Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 4 o ifik^AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Fyrirspurn til Landakotsspítala V.V. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að leggja spurningu fyrir stjórn Landakots- spítala. Svoleiðis er að maður á í mestum erfiðleikum með að fara með gamalmenni inn og út um snúningshurðina við aðalinngang- inn, vegna þess að ekkert handrið er til að halda sér í þegar út er komið og fara þarf niður tröpp- urnar. Ekki geta báðir farið um snúningsdyrnar i einu, svo að maður þarf helst aö vera bæði á undan og eftir gamla fólkinu. Það er önnur hurð þarna, en hún er alltaf lokuð. Er ekki hægt að bæta úr þessu á einhvern hátt? Mundi falla undir svarta atvinnustarfsemi Gunnar Guðmundsson hjá Landssambandi bakarameistara hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringdi út af smáfyrir- spurn í þættinum í morgun (fimmtudag), þar sem verið er að spyrjast fyrir um það hvort ein- hverjar konur taki að sér að gera heimabakaðar kökur. Ég vildi benda á í þessu sambandi, að sam- kvæmt lögum er ekki leyfilegt að konur selji framleiðslu af því tagi sem hér er fjallað um. Iðnlöggjöf- in verndar bakarana að þessu leyti og mundi það því falla undir svarta atvinnustarfsemi, sem svo er kölluð, ef einhver bæri þetta við. Þjónustuleysi og stirðbusaháttur Alda Magnúsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri smákvörtun um þjón- ustuleysi og stirðbusahátt sumra lækna viö sjúklinga sína. Tvær gamlar konur mér skyldar, sem báðar þurfa að taka viss meðul að staöaldri og hafa þurft þess lengi, geta ekki fengið heimilislækninn sinn til þess að hringja resept í næstu lyfjabúð, heldur þurfa þær að fara til hans eða senda bíl til að ná í það og fara síðan og leysa það út í apóteki. Lyfjagjöfinni verður þó aðeins breytt að undan- genginni rannsókn á sjúkrahúsi. Aðstæður annarrar konunnar eru þannig, að hún er ekkja og gengur ekki óstudd á milli herbergja, hvað þá niður af þriðju hæð þar sem hún býr, svo að hún er alltaf upp á aðra komin. Hin er þó það betur sett, að hún getur ferðast ein með leigubílum, en það hefur drjúgan aukakostnað í för með sér. Þessar konur hafa sinn lækn- inn hvor, sem báðir eiga það sam- eiginlegt að þekkja aðstæður þeirra og vera með stofu í Domus Medica, svo að þau rök þeirra aö þeir hafi ekki tíma til að bíöa eftir því að apótekin svari, standast ekki. Símastúlkurnar í húsinu gætu áreiðanlega séð um að ná sambandi fyrir þá. Það furðu- legasta er að þessir læknar eru á sama aldri og umræddar konur og ættu því kannski að skilja vanda þeirra betur þess vegna. Farið sé eftir almennum um- gengnisreglum Jóhannes Pálmason, aðstoðar- framkvæmdastjóri á Borgarspít- alanum, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Vegna fyrirspurnar hér í dálkunum 25. þ.m. um hvort sjúklingar megi hafa eigin út- varpstæki á sjúkrastofum er rétt að eftirfarandi komi fram: Aðal- reglan er sú, að fólk sé ekki með glymjandi útvarpstæki eða annað þess háttar, sem truflar stofufé- laga. í sjúklingabæklingi sem nú er í endurprentun, en hefur verið afhentur sjúklingum við komu á spítalann, segir m.a.: „Við hvert rúm er púðahátalari, sem hægt er að stilla eftir þörfum. Á vegg við rúm er stilling fyrir útvarp. Rás 1 er rikisútvarp. Rás 2 er útvarps- stöð spítalans, sem útvarpar guð- sþjónustum, þegar þær eru haldn- ar, og á öðrum tímum léttri tón- list fyrir sjúklinga. í dagstofum eru hátalarar. Sjónvarpstæki eru í dagstofum og skálum. Sjón- varpstíma er lokið kl. 22. Sýnið meðsjúklingum tillitssemi. Hafið útvarp lágt stillt og talið ekki hátt þegar aðrir vilja hvíla sig.“ Þetta er kjarni málsins og það er alveg ljóst að hugsunin með þessum út- vörpum sem eru við hvert rúm er sú að fólk þurfi ekki að koma með tækin með sér. Við höfum þó látið það óátalið að fólk hafi tekið með sér útvarps- eða segulbandstæki, enda séu þau notuð í samræmi við heilsu sjúklings og trufli ekki aðra, eins og stendur í bæklingn- um, og höfð séu samráð við með- sjúklinga og hjúkrunarfólk um það, hvort nota megi þessi tæki. M.ö.o. að farið sé eftir almennum u mgengnisreglum. Naudsyn á sjálMrku bruna- varnakerfi í Hátúni 10 Þórir Hilmarsson, brunamálastjóri rikisins, skrifar vegna fyrirspurnar hér í dálkunum 25. þ.m.: „Aðstandandi íbúa í öryrkjahús- inu við Hátún 10 í Reykjavík spyr, hvort ekki sé þörf á að hafa reyk- skynjara og aðrar brunavarnir bæði á herbergjum og göngum öryrkja- hússins. Brunamálastjóri svarar fyrir- spurninni hiklaust játandi. Það er full þörf á slíkum ráðstöfunum í húsum sem þessum. Fyrirspurn til forsvarsmanna Starfsmannafé- lags ríkisstofnana Láglaunastarfsmaður skrifar: „Samkvæmt frétt í Félagstíð- indum 26. október sl. voru allir starfsmenn ríkisstofnana, þ.e. þeir er voru í flokkunum 13—19, hækk- aðir um 1 launaflokk. Síðan bætt- ust þeir við er voru í 20.—21. flokki. Hvers vegna var gengið framhjá skrifstofufólki í neðri launaflokkunum, þ.e. undir 13. launaflokki?“ í gömlu brunamálalögunum frá 1969 stóð undir 20. grein: „Eiganda eða umráðamanni fast- eigna eða annars mannvirkis er skylt að leggja til að halda við nauðsynlegum tækjum og búnaði til björgunar á fólki úr eldsvoða.“ Þetta ákvæði er tekið óbreytt í nýju lögin um brunavarnir og bruna- mál, sem samþykkt voru á Alþingi 12. maí sl. f reglugerð um brunavarnir og brunamál frá 8. júní 1978 er ákveðið fjallað um slík hús, sem hér um ræð- ir, en þar segir orðrétt: „í svefndeildum elliheimila, hjúkr- unarheimila og annarra stofnana, þar sem ætla má að vistmenn séu vanbúnir að bjarga sér, ef eldur verður laus, skal vera sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Viðvörunarkerfi skulu samþykkt af Brunamálastofnun ríkisins." Þess má þó geta, að það hús sem hér er gert sérstaklega að umtals- efni mun vera byggt fyrir gildistöku reglugerðarinnar, þ.e. fyrir 1978. Engu að síður lítur brunamála- stjóri svo á að fullnægja skuli þessu ákvæði reglugerðarinnar um viðvör- unarkerfi eins fljótt og kostur er. í fyrrnefndri reglugerð frá 1978 er sérstaklega fjallað um slík mál, en þar segir orðrétt: „1 húsum og öðrum mannvirkjum, sem fullgerð eru við gildistöku reglugerðarinnar, er og skylt að fara eftir ákvæðum hennar eftir því sem unnt er og gera þær ráð- stafanir, sem slökkviliðsstjóri tel- ur nauðsynlegt til að afstýra hættu fyrir menn og eignir.“ Með skírskotun til sömu reglu- gerðar, sem getið er um að framan um nauðsyn á sjálfvirku brunavið- vörunarkerfi í svefndeildum stofn- ana, þar sem ætla má að vistmenn séu vanbúnir að bjarga sér verði eld- ur laus, telur brunamálastjóri, að málið liggi í sjálfu sér ljóst fyrir. Virðingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR lleyrst hefur: Þeir litu á hvorn anna Kétt væri: Þeir litu hvor á annan. Leiðréttum börn sem flaska á þessu GOODfVEAR VETRARDEKK f-,-' '• HEKLAHF LAUGAVEG1170-172 SIMAR 28080 OG 21240 ÖRYGGI GÆÐI Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660 myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. tskV'- ‘ ■ Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.