Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 35 Ég get nefnt tvennt sem gera má til að bæta stöðu bænda hér í grennd. Við búum við hátt raf- orkuverð og húshitun, sem hjá flestum er rafhitun, er mjög kostnaðarsöm. Jarðhiti er þó víða á þessu svæði. Og á Sauð- árkróki er hitaveita sem hefur töluvert heitt vatn umfram það sem nýtt er. í Varmahlíð, þar sem nú er að myndast þéttbýli, og er í 26 km fjarlægð frá Sauð- árkróki, er hitasvæði; einnig á Reykjum, sem eru 12 km frá Varmahlíð. Ég tel að virkja eigi jarðvarmann í Varmahlíð og á Reykjum, samtengja við Sauð- árkrók og gefa bændum á þessu svæði kost á að nýta heita vatn- ið, bæði til húshitunar og yl- ræktar. í annan stað er það afleys- ingaþjónusta í sveitum, en við mjólkurframleiðendur þurfum að ganga að störfum alla daga öll ár. Erfiðlega hefur gengið að fá fólk til þeirrar þjónustu og hér um slóðir er hún nær ein- göngu bundin við sjúkraforföll. Búandfólk þarf að eiga kost á orlofi eins og annað vinnandi fólk í landinu. Framboð á kjördag af kaffi og kökum ÞETTA framboð er öðrum framboðum laugardagsins betra, að því leyti að hver og einn getur kosið það fyrir sig og sína, hvar í flokki sem hann annars staðar stendur. Konurnar í kvenfélagi Nes- kirkju hafa lengi haft þennan háttinn á, að bjóða fólki að veislu- borði á kosningadögum og þær eru þeirrar skoðunar að þó mikið sé talað um bágborið efnahagsástand um þessar mundir þá muni ennþá taka því að hella upp á könnuna og bjóða velunnurum kirkjunnar að styrkja starfið með því að fá sér kosningakaffi. En þó maður hafi á orði að gott sé fyrir fjölskyldur að koma og taka úr sér kosninga- skjálftann eða kuldahrollinn með því að fá sér kaffisopa í safnaðar- heimilinu, þá verður vísast það sem ræður úrslitum um það hvort kaffisala heppnast vel eða miður, hvort þeir mörgu sem bera hlýjar tilfinningar til starfsins í kirkj- unni, gefa sér tíma til að líta við á laugardaginn frá kl. 3. Konurnar í kvenfélagi Neskirkju hafa margar hverjar verið að starfi fyrir kirkj- una í áratugi og verk og búnaður í helgidóminum bæru annan og rýr- ari blæ, ef þeirra hefði ekki notið við í fjölmörgu tilliti fram á þenn- an dag og er skemmst að minnast framlags þeirra til flygilskaupa á liðnu ári. Ég á því ekki betri ósk til þeirra sem vilja sýna konunum þakklæt- isvott fyrir allt þeirra starf á um- liðnum árum til eflingar kristnu starfi, en að líta við hjá þeim á laugardaginn og kjósa kaffið þeirra og meðlætið. Þess ber einn- ig að geta að basarhornið þeirra er á sínum stað að vanda, þar sem selt verður sitt hvað á góðu verði, sem að gagni má verða. Vonandi berum við giftu til þess að verja atkvæði okkar á þann veg á laug- ardaginn kemur að til blessunar verði fyrir land og þjóð, en við skulum einnig muna að daglega erum við að kjósa og velja það sem til heilla eða vansældar leiðir. Og þeir sem eiga þá sannfæring að kristin boðun sé gæfuverk, þeir eiga erindi í safnaðarheimili Neskirkju á laugardaginn til að velja þakklæti og stuðning við það starf sem óeigingjarnt og af fórn- fýsi einni er unnið. Guðm. Óskar Ólafsson Hver vill sitja ogsauma sumarnóttu á ? tískuverslunm Laugavegi118, Sumarfagnaöur veröur aö Hamraborg 6, Kópavogi, í dag, sumardaginn fyrsta frá kl. 14.00. Dagskrá: Eiöur Örn Eiðsson syngur. Uppboö. Tízkusýning. Magnús Þór Sigmundsson syngur. Kaffi, kökur, popp, söngur og fjör. Mætum öll. Kvennalistinn í Reykjaneskjördæmi. GOLF I SKOTLANDI Hin árlega golfferð Úrvals til Skotlands verður farin 6. maí — 11 dagar Aðeins fáein sæti laus Gist á Marine Hotel/ North Berwick og Golden Pond/Stirling URVAL vib Austurvöll 7726900 Umboðtmenn um aHt land K R BAGGATINAN Kemur nú á markaöinn enn þá fullkomnari og afkasta- meiri en nokkru sinni fyrr. Hún hleöur á vagn eöa bíl allt aö 1000 böggum á klukku- stund. KR BAGGATÍNAN tekur jafnt upp stutta bagga sem langa, þunga sem létta og vinnur sitt verk af öryggi hvernig sem baggarnir liggja á vellinum. KR BAGGATÍNAN er hönnuö fyrir íslenskar aöstæöur — þaö gerir gæfumuninn. Leitiö nánari upplýsinga KAUPFÉLAG RANGÆINGA Hvolsvelli. Símar 99—8121 og 99—8225.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.