Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
35
Frá ystu nesjum
3. bindi safns Gils Guðmundssonar
ÚT ER komið hjá Skuggsjá þriöja
bindi Frá ystu nesjum eftir Gils
Guðmundsson og er það lokabindi
þessa safns vestFirskra þátta.
Nokkrir menn setja öðrum
fremur svip sinn á þetta lokabindi:
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum
á hér langa ritgerð um Ögurbænd-
ur og Guðmundur Benediktsson
rrtar um Sæbólsbændur. Eftir
Ólaf Þ. Kristjánsson eru ritgerð-
irnar Bændur í Önundarfirði, Ætt
Guðmundar smiðs á Selabóli og
þátturinn Arnardals-Sigga. Tvær
ritgerðir eru eftir Gísla Ásgeirs-
son frá Álftamýri, Utvegur Arn-
firðinga á ofanverðri 19. öld og í
verinu 1895. Valdimar Þorvalds-
son ritar um Holgers-strandið og
hann á einnig ritgerðir um Frið-
bert í Vatnadal og Þorleif á Suð-
ureyri. Ólafur Elínmundarson rit-
ar um Goðafossstrandið 1916 og
Björgunarafrek Látramanna.
Guðmundur Ingi Kristjánsson rit-
ar um Brynjólf biskup Sveinsson
og Einar Bogason í Hringsdal í
ritgerð er nefnist Faðir þilskipa-
útgerðar á íslandi. Um fræðaþul-
inn Sighvat Borgfirðing skrifa
þeir Kristinn Guðlaugsson, um
bóndann á Höfða, og Finnur Sig-
mundsson, um ritstörf Sighvats,
og sagt er frá heimsókn Friðþjófs
Nansen að Höfða. Þá er hér að
finna ýmsa þætti skráða af Magn-
úsi Hj. Magnússyni og loks er löng
ritgerð um Ólaf Þ. Kristjánsson,
ævi hans og störf, eftir Gils Guð-
mundsson. Itarieg nafnaskrá yfir
öll þrjú bindi Ystu nesja er í þessu
lokabindi.
Frá ystu nesjum Iller 344 bls.
sett og prentuð hjá Steinholti hf.
en bundin hjá Bókfelli hf. Lárus
Blöndal gerði bókarkápu.
Aldarsaga Kaupfélags
Þingeyinga er komin út
ALDARSAGA Kaupfélags Þingeyinga eftir Andrés Kristjánsson er komin út.
Þetta er stórt rit, um 480 bls. að stærð með nær 300 myndum. Útgefandi er
Kaupfélag Þingeyinga.
í fyrstu köflum bókarinnar er
getið í stórum dráttum helstu fé-
lagshreyfinga í Þingeyjarsýslu
fyrir daga kaupfélagsins, einkum
verslunar- og búnaðarsamtaka og
pöntunarfélaga. Því næst er sagt
frá sauðasölu til útlanda og öðrum
aðdraganda að stofnun kaupfélags-
ins. Undirbúningur hennar er rak-
inn ýtarlega og einnig þróun versl-
unarmála og viðskipta í héraðinu
þau misseri. Þá tekur við frásögn
af undirbúningsfundi og stofnfund-
inum sjálfum á Þverá í Laxárdal
20. febrúar 1882.
Saga Kaupfélags Þingeyinga er
síðan sögð eins greinilega og kostur
er á fyrstu árum, gerð grein fyrir
myndun og þróun félagsskipulags-
ins og viðskiptareglna félagsins og
allri mótun þessa fyrsta samvinnu-
starfs hér á landi. Sagt er frá
mörgum atvikum úr hinni tvísýnu
baráttu fyrstu starfsáranna, svo
sem byggingu fyrstu húsa félags-
ins, fyrstu kauptíð þess, sauðaverð-
fallinu mikla 1885, komu vetrar-
skipsins til Húsavíkur 1887, átök-
unum við selstöðuverslunina og út-
svarsdeilunum við Húsavíkur-
hrepp.
Skipulagssaga félagsins er
greinilega rakin og þróun sam-
vinnuhugmynda og samvinnuþátta
í starfi þess, greint frá átökum og
„Fífur“ — nýr
klúbbur flug-
virkjakvenna
STOFNAÐUR hefur verið klúbbur
flugvirkjakvenna, og hlaut hann
nafnið Fífur. Tilgangur klúbbsins er
fyrst og fremst að auka innbyrðis
kynni meölimanna.
Fyrstu stjórn klúbbsins skipa:
Hjördís Bogadóttir formaður, Ingi-
munda Loftsdóttir varaformaður,
Guðný Sigurðardóttir ritari,
Hrönn Guðmundsdóttir gjaldkeri,
Valgerður Óladóttir meðstjórnandi
og Elín Sigþórsdóttir varamaður.
Fundir eru haldnir í Flugvirkja-
heimilinu að Borgartúni 28, fyrsta
miðvikudag annars hvers mánaðar.
Næsti fundur verður miðvikudag-
inn 1. desember, og mun Heiðar
Jónsson m.a. kynna þar snyrtivör-
ur.
Andrés Kristjánsson
ágreiningi um markmið og leiðir í
skipulagi og starfsháttum félags-
ins, bæði á fyrstu áratugum þess og
þó einkum á þriðja áratug aldar-
innar. Þá er alllangur kafli um
þrengingaárin svonefndu á fjórða
áratugnum, skuldaskil og endur-
hæfingu félagsins.
í síðari hluta aldarsögunnar er
einkum fjallað ýtarlega um starf
og stefnu Kaupfélags Þingeyinga á
síðustu áratugum, fjölþætt verk-
efni þess og miklar framkvæmdir
og umbætur í verslunarþjónustu og
framleiðslu, svo og þátttöku í at-
vinnulífi og stuðning við almenn
menningar- og framfaramál.
Síðasti kafli bókarinnar er um
hátíðahöldin í tilefni aldarafmæl-
isins fyrr á þessu ári.
Teitur Björnsson, formaður
Kaupfélags Þingeyinga, ritar for-
mála.
Bókin er prentuð og bundin í
Prentsmiðjunni Eddu.
(FrétUiilkynning.)
Bók sem ætti
að vera til
á hverju heimili
• Áfengisvandamálið hefur oft verið nefnt mesta
mein 20. aldarinnar.
• í þessari bók er fjallað á raunsæjan og fordóma-
lausan hátt um áfengisbölið og hvernig berjast
megi gegn því.
Joseph P. Pirro
• Höfundur bókarinnar er Joseph Pirro, yfirmaður
meðferðardeildar Freeport-sjúkrahússins í Banda-
ríkjunum.
• Þúsundir íslendinga hafa farið í meðferð vegna
alkoholisma á síðustu árum, og sá árangur sem
hér hefur náðst hefur vakið heimsathygli. Free-
port-ferðirnar og síðan stofnun SÁÁ mörkuðu
upphaf þessarar baráttu.
mpsta
MEIN
ALDARINNAR
Joseph P. Pirro ræðtr um
S)éltsr»kt og alkohóltsma
Barónsstíg 18, 101 Reykjavík. Símar: 18830 og 77556.
Eldhússtörfin veröa
leikur einn með
KENWOOD
Komið og skoðið
úrval okkar af
KENWOOD
heimilistækjum