Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 7 Fræðslufundur verður í félagsheimilinu fimmtudaginn 2. desember kl. 20.00. Fundarefni: 1. Sigurbjörn Bárðarson les úr nýrri bók sinni „Á Fáksspori" og fjallar um helztu vandamál hesta- mennskunnar. 2. Sýndar verða litskuggamyndir frá Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar. Félagar fjölmennið. Fræðslunefndin Hárgreiðslustofan PffiOLA Njálsgötu 49, R. S. 14787. Ný sending frá Beged — Or ( miklu úrvali. Fallegar ullarfóöraöar leöurkápur og jakkar, leður- buxur og leðurpils. Ath: Greiðsluskilmálar viö allra hæfi. PELSINN Kirkjuhvoli-sími 20160 Sfdaplitt Hrnwia—oa (lok 18. nokkj>Mt» Fm—6k—r. Hefjum kosningabaráttuna Þegar Framsókn var utan ríkisstjórnar Sú var tíðin — heilan áratug — að „niðurtalning" verðlags reis undir nafni á íslandi. A viðreisnarárum, 1959—1971, var meðaltalsvöxtur verðbólgu aldrei yfir 10% á ári, var á stundum um og innan við 5%. Allan þennan stööugleikatíma var Framsóknarflokkurinn utan ríkisstjórnar. Árið 1971 myndar þáverandi formaður Framsóknarflokksins vinstri stjórn, með aöild Alþýðubandalagsins. Sú ríkisstjórn hrökklaöist frá völdum áður en kjörtíma- bili hennar lauk í rúmlega 50% verðbólgu, sem verið hefur viðvarandi síðan — með einni undantekningu. Reynslan frá 1977 og 1978 Vinstri stjórn, sem axlaði stjórnsýslu hérlendis 1971, tók vió stöóugleika í efna- hagslífi, enda verðbólga vel innan við 10%, eins og ver- ið hafði allan viðreisnar- áratuginn. Þessi vinstri stjórn, sú fyrsta sam Alþýðubanda- lagið stóð að (ef undan er skilin nýsköpunarstjórnin sem Sósíalistaflokkurinn var í), hrökklaðist frá völd- um 1974, eftir 3ja ára valdaferil. Hún skóp þá óðaverðbólgu sem síðan hefur verið viðvarandi á ís- landi. Hún tók við verð- lagsstigi sem var svipað og það gerist lægst nú í V-Evr- ópu en lét eftir sig um 54% ársvöxt dýrtíðar. Ríkisstjórn Geirs llall- grimssonar, 1974—1978, náði verðbólgu niður i 26% á miðju ári 1977, en óraun- hæfir kjarasamningár síðla það ár settu hjólin af stað á ný, illu heilli. Ef þjóðar- samstaða hefði náðst 1977, í framhaldi af þeirri verð- bólguhjöðnun sem þá var orðin, um að fylgja þeim árangri skjnsamlega eftir, stæðum við nú nær hlið- stæðu i verðlagsþróun og nágrannaþjóðir búa við. 1 stað þess efndi Alþýðu- bandalagið til ófriðar í þjóðfélaginu 1978, ólög- legra verkfalla og útflutn- ingsbanns á sjávarafurðir, sem braut á bak aftur til- tækan árangur í þessum efnum. Því fór sem fór. Kærleiks- heimilið Það eru miklir kærleikar með hinni „samvirku for- ystu“ í núverandi ríkis- stjórn, eins og sjá má í for- ystugrein Þjóðviljans um sl. helgi. Þar stendur þessi „listræna'* kærleiksjátn- ing: „Við á Þjóðviljanum leggjum til að Tómas Árna- son, viðskiptaráðherra, verði hafður í stöðugum ferðalögum milli fríverzl- unarsamtaka, EFTA, EBE, GATT OÆ-frv., til þess að tala fjálglega um gildi frí- verzlunar. Það eru víða góðir golfvellir kringum höfuðstöðvar fríverzlunar. Tómas kann farsana. Á meðan er hægt með ýmsu móti að innleiða hæfilegar verndaraðgerðir í kyrrþey á íslandi til þess að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot og hrun..." Ekki hefur staðið á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi stundað utanreisur, einnig þeir er nar slanda Þjóðviljanum en Tómas Árnason. En, því miður, tímabundin viðvera heima hefur nægt til þess sem við blasir, Einar Karl. En áfram með framsóknar- smjörið! Aö vera samkvæmur sjálfum sér Sú var tíðin að Lúðvík Jósefsson, vegvísir Alla- balla. taldi gengislækkun versta af vondum efna- hagsaðgerðum. Alþýðu- bandalagið hélt og mjög á lofti nauðsyn „stöðugs gengis" í framhaldi af lil- urð nýkrónu, samhliða varðveizlu kaupmáttar launa samkvæmt kaup- taxta. Gengi hefur hinsveg- ar aldrei verið lækkað oftar, örar, né meira en í tíma núverandi ríkisstjórn- ar. Nýkrónan cr á góðri lcið í átt til flotkrónunnar. Kaupmátturinn hefur verið verndaður með 13 skerð- ingum verðbóta á laun. Stjórnarsáttmálinn lof- aði „niðurtalningu" verð- lags, þann veg að hér væri ekki meira en 7—10% verðbólga 1982. Verðbólga frá upphafi til loka líðandi árs stefnir hinsvegar í 65%. Alþýðubandalagið ham- aðist í cina tið gegn stór- iðju, en söðlaði síðan yfir, með þcim fyrirvara, að þjóðnýting tapsins yrði Iryggð íslenzkum skatt- borgurum, sem var grund- vallarstefna Hjörleifs Gutt- ormssonar, sbr. járnblendi- verksmiðju. Það tekur því naumast að minna á heitstrenging- una „fsland úr Nató, her- inn burt“, sem Alþýðu- bandalagið — í aðildar- stjórn að NATÓ — hefur ekki hátt um. Það er nú munur fyrir stjórnmálaflokk að vera samkvæmur sjálfum sér, hvort heldur er utan eða innan ríkisstjórnar! HAFSKIP HF. REYKJAVÍK Til hluthafa Hafskips hf. Kynning á starfsemi félagsins. Fjóröa áriö í röö boðar félagið til fundar meö hluthöfum sínum til kynningar á starfsemi félagsins. Á fundinum munu deildarstjórar félagsins og framkvæmdastjórar sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 4. desember n.k. í Hliðarsal Hótel Sögu (inn af Súlnasal) kl. 14:00. Þess er aö vænta, að á fundinum verði ræddar hinar margvíslegustu spurningar um rekstur félagsins, framtíð þess og stöðu. Hluthafar eru eindregið hvattir að koma til fundarins og leggja sitt af mörkum til að gera umræður gagnlegar og samveruna ánægjulega. Stjórn HAFSKIP HF. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.