Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 13 Tobías og Tinna Barnasaga eftir Magneu frá Kleifum ÚT ER komin hjá Iðunni barnasagan Tobías og Tinna eftir Magneu frá Kleifum. Höfundur hefur áður sent frá sér allmargar sögur handa börnum og unglingum, síðast tvær um krakkana í Krummavík. — Myndir í Tobias og Tinnu gerir Sigrún Eldjárn. Um éfni sögunnar segir á kápu- baki: „Tobías er bara fimm ára og á heima í háhýsi í Reykjavík. Hon- um leiðist í blokkinni, mamma hans og pabbi mega sjaldan vera að því að sinna honum, og svo er hann dálítið haltur. Dag einn fer hann í ferð með lyftunni upp á efstu hæð. Þar hittir hann Sighvat listmálara og þeir verða strax góð- ir vinir. Sighvatur á dóttur sem heitir Tinna og er fjörug stelpa sem finnur upp á ýmsu. Þegar þau Tobías fara að leika sér saman gerist margt sem gaman er að. Meðal annars fara þau í leiðangur til að finna gamla húsið þar sem Tobias átti heima áður en hann flutti í blokkina." Tobías og Tinna er 107 blaðsíður. Prisma prentaði. Minningu Brezhnevs haldið hátt á loft ÁRÓÐURSSKRIFSTOFA sovéska sendiráðsins í Reykjavík, Novosti eða APN á íslandi, hefur dreift til fjölmiðla eftirfarandi frétt frá sovésku fréttastofunni TASS um „tilskipun miðstjórnar kommúnistaflokks Sovétríkjanna, forsætis- nefndar æðsta ráðs Sovétríkjanna oK' ráðherraráðs Sovétríkjanna um að halda minningu Leonids Ilits Brésnjefs á lofí ævinlega", eins og segir í fréttinni. Tilskipunin er svohljóðandi: „Með tilliti til sögulegs starfs þess manns, sem sannur hélt áfram hinum háleita málstað Leníns, framúrskarandi leiðtoga Kommún- istaflokksins og Sovéska ríkisins og alþjóðakommúnistahreyfingarinn- ar og verkalýðshreyfingarinnar, eldheits baráttumanns fyrir friði og kommúnisma, Leoníds Ilits Brésnj- efs, hafa miðstjórn KFS, forsætis- nefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna og Ráðherraráð Sovétríkjanna í þeim tilgangi að halda minningu hans á lofti ævinlega, Tilskipað: 1. Nefna upp á nýtt: Borgina Naberazhnye Tselni og Fjórar bækur frá Sögusafni heimilanna SÖGUSAFN hcimilanna hefur sent frá sér fjórar þýddar skáldsögur: „Fýkur yfir hæðir“ eftir Emily Bronte. Saga þessi hefur komið út í mörgum útgáfum víða um heim. Hefur hún verið kvikmynduð og var sú mynd m.a. sýnd í islenska sjón- varpinu. Bókin er 288 bls. að stærð. Sigurlaug Björnsdóttir islenskaði. „í mánaskini" eftir Ruth Willock. Er þetta 12. bókin sem kemur út í flokki „Grænu skáldsagnanna". Hún er 205 bls. að stærð. Þýðinguna gerði Steinn Bjarki Björnsson. „Húsið i skóginum" eftir Charles Garvice er 11. bókin í 2. flokki „Sí- gildra skemmtisagna", 259 bls. að stærð, og „Fórnfús ást“ eftir George Olmet er 12. bókin í sama flokki. Er hún 158 bls. skíra hana Brésnjefsborg. Tsjerem- ushkinski-hverfi í Moskvu og skíra það Brésnjefs-hverfi. Zavodsk- hverfið í Dneprodzerzjinsk og kalla það Brésnjefs-hverfi. 2. Nefna nafni Leoníds Brésnjefs: Oskolsk-málmverksmiðj urnar. Framleiðslufyrirtækið „Júzjnyi Mashinostroitelnyi Zavod“. Scm- entsverksmiðjurnar í Novorossisk. Framleiðslusamsteypuma Atom- mash á Volgu- og Don-svæðinu. Nurek-raforkuverið í Tadsjikistan. Nýræktarsamyrkjubúið í Kústan- ai-héraði í Kazakhstan. „Viasa- noue“-samyrkjubúið í Orgejev- héraði í Moldavíu. Málmiðnaðar- stofnunina í Dnepropetrovsk. Zvezdnyi Gorodok í Moskvuhéraði. Kjarnorkuísbrjótinn „Artika". Æðri herskóla varnarmálaráðu- neytisins. Kennsluskriðdrekadeild- ina, þar sem Leoníd Brésnjef þjón- aði. Miðskóla nr. 1 í borginni Dnep- rodzerzjinsk. Eitt nýtt torg í borg- unum Moskvu, Leníngrad, Kíev, Alma-Ata og Dnepropetrovsk. Skip í flota Rauða hersins. Farþegaskip. 3. Stofna 12 styrki í minngu L.L Brésnjefs fyrir stúdenta við Ríkis- háskólann í Moskvu, Málmstofnun- ina í Dnepropetrovsk í minningu L.I. Brésnjefs og Iðnaðarstofnunina í minningu Arsenitsevs í Dnepro- dzerzjinsk. 4. Setja upp minningartöflur í Málmiðnaðarverksmiðjunni í minn- ingu Dzerzjinski við Dnépr, þar sem Leoníd Brésnjef starfaði, í bygg- ingu Iðnaðarstofnunarinnar í minningu Arsenitsevs í Dnepro- dzerzjinsk, þar sem hann stundaði nám og á hús nr. 26 við Kutuzovsky Prospekt í Moskvu þar sem hann bjó. 5. Setja upp brjóstmynd af Leoníd Brésnjef á gröf hans á Rauða torg- inu. J II 1! II L! Ll Þrjár hæðir og rokk á aðeins 14.975 krónur: Philips F1728 er ódýr 3ja hæða samstæða með kassettutæki, 2x12 watta magnara, steríó útvarpi og plötuspilara. Fyrir þá sem setja markið hærra bjóðum við svo úrval af skýjakljúfum frá Philips, - hljómflutnings tækjum sem standa uppúr. F-110 kr. 16.650,- F-212 kr. 20.040,- F-516 kr. 37.245,- VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í SAMNINGUM heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 Metsölublad á hverjum degi! TONLEIKAR Sólarhrings tónleikar í Langholtskirkju frá kl. 19.00 föstudaginn 3, des, til kl. 19.00 á laugardeginum 4. des. Þar verða flutt um 70 mismunandi tónlistaratriði og flytjendur eru yfir 250, allt fremsta listafólk þjóðarinnar. Aðgangur er ókeypis- KÓR LANGHOLTSKIRKJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.