Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
pliorijTt Útgefandi jihfebib hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið.
Innflutningshöft
á dagskrá
Erfiðum fundi 88 aðildar-
ríkja að hinu almenna
samkomulagi um tolla og
viðskipti (GATT) lauk í gær og
var þar staðfest, að mikilvægt
væri að berjast gegn höftum í
alþjóðaviðskiptum, fylgja
bæri fríverslunarstefnu og
koma í veg fyrir það sem kall-
að er verndaraðgerðir, það er
að segja að þjóðir hlúi að at-
vinnu heimafyrir með því að
útiloka framleiðsluvörur ann-
arra. Dr. Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri, gerði hætt-
una af slíkum verndaraðgerð-
um að umræðuefni í ræðu á
ársfundi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins fyrir nokkrum vikum.
Hann sagði meðal annars:
„Það ætti ekki að koma á
óvart, að við núverandi að-
stæður vaxi verndarstefnu
fiskur um hrygg víða um lönd.
Enginn dregur í efa mikilvægi
þess að halda uppi atvinnu, en
það er það markmið, sem oft
er notað til þess að réttlæta
verndarstefnu. En það hefur
margoft verið sýnt fram á, að
verndarstefna hefur, þegar til
lengdar lætur, þveröfug áhrif.
Það er þess vegna mjög mik-
ilvægt að hamla gegn tilhneig-
ingum til aukinnar verndar-
stefnu og leita lausna við að-
kallandi atvinnuvandamálum
og stöðnun innan þess ramma,
sem frjáls og opin alþjóða-
viðskipti setja. Hamla verður
gegn verndarstefnu í hvaða
mynd, sem hún birtist. Þessi
stefna leiðir til óhagkvæmni,
býður heim gagnráðstöfunum
og dregur úr þeim skipu-
lagsbreytingum, sem hagvöxt-
ur og hátt atvinnustig byggja
á, þegar öllu er á botninn
hvolft. Aukning í viðskiptum
milli landa er mikilvægur afl-
vaki hagvaxtar um allan
heim.“
I þessari ræðu lýsti Jóhann-
es Nordal ekki einungis af-
stöðu ríkisstjórnar Islands
heldur einnig Norðurlandanna
allra. Andstaðan gegn vernd-
arstefnu kemur í sjálfu sér
ekki á óvart, hún var einnig
staðfest á fundi GATT í Genf.
En miðað við þau orð sem
framsóknarmenn og kommún-
istar hafa látið falla um frí-
verslun hér heimafyrir undan-
farna daga, verður að draga í
efa, að hugur fylgi máli hjá
forystumönnum þessara
flokka þegar þeir á alþjóða-
vettvangi Iýsa trú sinni á
nauðsyn frjálsra alþjóðavið-
skipta, en með Jóhannesi á
ársfundi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins voru þeir Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra, og
Tómas Arnason, viðskipta-
ráðherra. Hinn síðarnefndi sat
GATT-fundinn í Genf og lét
þau boð berast þaðan, að auð-
vitað væri hann fylgjandi
frjálsri verslun og andvígur
verndarstefnu.
Málgagn Ragnars Arnalds,
Þjóðviljinn, hefur nú byrjað
baráttu gegn frjálsri verslun.
Blaðið segist að vísu ekki boða
„allsherjarhöft" og að menn
þurfi að fá leyfi til að flytja
inn „smáræði", í þessu orða-
lagi felst auðvitað, að blaðið
vill innflutningshöft, að opin-
berir embættismenn ákveði
hvað almenningi sé fyrir bestu
að kaupa. Fer vel á því, að Al-
þýðubandalagið skuli kenna
skömmtunarstefnu sína við
neyð, því að til einskis annars
mun hún leiða. í umræðunum
um vantraust á ríkisstjórnina
sagði einn af talsmönnum
Framsóknar, Alexander Stef-
ánsson, að gjaldeyriseyðslan
væri of mikil og margvísleg
innflutningsverslun blómgað-
ist. Staða þessara mála væri
nú eitt mesta áhyggjuefni
hugsandi manna og síðan
bætti Alexander við: „Öllum
landsmönnum er ljóst að hér
er alvara á ferðum og að
spyrna verður við fótum um
sinn og beita varnaraðgerð-
um.“ Hvað felst í þessu orða-
lagi? Tæpast annað en að
þingmaður Framsóknar-
flokksins sé að mæla með
verndaraðgerðum og innflutn-
ingshöftum. Og í Þjóðviljan-
um á laugardag var lagt til í
ritstjórnargrein, að Tómas
Arnason yrði hafður í ferða-
lögum milli EFTA, EBE og
GATT, höfuðstöðva fríversl-
unarsamtaka, enda væru „víða
góðir golfvellir" í kringum
þessar höfuðstöðvar, en á
meðan væri „hægt með ýmsu
móti að innleiða hæfilegar
verndaraðgerðir í kyrrþey á
íslandi til þess að koma í veg
fyrir þjóðargjaldþrot og hrun
á íslenskum samkeppnisiðn-
aði“ eins og það var orðað í
Þjóðviljanum af alkunnri
smekkvísi blaðsins og virðingu
fyrir „hinni opnu umræðu".
Enn hafa ekki birst við-
brögð Tómasar Árnasonar við
þessari tillögu Þjóðviljans.
Morgunblaðið leyfir sér að ef-
ast um, að Tómas verði fastur
fyrir þegar kommúnistar og
fylgifiskar þeirra í Framsókn-
arflokknum taka höndum
saman um að koma hér á inn-
flutningshöftum, þess vegna
er sama hyort hann er hér
heima eða í útlöndum. Það
væri svo sem í samræmi við
annað, að ríkisstjórnin setti
bráðabirgðalög um höft í jóla-
leyfi þingmanna.
Hreint öng-
þveiti ríkti
í borginni
um tíma
— segir Sveinbjörn Bjarnason
aðalvarðstjóri Reykjavíkur-
lögreglunnar
„ÞAÐ ríkti hreint öngþveiti í borginni
um tíma er veðurhamurinn var sem
mestur," sagði Sveinbjörn Bjarnason,
aðalvarðstjóri í Reykjavíkurlögregl-
unni, í samtali við Morgunblaðið í gær
er hann var spurður frétta úr illviðr-
inu. „Ástandið varð einna verst á Suð-
urlandsvegi og í Breiðholti," sagði
Sveinbjörn, „en í flestum hverfum
borgarinnar urðu tafir og fólk varð
fyrir óþægindum.
Flugbjörgunarsveitin, Björgun-
arsveitin Ingólfur og Hjálparsveit
skáta aðstoðuðu lögregluna við
hjálparstarf í óveðrinu — alls um 80
manns með um 20 bíla. Vil ég koma
á framfæri kæru þakklæti til þess-
ara aðila fyrir góða aðstoð. Um 60
lögreglumenn voru við að aðstoða
fólk með um 20 bíla.
Lögreglustöðin fylltist af fólki
sem bað um aðstoð, og voru börn og
unglingar þar í meirihluta, sem
voru að koma úr kvikmyndahúsun-
um milli klukkan 19 og 21. Þá voru
bílar fastir um alla borgina, einkum
þó á Suðurlandsvegi og í Breiðholti
eins og ég sagði fyrr, og fljótlega
voru yfirgefnir bílar um allt. Ýmist
festust þeir í sköflum eða þá að þeir
drápu á sér er bleyta komst í
kveikjukerfið. Margar bifreiðir voru
mjög illa búnar til vetraraksturs, og
kom það sér illa, sumir voru jafnvel
á sléttum sumarhjólbörðum. — Slys
á fólki veit ég ekki um, en kona um
þrítugt var þó hætt komin er hún
yfirgaf bíl sinn á Miklubraut. Hún
gekk upp á Sogaveg og fannst þar
slysadeild til aðhlynmngar.
Það var mikið annríki hjá okkur
þegar mest gekk á, og við gátum
ekki aðstoðað alla, sem við þó hefð-
um viljað hjálpa. Mikið var hringt
hingað, og sumir voru að biðja um
að fá aðstoð til að komast milli
húsa, en við létum alla þá mæta af-
gangi, sem voru innandyra. Vona ég
að fólk hafi skilning á því,“ sagði
Sveinbjörn að lokum.
Veðrið á Hellisheiði:
Fjögurra til
fimm tíma ferð
sem tekur
klukkustund
„VEÐRIÐ var mikið, en gekk fljótt
yfir, og það sem orsakaði umferðartaf-
irnar var fyrst og fremst bylurinn og
skafrenningurinn, en ekki það hve
mikil ófærðin væri,“ sagði Arnkell
Einarsson, vegaeftirlitsmaður hjá
Vegagerð ríkisins i samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær. Arnkell
sagði að fjöldi bíla hefði verið skilinn
eftir á Hellisheiði, þar sem þeir drápu
á sér eða komust ekki lengra vegna
veðurhæðarinnar og lélegs skyggnis.
Hjá lögreglunni í Reykjavík feng-
ust þær upplýsingar að fjöldi fólks
hefði hafst við í Litlu-kaffistofunni
og í Skíðaskálanum í Hveradölum
er veðrið gekk yfir, og aðstoðuðu
lögregla og hjálparsveitarmenn fólk
við að komast úr bílum sínum.
Þegar um klukkan 21.30 var orðið
fært frá Reykjavík til Hafnarfjarð-
ar, og bílar fóru um Hvalfjörð þegar
er veðrinu slotaði. Yfir Hellisheiði
var orðið fært milli klukkan 22 og
23, en fyrstu bílarnir sem fóru yfir
voru langferðabílar, sem fóru frá
Reykjavík klukkan 18. Voru þeir því
milli fjórar og fimm klukkustundir
á leiðinni, sem venjulega tekur ekki
nema eina klukkustund.
Hafðist við í
svefnpoka 1
fönninni
SAUTJÁN ára piltur úr Alpa-
klúbbnum varð viðskila við félaga
sína i óveðrinu á sunnudaginn, þar
sem þeir voru í æfingum í Tindfjöll-
um. Skíðabindingar hans biluðu og
varð það til þess að hann heltist úr
lestinni og varð einn eftir, en skyggni
var mjög lítið og hvassviðri mikið og
skafrenningur.
Uppgötvaðist það ekki fyrr en all-
löngu síðar að hann var horfinn, og
var þá náð í aðstoð úr byggð og haf-
in mikil leit með aðstoð björgun-
arsveitarmanna frá Hvolsvelli,
Hellu og Selfossi.
Fannst pilturinn um klukkan þrjú
aðfaranótt mánudags, hafði honum
ekki orðið meint af, haldið kyrru
fyrir og búið um sig í svefnpoka.
Loks heyrði hann til manna á vél-
sleðum og gerði vart við sig.
Flugstöðin á Kefla-
víkurflugvelli:
300 manns biðu
í átta og hálfa
klukkustund
í rafmagnsleysi
og hripleku húsinu
„ÁSTANDIÐ hér var vægast sagt
mjög slæmt,“ sagði Grétar Haralds-
son, aðstoðarstöðvarstjóri Flugleiða í
Keflavík, er hann var spurður hvernig
ástandið hefði verið á Keflavíkur-
flugvelli þegar óveðrið gekk yfir.
Grunnskólinn Þorlákshöfn:
Foreldrarnir tóku við
hlutverki kennaranna
„MESTI styrkur eins skóla er jákvætt
foreldrafélag og úrvals kennarar,"
sagði Bjarni E. Sigurðsson, skólastjóri
Grunnskóla Þorlákshafnar, þegar
Morgunblaðsmenn litu við í skólanum
í gær. Skóladagurinn var örlítið
óvenjulegur í gær, því foreldrar nem-
enda önnuðust kennsluna, þar sem
kennararnir áttu svokallaðan
„starfsdag** og höfðu brugðið sér í
Námsaganastofnunina í Reykjavík.
Bjarni sagði að þegar hann hefði
lagt hugmyndina um foreldra-
kennsluna fyrir foreldrana, hefðu
menn brosað að og talið hana ófæra.
En smám saman hefði hugmyndin
fengið hljómgrunn og væri nú orðin
að veruleika, og flestir vildu halda
áfram á þessari braut. Næsta skref-
ið væri að taka fleiri þætti inn í
skólastarfið, en nú var fjallað um
ýmis algeng störf, hagnýt störf og
þjónustustörf, og ýmsa starfsemi,
sem stunduð er í Þórshöfn.
Blaðamenn litu inn í kennslu-
stund til Stefáns Garðarssonar
sveitarstjóra. Stefán rabbaði vítt og
Hluti foreldrahópsins, sem gekk í störf kennara í Grunnskóla Þorlákshafnar í gær. Á myndinnu eru (f.v.) Hafdís
Harðardóttir, Sigurður Ólafsson, Brynja Herbertsdóttir, Kristján Andrésson, Bjarni E. Sigurðsson, Guðmundur Bjarni
Baldursson, Stefán Garðarsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sigríður Sveinsdóttir. Morpinbi»*ið/RAX.
Öveðrið á sunnudaginn:
við hús, mjög köld, og var flutt á