Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 19
lausn sem verið hefur í efnahagslíf- inu sé hætt við að gamlar dyggðir gleymist og mannleg verðmæti fari forgörðum. Vill Sjálfstæðisflokkur- inn sporna við þessu með ýmsum ráðum, treysta undirstöðu heimila og fjölskyldna með átaki í mennta- og menningarmálum, afnámi ríkis- einokunar á útvarpsrekstri, ótví- ræðu jafnrétti karla og kvenna, með því að auka áhrif kristindóms og kirkju, berjast gegn áfengis- og eiturlýfjanotkun, vernda náttúruna svo að nokkuð sé nefnt. Kaflinn um utanríkismál er skýr og ótvíræður. Flokkurinn ítrekar að hann fyigi utanríkisstefnu, sem í senn tekur mið af brýnum hags- munum íslands, nauðsyn samvinnu við aðrar þjóðir og baráttu fyrir friði, mannréttindum og frelsi þjóða og einstaklinga til að ráða málum sínum án íhlutunar ann- arra. Öryggi landsins byggist á að- ild þess að Atlantshafsbandalaginu og traustum vörnum samfara auknu íslensku frumkvæði í varnar- málum á grundvelli íslenskrar sér- þekkingar. Undir lok stefnuskrárinnar, sem Pálmi Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi vestra, sagði í sjónvarpinu að væri „frjálslynd og víðsýn" er komist svo að orði og þar með ítrekaður grunntónninn í málflutningi sjálfstæðismanna fyrir þessar ör- lagaríku kosningar: „Við íslendingar stöndum nú frammi fyrir miklum vanda í efna- hagsmálum. Sagan kennir okkur, að á örlagatímum hefur þjóðin borið gæfu til að standa saman og takast á við örðugleikana, ef henni er veitt styrk forysta. A þetta leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu um leið og hann gengur frá stefnu- mörkun sinni fyrir komandi alþing- iskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita nýjum ráðum í stjórn landsins. Þau munu stuðla að jafn- vægi og festu og leysa framtak ein- staklinga úr læðingi. Með sameig- inlegu átaki sigrumst við á erfið- leikunum. — Sjálfstæðisflokkurinn höfðar einn flokka til allra stétta og getur í trausti þessi leitt þjóðina frá upplausn til ábyrgðar." hæfum kjarasamningum (sólstöðu- samningum). í tíð vinstri stjórna, frá 1978, hefur óðaverðbólgan verið viðvarandi og vaxandi og stefnir nú í meiri hæðir en nokkru sinni, sbr. meðfylgjandi súlurit, sem sýnir verðbólguferil frá 1961 og fram yfir sl. áramót. Hlutavelta Varðar: 5.000 vandaðir vinningar FIMM þúsund vinningar verða á mikilli hlutaveltu, sem Varðarfélagið í Keykjavík efnir til í Valhöll við Háa- leitisbraut í dag, kl. 14 til 18. Engin núll eru á hlutaveltunni, en miðinn kostar 20 krónur. Vinningar eru allir mjög eigu- legir, svo sem fatnaður, íþróttavör- ur, leikföng, skrautvörur eru meðal vinninga; segir í frétt er Morgun- blaðinu hefur borist frá Verði. Hlutaveltan er haldin í tengslum við fjölskylduhátíð D-listans í Reykjavík, sem haldin verður í Valhöll á sama tíma. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 19 Fögnum sumri með Albert Kosningahátíð með efsta manni á lista Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík haldin í KVÖLD í Háskólabíói kl. 21.00—22.30. FJÖLBREYTT FJÖLSKYLDUSKEMMTUN: Geirlaug Þorvaldsdóttir flytur Ijóö eftir Tómas Guömundsson. Ágústa Ágústsdóttir syngur viö undirleik sr. Gunnars Björnssonar, cello og Jónasar Ingimundarsonar, píanó. Albert Guðmundsson flytur ávarp. Kynnir Sigurjón Fjeldsted. Garöar og Anne Marie syngja viö undirleik Magnúsar Kjartanssonar. Ókeypis Bingó Spilaö veröur um feröir til Jón Magnússon flytur stutt ávarp. Lignano — Gullna ströndin meö Útsýn og ferö meö m Magnús Þór Sigmundsson leikur og syngur. Eddu. S Pálmi Gunnarsson og Bergþóra Árnadóttir syngja. Allir gestir fá miða afhenta við innganginn, sem er ávís- Þórhallur Sigurösson (Laddi) un á alvöru hamborgara frá skemmtir. Aski. Frá upplausn tíl Aldraðir og fatlaðir hafi samband við skrifstofuna vegna sæta í síma 21078. ábyrgðar LISTINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.