Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 45
5LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982
23
Atli Eðvaldsson átti stórleik um helgina meó liöin sínu, Fortuna DUsseldorf, gegn Leverkusen ( Vestur-
þýsku Bundesligunni. Endaði leikurinn með jafntefli (3:3) og skoraði Atli tvö mörk. Er Atli nú á meðal
markhæstu manna í Bundesligunni, hefur skoraö átta mörk. Þessi mynd var tekin af Atla ( leik gegn
meisturum Hamburger SV fyrr í haust. Ljósmjnd skapti Hniigrímmon.
Atli átti stórleik
og skoraði tvö mörk
Atli Eövaldsson skoraði tvö
mörk og átti mjög góðan leik um
helgina er Fortuna DUsseldorf
geröi jafntefli við Bayer Lever-
kusen (3:3) á útivelli í Bundeslig-
unni. Var Atli talinn besti maður
liðsins ásamt varnarmanninum
Kuczinski. Staðan í hálfleik var
2:2. Leverkusen náði forystunni
með marki Voege, Bockenfeld
Atli meðal
markahæstu
Atli Eðvaldsson er nú kominn í
hóp markahæstu leikmanna
Bundesligunnar ( Þýskalandi.
Listinn lítur þannig út:
Burgsmuller, Dortmund 10
Rummenigge, Bayern 10
Höness, Bayern 9
Littbarski, Köln 9
Milewski, Hamburger 8
Cha, Frankfurt 8
Völler, Bremen 8
Atll, Dusseldorf 8
Heck, Niirnberg 7
Allofs, Kaisersl. 7
jafnaði og Atli kom DUsseldorf
síðan yfir. Voege skoraöi þá aftur
fyrir heimaliöiö. Annaö mark Atla
kom svo á 73. mín. en einni mín.
fyrir leikslok tókst Roeber að
jafna metin.
Úrslit leika í Þýskalandi uröu þessi:
Bielefeld — Werder Bremen 1:2
Hamburger — F.C. Kaiserslauten 1:1
Hertha — Stuttgart 1:0
Borussia — 1.FC Köln 1:4
Bayer Leverkusen — Dusseldorf 3:3
Bayern Munchen — Dortmund 3:0
Karlsruher — Braunschweig 3:1
Bochum — Schalke 04 2:1
Karl-Heinz Rummenigge var í
banastuöi í leiknum Dortmund og
skoraöi tvö gullfalleg mörk. Hoe-
ness skoraöi þriöja markið. Meist-
arar Hamburger uröu aö sætta sig
viö jafntefli á heimavelli gegn Kais-
erslautern. Kaiserslautern var
reyndar sterkara liðiö og skoraði
Andreas Brehme mark þeirra á 67.
mín. Thomas van Heesen jafnaöi
svo metin fyrir HSV átta mín. síöar.
Patzke og Oswald skoruöu fyrir
Bochum en eina mark Schalke
geröi Abel. Bielefeld náöi foryst-
unni gegn Bremen meö marki
Rautiainen, en Völler jafnaöi fljót-
lega. Japaninn Okudera skoraöi
sigurmarkið svo í seinni hálfleikn-
um.
Sigur Frankfurt á Nurnberg var
mjög öruggur og komu tvö mark-
anna í fyrri hálfleik. Þau geröu
Nickel og Pezzey, og eftir hlé bætti
Kroth því þriöja viö.
Mörk Karlsruhe skoruöu Trenk-
el, Bold og Hagmayer eftir aö Zav-
isic haföi náö forystu fyrir
Braunschweig. Hagmayer leyföi
sér þann munaö aö brenna af víta-
spyrnu í leiknum. Köln gersigraöi
Mönchengladbach á útivelli og
skoruöu þeir Thomas Allofs og Pi-
erre Littbarski tvö mörk hvor.
Bruns skoraði eina mark Mönch-
engladbach og minnkaöi muninn
þá í 2:1. Stuttgart tapaöi í Berlín
fyrir Hertha. Gruler geröi eina
mark leiksins.
KnaHspyrna ]
Bjarni stóð sig best
FIMM íslenskir júdómenn tóku
þátt í Opna skandinavíska meist-
aramótinu sem háð var ( Osló um
helgina. Að þessu sinni var
keppnin með útsláttarfyrirkomu-
lagi en samkvæmt samþykktum
Júdósambands Norðurlanda á
forkeppni aö vera í riðlum en úr-
slitakeppni með útsláttarfyrir-
komulagi.
Bjarni Friðriksson stóö sig best
íslensku keppendanna en hann
keppti í -95 kg flokki. Hann sigraði
í tveimur fyrstu umferöunum á
„ippon“ (10 stig) en í þriðju hlaut
hann jafnmörg stig (5) og keppi-
nauturinn, sem var frá Vestur-
Þýskalandi. Dómarar úrskuröuðu
Þjóöverjanum sigur.
Kristján Valdimarsson tapaöi
fyrir þýskum keppanda í fyrstu um-
ferö (-86 kg) en Þjóöverjinn komst
í úrslitaviöureignina og fékk Krist-
ján þess vegna uppreisnarglímu,
sem hann tapaöi meö dómara-
úrskuröi eftir jöfn stig á móti
sænskum keppanda.
Þeir Níels Hermannsson (-78
kg), Halldór Guðbjörnsson (-71 kg)
og Rúnar Guðjónsson (-65 kg) töp-
uðu allir í fyrstu umferð. Rúnar var
með yfirburði í sinni viðureign
gegn norskum keppanda fram á
síöustu sekúndurnar þegar Norö-
maöurinn náði fastataki í gólfi.
Hafði Rúnar þá skorað bæöi yuko
(5 stig) og koka (3 stig) og Norö-
maðurinn hafði auk þess fengiö 7
refsistig.
Meö keppendunum var lands-
liösþjálfarinn Yoshihiko lura. Opna
skandinavíska meistaramótiö er
alþjóölegt júdómót. Aö þessu sinni
var mjög sterkt lið frá Vestur-
Þýskalandi meðal keppenda og
uröu Þjóðverjarnir framarlega í
flestum flokkum.
Jafntefli ValsogVíkings
ÞAÐ LEIT allt út fyrir að lið Vik-
ingt myndi takast aö ná ( bæði
atigin er liðið mætti Val í fs-
landsmótinu í handknattleik á
sunnudagskvöldið. Þegar aðeins
fimm sekúndur voru til leiksloka
höfðu Víkingar forystu í leiknum,
18—17. En þá var dæmt vítakast
á Víkina.
Það kom í hlut Theodórs Guö-
finnssonar aö taka vítakastið.
Kristján Sigmundsson markvöröur
Víkinga geröi sér lítiö fyrir og varöi
vítiö, en þaö dugöi ekki til. Boltinn
hrökk út og beint í hendurnar á
Gunnari Lúövíkssyni sem stökk inn
í teiginn og skoraöi örugglega og
bjargaöi ööru stiginu fyrir Vals-
menn. Það vakti furöu margra og
sýnir best ósamræmi í dómgæsl-
unni í handknattieiknum aö annar
dómari leiksins, Grétar, dæmdi viti
á Víking meöan Ævar dæmdi
ruðning á Guöna Bergsson, en
hann fiskaöi vítiö í lokin.
Leikur liöanna var mjög slakur
allan tímann. í hálfleik var staöan
8—6 fyrir Val. Bestu menn Vals
voru Einar í markinu og Þorbjörn
Jensson. Hjá Víkingi var Þorbergur
atkvæöamestur þar til hann var
tekinn úr umferð. Steinar og Árni
komust og vel frá leiknum.
Mörk Víkings: Þorbergur 7,
Steinar 5, Viggó Sigurösson 3 og
þeir Ólafur Jónsson, Hilmar Sigur-
gíslason og Árni Indriöason 1 mark
hver.
Mörk Vals: Theodór 5, Jón Pét-
ur 3, Þorbjörn Jensson 3, Geir
Sveinsson 2, Þorbjörn Guömunds
2, og þeir Jakob, Guöni Bergs og
Gunnar Lúövíksson 1 mark hver.
Ljétm. Kristjén Einarston.
• Sigursveit ÍA (1. deildarkeppninni í sundi sem fram fór um síðustu
helgi. Liö ÍA hlaut 203 stig og sigraði eftir hörkukeppni. Ægir varð í
öðru sæti með 178.
Sigursveit ÍA skipuöu eftirtalið sundfólk sem á myndinni sést með
sigurlaunin. Fremsta röð frá vinstri: Ingi Þór Jónsson meö bikarinn,
Ingólfur Gissurarson. Árni Sigurðsson, Sigurlína Þorbergsdóttir, Sig-
urlaug Guömundsdóttir, Hákon Sigursteinsson, María Gunnbjörns-
dóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Elín Viðarsdóttir og Guölaugur
Davíösson. Vegna þrengsla í blaðinu í dag er ekki hægt að greina frá
úrslitum í mótinu fyrr en á íþróttasíðunum á morgun.