Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 ! I KOMDU . KRÖKKUNUM Á OVART! Farðu til þeirru umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn Kr. 4.906,- Gautaborg Kr. 4.853.- Osló Kr. 4.475.- Stokkhólmur Kr. 5.597.- Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Líf og land efndi til Vís- indaþings um helgina SAMTÖKIN Líf og land efndu til borgaraþings undir heitinu „Maður og vísindi" á Kjarvalsstöðum um helgina. Þekktir fræði- og vísindamenn fluttu stutt erindi og jafnframt voru umræður um stöðu og gildi vísinda. Nokkur stórfyrirtæki sýndu hluti, sem lýstu tækniþróun síðari ára. Meðal annars var sýndur lyft- arinn á meðfylgjandi mynd, sá stærsti sem hingað hefur komið. Hann er í eigu Eimskipa, er af Kalmar-gerð og vegur 42 tonn. Hér má sjá hvar verið er að flytja lyftarann að Kjarvalsstöðum. Sigursveitin að tafli, í þetta sinn gegn Strætisvögnum Reykjavíkur: Sveit Búnaðarbankans er til hægri en hana skipuðu Jóhann Hjartarson, sem er næstur á myndinni, Bragi Kristjánsson og Hilmar Karlsson. Skákmót Flugleiða: Búnaðarbankinn bar sigur úr býtum SKÁKSVEIT Búnaðarbankans bar sigur úr býtum á fjórða skákmóti Flugleiða. Hlaut sveitin alls 58,5 vinninga í 23 umferðum, en þrír tefldu í hverri sveit. Sveitina skip- uðu Jóhann Hjartarson, Bragi Kristjánsson og Hilmar Karlsson. Sveit Ríkisspítalanna varð í öðru sæti með 56,5 vinninga, Dag- blaðið og Vísir í 3. sæti með 54 vinninga, Flugleiðir urðu í 4. sæti með 53,5 vinninga og Skákfélag Akureyrar varð í 5. sæti með 48 vinninga. Alls tóku 24 sveitir þátt í mótinu, þar af 10 utan af landi. Beztum árangri á fyrsta borði náði Jón L. Árnason, Dagblaðinu og Vísi, eða ails 21,5 vinningum. Á öðru borði varð Dan Hansson, Ríkisspítölunum, hlutskarpastur með 20,5 vinninga og á þriðja borði Róbert Harðarson, Ríkis- spítölunum, með 20 vinninga. Hálfdán Hermannsson flugvél- stjóri stjórnaði mótinu og Björn Theodórsson framkvæmdastjóri markaðssviðs afhenti verðlaun. Bryndís og Þórður mættu ekki í Garðinn (iarði, 2K. nóvember. EKKI fengum vió Garðbúar að sjá lokaþátt l'órðar og Bryndisar i Stund- inni okkar af þeirri ástæðu að rafmagn fór af þorpinu skömmu áður en útsend- ingin hófst. Þetta er i annað sinn á skömmum tíma sem við pabbarnir missum af þættinum okkar og i þriðja sinn sem rafmagn fer af þorpinu eða hluta þess í lengri eða skemmri tíma. 1 óveðrinu sem gekk yfir landið fyrir nokkrum dögum varð raf- magnslaust á nokkrum bæjum í eina 14 tíma samfleytt. Það er því ekki ólíklegt að einhverjir fari að hugsa sig um tvisvar, þegar þeir gera stór- innkaupin ef búast má við að frysti- kistan þiðni upp með nokkurra daga millibili ásamt öllu sem í henni er, s.s. einn kindaskrokkur, 10 slátur, fimm laxar frá í sumar og 10 kjúkl- ingar auk 10 kílóa af nýjum fiski o.s.frv. Vonandi er hér um óhöpp að ræða hve oft rafmagn hefir farið af þorp- inu að undanförnu, þannig að fóik þurfi ekki að setja upp rafstöðvar hjá sér og taka upp aladinlampann sem t.d. var brúkaður á hverjum bæ við ísafjarðardjúp fyrir 20 árum. Arnór. Fyrirlestur um frönsk stjórnmál ÞRIÐJUDAG 30. nóvember kl. 20.30 heldur Friðrik Páll Jónsson, frétta- maður, fyrirlestur um ástand franskra stjórnmála, í Lögbergi, Há- skóla íslands, stofu 101. Fyrirlestur- inn er haldinn á vegum Alliance Francaise og er öllum heimill að- gangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.