Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 + Útför móöur minnar og ömmu, SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. apríl kl. 10.30. Guömundur Valgeirsson, Sigurkarl F. Ólafsson. t Sonur okkar, SIGUROUR HREINSSON, Kársnesbraut 85, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju 25. apríl kl. 3. Ragna Siguröardóttir, Hreinn Sigtryggsson. + HARALDUR ADOLFSSON veröur jarösettur frá Garöakirkju Álftanesi, föstudaginn 22. apríl kl. 2. Síta Dal Siguröardóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Börn tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, AÐALHEIÐAR TH. THORARENSEN Kristín Marfa Kristinsdóttir, Edda S. Magnússon, Hafsteinn Þ. Stefánsson, Jón Baldvin Stefánsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöursystur minnar, ODDFRÍÐAR HÁKONARDÓTTUR SÆTRE, Flókagötu 12, Reykjavfk. Gróa Salvars og aörir aöstandendur. + Bróöir minn, JÓN JÚLÍUSSON, Noröurkoti, Kjalarnesi, veröur jarösunginn frá Reynivöllum í Kjós, föstudaginn 22. apríl kl. 14. Þeir sem vildu minnast hans eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Bílferð veröur frá Bifreiöastöö islands sama dag kl. 12.45. Fyrir hönd aöstandenda, Guöfinna Júlíusdóttir. Öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúö og vináttu viö andlát og jaröarför elskulegs sonar okkar, bróöur og mágs, HJALTA INGVARSSONAR, Reykjahlíö, Skeiöum, færum viö innilegar þakkir. Sveinfríöur Sveinsdóttir, Sveinn Ingvarsson, Guörún Ingvarsdóttir, Erna Ingvarsdóttir, Ingvar Þóröason, Steinunn Ingvarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Þorsteinn Hjartarson. Minning: Guðmundur Einars- son, Þorlákshöfn Fæddur 7. febrúar 1965 Dáinn 13. aprfl 1983 I dag, sumardaginn fyrsta, kveðj- um við í hinsta sinn bekkjarbróð- ur okkar, Guðmund Einarsson. Gummi var fæddur og uppalinn hérna í Þorlákshöfn og var með okkur í skóla hér öll sin grunn- skólaár. Þegar við byrjuðum í sjö ára bekk, var hópurinn ekki stór og allir voru hálf feimnir og upp- burðarlausir að vera komin í þessa stofnun sem alla gleypir, þó svo að allir þekktust vel áður eins og sæmir í litlu þorpi. Ekki bar mikið á Gumma í þess- um hópi, þvi hann var í eðli sínu mjög hlédrægur. Þó var hann ætíð með okkur og alltaf var tekið tillit til orða hans. Gummi var mjög jafnlyndur og minnumst við bekkjprfélagarnir hans ekki í vondu skapi. Þó var hann ekki skaplaus, því í íþrótt- um, sem hann stundaði mikið, sýndi hann staðfestu og keppnis- sakap. Gummi var mjög virkur í fé- lagslífinu. Hann var í hestmanna- félaginu Háfeta og í ungmenna- félaginu Þór og var hvarvetna hinn besti félagi. Hann lék knattspyrnu með Þór í öllum flokkum og einnig keppti hann í hestamennsku fyrir Háfeta með góðum árangri. Að loknu grunnskólaprófi skildu leiðir og fór Gummi í fjölbrauta- skólann á Selfossi þar sem hann var við nám á málmiðnðarbraut. Þessi aðskiinaður var þó ekki meiri en svo, að við hittumst oft og héldum ætíð tengslum hvert við annað. Nú kveðjum við Gumma með söknuði, en jafn- framt þakklæti fyrir öll ár vináttu og tryggðar sem við höfum orðið aðnjótandi. Við sendum foreldrum og systkinum hins látna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar. Nú hallar að sumri í náttúrunni og yfir öllu birtir og hlýnar, líka í okkur sjálfum. Við sátum í öryggi og skjóli heimilis okkar þegar sím- inn hringdi og brostin rödd tjáði okkur að hann Gummi væri dáinn, að hann hafi látist í hörmulegu umferðarslysi. Það skyggir í huga og kólnar í hjarta. Getur þetta verið? Hver er tilgangurinn með að hrífa jafn hugljúfan og efni- legan ungan mann burt á vori lífs síns? Eigum við handbæra sam- líkingu? Unnendur gróðurs og jarðar reika um og dást að sköp- unarverkinu, þeir slíta upp eitt og eitt blóm sem af ber vegna fegurð- ar eða þroska. Getur verið að Guð almáttugur reiki um mannakur sinn og lesi eitt og eitt blóm, þau sem af bera að hans dómi, áður en kemur að hinum óumflýjanlega uppskerutíma? Við sem fengum að njóta stuttrar samfylgdar við þennan græðling guðs í mann- heimi, minnumst hans með þökk- um. Við erum minnt á það að mennirnir ráðgera, en Guð ákveð- ur og ræður. Lífskraftur Guðmundar var mikill strax í frumbernsku. Þessi kraftur dofnaði ekki meðan leiðir lágu saman, þess vegna m.a. eru sárindin og söknuðurinn svo bitur. Hraustur og atorkusamur ungur maður er hrifinn burt. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Hver er tilgangurinn með því að þeir efnilegustu fari? Við minnumst Gumma sem ábyrgum manni sem ekki lét erfiðið buga sig. Alltaf boðinn og búinn til að hjálpa og aðstoða ef þess þurfti. Eitthvað hefur orðið til þess að hann var valinn úr stórum hópi, en hvað? Því verður ekki svarað frá okkar hjörtum, þar finnst aðeins sorg, djúp sorg. Foreldrum, systkinum, afa og ömmum er þungbær sorgin og söknuðurinn, við biðjum um hugg- un þeim til handa. Við trúum að andi þessa samfylgdarmanns okkar sé kominn heim til föður- húsa handan landamæranna miklu, ofar okkar vorhimni, til föðursins eina og þeirra sem á undan eru farnir. Hann lítur ör- ugglega til okkar með sínu bjarta og smitandi brosi sem er ein minning okkar um hann. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna á Skálholtsbraut 5, það skarð verður seint eða ekki fyllt að nýju. Við sem fylgjum jarðneskum leif- um Guðmundar til grafar í dag, biðjum góðan Guð að styrkja þá, styðja og hugga sem um sárt eiga að binda eftir þetta hörmulega slys. Bregða Ijóma á lífsins strönd Ijóssins gjafir bestar. Sömu blómum, sama hönd sáir á grafír flestar. (Káinn.) Fjöiskyldan Álftamýri 2. Sonur hjónanna Einars Sigurðs- sonar, skipstjóra, og Helgu Jóns- dóttur, Skálholtsbraut 5, Þorláks- höfn. Við urðum harmi slegin er við heyrðum þessa fregn að hann Gummi, eins og hann var oftast kaliaður, væri dáinn. Hvers vegna, spyrjum við, en fáum við nokkurt svar við því nú frekar en áður, við svipaðar aðstæður? Það er erfitt að sætta sig við dauðann, en aldrei þó eins og þeg- ar hann ber að dyrum hjá æsku- fólki í blóma lífsins. Gummi var aðeins 18 ára gamall og átti því mikið eftir. Það er stórt skarð að missa hann úr nágrenninu, þenn- an unga og broshýra pilt sem bar með sér góðmennsku og traust. Barngóður var hann með afbrigð- um og mátti ekkert aumt sjá. Það verða því margir sem sakna hans, en mestur verður missirinn hjá foreldrum og systkinum sem sjá á eftir góðum og traustum dreng, en þau eiga ljúfar endurminningar um hann og það er mikil huggun. Við undirrituð þekktum hann ekki að öðru en góðu, og alltaf fannst okkur gaman að hitta Gumma, hann kom manni alltaf í gott skap með sinni brosmildu framkomu. Við eigum því indælar endurminn- ingar um hann. Elsku Helga, Einar, Ármann, Eydís og Sóley, innilegar samúð- arkveðjur sendum við ykkur og öðrum aðstandendum. Sigga, Þröstur og synir. Um og eftir 1960 fluttumst við hingað til Þorlákshafnar víðsveg- ar að, vinahópur myndaðist, konur stofnuðu saumaklúbb, eiginmenn- irnir tóku þátt í félagsskapnum og LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hámarshöfða 4 — Sími 81960 + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GESTSÁRNASONAR, Kirkjuvegi 6, Ólafsfiröi. Kristjana Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. síðan börnin okkar jafnóðum og þau komust til vits og ára. En nú í dag kveðjum við einn úr barnahópnum, Guðmund Einars- son, aðeins 18 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Helgu Jónsdóttur og Einars Sig- urðssonar, Skálholtsbraut 5, Þor- lákshöfn. Við munum hann sem lítinn dreng með ljósu lokkana, þegar hann settist við eldhúsborðið hjá mömmu og spjallaði, því margt er það í tilverunni sem litli drengur- inn þurfti að ræða um og fá svör við, allt frá því að hann fór að tjá sig með orðum og þar til hann fer sem ungur maður í síðustu ferðina í Fjölbrautaskólann á Selfossi þar sem hann stundaði nám og var á leið heim að loknum skóladegi er slysið skeði. Aldrei finnum við mennirnir betur hve varnarlausir og smáir við erum, eins og þegar hörmuleg slys gerast fyrirvarlaust í hraða og tækniafli nútímans. Aldrei bet- ur hvað augnablikið er stórt og skiptir miklu í nútíð og framtíð. Gummi var hvers manns hug- ljúfi í þess orðs fyllstu merkingu, alltaf í sama góða skapinu, bros- andi og glaður og sérstaklega vinnusamur af svo ungum manni að vera, enda ágætlega laginn við það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftirtektarvert var hvað hann átti gott með að lynda við sér eldra fólk og má þar nefna mjög gott samband við ömmu hans í Reykjavík. Knattspyrnan var eitt af áhuga- málum hans og var hann góður liðsmaður í knattspyrnuliði UMF Þórs, sem hefur staðið sig með prýði á undanförnum árum. Mörg sumur dvaldi Gummi hjá ömmu og afa í Hvammi, fór á vor- in fullur tilhlökkunar að dvelja á því góða heimili yfir sumarið og takast á við þau störf sem sveitin ein býður upp á, kom svo aftur heim útitekinn og fullur af lífs- gleði. Hestamennaskan var honum í blóð borin og var ánægjulegt að fylgjast með hvað gott lag hann hafði á hestunum svo af bar í alla staði. Það var líf og fjör, þar sem þeir fóru saman ferfættu vinirnir og Gummi, enda sóttu litlu krakk- arnir fast að fá að fara í hesthúsin með honum. Það var raunar ekki bara fjörið í kringum hestana sem dró börnin svona oft til hans, það var miklu fremur hans sérstaka viðmót við þau. Litlu systur sinni var hann einstaklega góður og höfðu þau mikla ánægju og þörf fyrir að spjalla og leika sér tímun- um saman, þrátt fyrir aldursmun- inn. Það er erfitt að skilja og sætta sig við að endir er skyndi- lega bundinn á allt þetta. En kæru vinir, þið eigið perlu sem aldrei verður frá ykkur tekin, ljúfar minningar um góðan dreng. Þú guó míns IiTs ég loka augum mínum í líknarmildum fódurörmum þínum og hvíli sætt þó hverfí sólin bjarta, ég halla mér að þínu föóurhjarta. Ó, sólarfaóir signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga og sýndu miskunn öllu þvf sem andar en einkum því sem böl og voói grandar. (M. Jochumsson.) Elsku Helga mín, Einar, Ár- mann, Eydís og Sóley, við biðjum aigóðan guð að styðja ykkur og styrkja og trúum því að hann leggi líkn með þraut. Vinkonur úr saumaklúbbi og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.