Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 5 Sparisjóður- inn Pundið flytur í eigið húsnæði SPARISJÓÐURINN PundiA flyst í eig- ið húsnæði að Hátúni 2 í dag, en hann hefur frá stofnun sinni verið i leigu- húsnæði. Hið nýja hús Sparisjóðsins er um 700 fermetrar að stærð, tvær hæðir og kjallari. Ekki verður nema hluti húsnæðisins tekin í notkun fyrir spari- sjóðinn að sinni, þ.e. jarðhæð og hluti kjallara, en hinn hluti hússins leigður úk Húsið teiknaði arkitektastofan Arko, byggingarmeistari var Emil Pet- ersen, múrarameistari Svanþór Jóns- son, pípulagningameistari Hreiðar As- mundsson og um raflagnir sá Hannes Vigfússon. Lokafrágangi utanhúss verður frestað um sinn. Sparisjóðurinn Pundið var stofn- aður 26. apríl 1958, en tók ekki form: lega til starfa fyrr en í maí 1959. í samþykktum fyrir sjóðinn segir, að ábyrgðarmenn geti þeir einir orðið, sem séu meðlimir í Fíladelfíusöfnuð- inum. Núverandi stjórn sjóðsins skipa Eiður Árnason formaður og Þuríður Vigfúsdóttir úr hópi ábyrgð- armanna og Sveinn H. Skúlason kjörinn af borgarstjórn. Spari- sjóðsstjóri er Garðar Jóhannsson og eru fastir starfsmenn auk hans fjór- ir. í upphafi voru viðskipti sjóðsins ekki mikil, en þau hafa stöðugt vaxið og um síöustu áramót námu heildar- innstæður rúmlega 17 milljónum króna. í fréttatilkynningu frá stjórnendum sparisjóðsins í tilefni af þessum áfanga, sem nú hefur náðst, segir að það sé einlæg von þeirra, að þetta megi verða til að styrkja stöðu sjóðsins og gera hann hæfari til að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu og jafnframt að sinna því verkefni sem hann var stofnaður til í upphafi, að verða til styrktar kristilegu starfi. Már Magnússon Syngur á háskóla- tónleikum Miðvikudaginn 1. desember klukk- an 12.30 syngur Már Magnússon á Háskólatónleikum í Norræna hús- inu. Við píanóið verður Ólafur Vign- ir Albertsson. Á efnisskrá eru verk eftir Emil Thoroddsen, Hallgrím Helgason og Jón Ásgeirsson. Nokkur laganna eru nú flutt í fyrsta skipti. Skáksveit Flugleiða í Evrópuúrslitum SKÁKSVEIT Klugleiða er komin í úr- slit í Evrópukeppni Dugfélaga í skák. Hér er um að ræða útsláttarkeppni og hafa Klugleiðir unnið El Al og Swissair í 1. og 2. umferð. { þriðju umferð vann Klugleiðasveitin Iberia í Madrid 4:2. Þeir sem telldu þar fyrir Klugleiðir voru Elvar Guðmundsson, Þröstur Bergmann, Stefán Þórisson, Hörður Jónsson, Hálfdán Ilermannsson og Olafur Ingason. Þann 4. desember keppa Luft- hansa og Aviaco og það félag sem sigrar í þeirri keppni mætir svo Flugleiðum i úrslitakeppninni sem fram fer snemma á næsta ári. Skákmenn Flugleiða hafa verið sigursælir að undanförnu og unnu fyrir stuttu alþjóðaskákmót flugfé- laga sem haldið var í Florida. Forsvarsmenn Sparisjóðsins Pundsins. Talið frá vinstri: Eiður Árnason, formaður stjórnar sjóðsins, Þuríður Vigfúsdóttir, Sveinn H. Skúlason, sem sitja í stjórn sjóðsins, og Garðar Jóhannsson, sparisjóðsstjóri, í hinum nýju húsakynnum sjóðs- ins. Hið nýja húsnæði Sparisjóðsins Pundsins að Hátúni 2. Morgunbladid/ Kristján Einarsson rJlQirie (iinJinal Hwsdv FRÁSÖGN UM MARGSOÐÁÐ MO MYNDSKREYTING ALFREÐ FLOKI Einstæð glæpasaga FRÁSÖGN UM MARGBOÐAÐ MORÐ er nýjasta saga Nóbelsskáldsins frá Kól- umbíu, eins mesta sagnameistara sem nú er uppi. Þetta er einstceð glœpasaga. Við fáum að fylgjast með aðdraganda morðs- ins, en samt heldur böfundur spennunni allt til loka. — Brúðkaup var haldið í porpinu, en brúðkaupsnóttina sjálfa var brúðinni skilað heim í föðurgarð af pvt að hún reyndist ekki hrein mey. Heiður fjölskyldunnar hafði verið flekkaður — og tveim tímum seinna er Santíago Nasar dauður. Kalt vatn milli skinns og hörunds HROLLVEKJUR befur að geyma átta frábcerar sögur eftir sjö höfunda frá ýms- um löndum. Alfreð Flóki hefur gert myndir við sögumar og nýtur listfengi sinnar einstaklega vel við sltk verkefni. Hér er að finna tvcer sögur eftir Poe, sögur frá Þýskalandi, Spáni, Suður- Amertku og vtðar að. Allar eru pœrpýdd- ar afkunnum og vandvirkum pýðendum, peirra á meðal eru Þórbergur Þórðarson og Guðbergur Bergsson. HROLLVEKJUR eru bók til að lesa og skoða, — sannar- lega hrollvekjandi bók. Úr fjötrum örvæntingar / LAUSNARORÐI segir Marie Cardinal frá bemsku sinni og cesku íAlsír. Hún elst upp hjá móður sinni, t siðavöndu ka- pólsku umhverfi betri borgara. Samskipt- um peirra mceðgna er ekki síst lýst á einkar hugtcekan hátt. Sagan lýsir pvt bvemig Marie verður að gera upp lífsitt pegar hún kemst t sálrcenar ógöngur sem hún getur komist úr með hjálp sálgrein- ingar. Þeirri sjálfskmfningu lýsir sagan, en jafnframt er hún hugtcek og lifandi umbverfis- og aldarfarslýsing. \ Henrik Tikkonen BRENNUVEGUR 8 BRENNU SÉVI 35 Hrífandi — ævintýraleg — ógnvekjandi Hörmungasaga hórdóms og drykkjuskapar Ein eftirminnilegasta örlagasaga allra thna HINN ÓSÝNILEGI eftir Perúmanninn Manuel Scorza, höfund bókarinnar Rancas — porp á heljarpröm, er hrtfandi, cevintýraleg og ógnvekjandi saga. Höf- undurinn tekur okkur með sér upp til hinna snauðu fjallaporpa indíánanna t cettlandi sínu. Þar berst bcendafólkið í örvcentingu fyrir tilveru sinni. Foringinn er Garabombo hinn ósýnilegi sem skýtur óvininum svo miklum skelk t bringu. Og að baki honum er hópur fjölskrúðugustu manngerða. Hér getur allt gerst. BRENNUVEGUR 8 er húsið par sem Henrik Tikkanen átti heima í cesku. Hér segir bann á einstœðan hátt frá uppvaxt- arámm stnum á eynni Brennu úti fyrir Helsingfors. Hann lýsir hér blífðarlaust á bak við yfirborðið á hinu fágaða lífi betri borgara. Þetta er hörmungasaga og segir frá óláni og bráðum dauða, bórdómi og drykkjuskap, frá gcefuleysi fjölskyldu og frá baráttunni gegn ógcefunni. Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf 294 ÉG LIFI, hin ógleymanlega saga Martins Gray, er nú komin út t priðja sinn. ,,Hér er bók sem ekki er eins og aðrar bcekur. Maður opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lokað henni aftur... Mig skortir orð til að lýsa benni. Það eina sem ég get sagt er- pið verðið að lesa pessa bók, þið verðið að lesa hana!“ Þannig varkomist að orði um pessa einstceðu bók, eina sérstceðustu og eftirminnilegustu örlagasögu allra tíma, sögu sem er ótrúlegri en nokkur skáld- skapur. 121 Reykjavík Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.