caracas 27 heiðskírt Chtcago 5 skýjað Dyflinni — vantar Feneyjar — vantar Frankfurt 7 rigning Færeyjar 8 rigning Genf 6 rígning Helsinki 6 skýjað Hong Kong 20 heiðskírt Jerúsatem 16 skýjað Jóhannesarborg 25 heiöskírt Kairó 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Las Palman — vantar Lisaabon 16 heiöskírt London 8 heiðskirt Los Angeles 18 skýjað Madrid 11 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Mexíkóborg 25 heiöskirt Miami 26 heiðskírt Montreal +2 rigning Moskva 0 skýjað Nýja Dehli 24 heiðskírt New York 6 skýjað Ósló 2 skýjað París 6 skýjað Reykjavík 1 élásl. klst. Rio de Janeiro 37 skýjað Róm 15 heiðskirt San Francisco 15 rigning Stokkhólmur 6 rigning Tókýó 11 skýjað Vancouver 8 skúrir Vín 5 skýjað Nýr forsætisráðherra Yasuhiro Nakasone, hinn nýi forsætisráðherra Japana, veifar til þing- manna neðri deildar japanska þingsins eftir að hann var kjörinn 16. forsætisráðherra Japana eftir stríð. Fannfergi í SV-Frakklandi Lyon, 29. nóvember. AP. MEIRA EN 300.000 heimili í suð- vesturhluta Frakklands voru raf- magnslaus i gær, þriðja daginn í röð. Gífurlegur snjóstormur hefur geisað á þessu svæði að undanförnu með þeim afleiðingum að rafmagnslínur slitnuðu og umferð fór úr skorðum. Talið er að taka kunni 2—3 daga að koma öllu í eðlilegt horf á ný, en snjórinn lagðist sér í lagi þungt á þrjú héruð á þessum slóðum. Snjókoman hófst á föstudag og kyngdi þá niður snjó, allt að 50 sm jafnfallinn í nágrenni Lyon. Símalínur urðu einnig fyrir barðinu á veðurhamnum og er tal- ið að á sjöunda þúsund línur hafi slitnað. Flestir vegir lokuðust þeg- ar verst lét og um tíma voru 400 bifreiðir fastar á víð og dreif á A-6 þjóðveginum. Varð fólk að hafast við í bifreiðum sínum. Lifði af 35.000 volta straum Belgrad, 22. nóvomber. AP. EGGJASAFNARI nokkur, aðeins 14 ára að aldri, var nær dauða en lífi í Kraljevom í Júgóslaviu i gær, en það' eitt að hann skyldi þó enn vera á lífi þótti með ólíkindum. Þannig var nefnilega mál með vexti, að hann prílaði upp 20 metra háan háspennustaur í leit að hreiðrum og ekki tókst betur til en svo að hann flæktist í línum. Fékk hann þar 35.000 volta straum og skaðbrann um allan líkamann, auk þess sem hann missti meðvit- und. Festist annar fótur piltsins í vírunum og hékk hann drjúga stund á hvolfi, eða uns vörubíl- stjóri nokkur kom aðvífandi og tókst einhvern veginn að bjarga honum niður og aka á sjúkrahús. Sendiráðsritari Breta lét Egyptum upplýsingar í té Lundúnum, 29. nóvember. AP. FYRRUM FYRSTI sendiráðsritari Breta við sendiráðið í Tel Aviv, Rhona Jane Ritchie, var í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa látið egypskum ástmanni sínum afrit af skeytum, sem fóni á milli breska utanríkisráðuneytisins og þess bandaríska. Ekkert lát virðist vera á afhjúpunum breskra njósnara og hefur hvert málið rekið annað að undanförnu. skoðun sinni gæsluliðs. á gagnsemi þessa Ungfrú Ritchie var sökuð um að hafa látið afrit þessi af hendi, meira af heimsku en illgirni, eins og það var orðað í úrskurðinum. Uppljóstranir hennar voru þó ekki alvarlegri en svo, að flest það sem ástmaður hennar fékk í hendur var gert lýðum ljóst innan ákveð- ins tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Old Bailey-réttarsalnum í Lundúnum. Ekki eru nema nokkr- ar vikur frá því að í þessum sama réttarsal var kveðinn upp dómur yfir Geoffrey Prime, njósnara Sovétmanna við fjarskiptastöðina í Cheltenham. Upplýsingar þessar lét ungfrú Ritchie af hendi frá því í nóvem- ber á síðasta ári og fram í febrúar á þessu ári, afrit af fimm skeytum alls. Egyptinn, sem í hlut átti, var annar sendiráðsritari sendiráðs Egyptalands í Tel Aviv. Egyptinn hefur nú verið fluttur til Vínar- borgar. Var þarna um að ræða skeyti frá Lord Carrington til Al- exander Haigs, en þeir hafa nú báðir látið af störfum sem utanríkisráðherrar þjóðanna. Fjögur þessara skeyta snertu þátttöku Breta í fjölþjóðlegu gæsluliði í Sinai-eyðimörkinni, en það viðkvæmasta þeirra snerti ummæli þar sem Bretar lýstu Frami Ritchies innan bresku utanríkisþjónustunnar var mjög hraður. Hún gekk til liðs við hana 27 ára gömul og vakti strax at- hygli fyrir afburðagóða tungu- málakunnáttu. Hún var settur annar sendiráðsritari við sendiráð Breta í Tel Aviv í júní á síðasta ári, en síðan gerð að fyrsta sendi- ráðsritara. Kanadískur prófessor sakaður um njósnir Stjórn Fanfanis í burðarliðnum Lundúnum, 29. nóvember. Al*. KANADÍSKUR prófessor, George llambelton að nafni, var í dag sakaður um njósnir í þágu Sov- étmanna undanfarna þrjá áratugi. Haft er eftir Hambelton, að hann hafi snætt kvöldverð með Yuri Andropov, eftirmanni Brezhnevs, ár- ið 1975 er Andropov var yfirmaður KGB, sovésku leyniþjónustunnar. Prófessorinn er kanadískur, en hef- ur tvöfalt vegabréf, kanadískt og breskt. Hambelton bar ásakanir þær, sem honum voru á brýn bornar, til baka og sagði þær rakalausan þvætting. Hann er sakaður um að hafa látið Sovétmönnum í té ýmis mikilvæg gögn. Rannsókn í máli hans hefur að undanförnu staðið yfir og talið er að dómurinn kom- ist ekki að niðurstöðu fyrr en að fimm dögum liðnum, a.m.k. Kóm, 29. nóvembiT. AP. FLOKKUR GIOVANNI Spadolin- is, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Repúblikanaflokkurinn, neitaði í dag að taka þátt í samsteypustjórn- inni, sem Amitore Fanfani hefur að undanförnu verið að reyna að koma saman. Akvörðun þessi var tilkynnt að afloknum fundi æðstu manna flokksins í dag. Var þar tilkynnt, að stjórn- arstefna Fanfanis samræmdist ekki stefnu flokksins. Tilkynnt verður síðar hvort flokkurinn styður ríkisstjórnina á þingi, sit- ur hjá eða gengur í lið með stjórnarandstöðunni. Fanfani skýrði frá því í dag, að ríkisstjórnin yrði fullskipuð á morgun, þriðjudag, og stæðu fjórir stjórnmálaflokkar að henni. Flokkarnir fjórir hafa nauman meirihluta á þingi. Sjálfur fékk flokkur Fanfanis aðeins 3% atkvæða við síðustu kosningar á Ítalíu. Knuden missir prestsréttindi Osló, 29. nóvembi'r. Frá Jan Krik Ijiurú, fréllaritara Mbl. BOKRE Knudsen, sóknarprestur, hefur nú misst soknarprestsréttindi sín í Balfjörd í kjölfar dómsúrskurð- ar, sem kveðinn var upp yfir honum. Knudsen þessi er orðinn þekktur fyrir eindregna andstöðu sína við nýju fóstureyðingarlögin í Noregi, sem kveða á um sjálfsákvörðunar- rétt kvenna um fóstureyðingu. Til þess að mótmæla þessum nýju lög- um neitaði Knudsen að framfylgja J>eim skyldum ríki: ;ns, sem á herð- um hans hvíla sem sóknarprestur. Norska ríkið fór af þessum sök- um í mál við Knudsen, en hann vann málið fyrir rétti. Málinu var áfrýjað og í annarri umferð tapaði Knudsen málinu. Hann hefur nú áfrýjað til hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.