Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 19 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Sjálfhelda í stríði Eþíópíu og Sómalíu Siad Barre: óvinsæll en meó þjóó- ina aó baki sér. mönnum vakti athygli hans. Að hans sögn eiga bardagarnir ræt- ur að rekja til þess að sómalskir útlagar hafi sannfært Eþíópíu- stjórn um að tíminn væri hent- ugur til að ráðast fram gegn bar- áttudeigum her Sómalíumanna með það lokatakmark í huga að steypa óvinsælli stjórn Siads. Hann segir að sé þetta rétt hafi Eþíópíumenn vanmetið hrapal- lega baráttuvilja sómölsku her- mannanna og hæfni Siads til að sameina almenning gegn Eþí- ópíumönnum. Eþíópíumenn virðast hafa talið að staða Siads væri svo veik að þeir gætu losað sig við hann með einu lokaátaki, sem þyrfti ekki að kosta of mikla áhættu, og Rússar virðast hafa samþykkt þetta. En eins og vest- rænn diplómat hefur sagt: „Jafnvel þótt Sómalíumönnum sé i nöp við Siad, hata þeir Eþí- ópíumenn. Þeir munu berjast til að verja land sitt.“ Afleiðingin virðist vera sú að sjálfhelda ríki á Sómalíu-víg- stöðvunum. Sómalíumenn halda EÞÍÓPÍSKT herlið er enn í svæói 35 km innan landamæra Sómalíu, þar sem það hefur verið síðan það náði á sitt vald landamæraþorpunum Balembale og Goldogob 10. júlí þegar styrjöld brauzt aftur út milli Eþíópíumanna og Sómalíumanna. Eþíópíumenn gerðu síðast árás 21. október þegar þeir töldu ranglega að herlið Sómaliu yrði upptekið við hersýningu á byltingardegi stjórnarinnar i höfuðborginni Mogadishu. Síðan stríðið hófst hafa 500 sómalskir hermenn og óbreyttir borgarar fallið og 1.200 særzt, en 800 hinna særðu hafa náð sér og eru aftur komnir á vígstöðvarnar. Styrjöldin hófst með því að Eþíópíumenn réðust fram á breiðri víglínu með stuðningi sovézkra skriðdreka og nokkurra sómalskra uppreisnar- manna. Margir töldu víst að það sem byggi að baki væri að Rúss- ar og Khaddafy Líbýuleiðtogi vildu færa sér í nyt að athygli heimsins beindist þá að Líbanon og írak til þess að ná yfirráðum yfir austurhorni Afríku. Eþí- ópíumenn virðast hafa haldið að það yrði auðvelt verk, þar sem stjórn Siad Barre stæði höllum fæti. Síðan Rússar hættu að styðja Siad og lögðust á sveif með Eþíópíumönnum 1977 hafa sov- ézkir ráðunautar verið reknir frá Sómalíu og Bandaríkjamenn fengið aðgang að flotahöfninni Berbera skammt frá innsigling- unni í Rauðahaf. Bandaríkja- stjórn hefur heitið Siad 42 millj- óna dollara hernaðaraðstoð til tveggja ára og hraðað sendingu hergagna til Sómalíu síðan sókn Eþíópíumanna hófst. En Banda- ríkjamenn hafa verið tregir til að styðja Siad, þar sem hann er eindreginn sósíalisti, stjórnar með harðri hendi og hefur tekið dræmt í áskoranir um að slaka á taumunum og bæta ástandið í efnahagsmálunum sem eru í kalda koli. Ein hættan er sú að Siad noti bandaríska aðstoð til að koma á fót „Stór-Sómalíu“, sem mundi ná yfir Ogaden-auðn- ina í Eþíópíu, hluta Vestur- Kenya og Djibouti. Eþíópíumenn halda því fram að þeir taki ekki þátt í átökunum og að sómalskir uppreisnarmenn í Eþíópíu hafi staðið að síðustu sókninni. Vestrænir sérfræð- ingar eru hins vegar sammála því sem Siad segir að innrásar- liðið sé skipað mönnum úr fasta- her Eþíópíu og njóti stuðnings Rússa og bandamanna þeirra, þótt þeir vilji ekki gera of mikið úr íhlutun Rússa. Eþíópískur herforingi sagði í samtali, þegar hann hafði verið tekinn til fanga, að af 4.000 mönnum hans væru aðeins 90 sómalskir upp- reisnarmenn og hlutverk þeirra er óljóst. Brezkur sérfræðingur, Richard Greenfield, telur að sov- ézkir ráðunautar séu með eþíóp- íska herliðinu, en aðstoð Rússa sé annars í lágmarki, þótt þeir útvegi Eþíópíumönnum hergögn. Greenfield sá engin merki um kúbanska hermenn, sem hafa varið Eþíópíustjórn falli í fjögur ár. Siad sagði í haust að mikill liðsauki kúbanskra hermanna hefði verið sendur til Eþíópíu með sovézkum skipum og flug- vélum og þeir væru nú allt að 16.000 alls, búnir skriðdrekum og brynvögnum. Siad sagði að öfl- ugt kúbanskt herlið hefði verið dregið saman á Jijiga-svæðinu. í Washington var talið að kúb- Eþíópískir hermenn: rangt mat leiddi til sóknarinnar. „Austurhorn“ Afríku. önsku hermennirnir væru ekki nema 13—14.000, að fjöldi þeirra hefði lítið breyzt og ólíklegt væri að þeir mundu aðhafast nokkuð í bráð. Khaddafy hefur einnig stutt Eþíópíustjórn og hvatt til bylt- ingar í Sómalíu í marga mánuði. Hann sæi sér hag í því að stjórn, sem nyti stuðnings Eþíópíu, kæmist til valda í Sómalíu, segði upp flotasamningnum við Bandaríkin og gengi í and- bandarískt bandalag Líbýu, Eþíópíu og Suður-Jemens. Frétt- ir herma að Khaddafy hafi út- vegað sómölsku uppreisnar- mönnunum vopn og þjálfað þá. Brezkur fréttaritari, sem ný- lega heimsótti vígstöðvarnar, varð lítið var við bardaga og sá þá verksummerki eftir átök, en baráttuhugur ungra sómalskra nýliða og hatur þeirra á Eþíópíu- því fram að önnur árás sé yfir- vofandi en sérfræðingar í Mog- adishu telja að Eþíópíumenn muni ekki taka þá áhættu vegna afleiðinganna, sem slíkri árás mundu fylgja, heldur viðurkenna mistök sín og hörfa frá sómölsku yfirráðasvæði. Ef það reynist rétt þurfa Bandaríkjamenn ekki að óttast að Eþíópíumönnum takist að ná Norður-Sómalíu á sitt vald, einangra hafnarborg- ina Berbera frá Mogadishu og svipta þá þeirri fótfestu, sem þeir hafa náð á austurhorni Afr- íku. Styrjöld er ekki eina vanda- mál Sómalíumanna: flóttamenn, hungursneyð, flóð og erlend af- skipti þjaka landslýðinn. Tíu ára samneyti við Rússa hafði þrúg- andi áhrif á þjóðlífið. Þá var landsmönnum bannað að tala við útlendinga og þjóðin hefur ekki enn fengið tjáningarfrelsi á ný. Tilraunir hafa verið gerðar til að laða að erlent fjármagn, en kerfið er þess eðlis að það fælir erlenda kaupsýslumenn í burtu — ítalskur verktaki hefur t.d. kvartað yfir því að ekki sé hægt að ferðast að vild um landið og skrifstofubáknið sé martröð. Annar útlendur segir að Sómal- íumenn séu orðnir svo háðir öðr- um að þeir geti ekki hjálpað sér sjálfir. Spilling á æðri stöðum er meiriháttar vandamál, sem ekki hefur verið reynt að leysa. FYRIRBURÐIR A SKALMÖLD ný skáldsaga eftir Óskar Aðalstein Kjörin bók fyrir bókavini. PHOTOS AND FACTS ABOUT ICELAND eftir Rafn Hafnfjörð Tilvalin gjöf til vina erlendis. HÓFADYNUR eftir Halldór Pétursson, dr. Kristján Eldjárn og Andrés Björnsson Öndvegisbók fyrir hestamenn. - örfáar bækur eftir. EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÝTIÐ eftir Pál J. Árdal og Halldór Pétursson Bók fyrir yngstu lesendurna. - Uppseld hjá forlaginu ★ ★ JÓLAKORT ★ ★ 4 LISTAVERKAKORT EFTIR KJARVAL fyrir listunnendur 20 TEGUNDIR af öðrum mjög fallegum jólakortum og pakkakortum. ★ ★ ★ JÓLAPAPPÍR ★ ★ ★ 5 FALLEGAR TEGUNDIR i plastumbúðum (70x100 sm.) takmarkaðar birgðir. ★ ★ ★ SMÁMYNDIR ★ ★ ★ UPPHLEYPTAR BARNAMYNDIR í römmum (10,5x14,5 sm.) eftir Mary May. ★ ★ ★ VEGGSPJÖLD ★ ★ ★ UPPHLEYPTAR LJÓSMYNDIR OG TEIKNINGAR i ýmsum stærðum (fyrir unga fólkið). ★ ★ ★ PÚSLUSPIL ★ ★ ★ MEÐ MYNDUM EFTIR MARY MAY. r ★ ★ LÍMMIÐAR ★ ★ ★ MARGAR GERÐIR AF LITMYNDUM, með fallegum barnateikningum eftir Mary May FÁANLEGT í FLESTUM BÓKA-, GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LANDSINS 30 ÁRA REYNSLA í OFFSETPRENTUN i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.