Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 „Árangurinn fyrst og fremst að þakka hversu fólkið er áhugasamt og fórnfúst fyrir íþrótt sína“ —segir Örn Eiösson formaöur Frjálsíþróttasambandsins • Formenn norrænu frjálsíþróttasambandanna á þingi norrænna frjálsíþróttaleiötoga í Kaupmannahöfn. Á myndinni eru (f.v.) Hans Holmer Svíþjóó, Mogens Finn Jensen Danmörku, örn Eiðsson formaður FRÍ, Pertti Eráekare Finnlandi og Hans B. Skaset Noregi. Ársþing Frjálsíþróttasambands íslands veröur háö um næstu helgi í Reykjavík og mun örn Eiðsson, sem verið hefur formað- ur sambandsins í rúman áratug, gefa kost á sár til endurkjörs. Uppgangur hefur verið í frjáls- íþróttum á landinu í seinni tíð og mörg stórverkefni framundan. Og geta frjálsíþróttamanna er miklu meiri nú en fyrir 30 árum, þegar þessi íþróttagrein naut mestrar hylli íþróttagreina á íslandi og áhorfendur fjölmenntu á hvert mót. Nú til dags þykir hins vegar ágætt ef örfá hundruð áhorfenda leggja leíð sína á völlinn. Morg- unblaðið átti samtal við Örn Eiðsson og var hann fyrst spurö- ur hvort hann væri ánægöur með frammistöðu frjálsíþróttamanna á nýliðnu keppnistímabili: — Ja, maður er aldrei fyllilega ánaegður meö árangurinn, en þaö eru margir Ijósir punktar inni á milli, ekki hvað sízt meöal hinna yngri og gefur þaö vissulega vonir um bjartari framtíö. Hins vegar eru langhlaupin, frá 1500 metrum og upp úr, ennþá veik. Illa gengur aö ná þessum greinum upp þannig aö okkar menn veröi boölegir annars staðar, en til þess liggja ýmsar ástasöur. Einnig eru ýmsar aörar greinar veikar, eins og okkar forna toppgrein þrístökkiö, þar gengur illa aö ná upp mönnum, og há- stökkiö er heldur ekki nógu gott. Þótt viö eigum þrjá menn rótt yfir tvo metra, þá er það ekki neinn árangur á alþjóöamælikvaröa lengur. Þessar stökkgreinar er samt hægt aö æfa innanhúss allan veturinn. Nú eru verkefni frjálsíþrótta- manna á næsta ári bæði mörg og stór. — Já, þau eru þaö, og þar ber heimsmeistaramótið í Helsinki í ágústbyrjun aö sjálfsögöu hæst. Þaö kann mörgum að þykja ein- kennilegt aö þetta skuli vera fyrsta heimsmeistarakeppnin í frjáls- íþróttum, en hingaö til hefur verið litiö á frjálsíþróttakeppní Ólympíu- leikanna sem heimsmeistara- keppni jafnframt. Enginn vafi er á að þetta verður stórglæsilegt mót og Finnar eru þekktir fyrir sinn mikla frjálsíþróttaáhuga, þar er áhorfendafjöldi jafnan gífurlegur og alltaf vel aö málum staöið. Veröa margir íslenzkir frjáls- íþróttamenn sendir til mótsins? — Það er ekki gott aö segja, en þeir veröa þó nokkrir. Ég álít aö það veröi sjö til tíu manns og jafn- vel fleiri. Þaö fer allt eftir hver árangurinn veröur og viö miðum viö sérstök lágmörk, sem fram- kvæmdanefnd mótsins hefur sett. Eflaust er um mörg verkefni önnur aö ræða? — Evrópumeistaramót ungl- inga fer fram í Vínarborg í ágúst- lok. Þar keppa piltar 19 ára og yngri og stúlkur 18 ára og yngri. Þangaö fara ábyggilega nokkrir okkar beztu unglinga. Þá teflum viö fram karla- og kvennaliöi í Evr- ópubikarkeppninni í Dyflinni, sem eínnig fer fram í ágústlok. í lok júlí tekur landsliö karla og kvenna þátt i sjö landa keppni í Edinborg, sem samiö var um á nýafstöönu Evr- ópuþingi í Linz í Austurríki. Þá fer fram unglingalandskcppni Norður- landanna í Danmörku í byrjun ág- úst og þar teflum við fram liði. Jafnframt munum viö senda kepp- endur á Noröurlandamót í fjöl- þrautum og allra yngsta frjáls- íþróttafólkiö fær aö spreyta sig á Andrésar And-mótum í Danmörku og Noregi. Jafnframt fer fram í | Stokkhólmi í júlílok keppni milli Bandaríkjanna og úrvalsliðs Norö- urlandanna, en þaö var einmitt Frjálsíþróttasamband íslands sem á sínum tíma lagði til aö reynt yröi að koma þessari keppni í kring. Þar munu vafalaust veröa íslenzkir fulltrúar, þó ekki margir, en þrír menn eru í hverri grein frá hvorum aöila. — Nú ekki má gleyma Kalott- keppninni, sem háö veröur í Altá í Noregi. Viö stefnum aö því aö vera meö í henni einu sinni enn þótt hún sé okkur erfiö fjárhagslega. Þaö kom fram í skandinavískum blöö- um eftir keppnina í sumar, aö endurkoma íslendinga gæfl vonir um aö hún mundi lifa áfram. Þaö var mikil eftirsjá í íslenzka liðinu 1981 og menn farnir aö tala í al- vöru um aö keppnin mundi deyja út hægt og rólega ef islendingar yröu ekki með áfram. Okkar var saknaö og er þaö út af fyrir sig ánægjulegt aö vita til þess. Kalott-keppnin er til marks um norræna samvinnu í reynd, Örn. Hversu dýr er þessi keppni og nýtur FRÍ einhverrar aöstoðar úr sjóðum Norðurlandaráðs vegna þátttökunnar? — Kostnaður viö Kalott var eitthvað á fjóröa hundraö þúsund krónur aö þessu sinni. Styrkurinn frá norræna menningarmálasjóðn- um nam í ár tíu þúsund krónum íslenzkum , og dugar sú upphæö skammt. Ágætlega tókst aö brúa biliö á þessu ári meö góöri sam- vinnu viö landsliðsfólkiö og félög þau, en þetta er kostnaðarsamt og erfitt. Þó má geta þess aö til marks um þann áhuga sem Norömenn, Svíar og Finnar hafa á áframhald- andi þátttöku okkar, þá sam- þykktu þeir á fundl, sem fram fór samhliöa keppninni í sumar, aö þau ár sem keppnin fer ekki fram hér á landi renni óskipt til okkar framlag menningarmálasjóösins sem hinum löndunum er ætlaö. Og þaö mun létta undir og er góö viö- leitni þótt duga muni þaö hvergi. Hvernig er annars fjárhagur Frjálsíþróttasambandsins? — Hann er furöu góöur miöaö viö þær miklu framkvæmdir, sem ráöizt hefur veriö í. Mér skilst aö þetta sé alveg í járnum núna, í mesta lagi örfá þúsund í tap, en útgjöldin námu tæpri milljón á ár- inu. Fjárhagurinn er samt alltaf erf- iður. Þaö eru aldrei til neinir pen- ingar í kassa og gerir það svona starfsemi erfitt um vik. Peningarnir hverfa alltaf jafn haröan, aö sjálf- sögöu þó til gagns og ánægju fyrir þá sem hlut eiga aö máli. Þú hefur talíð upp fjölmörg verkefni og stór sem frjáls- íþróttamenn glíma við á næsta ári. Nú heyrast oft þær raddir, Örn, aö við höfum dregizt svo aft- ur úr, að það sé til lítils að vera að senda stóra hópa frjálsíþrótta- manna í keppni til útlanda. — Þaö má náttúrulega segja það um allar íslenzkar íþrótta- greinar. Hvaö frjálsar íþróttir áhrærir, þá eigum viö nokkra topp-menn nú, og það á heims- mælikvaröa, og sem betur fer höf- um viö alltaf átt einhverja topp- menn hverju sinni. En þaö er varla hægt aö ætlast til þess aö viö hér á íslandi getum teflt fram landsliöi meö mjög frambærilega menn í hverri grein, þegar Norömenn og Svíar, aö ég tali nú ekki um Dani, eru í hreinustu vandræöum meö aö tefla fram boölegu landsliði. Og þeir undrast þaö oft á tíöum hvað viö getum þó teflt fram góöu liði. Eins og ég sagöi áöur eru lang- hlaupin okkar veiki punktur, en ef viö heföum nokkuö góöa menn í þeim greinum, sem gætu náö stig- um af öörum þjóöum, þá værum við meö sterkt landsliö. Ég tel reyndar aö árangur okkar sé furöugóöur miöaö viö aöstæð- ur, veöráttu, fjárskort, þjálfara- skort og skort á mörgum öörum sviöum, og undrast því oft hverju frjálsíþróttamenn okkar þó áorka. Þaö er fyrst og fremst aö þakka sérstökum dugnaöi og fórnfýsi íþróttafólks okkar sem leggur nán- ast ótrúlega mikiö á sig. Þaö legg- ur m.a. á sig aö fara að vetrarlagi í margra mánaöa feröir til útlanda til æfinga, til þess aö eiga von um betri árangur aö sumri. Þessa æf- ingadvöl verður íþróttafólkiö aö borga aö mestu leyti sjálft, þar sem því miður er lítið sem ekkert hægt aö styrkja þaö. Árangurinn er fyrst og fremst aö þakka hversu áhugasamt og fórnfúst fólkið er fyrir íþrótt sína. Oft er sagt að blómaskeið frjálsíþróttanna hafi verið fyrir 30 árum. Er eitthvað hæft í þessu, eru afrekin ekki betri í dag? — Ef viö lítum á afrekin sem slík, þá eru þau í flestum tilfellum talsvert betri en á gullaldarárunum fyrir og eftir 1950, því er ekki aö neita. Miöaö viö aörar þjóöir þá var hér gullaldartímabil kringum 1950 og nánast ótrúlegt hvaö ís- lenzkir frjálsíþróttamenn náöu góöum árangri. Oft er sagt aö aör- ar þjóöir hafi ekki verið búnar aö jafna sig og ná sér á strik eftir heimsstyrjöld. Það er vissulega rétt, en burtvikiö frá öllum slíkum samanburöi var árangurinn samt mjög góður. Viö megum ekki gleyma því aö um þetta leyti voru allar aöstæöur frumstæöari en nú er, og þá var alls ekki æft eins mikiö og grimmt og nú. Þaö verð- um viö aö hafa hugfast. Árangur íslenzkra frjálsíþrótta- manna í dag er furðugóður, og svo hefur reyndar alltaf veriö. Þaö sem mér hefur fundizt ánægjulegast er þessi brennandi áhugi hjá íþrótta- fólkinu. Hann hefur yfirleitt alltaf veriö til staöar. Það hafa þó komið upp annað veifiö vissar kritur milli félaga og einstaklinga, en ég held þaö risti ekki eins djúpt og margir vilja vera láta. Þaö er ekkert óeöli- legt þó aö kapp sé milli félaga og einstaklinga, því ef ekki er fyrir hendi keppnisharka í einstaklings- iþrótt og barátta þá er til lítils unn- iö. Þaö má bara ekki ganga út í öfgar. Er það til marks um lítínn eða dvínandi áhuga á frjálsíþróttum hversu fáir áhorfendur sækja mótin, einkum þegar haft er í huga að vellirnir fylltust jafnan á gullaldarárunum? — Þaö er rétt aö okkur hefur vantað fleiri áhorfendur á frjáls- íþróttamótin. Ástæöurnar eru sjálfsagt mjög margar og oft hefur veriö á þær drepiö. Þaö má nefna aö nú er miklu fjölbreyttara skemmtiefni á boöstólum en áöur var, og baráttan um fólkiö miklu haröari. Ég vil kalla þaö skemmtun aö fara á íþróttamót, þaö er menn- ingarviöburður. En þaö er einnig okkur aö kenna og þeim sem aö frjálsíþróttunum vinna aö mótin hafa ekki veriö skemmtileg, framkvæmd þeirra hefur ekki veriö nægjanlega góö. Það er mjög vandasamt aö halda gott frjálsíþróttamót, þaö kostar mikla sjálfboöavinnu, marga dóm- ara. Þessi mót eru oft haldin um helgar þegar bæöi er erfitt aö fá dómara og áhorfendur, þar sem allir eiga orðiö bíl og sumarbú- stööum fjölgar. Þaö háir okkur einnig aö breidd- in er ekki nógu mikil í einstökum greinum, og það er alltof oft sem einn maöur er tiltölulega öruggur um sigur. Þaö vantar því meiri spennu í keppnina, ég tek alveg c» undir þaö, en þaö átti nú reyndar einnig við í gamla daga. Þá ógnaöi enginn Huseby, en keppni var skemmtileg í spretthlaupunum, þegar viö áttum fjóra til fimm mjög jafna hlaupara. En þó ekki komi kannski margir á frjálsíþróttamótin, þetta 500- 1.000 manns þegar bezt lætur á Reykjavíkurleikana, þá er þaö mín skoöun að þaö séu ótrúlega marg- ir sem fylgjast meö frjálsíþróttum, bæöi með frammistööu okkar manna og því sem gerist í útlönd- um. Frjálsíþróttir eru til dæmis mjög gott sjónvarpsefni þó aö þeim hafi kannski ekki veriö sinnt nægjanlega að okkar mati í sjón- varpinu. Nú, þaö er ekki úr vegi að nefna aö virkir félagar innan Frjáls- íþróttasambandsins eru taldir vera rúm átta þúsund og okkar grein sú fjóröa fjölmennasta innan íþrótta- sambandsins. Nú ættu félögin að bera hitann og þungann af frjálsíþróttastarf- inu. Sinna þau nógu vel hlutverki sínu? — Félögin starfa mjög misjafn- lega, því er ekki að neita, en þaö verður aö segjast aö öll félags- starfsemi á erfitt uppdráttar. Þetta er sjálfboöavinna sem menn leggja á sig af einskærum áhuga fyrir málefninu. Þeim fer því miöur fækkandi sem gefa sér tíma til þessara starfa. Ástæöurnar er sennilega aö rekja til brauöstrits- ins, auk þess þykir þetta sennilega ekki eins fínt og skemmtilegt og áður fyrr. í fljótu bragöi virðist þó auöveldara aö fá menn til starfa í knattspyrnufélögunum, en á því kann ég ekki skýringu. En þeir fjár- munir sem hiö opinbera ætlar íþróttunum eru af þaö skornum skammti aö það háir starfinu mjög mikiö, og ég óttast um framtíö ís- lenzku íþróttahreyfingarinnar, ef ekki veröur þar breyting á. Þetta er alvarlegri hlutur en ég held aö menn almennt geri sér grein fyrir. Þótt ekki sé allt til fyrirmyndar inn- an íþróttahreyfingarinnar, þá sinnir hún þaö miklu uppeldishlutverki og æskulýðsstarfi aö henni ber stærri hlutur af almannafé og þaö yröi alvarlegur hlutur ef hennar hag hrakaði. Ertu þé svartsýnn i framtíð frjálsíþrótta hér á landi? — Nei, það er ég ekki. Ég hef alltaf veriö mjög bjartsýnn, annars væri ég ekki í þessu stússi hjá Frjálsíþróttasambandinu. Og meö- an innan frjálsíþróttanna eru ungmenni sem hafa svona mikinn áhuga og reyna jafn mikiö aö ná góöum árangri, þá er ég bjartsýnn á árangurinn og starfsemina í heild. Þó jafnan sé á brattann aö sækja hjá okkur, þá gefur þaö þessu gildi þegar menn sýna þann dugnaö og þá samvizkusemi, sem margir hafa sýnt, og þeim fer fjölg- andi. En er unglingastarfinu sinnt nægilega vel í félögunum? — Nei, því miður, þaö er van- rækt. Aö vísu er þaö misjafnt eftir félögum. En þaö þýöingarmesta í öllu íþróttastarfi er aö unglinga- starfinu sé sinnt af krafti og meiri alúð en gert hefur veriö. Á þessu sviöi höfum við frjálsíþróttamenn verk aö vinna. Nú hefur þú verið í stjórn FRÍ í um þrjá áratugi Örn, og veriö formaður sambandsins i hálfan annan áratug. Er ekki kominn tími til að breyta til og gefa öðr- um tækifæri á aö spreyta sig. Er ekki hætta á vissri stöðnun þegar menn sitja svo lengi í stjórn? — Þaö er auövitaö erfitt fyrir mig aö dæma um hvort stöönun fylgi mínu starfi fyrir Frjálsíþrótta- sambandiö. Þaö er vissulega rétt aö þaö er hættulegt aö vera of lengi og ég er sjálfsagt búinn aö vera alltof lengi í þessu. Ég lít þó miklu frekar þannig á málin aö á meðan viökomandi hefur brenn- andi áhuga á því sem hún er aö gera í félagsmálum, og meöan þeir sem hann er aö vinna fyrir eru þeirrar skoöunar aö ekki sé um stöönun aö ræöa eöa áhugaleysi, þá sé þetta t lagi. En ég tek heils hugar undir þaö aö sjálfsagt er löngu kominn tími til aö ég fari aö hætta og, eins og þú sagöir, gefa öörum tækifæri, enda mun senni- lega ekki veröa langt í þaö. Aftur á móti neita ég því ekki að ég ætla aö gefa kost á mér eitt ár í viöbót, og síðan veröur bara aö ráöast hvaö framtíöin ber í skauti sér í þessum efnum. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.