Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Kosningar eru kjarabarátta - eftir Friðrik Sophusson, varaformann Sjálfstæðisfíokksins Nú, þegar aðeins liðlega fjórð- ungur ársins er liðinn, hafa verið greiddar út jafnmiklar atvinnu- leysisbætur og allt árið í fyrra. Atvinnuleysið bíður því við bæj- ardyrnar og því miður er efna- hagsástandið með þeim hætti, að mun erfiðara er að ráðast gegn atvinnuleysi en oftast áður. Oða- verðbólga af áður óþekktri stærð ásamt miklum erlendum skuldum gera stjórnvöldum erfiðara um vik. Aðgerðarleysi og fyrirhyggju- leysi í atvinnumálum auk skiln- ingsleysis á lögmálum atvinnu- starfseminnar gera vandann enn illviðráðanlegri en ella. IJtlend atvinnustefna Á tyllidögum og fyrir kosningar tala stjórnmálamenn um það af miklum fjálgleik að iðnaðurinn sé vaxtarbroddurinn í íslensku at- vinnulífi. í reynd hefur það gerst hér á landi, að störfum í iðnaði fækkaði á milli áranna 1980 og 1981 samkvæmt opinberum skýrslum. Vöxturinn átti sér fyrst og fremst stað í þjónustugreinun- um einkum opinberri þjónustu. Nú er ekkert við því að segja þótt slíkt gerist, ef framleiðslu- aukningin í öðrum framleiðslu- greinum en iðnaði stæði undir þeim kostnaði, sem hlýst af auk- inni opinberri þjónustu. En því hefur ekki verið að heilsa. Þvert á móti hefur erlendu fjármagni ver- ið veitt inn í landið til að standa straum af þessum kostnaði. Þann- ig hefur vandanum verið ávísað á skattborgara framtíðarinnar. Röng gengisskráning hefur valdið viðskiptahalla og erlendum eyðsluskuldum. Röng gengis- skráning hefur kæft vaxtartil- burði innlends iðnaðar og eyðilagt samkeppnismöguleika hans. Röng gengisskráning hefur þannig flutt framleiðslustarfsemina úr landi frá íslenskum fyrirtækjum til er- lendra. Síðan koma þeir, sem standa fyrir þessari útlendu atvinnu- stefnu, til kjósenda og bjóða upp á einingu um íslenska leið. Hver hefur trú á því að stefna Alþýðubandalagsins komi til góða þeim 20 þúsundum ungmenna, sem þurfa að fá atvinnu við sitt hæfi fram til aldamóta? Skömmtunarleið Framsóknar Fyrir síðustu kosningar hélt Framsóknarflokkurinn því fram, að hægt væri að telja niður verð- bólguna með lögum. Hókus pókus, og verðbólgan átti að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Núverandi rík- isstjórn tók þessi töfrabrögð í sína þjónustu. Og sjá: Verðbólgan fór úr 50% upp í 100%. Aftur kemur þessi AIi Baba íslenskra stjórn- málaflokka til kjósenda og segist geta náð verðbólgunni niður með töframætti niðurtalningarinnar. Hver trúir þessu nú? Varla þeir sem reynt hafa þessa galdra á síð- ustu þremur árum. Afleiðingin af niðurtalningar- kukli Framsóknarflokksins hefur leitt til millifærslna og miðstýr- ingar. í stað þess að skapa atvinnufyrirtækjunum eðlileg rekstrarskilyrði, þannig að þau geti starfað áreitnislaust, eiga fyrirtækin í landinu allt undir stjórnarherrunum komið. Stjórn- endur fyrirtækja bíða ekki lengur á biðstofum bankastjóra — þar er enga peninga að fá. Þeir stunda stjórnarráðið og sitja fyrir ráð- „Röng gengisskráning hefur valdið viðskiptahalla og erlendum eyðsluskuld- um. Röng gengisskráning hefur kæft vaxtartilburði innlends iðnaðar og eyði- lagt samkeppnismöguleika hans. Röng gengisskrán- ing hefur þannig flutt framleiðslustarfsemina úr landi og frá íslenskum fyrirtækjum til erlendra.“ herrum í þeirri von, að þeir fái úthlutun við næstu bráðabirgða- aðgerðir. Nú er það ekki arðsemin, sem ræður ferðinni heldur póli- tískt innsæi Steingríms Her- mannssonar, sem hefur tekið að sér hlutverk yfirskömmtunar- stjóra ríkisins. Full atvinna við aröbær störf Alþýðubandalagið minnist ekki lengur á gömlu slagorðin um „samningana í gildi" og „kjósum gegn kaupránsflokkunum". Til þess liggja eðlilegar ástæður enda hefur Alþýðubandalagið sett Is- landsmet í kaupskerðingu. Þeir nefna ekki heldur sitt gamla slag- orð: Kosningar eru kjarabarátta. Staðreyndin er samt sú, að kosn- Sameignarstefnan í fram- kvæmd er orðin að martröð - eftir Ólaf Ormsson Frá því snemma á sjöunda ára- tugnum og fram í byrjun áttunda áratugarins tók ég þátt í baráttu og starfi Æskulýðsfylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Það var vor í lofti í upphafi þessa tímabils, bjartsýni ríkjandi og hugsjónin að mér fannst í þá daga voldug og sterk. Sovétríkin voru enn hið mikla fyrirmyndarríki ákafra bar- áttufélaga og allt sem tengist þessu mikla ríki Leníns, Stalíns, Krjústjovs og Brésnefs var heil- agt. Félögum sem fengu að heim- sækja Sovétríkin var heimsóknin í flestum tilfellum slík opinberun að þeir urðu ekki sömu menn á eftir og meira en lítið skrýtnir, voru jafnvel með óráði heimkomn- ir. Einstaka sinnum komu boð að austan um að senda félaga á ráðstefnur um frið og sósíalisma og lá þá oft við handalögmálum þegar velja þurfti félaga til þátt- töku á slíkar ráðstefnur, ákafinn I að komast til Sovétríkjanna var mikill. Stöðugur fjárskortur háði starfsemi Æskulýðsfylkingarinn- ar í þá daga og oft var gripið til þess ráðs að efna til happdrættis þar sem fyrsti vinningur var ferð til Sovétríkjanna. Á fimmtíu ára afmæli Októberbyltingarinnar í Rússlandi, árið 1967 var Fylkingin einmitt með happdrætti í gangi þar sem fyrsti vinningur var ferð fyrir tvo til Sovétríkjanna og ókeypis uppihald í þrjár vikur. Æskulýðsfylkingarfélagar unnu kappsamlega að sölu happdrættis- miðanna. A æskulýðssíðu Þjóðvilj- ans birtust myndir frá Sovétríkj- unum af léttklæddu fólki á bað- ströndum. Það gekk um áhyggju- laust fyrir framtíðinni og skömmu áður en Brynjólfur Bjarnason flutti fagnaðaróðinn um Sovétrík- in á hátíðarsamkomu í Háskóla- bíói i tilefni að fimmtíu ára af- mælinu var dregið í happdrætti Æskulýðsfylkingarinnar. Eldri hjón frá Akureyri reyndust hafa vinningsnúmerið. Þau komu suð- ur, litu inn í húsakynni hreyf- ingarinnar að Tjarnargötu 20 og í úrklippusafni frá þessum árum sem ég hef varðveitt er lítil mynd af rosknum hjónum sem halda á farmiðunum til Sovétríkjanna og þau brosa eins og börn sem hafa fengið jólagjafir, á svip þeirra leynir sér ekki eftirvæntingin yfir því sem fram undan er. I ótal sov- éskum áróðursbæklingum sem bárust inn á skrifstofu Æskulýðs- fylkingarinnar gaf að líta á lit- prentuðum myndum veröld, þar sem vex mikill skógur, náttúran er böðuð sólskini, allt umhverfið er líkast paradís á jörðu og fólk yngra sem eldra er bræður í leik og starfi. Kvikmyndir sem sýndar voru á vegum Sósíalistaflokksins, Æskulýðsfylkingarinnar eða Menningartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, MÍR, og fjölluðu um Sovétríkin sýndu einnig þessa veröld hamingjunnar þar sem hver dagur er mikið ævintýri. MÍR var með á leigu lítinn sal undir kvikmyndasýningar á Laugavegi 176 seint á sjöunda áratugnum. Hálfsmánaðarlega á laugardögum voru sýndar sovéskar kvikmyndir, margar sígild listaverk en aðrar hreinar áróðursmyndir fyrir sósí- alismann. Stundvíslega að mig minnir klukkan þrjú hópuðust yngri og eldri sósíalistar saman í anddyrinu og það minnti mjög oft á það þegar verið var að hleypa inná barnasýningar kvikmynda- húsanna á sunnudögum í gamla daga, þar voru ærsl og mikil gleði. Trúin á mátt hins sovéska samfé- lags var mikil meðal íslenskra sósíalista á sjöunda áratugnum. Fjöldi félaga varði þau fjölmörgu ofbeldisverk sem Sovétríkin stóðu að í Austur-Evrópu sem annars- staðar þar sem þau höfðu komið ár sinni fyrir borð og engin breyt- ing varð þar á fyrr en eftir innrás- ina inn í Tékkóslóvakíu árið 1968 að menn fóru að efast um ágæti Sovétríkjanna þó sumir séu þau nátttröll enn í dag að trúa á Sov • étríkin í blindni. Tilefni þess að ég rifja upp Ólafur Ormsson þessa liðnu tíma er að sagt var frá því í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins þriðjudaginn 5. apríl að frönsk stjórnvöld hefðu vísað fjörutíu og sjö sovéskum ríkis- borgurum, starfsmönnum sovéska sendiráðsins í París og starfs- mönnum fréttastofunnar TASS úr landi og verið áður búin að full- vissa sig um að þessu fólki hefur ekki verið hægt að treysta til að starfa eins og siðuðu fólki sæmir. Það sem var að gerast í París er angi af víðtækri og skipulagðri njósnastarfsemi og skemmdar- verkastarfsemi sem leyniþjónusta Sovétríkjanna, KGB, stendur fyrir á Vesturlöndum og miðar að því að grafa undan lýðræðisskipulagi viðkomandi landa. í þeim tilgangi eru öll meðöl notuð og aðferðir sovésku leyniþjónustunnar svo skuggalegar að þarf frjótt ímynd- unarafl til að nálgast sannleikann. Almenningur á Vesturlöndum veitir því kannski ekki athygli lengur að varla líður sú vika að Sovétmenn séu ekki staðnir að njósnum í Bandaríkjunum, Bret- landi, Vestur-Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Japan og fjölmörgum öðrum löndum í Ameríku, Evrópu, „Trúin á mátt hins sov- éska samfélags var mikil mcðal íslenskra sósíalista á sjöunda áratugnum. Fjöldi félaga varði þau fjölmörgu ofbeldisverk sem Sovétríkin stóðu að í Austur-Evrópu sem ann- arsstaðar ... “ Asíu og einnig í Afríku og alls- staðar er verið að njósna um vís- inda- og tæknimál og öryggismál. Forréttindaðalinn í Kreml vant- ar nauðsynlega vitneskju um hluti sem þegnar hans eru ekki færir um að framleiða i þjóðfélagi stöðnunar, miðstýringar og úr- kynjunar. í her- og lögregluríki Yurí Andrópóvs þar sem hundruð þúsunda manna kveljast í fanga- klefum vegna andstöðu sinnar við einræði Kommúnistaflokksins, f ríki Andrópóvs þar sem stöðugt er vitnað í afturhaldspostulana Marx, Engels og Lenín, þar sem kommúnistaávarpið er enn leið- arljósið í myrkrinu, þar eru öll mál varðandi vísindi og tækni í megnasta ólagi, og kerfið sem slíkt er dauðadæmt. Þegar veru- lega þrengir að innan landamæra Sovétríkjanna og í nýlendunum í Austur-Evrópu, skortur á matvæl- um og öðrum brýnustu lífsnauð- synjum gerir vart við sig og erfið- leikarnir hlaðast upp, þá er sov- éska leyniþjónustan um leið kom- in á fulla ferð á Vesturlöndum, beitir fjárkúgunum og öllum til- tækum ráðum til að komast yfir vitneskju um vísinda- og tækni- mál og annað sem getur orðið til bjargar forréttindaaðlinum í Kreml sem stöðugt þarf að endur- nýja íbúrðinn í vistarverum fram- kvæmdanefndar og miðstjórnar Kommúnistaflokksins svo veislan ingar eru kjarabarátta á sinn hátt. Lífskjörin í landinu ráðast meira af stjórnarstefnu en menn gera sér almennt ljóst. Verðmætin verða nefnilega ekki til í kjara- samningum. Þar er því skipt, sem til skiptanna er og sé meiru skipt er verðbólgan látin brúa bilið. Verðmætin verða til hjá atvinnu- fyrirtækjunum og þess vegna skiptir öllu máli að sú leið sé far- in, sem tryggir fyrirtækjunum best skilyrði til að skila þeim ágóða, sem enn getur bætt lífs- kjörin bæði í formi hærri launa og hærri skatta til sameiginlegra þarfa. Með réttri stjórnarstefnu má bæta afkomu fyrirtækjanna og þar með þjóðarinnar allrar. Með réttri stjórnarstefnu stækkar það, sem verður til skipta í kjarasamn- ingum. Með réttri stjórnarstefnu getum við tryggt fulla atvinnu við arðbær störf. Þess vegna má með gildum rökum halda því fram að kosningar séu kjarabarátta. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem virðist skilja nauðsyn þess, að fyrirtækin í landinu fái að dafna og byggjast upp til að geta tekið við nýjum vinnandi höndum. Sjálfstæðis- flokkurinn skilur, að við getum einungis unnið okkur út úr vanda- num með því að gefa atvinnulífinu tækifæri til að auka framleiðsluna á arðsaman hátt. Gott brautar- gengi Sjálfstæðisflokksins í kom- andi kosningum er því áfangi í lífskjarabaráttu þjóðarinnar. Friðrík Sophusson skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. geti haldið áfram á kostnað al- þýðunnar í landinu. Það sem gerð- ist á dögum keisarastjórnarinnar var hreinn barnaskapur á móts við flokkspartíin sem arftakar Leníns og Stalíns efna til. Sovéska herráðið með þann svipljóta land- varnaráðherra Ustinov í forsæti, mann sem minnir helst á tröll- skessu úr ævintýrabókum, situr heldur ekki aðgerðarlaust þessi síðustu ár. Árið 1979 réðist Rauði herinn inn í Afganistan, hann er enn í landinu fjórum árum síðar og mætir nú vaxandi mótspyrnu skæruliðahreyfingarinnar sem nýtur fylgis meirihluta þjóðarinn- ar. Rauði herinn sleppir aldrei því sem hann eitt sinn hefur komist yfir, þannig að barátta afgönsku þjóðarinnar fyrir frelsi getur orð- ið erfið og staðið hugsanlega árum saman uns sigur vinnst á innrás- arhernum. í Suðaustur-Asíu hafa nýlega blossað upp hernaðarátök og bendir allt til þess að Sovét- menn séu þar að baki og styðji kommúnistahreyfinguna í Víet- nam sem hyggur á landvinninga í Kambódíu, Thailandi og víðar. I Angóla í Afríku hafa marxistar með stuðningi sovésku heims- valdasinnanna komist til valda. í álfunni er víða rekinn skæruliða- hernaður undir forystu kúbanskra og sovéskra ráðgjafa og kann að vera stutt í að ríki í Afríku verði sósíalismanum að bráð. í Suður- Ameríku er skæruliðahreyfing- unni í álfunni stjórnað að ein- hverju leyti frá leppríki Sovét- manna, Kúbu. Sumstaðar er þó að því er virðist um sjálfstæðar þjóð- legar skæruliðahreyfingar að ræða sem hafa risið upp og vopn- ast vegna efnahagslegs misréttis. Verulegar líkur eru taldar fyrir því að Sovétmenn hafi útvegað hryðjuverkahópum í Vestur- Evrópu vopn og jafnvel að ein- hverju leyti fjármagn. Háttsettir sovéskir embættismenn sem hafa beðið um hæli á Vesturlöndum sem pólitískir flóttamenn hafa skýrt frá að KGB eigi stöðugt meiri samskipti við hryðjuverka- hópa. Sameignarstefnan í fram- kvæmd er orðin að martröð. Marx- isminn sem vill steypa alla í sama mót, drottna yfir hópsálinni, afmá einstaklingsfrelsi til athafna og leggur fjötra á alla frjálsa hugsun, hefur nú á ofanverðri tuttugustu öld leitt yfir mannkynið meira böl en orð fá lýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.