Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 21
V
Listvina-
félag Hall-
grímskirkju
stofnað sl.
sunnudag
LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju
var stofnað sl. sunnudag, en á
stofnfundi í kirkjunni voru við-
staddir 60 manns og voru þar rædd
lög félagsins og samþykkt, og kosin
var stjórn félagsins. I stjórninni sitja
dr. Sigurbjörn Einarsson fyrrverandi
biskup, Mattías Johannessen, rit-
stjóri, Sigríður Snævarr stjórnar-
ráðsfulltrúi, Guðrún Sigríður Birg-
isdóttir flautuleikari, Knut Öde-
gaard skáld, Ólafur Kvaran listfræð-
ingur, en sjálfkjörinn var samkvæmt
lögum félagsins orgelleikari Hall-
grímskirkju, Hörður Áskelsson.
Hörður sagði í samtali við Mbl.
að tilgangur félagsins væri að efla
listalíf í Hallgrímskirkju, sem
samboðin væri hinni veglegu
landskirkju og hlutverki hennar.
Félagið hygðist ná markmiðum
sínum með því að styrkja þátt fag-
urra lista í helgihaldi kirkjunnar
og gangast fyrir sem víðtækustu
listalífi á sviði tónlistar, bók-
mennta, myndlistar, leiklistar,
húsagerðarlistar og fleira.
Hörður sagði að þeir menn gætu
orðið félagar sem þess óskuðu, án
tillits til búsetu, en þeir sem gerð-
ust félagar fyrir árslok 1982 teld-
ust stofnfélagar, en nú væru
stofnfélagar orðnir um 70 talsins.
Hörður sagði að næstu verkefni
væri náttsöngur 1. desember nk.,
þar sem leikin yrði sónata eftir
J.S. Bach. 8. desember myndi mód-
ettukór kirkjunnar syngja
aðventusöngva, þann 15. desember
yrði flutt jólaljóð og 22. desember
syngi Hamrahlíðarkórinn jólalög.
29. desember yrðu síðan jólatón-
leikar módettukórsins. Hörður
sagði að í guðsþjónustu næsta
sunnudag yrði flutt kantata eftir
J.S. Bach af einsöngvurum, kór og
kammerhljómsveit, en texti kór-
þáttanna yrði fluttur í þýðingu dr.
Sigurbjarnar Einarssonar. Þá yrði
miðnæturguðsþjónusta, auk
venjulegrar guðsþjónustu, á að-
fangadagskvöld.
Kirkjuþing:
Styður frumvarp
um takmörkun
fóstureyðinga
NÝAFSTAÐIÐ Kirkjuþing sam-
þykkti eindreginn stuðning við frum-
varp fjögurra þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins um þrengingu heimilda
til fóstureyðinga og félagslega lausn
á vanda barnshafandi kvenna, segir
í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur
borizt frá Biskupsstofu. í ályktun
Kirkjuþings segir:
Kirkjuþing fagnar frumvörpum
þeim, er Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson o.fl. hafa flutt á Alþingi, er
fela annarsvegar í sér þrenginu á
heimild til fóstureyðingar og hins-
vegar aukna aðstoð við einstæðar
mæður og hjálparþurfi konur I
hjúskap eða sambúð.
Þingið þakkar Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni, alþingismanni, fyrir
framgöngu hans í þessu máli og
skorar á háttvirta alþingismenn að
samþykkja umrædd frumvörp á
löggjafarþingi því er nú situr og heit-
ir á presta og safnaðarfólk um land
allt að veita þeim brautargengi með
hverjum þeim hætti sem um getur
orðið að ræða.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
21
AIIS EKKI
VÖRUR OG ÞJÓNUSTA KOSTA ÞIG
MEIRA EN AÐRA ÞOTT ÞU NOTIR
EUROCARD KREDITKORT.
ÞÚ ÞARFT
AÐ VERA VIÐSKIPTAMAÐUR NEINS SÉRSTAKS
BANKA
TIL AÐ FÁ OG NOTA EUROCARD KREDITKORTIÐ.
OG ÞÚ ÞARFT
AÐ EIGA FÉ INNI Á REIKNINGI ÞÓTT ÞÚ NOTIR
EUROCARD KREDITKORT.
ÁRLEGUR KOSTNAÐUR ÞINN AF NOTKUN KORTSINS ER EKKI
NEMA KR. 300,-
_____________SVO ERU ÞAÐ KOSTIRNIR:_____________
ÚTTEKT VÖRU OG ÞJÓNUSTU í MÖRG HUNDRUÐ
FYRIRTÆKJUM MÁNUÐINN ÚT OG GREIÐSLA í EINU LAGI
í BYRJUN ÞESS NÆSTA.
OG VIÐSKIPTATRAUSTIÐ:
EUROCARD KREDITKORTIÐ ER TÁKN UM STAÐFEST
_________________VIÐSKIPTATRAUST________________
ÞVÍ ÁTTU ALLS EKKIAÐ DRAGA ÞAÐ LENGUR AÐ SÆKJA
____________UM EUROCARD KREDITKORT,_____________
ALLIR AFGREIÐSLUSTAÐIR NEÐANGREINDRA AÐILA VEITA
ÚPPLÝSINGAR OG TAKA VIÐ UMSÓKNUM.
ÚTVEGSBANKINN VŒZLUNflRBFINKINN
S
GYLMIR ♦ GAH 27 4