Morgunblaðið - 03.02.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 03.02.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 k'ONu' l STUÐ Þ3? fæ'&v pióu-<;• • •••.• ! i )00<‘r> <■ :? *>!!?>. .• . ’ Ta!'=ci«,iino '-'rf «11 • fi ;.; DAf' . i ÍZ Kiíiír'ej joke j Línton Kwési .Johnsor-, itof urinr. 1 feggíir!i.ii .1 Sex pistois Tj tirian Eno fj Art Bears (besta t»g 'rar • sæknasta gmppa alira tinia! □ P.I.L □ Woody Guthrie (lærimeista; Clash, Bubba, Mike Pollock:- og þeirra alira) □ Mark Hollander (meistari tölvupoppsins) □ Cabaret Voltaire □ David Bowie □ Mississippi Delta Blues Bund H Nina Hagen o m fl Svo er SjHlfsagi .ió lata bi-j «;• af músikmyndabandaieitj.ji: fcáð ekk;? ' V, . <*w»s.1«B»i*.. *t/j» r*f- 'r f ; Lcnnjavf'ni20 .*?p Veiðimenn Veiðifélag Rangæinga vill leigja út stang- veiöi á veiöisvæði sínu áriö 1983. Tilboö sendist fyrir febrúarlok til Árna Arasonar, Helluvaöi sem gefur nánari upplýsingar (sími 99-5008). Réttur áskilin til aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum. TÖLVUFRÆÐSLA Grunnnámskeið um tölvur Tilgangur námskeiðsins er aö gefa þátttakendum innsýn í hvernig tölvur vinna, hvaöa mögulefka þær hafa og hvernig þær eru notaöar. — Grundvallarhugtök í tölvufræðum. — Stutt ágrip af sögu tölvuþróunar- innar. — Lýsing helstu tækja sem notuð eru í dag. — Hugbúnaður og vélbúnaöur. — BASIC og önnur forritunarmál. — Notendaforrit: Kostir og gallar. — Æfingar á tölvuútstöövar og smá- tölvur. — Kynning á notendaforritum fyir rit- vinnslu og áætianagerö. n Staður Tölvufræösla SFÍ, Ármúla 36. Tími 7.—10. febrúar kl. 13.30—17.30. Ath.: Fræðslusjóður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur greiðir þátttökugjald fyrir félagsmenn sina á þessu námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu VR. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé- lagsins í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS SIÐUMULA 23 SIMI 82930 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Paul H. Nitze, formaður samn- inganefndar Bandaríkjanna (Lv.), heilsar Yuli A. Kvitsinsky, for- manni samninganefndar Sovét- ríkjanna, í viðræðunum um takmörkun meðallangdrægra kjarnorkueldflauga (INF-viðræð- unum) í Genf. „Núll-Iausnin er ekki eina leiðin í Genf George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, hóf ferð sína um sjö Evrópu- lönd í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýskalands, á mánudaginn. Tilgangur ferðarinnar er að koma í veg fyrir að misskilningur myndist milli Banda- ríkjastjórnar og evópskra ráðamanna í öryggismálum, misskilningur, sem síðan spilli samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins. Með því að leika sér að viðkvæmu almenningsáliti lýðræðisríkjanna undir yfirskyni andúð- ar á kjarnorkuvopnum hefur Sovétmönnum tekist að koma ár sinni furðanlega vel fyrir borð. Ný sókn á þessi mið hófst undir lok síðasta árs þegar Yuri Andropov hafði verið valinn leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins og þar með stjórnandi Sovétríkjanna. Asíðasta ári ræddu menn einkum um gasleiðsluna miklu milli Sovétríkjanna og Vestur-Evrópu þegar þeir töldu, að nú væri að því komið að At- lantshafsbandalagið splundrað- ist. í ár verða það meðallang- drægar kjarnorkueldflaugar frá Bandaríkjunum sem koma á fyrir í Vestur-Evrópu, sem at- hyglin beinist að þegar rætt er um framtíð Atlantshafsbanda- lagsins. Ákvörðun um að koma þessum eldflaugum fyrir var tekin á utanríkisráðherrafundi bandalagsins 12. desember 1979. í samræmi við hana hvöttu ríkin jafnframt til þess að teknar yrðu upp viðræður við Sovétmenn um takmörkun eldflauga af þessari gerð. Atlantshafsbandalagið tók ákvörðun sína vegna þess að Sovétmenn hófu upp úr miðjum síðasta áratug að koma fyrir SS-20 eldflauginni, sem er með- allangdræg kjarnorkueldflaug af fullkomnustu gerð. Viðræður um takmörkun með- allangdrægu eldflauganna, Evrópueldflauganna, hófust í lok nóvember 1981 og hafa þær stað- ið með hléum síðan. Samninga- menn hittust að nýju eftir jóla- leyfi fimmtudaginn 27. janúar sl. f jólaleyfinu gerðist það, að Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, leysti Eugene V. Rostow, yfir- mann Afvopnunarstofnunar Bandaríkjanna, frá störfum. Rostow hafði yfirstjórn allra af- vopnunarviðræða með höndum. Náin persónuleg vinátta tengir hann og Paul H. Nitze, formann bandarísku sendinefndarinnar í viðræðunum um Evrópueld- flaugarnar, og töldu margir, að Nitze mundi einnig hætta. Sú varð ekki raunin, sem ýtir stoð- um undir þá skoðun að Rostow hafi ekki hætt vegna skoðana- ágreinings um stefnuna í af- vopnunarmálum heldur vegna vandkvæða í samskiptum manna í stjórnkerfinu i Washington. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum um Evrópueld- flaugarnar í Genf. Áður en þær hófust sagði Ronald Reagan að í umboði Paul H. Nitze fælist að ná samkomulagi um „núll- lausnina" svonefndu. f henni felst, að Sovétmenn fjarlægi þær eldflaugar sem ógna Vestur- Evrópu og þá verði 108 Pershing II eldflaugum og 464 stýriflaug- um frá Bandaríkjunum ekki komið fyrir í Vestur-Evrópu- löndum. í tengslum við brott- vikningu Eugene V. Rostows var frá því skýrt í bandaríska blað- inu The New York Times, að síð- asta sumar hefðu Nitze og for- maður sovésku sendinefndarinn- ar, Yuli A. Kvitsinsky, náð óformlegu samkomulagi um annað. Leslie H. Gelb sem skrifar um öryggis- og utanríkismál í The New York Times segir, að í þessu óformlega samkomulagi hafi fal- ist, að Sovétríkin og Bandaríkin mættu koma fyrir jafn mörgum skotpöllum fyrir meðallang- drægar kjarnorkueldflaugar í Evrópu, en fleiri kjarnaoddar yrðu á bandarísku skotpöllun- um. Hins vegar yrðu engir kjarnaoddar settir í Pershing II eldflaugarnar, sem geta náð til skotmarka í Sovétríkjunum á sex mínútum — aðeins yrðu kjarnaoddar í stýriflaugum sem ekki eru eins hraðfleygar. Sov- étmenn myndu þannig halda for- skoti með hraðfleygum eld- flaugum. Þegar þeir Nitze og Kvitsinsky lögðu drög að þessu óformlega samkomulagi á skógargöngu í Genf 16. júlí síðastliðinn, áttu Sovétmenn 250 SS-20 eldflaugar og 250 eldri SS-4 og SS-5 eld- flaugar, sem miðað er á skot- mörk í Vestur-Evrópu, og um 100 SS-20 eldflaugar sem miðað er á Japan og Kína. Bandaríkin eiga enn engar sambærilegar kjarnorkueldflaugar. Nitze og Kvitsinsky festu síðan á blað, að hvor aðili um sig mætti eiga 75 eldflaugaskotpalla. Hver SS-20 eldflaug er með þrjá kjarnaodda en á hverjum bandaríska skot- pallinum yrði komið fyrir fjór- um stýriflaugum. Þannig myndu Sovétmenn ráða yfir 225 kjarna- oddum en Bandaríkjamenn 300 á þessum skotpöllum. Bandaíkja- menn áttu sem sé ekki að setja upp Pershing II eldflaugarnar. Sovétmenn áttu að fá heimild til að hafa 90 SS-20 eldflaugar gegn skotmörkum í Asíu. 162 flugvél- ar og eldflaugar Frakka og Breta sem geta flutt kjarnorku- sprengjur til Sovétríkjanna tengdust ekki þessum drögum að samkomulagi. Þá var einnig gert ráð fyrir því að fjöldi meðal- drægra flugvéla í eigu Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna sem geta borið kjarnorkusprengjur yrði takmarkaður við 150 vélar hjá hvorum um sig. Ráðamenn í Moskvu höfnuðu þessari hugmynd alfarið og hafa síðan látið í veðri vaka, að þeir séu aðeins til viðræðu um að engum bandarískum Evrópu- eldflaugum verði komið fyrir en sovéskar eldflaugar og burðar- tæki Frakka og Breta verði lögð að jöfnu. Hinu óformlega sam- komulagi samningamannanna var einnig hafnað í Washington og enn hefur Paul H. Nitze það umboð að semja um „núll-lausn- ina“. George Bush heldur fast við „núll-lausnina“ á Evrópuferð- inni, en hvorki hann né Ronald Reagan hafa útilokað allt annað. „Núll-lausnin“ verður lögð undir dóm vestur-þýskra kjósenda í þingkosningunum þar 6. mars næstkomandi. Helmut Kohl, kanslari Kristilegra demókrata, og Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra og leiðtogi Frjálsra demókrata, berjast undir merkjum hennar en bæði Frans Josep Strauss, formaður systurflokks Kohl, og Sósíal demókratar segjast vilja annað. „Núll-lausnin“ verður því áreið- anlega hin opinbera stefna Bandaríkjanna í Genf fram yfir 6. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.