Morgunblaðið - 03.02.1983, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
25
Lltgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö.
Uppskeran á akri
stjórnarstefnunnar
Istjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar, sem gefinn
var út 8. febrúar 1980, eru
meginverkefni hennar tíund-
uð, m.a. á sviði verðlagsmála,
kjaramála, atvinnumála,
gengismála o.s.frv. Ná átti að
verðbólgu niður fyrir 10%
ársvöxt þegar árið 1982,
vernda kaupmátt launa,
treysta rekstrargrundvöll at-
vinnuvega og auka fram-
leiðni og framleiðsluverð-
mæti þeirra, gengi íslenzku
krónunnar treyst og gert
stöðugt, setja átti 15% þak á
greiðslubyrði erlendra
skulda, miðað við útflutn-
ingsverðmæti, og tryggja at-
vinnuöryggi landsmanna.
Hvernig lítur myndin út
þremur árum síðar?
Seðlabanki íslands sendi í
fyrradag frá sér yfirlit um
stöðu íslenzkra efnahags-
mála, sem varpar ljósi á upp-
skeru stjórnarstefnunnar,
eftir þriggja ára valdaferil
hennar. Og það er rýr upp-
skera og dökk mynd af stöðu
mála og framtíðarhorfum
sem við blasir.
Viðskiptahalli við útlönd
er kominn upp í 11% af þjóð-
arframleiðslu og hlutfall er-
lendra skulda af þjóðarfram-
leiðslu hefur aukizt jafnt og
þétt, eða úr 37% í nær 48%
af þjóðarframleiðslu frá upp-
hafi til loka liðins árs. Jafn-
framt lækkaði nettógjaldeyr-
iseign bankanna um helming.
„Er hér um afar viðsjárverða
þróun að ræða fyrir efna-
hagslegt öryggi þjóðarinn-
ar“, segir í ýfirliti Seðla-
bankans, „ekki sízt þegar lit-
ið er til óvissu og erfiðleika á
erlendum lánamörkuðum.“
Nýkrónan var lækkuð
verulega gagnvart erlendri
mynd í upphafi liðins árs.
Önnur meiriháttar gengis-
breyting var gerð í ágúst-
mánuði sl. Meðalhækkun er-
lends gjaldeyris frá upphafi
til loka sl. árs var um 90%.
Þriðja gengislækkunin skall
svo á í upphafi líðandi árs.
„Engar ráðstafanir hafa enn
verið gerðar til þess að eyða
verðbólguáhrifum þeirrar
gengisbreytingar, sem ákveð-
in var í byrjun þessa mánað-
ar“, þ.e. janúar, segir í yfir-
liti Seðlabankans, „enda
stefnir verðbólgan að öllu
óbreyttu yfir 70% þegar á
allra næstu mánuðum".
„Fjárhagsstaða sjávarút-
vegs, sem átti við mikinn
hallarekstur að stríða, ein-
kum á fyrri helmingi ársins,
auk mikillar birgðasöfnunar,
versnaði mjög á árinu, og jók
hann stórlega skuldir sínar
við bankakerfið og viðskipta-
aðila,“ segir í yfirlitinu. Þar
kemur og fram að það „vant-
ar mikið á að efnahagsvand-
inn, sem magnaðist svo mjóg
á sl. ári, hafi enn verið leyst-
ur“. „Fari fram sem horfir,
verður mjög mikill halli á
viðskiptajöfnuði einnig á
þessu ári, og skuldastaðan
við útlönd mun komast á enn
hættulegra stig. Jafnframt
heldur verðbólgan áfram að
magnast og grafa undan
fjárhagslegu trausti og
sparifjármyndun, en háu
atvinnustigi haldið uppi með
erlendri skuldasöfnun og
verðbólgumyndandi útlánum
innanlands." Lögð er áherzla
á nauðsyn skjótra viðbragða,
því hver mánuður aðgerðar-
leysis er dýr í vaxandi erl-
endum skuldum. Meginmark-
miðið í efnahagsmálum
hljóti við núverandi aðstæð-
ur að vera að „draga úr og
eyða sem fyrst viðskiptahall-
anum við útlönd, sem ógnar
efnahagslegu öryggi lands-
manna". í þessu sambandi er
og fundið að því, að láns-
fjáráætlun 1983, sem fylgja
átti fjárlögum fyrir það ár,
skuli enn ekki hafa séð dags-
ins ljós á Alþingi!
í lok skýrslunnar segir:
„Enginn vafi er á því, að háu
atvinnustigi hefur verið
haldið uppi nú um nokkurt
skeið fyrst og fremst með
miklum erlendum lántökum
til framkvæmda og rekstrar,
en hins vegar með peninga-
þenslu, en hvort tveggja hef-
ur stuðlað að verðbólgu og
viðskiptahalla."
Hér er því við að bæta, að
þrátt fyrir erlenda skulda-
söfnun og verðþenslu, sem
atvínnustig liðinna mánaða
hefur hvílt á, hefur atvinnu-
starfsemi víða um land dreg-
izt verulega saman, sum
staðar stöðvast. Atvinnu-
samdráttur og lífskjara-
þrenging segir til sín í æ rík-
ara mæli. Erlendar skuldir
hrannast upp, viðskiptahall-
inn vex, verðbólgan stefnir í
áður ókunnar hæðir, nýkrón-
an siglir hraðbyri í stöðu
flotkrónunnar, stoðir at-
vinnuöryggis eru að molna
niður, en ríkisstjórnin eykur
ríkisumsvif og skattheimtu.
Þessi er uppskeran á akri
stjórnarstefnunnar eftir
þriggja ára valdaferil. En
mál er að linni „móðuharð-
indum af mannavöldum".
Hvalveidibannid rætt í Sameinuðu þingi
Halldór Ásgrímsson:
Virðum alþjóð-
legar samþykktir
Fjölmenni var á þingpöllum meðan hvalveiðimál voru rædd. Hér má sjá hluta gesta. (Mvndirnar tók Ijósm. Mbl.
ÓI.K.M. í gær).
Ekki ráðlegt
að mótmæla
Halldór Ásgrímsson (F) mælti fyrir
nefndaráliti meirihluta utanríkis-
málanefndar um hvalveiðimál (Eyj-
ólfur Konráð Jónsson S, Albert Guð-
mundsson S og Ólafur Ragnar Gríms-
son Abl., auk hans), er þings-
ályktunartillaga Eiðs Guðnasonar (A)
um mótmæli gegn hvalveiðibanni
kom til framhaldsumræðu í samein-
uðu þingi í gær. Hann sagði íslend-
inga hafa haft áratuga forystu í haf-
réttarmálum og stefnumörkun um
nýtingu auðlinda hafsins. Það væri
hvort tveggja í anda Hafréttarsátt-
málans, að lúta alþjóðlegum sam-
þykktum um þessi efni og nýta auð-
lindir hafsins til fæðuöflunar. Við eig-
um að leggja kapp á að hafa áhrif á
gerð alþjóðlegra samþykkta um þetta
efni, til samræmis við sjónarmið
okkar, en við eigum ekki að ganga
gegn þeim. Halldór taldi vinnubrögð
Alþjóðahvalveiðiráðsins ekki til fyrir-
myndar, en of miklir hagsmunir væru
húfi, ef gengið væri gegn samþykkt
þess. Við eigum hinsvegar að vinna að
því eftir réttum leiðum að geta nýtt
auðlindir þær, er við eigum, í sam-
ræmi við vísindalegar niðurstöður um
nýtingarmörk.
Við leggjum til að mótmæli verði
ekki send, en vísindalegar rannsóknir
á hvalategundum efldar, til að byggja
stefnumörkun til framtíðar á. Sjá
nefndarálitið, orðrétt, á öðrum stað
hér á opnunni.
Mótmæli Japana
og söluhagsmunir
í Bandaríkjunum
Geir Hallgrímsson (S) mælti fyrir
nefndaráliti minnihluta nefndarinnar
(Kjartan Jóhannsson A og Jóhann
Einvarðsson F, auk hans). Geir sagði
nefndina hafa haft 2 daga til umfjöll-
unar málsins: þ.e. tillögu Eiðs Guðna-
sonar (A) og samþykktar ríkisstjórn-
arinnar um að mótmæla banninu (sjá
þá samþykkt hér á opnunni). Við
leggjum til, í framhaldi af ákvörðun
ríkisstjórnarinnar, að banninu verði
mótmælt, en jafnframt auknar rann-
sóknir á hvalastofninum hér við land,
í samvinnu við Vísindaráð Alþjóða-
hvalveiðiráðsins.
Geir vitnaði jöfnum höndum til vís-
indalegra niðurstaðna Hafrannsókn-
arstofnunarinnar um hvalastofna og
þess, að Vísindaráð Aljóðahvalveiði-
ráðsins hafi ekki verið haft með í ráð-
um, er ráðið samþykkti algjört bann
við hvalveiðum. Ef við mótmælum
ekki, sagði Geir, er gengið á svig við
þann vísindalega verndargrundvöll,
sem við höfum byggt á. Hvar endar
síðan utanaðkomandi þrýstingur á
nýtingu okkar á auðlindum hafsins
umhverfis landið? Við höfum aðeins
stundað hvalveiðar innan 200 mílna
lögsögu okkar og undir vísindalegu
eftirliti.
Norðmenn, Japanir, Perúmenn og
Sovétríkin hafa mótmæit. Þau mót-
mæli hafa ekki sýnt sig hafa skaðleg
áhrif á sölustöðu japanskrar fram-
leiðslu í Bandaríkjunum, t.d. bíla, frá
því Japan sendi mótmæli sín. Engu að
síður er okkur skylt að hugleiða þær
viðvaranir, sem borizt hafa í þá veru,
að markaðsmálum sé teflt í tvísýnu.
En nota má tímann fram til 1986 til
að kanna þá hlið mála og koma sjón-
armiðum okkar á framfæri.
Tillaga okkar er tvíþætt. Síðari
hluti hennar fjallar um auknarrann-
sóknir á hvalastofninum. Ef niður-
stöður breytast í þá veru, að hann sé í
hættu, sem ekki er talið nú, hljóta
sjónarmið okkar að breytast til sam-
ræmis við það. En á þessu stigi mála
eru mótmæli eðlileg og í samræmi við
bæði vísindaleg og efnahagsleg rök.
Andvíg mótmælum
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð-
herra, upplýsti, að hann hefði á ríkis-
stjórnarfundi í gær túlkað þau við-
horf, að ekki ætti að mótmæla hval-
veiðibanninu, og að Alþingi þyrfti að
fjalla um málið áður en mótmæli yrðu
send af hálfu stjórnvalda. Þessu við-
horfi hefði hann fylgt efir með bókun
á ríkisstjórnarvettvangi í dag.
Vilmundur Gylfason (BJ) las upp
samþykkt miðstjórnar Bandalags
jafnaðarmanna, þess efnis, að rangt
væri að halda áfram hvalveiðum með-
an ekki væri óyggjandi, að veiðar
væru hættulausar hvalastofnum.
Hann væri því andvígur mótmælum
gegn hvalveiðibanninu og myndi
greiða tillögu meirihluta utanríkis-
málanefndar atkvæði.
Halldór Ásgrímsson (F) framsögu-
maður meirihluta utanríkismála-
nefndar.
Geir Hallgrímsson, framsögumaður
minnihluta utanríkismálanefndar.
Guörún Helgadóttir (Abl.) gagnrýni
harðlega, að hér hefði á skort vönduð
vinnubrögð, nauðsynlega gagnasöfn-
un og upplýsingar, sem hægt væri að
byggja yfirvegaða afstöðu á. Gögn
þau, sem borizt hefðu þingmönnum
frá sjávarútvegsráðuneyti, væru alls
ófullnægjandi sem og undirbúningur
málsins. f viðkvæmu milliríkjamáli,
sem m.a. snertir umdeildar vísinda-
niðurstöður, og tengist miklum hags-
munum, var skylt að standa annan
veg að undirbúningi og umfjöllun
málsins en hér hefur verið gert. Guð-
rún taldi rangt að mótmæla banninu.
Ræöa sjávar-
útvegsráðherra
Steingrímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráöherra, sagðist hafa tekið
ákvörðun um mótmæli eftir umfjöll-
un ríkisstjórnar. Hann myndi hins-
vegar hlíta niðurstöðum þingsins, ef
til staðar yrðu. Síðan gerði hann grein
fyrir mótmælum, er hann hugðist
senda.
Eiður Guðnason:
Þingmenn láta undan
utanaðkomandi hótunum
Vísindanefnd Alþjóðahvalveiði-
ráðsins lagði ekki til það algjöra
bann, er ráðið samþykkti. Það er því
ekki byggt á vísindalegum niðurstöð-
um. íslendingum er heimilt að nýta
hval, eins og önnur sjávardýr, undir
vísindalegu eftirliti, samkvæmt haf-
réttarsjónarmiðum. fslendingar vilja
stuðla að vísindalegu endurmati á
stofnstærð nytjahvala, byggðu á
nauðsynlegum rannsóknum, en fyrir-
liggjandi niðurstöður benda ekki til,
að viðkomandi stofnar séu í neinni
hættu. Ég óttast og þau áhrif, sem
algjört veiðibann hvala hefur á lífríki
sjávar, en hvalir neyta nytjafiska,
sem sjávarútvegur okkar byggist
hvað mest á, sagði ráðherrann efnis-
lega.
Kanada hefur sagt sig úr Alþjóða-
hvalveiðiráðinu, sagði ráðherra,
vegna þess, að ráðið er ekki, að þess
dómi, marktækt lengur. Bandaríkja-
menn, sem ýmissa augu beinast nú að,
hafa barizt fyrir því að leyfa eski-
móum nyrzt í Ameríku að veiða hvali
sér til framfæris. Enginn þingmaður
hefur byggt afstöðu sína hér á því, að
hvalastofnar séu í hættu, heldur á
öðrum sjónarmiðum.
Ég óttast að ef við nýtum okkur
ekki þann umþóttunartíma, sem mót-
mæli gefa, verði afturkoman til ís-
lenzkra hvalveiða erfið.
Lýsi vanþóknun á
framkomu banda-
rískra stjórnvalda
Sigurlaug Bjarnadóttir (S) taldi þau
vinnubrögð hafa verið eðlilegri, að
ríkisstjórnin hefði fyrst gengið úr
skugga um þingvilja í þessu máli, áð-
ur en hún kunngerði þjóðum heims
um fjölmiðla ákvörðun, sem hún
hugsanlega yrði að „ganga í sig með“.
Það er hart, sagði Sigurlaug, að þurfa
að beygja sig fyrir hótunum erlendis
frá og öfgafullri afstöðu samtaka,
sem byggja á veikum forsendum. Hér
eiga 250 fjölskyldur atvinnulegra
hagsmuna að gæta sem og vel rekið
fyrirtæki og þjóðarbúið.
Ég lýsi vanþóknun á framkomu
bandarískra stjórnvalda, sagði Sigur-
laug efnislega, sem beitt hafa við-
skiptahótunum. Spurning er, hvort
ekki á að mótmæla slíkri framkomu á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Röksemdir, sem byggðar eru á
greind hvala, ná og skammt, enda
nýtum við fjölmargar dýrategundir,
sem einhverja greind hafa en afkoma
okkar byggist á.
En ég þori ekki, þrátt fyrir þessi
orð, að hætta söluhagsmunum okkar
á Bandaríkjamarkaði, sem eru í tví-
sýnu vegna hugsanlegrar skemmdar-
starfsemi gagnvart hagsmunum
Eiður Guðnason, flutningsmaður tillögu um mótmæli, ásamt Stefáni Jónssyni
(Abl).
okkar, og tek því afstöðu nauðug/vilj-
ug gegn mótmælum.
Kjarni málsins: hótanir
Eiöur Guðnason (A) taldi Sigurlaugu
hafa talað af innri sannfæringu gegn
hvalveiðibanni, tínt til ýmsar rök-
semdir þeirri sannfæringu til stuðn-
ings, en tekið afstöðu gegn þessari
eigin rökstuddri sannfæringu.
Þetta er kjarni málsins.
Þingmenn hafa síðustu daga, hver
eftir annan, verið að beygja sig fyrir
utanaðkomandi hótunum stórveldis
og tízkuhreyfinga. Spurningin er
hvort litið er á okkur sem einskonar
bananalýðveldi, sem falt er fyrir fisk?
Ég hélt satt að segja að við værum
ekki til sölu.
Það var ekki veitzt með þessum
hætti að t.d. Norðmönnum eða Japön-
um, sem mótmælt hafa hvalveiði-
banninu. En það er ráðizt á garðinn
þar sem hann er lægstur. Þetta eru
ósmekklegar aðfarir af hálfu Banda-
ríkjamanna, sem sjálfir hafa ekki,
vegna eigin hagsmuna, undirritað
hafréttarsáttmálann. Fjörutíu til
fjörutíu og fimm þúsund höfrungar
eru drepnir árlega undan ströndum
Bandaríkjanna, þá túnfiskur er veidd-
ur í hringnót. Þá er ekki gripið til
hótana. Hér virðist því siðferðið tvö-
falt.
Eiður vék að fréttaflutningi ríkis-
útvarpsins um þetta mál. Daglega
kæmu fréttapistlar frá Bandaríkjun-
um, sem væru barmafullir af því, að
Bandaríkjamenn hugsuðu ekki um
annað, töluðu ekki um annað og
dreymdi ekki um annað en hvalveiðar
við ísland! Hvar væru fréttirnar um
skaðann sem japanskar vörur á
Bandaríkjamarkaði hafi orðið fyrir,
eftir bann Japana?
í dag er það hvalurinn, sagði Eiður.
Hvað kemur næst? Eiga aðrir að
stjórna nýtingu þeirra auðlinda, sem
tilvera okkar byggist á? Á óttinn að
ráða afstöðu þingmanna á hinu hátt-
virta Alþingi?
í anda hafréttar-
sáttmálans
Eyjólfur Konráö Jónsson (S) sagði
síðustu útgáfu samþykktar (en hingað
hefðu borizt þrjár) ekki móttekna
fyrr en það seint, að enn væri nokkur
tími eftir af 80 daga mótmælafresti.
Hann sagðist hafa tekið afstöðu til
þessa máls, eftir vandlega athugun
fyrirliggjandi gagna, með hliðsjón af
hafréttarákvæðum og hagsmunum
okkar. Ef ætlunin var að mótmæla
banninu hefðum við átt að gera það
samtímis Japönum, Norðmönnum,
Sovétríkjunum og Perú, en ekki
geyma afstöðu fram á síðustu stund
og taka hana þann veg í brennidepli
heimsfrétta. Það væri sitt mat, að
ekki ætti að mótmæla hvalveiðibann-
ínu nu.
Ég fæ ekki séð að Bandaríkjamenn
hafi neinna efnahagslegra hagsmuna
að gæta, varðandi hvalveiðar við Is-
land. Ég held ennfremur að við séum
ekki að tapa af neinum rétti. Eftir
fjórar vertíðir, sem við eigum eftir,
verða engar hvalveiðar leyfðar. Ég
gæti bezt trúað því að Alþjóðahval-
veiðiráðið yrði lagt niður, en ný sam-
tök mynduð. En það er í anda haf-
réttarsáttmálans að hafa samstarf
bæði um verndun og nýtingarreglur
auðlinda sjávar.
Þjóðir sem mótmæla koma sjálf-
krafa til greina við skiptingu hugsan-
legra nýrra veiðikvóta síðar meir.
Einfalda samþykkt þarf til þess að
þjóð, sem ekki mótmælir, komi til
greina. Ég óttast ekki að það skaði
okkur undir slíkum kringumstæðum
að mótmæla ekki nú. Við eigum að
nota tímann til að safna vísindalegum
gögnum til að byggja veiðirétt okkar
á. Við erum friðunarþjóð, sem vill
nýta auðlindir sjávar með hliðsjón af
staðreyndum rannsókna.
Hvalastofnar ekki
í hættu
Halldór Blöndal (S) tók undir þau
orð, að nýta ætti auðlindir sjávar til
fæðuöflunar í sveltandi heimi undir
vísindalegu eftirliti. Hvalveiðar við
ísland væri e.t.v. eina sjósóknin sem
alla tíð hefði lotið þessu sjálfsagða
skilyrði. Öll tiltæk vísindaleg rök vís-
uðu til þeirrar áttar.
Alþjóðahvalveiðiráðið er skipað
fjölmörgum þjóðum, sem engin tengsl
hafa við þá auðlindanýtingu, er þjóð
okkar byggir á. Ég nefni sem dæmi
Mónakó. Á slíkt ríki að setja okkur
stólinn fyrir dyrnar um nýtingu auð-
æfa í okkar lögsögu? Er e.t.v. hug-
myndin að þær fjölskyldur, sem hafa
atvinnulegra hagsmuna að gæta varð-
andi hvalveiðar og vinnslu, söðli yfir í
rekstur spilavítis í hvalstöðinni?
Kemur t.d. Alþýðubandalaginu ekkert
við atvinnu- eða afkomuöryggi þessa
fólks?
Það ríkir kjötskortur í Japan, en
Japanir fá héðan verulegt magn
hvalkjöts. Hver biti er nýttur til
manneldis. Það er í samræmi við al-
þjóðleg sjónarmið að nýta auðlindir
hafsins, innan vísindalegra nýt-
ingarmarka, til fæðuöflunar mann-
kyni. Nýtingarrétturinn innan okkar
lögsögu er íslendinga. Það eru vís-
indaleg og efnahagsleg rök, en ekki
tilfinningaleg, né utanaðkomandi
þrýstingur, sem eiga að ráða afstöðu
okkar.
Og minna má á að Bandaríkjamenn
hafa endurnýjað veiðiheimildir Jap-
ana í bandarískri lögsögu, eftir mót-
mæli Japana.
Er hér var komið vóru enn nokkrir
þingmenn á mælendaskrá, en hvorki
tími né rými leyfir frekari frásögn.
• •
tillogur, nefndaralit og
SAMÞYKKTIR UM HVALVEIÐIBANNIÐ
Tillaga Eiös Guðnasonar
Fyrir allnokkru lagði Eiður Guðnason (A) fram eftirfarandi tillögu
til þingsályktunar á Alþingi:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að mótmæla nú þegar sam-
þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um algjört bann við hvalveiðum frá og
með árinu 1986.“
Samþykkt ríkisstjórnarinnar
Bókun ríkisstjórnarinnar 1. febrúar sl.:
„Afstaða til samþykktar Alþjóða hvalveiðiráðsins um stöðvun
hvalveiða var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Á grund-
velli þeirra skoðanaskipta, sem þar fóru fram, varð niðurstaða (let-
urbr. Mbl.), að sjávarútvegsráðherra mun bera fram mótmæli af
íslands hálfu við ályktunina um stöðvun hvalveiða."
Þingsályktunartillaga Vestlendinga
f upphafi fundar í Sameinuðu þingi í gær lögðu þingmenn Vest-
lendinga fram eftirfarandi þingsályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því, að
rannsóknir á hvalastofnunum hér við land verði stórefldar frá því
sem nú er, í þeim tilgangi að auðvelda allar ákvarðanir um nýtingu
þeirra og verndun á komandi árum.“
Nefndarálit meirihluta
utanríkismálanefndar
Meirihluti utanríkismálanefndar, Halldór Ásgrímsson (F), Eyjólf-
ur Konráð Jónsson (S), Albert Guðmundsson (S) og Ólafur Ragnar
Grímsson lögðu fram eftirfarandi nefndarálit:
„Utanríkismálanefnd hefur að undanförnu fjallað ýtarlega um
hvort samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins varðandi bann við hvalveið-
um skuli mótmælt.
Nefndin hefur kallað til fundar fjölmarga aðila sem hafa veitt
margvíslegar upplýsingar.
Að athuguðu máli er það niðurstaðá meirihluta nefndarinnar, að a
fram mótmæli.
Undirritaðir nefndarmenn telja að mikilvægt sé að auka enn rann-
sóknir á hvalastofnunum, þannig að ávallt sé til staðar bezta möguleg
vísindaleg þekking, sem liggi til grundvallar umræðum og ákvörðun-
um um veiðar í framtíðinni.
Með tilliti til ofangreindra sjónarmiða leggur meirihluti nefndar-
manna til, að tillögugreinin orðist svo:
„Alþingi ályktar að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um tak-
mörkun hvalveiða, sem kunngerð var með bréfi til ríkisstjórnarinnar
dags. 2. sept. 1982, verði ekki mótmælt af Islands háifu.“
Nefndarálit minnihluta
utanríkismálanefndar
Minnihluti nefndarinnar, Geir Hallgrímsson (S), Kjartan Jóhanns-
son (A) og Jóhann Einvarðsson (F), skiluðu svohljóðandi nefndar-
áliti:
„Tillögugreinin orðist svo:
Alþingi ályktar í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar 1. febr.
sl., að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um algert bann við hval-
veiðum frá og með árinu 1986 verði mótmælt.
Jafnframt beinir Alþingi því til ríkisstjórnarinnar, að auka enn
rannsóknir á hvalastofnum hér við land, í samvinnu við vísindaráð
Alþjóðahvalveiðiráðsins í því skyni að fyrir liggi sem fullkomnust
þekking á þessum hvalastofnum, við frekari meðferð málsins.“