Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 + Móöir okkar, MAGNÚSÍNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Auóaratræti 5, Reykjavík, andaðist 19. apríl í Landakotsspítala. Börn hinnar látnu. Móðir mín og tengdamóöir, + ÞURÍDUR MAGNÚSDÓTTIR, lést i Hrafnistu 19. april. Magnús E. Baldvinsson, Unnur Benadiktsdóttir. Eiginkona mín, ÓLÖF BJARNADÓTTIR, verur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. apríl kl. 16.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfólag íslands. Fyrir hönd barna okkar og annarra aöstandenda, Guöjón Guömundsson, Laugateig 46. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Hlunnavogi 6, Reykjavfk, sem lést 10. apríl, veröur jarösungin frá Sauöárkróksklrkju, föstu- daginn 22. apríl kl. 14. Helga Siguröardóttir, Eysteinn Sigurösson, Kristín Guömundsdóttir, Tómas Þ. Sigurösson, Sigrún Sigurbergsdóttír og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KATRÍN THORSTENSEN frá Arnardal, Hellubraut 2, Grindavík, veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 23. apríl kl. 14. Guörún Thorstensen, Guöbjörg Thorstensen, Sólveig Thorstensen, Kristín Thorstensen, barnabörn Leifur Jónsson, Ólafur Gamlíelsson, Guöjón Einarsson, Jón Ragnarsson, barnabarnabörn. + Útför bróöur okkar, mágs og frænda, SIGURDAR JÓNS ÞORLÁKSSONAR, bifreiöastjóra, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. apríl nk. kl. 1.30. Sverrir Þorláksson, Kristjana Guömundsdóttir, Margrét Fannar og Þórarinn, Kolbrún Þorláksdóttir, Sverrir Þór, Einar Þór. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og systir, ÞORBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR, hjúkrunarkennari, Stigahlíö 37, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaglnn 22. apríl kl. 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Is- lands' Siguröur Kr. Árnason, Siguröur Páll Sigurösson, Þórhallur Sigurösson, Árni Þór Sigurósson, Steinar Sigurösson, Friörik Sigurðsson, Margrét H. Eydal, Ásta Frióriksdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma. ÁRSÆL GRÓA GUNNARSDÓTTIR, Vallarbraut 3, Akranesi, verður jarösungin frá Akraneskirkju, föstudaginn 22. apríl kl. 14.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu mlnnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Akraness. Óskar Guðjónsson, Anna Þorsteinsdóttir, Þórunn Árnadóttir, Böövar Þorvaldsson, Þórdís Árnadóttir, Halldór Guömundsson og barnabörn. Minning: Ársœl Gróa Gunnarsdóttir Fædd 31. desember 1915 Dáin 15. aprfl 1983 Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 15. apríl sl., eftir nokk- uð langvinn veikindi og margar sjúkrahúslegur. Gróa, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp hjá foreldrum sín- um, þeim Gunnari Bjarnasyni og Þórdísi Halldórsdóttur. Þau bjuggu í Kjalardal í Skilmanna- hreppi 1905—’IO. Fellsaxlarkoti, í sömu sveit 1910—’39, síðan á Akranesi. Foreldrar Gunnars voru Bjarni Guðlaugsson og Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir bónda í Merkigili í Eyjafirði, Gíslasonar og k.h. Sigríðar Jóhannesdóttur. Guðlaugur faðir Bjarna var bóndi á Eyri í Fjörðum í Þingeyjarsýslu, Hallgrímsson bónda á Eyvindará Hallgrímssonar og k.h. Lilja Bjarnadóttir á Eyri Rafnssonar. Bjarni Guðlaugsson og Jóhanna Guðrún k.h. voru vinnuhj. á Hvítanesi í Skilmannahreppi hjá Stefáni bróður hennar, 1878—’79, svo á Arkarlæk og Kjalardal og bóndi þar 1881—’90, dó á Hóli í Svínadal. Gunnar í Fellsaxlarkoti var lengi vinnumaður á Leirá, við góðan orðstír. Hann var maður gestrisinn og greiðvikinn. Þórdís Halldórsdóttir var dóttir hjón- anna á Vestri-Reyn, Halldórs Ólafssonar og Gróu Sigurðardótt- ur. Þetta fólk tilheyrði þeirri tíð þegar hver einstaklingur mátti vinna hörðum höndum fyrir nauð- þurftum, sem oft voru við nögl skornar, vegna fátæktar, sem lá í landi hér, þá ekki síst í garði al- þýðufólksins í byggð og bæ á Is- landi þess tíma. Engu að síður bjó þetta fólk yfir öðrum auð, sem er gulli betri, vinnusemi, húsbónda- hollustu, næjusemi, hógværð og hjartagleði. Það var ltillátt og Guði sínum þakklátt, hamingja þess var ekki af gervitísku sprott- in, heldur af mannkærleika og trú á það góða. Sú kona sem þessi kveðjuorð eru helguð, var kona af þeirri manngerð, sem hér var lýst. Hlédræg, hógvær.skyldurækin, vönduð til orðs og æðis. Hög í höndum, mikil húsmóðir, móðir og eiginkona. Bjó sér og sín- um fallegt heimili, þar sem vel var veitt og vel að öllum búið. Vand- virkni og snyrtimennska var hús- móðurinni í blóð borin. Þar þótti öldnum sem ungum gott að koma. Barnabörnunum þótti það hrein hátíð að sækja þessa prúðu góðu ömmu heim, og alveg frábært að gista nótt og nótt, þegar hún var nú líka orðin ein, eins og væng- brotinn fugl, eftir skyndilegt frá- fall afans elskulega. Þau fundu vel hve þau voru miklir aufúsu gestir. Alltaf var tími hjá ömmu til að grípa í spil og gleðja smáa, elsk- aða gesti. Þessar minningar eiga eftir að lifa í ungum brjóstum langa tíð. Minningar sem ylja og bæta mannlífið. Gróa átti fyrir mann Árna Runólfsson frá Gröf. Hann varð bráðkvaddur 9. janúar 1979, víkingsduglegur, drengskap- armaður. Þeim búnaðist vel, áttu stórt nýlegt steinhús við Sunnu- braut hér í bæ. Börnin eru þrjú, Óskar Guðjónsson, sem hún átti áður en hún giftist Árna, hann ólst upp hjá þeim, sem þeirra barn, hann er fjölskyldumaður og býr í Hafnarfirði. Dæturnar eru tvær, Þórunn gift Böðvari Þor- valdssyni og Þórdís gift Halldóri Guðmundssyni, svo er hópur af barnabörnum, dæturnar búa á Akranesi. Gróa var góður vinur vina sinna, trygglynd kona, lét ekkert á sér bera en bjó yfir ýms- um góðum hæfileikum. Hún hafði auga fyrir björtum og broslegum hliðum lífsins, ekki síður en marg- ur annar, sem meira ber á. Vel gefin sómakona, sem alltaf bauð af sér góðan þokka og hlýtt við- mót, þannig mun hún okkur verða í minningunni. Gróa áti við veikindi að stríða síðustu árin, vissi að ekki gat orðið um varanlegan bata að ræða. Ég hygg því að hún hafi vel sætt sig við þessa lausn mála, það kemur fyrr eða síðar að þessari stóru stund hjá okkur öllum. Þeir eru heppnir sem losna við hrumleika ellinnar. Þessi kona fór hvergi með bægslagangi, en var þakklát fyrir það sem henni auðnaðist af lífs- gæðunum. Þannig þyrftum við fleiri að vera, þá yrði kröfugerðin lágværari en hún er. Þetta lífs- reynda fólk bjó yfir þroska og þekkingu og kunni að lifa lífinu í friði og sátt við alla. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Við hjónin flytjum ástvinum samúðarkveðju. Valgarður L. Jónsson Rannsóknastofn- un uppeldismála NÝLEGA hefur verið sett á stofn rannsóknastofnun uppeldismála samkvæmt lögum frá 1971 um Kennaraháskóla fslands og reglu- gerð frá 1974. Rannsóknastofnunin starfar á vegum Kennaraháskóla íslands, Háskóla fslands og menntamála- ráðuneytisins. Henni er ætlað að vinna að fræðilegum rannsóknum á sviði sál- og félagsvísinda og í lögum segir að þar skuli að jafnaði tekin fyrir verkefni er teljist hafa hagnýtt gildi fyrir skólastarf á ís- landi. Einnig skal veita kennara- efnum og háskólastúdentum þjálf- un í fræðilegum rannsóknaaðferð- um sál- og félagsvísinda. Stjórn rannsóknastofnunar uppeldismála er í höndum 6 manna stjórnarnefndar sem skip- uð er samkvæmt 15. gr. áður- nefndra laga. í nefndinni eiga sæti: Rektor Kennaraháskóla fs- lands, Baldur Jónsson. Rektor Há- skóla íslands, dr. Guðmundur Magnússon. Fulltrúi nefndur til tveggja ára af föstum kennurum uppeldisskorar Kennaraháskóla íslands, dr. Þuríður J. Kristjáns- dóttir, prófessor. Fulltrúi nefndur til tveggja ára af föstum kennur- um Háskóla íslands í sálarfræði, uppeldisfræði og félagsfræði, Guð- ný Guðbjörnsdóttir, prófessor. Deildarstjóri skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytisins, Hörður Lárusson, deildarstjóri. Formaður skipaður af mennta- málaráðherra til fjögurra ára án tilnefningar, Kristján J. Gunnars- son, fyrrv. fræðslustjóri. Forstjóri er kjörinn til skiptis úr hópi fastra kennara í uppeldis- skor Kennaraháskólans og fastra kennara Háskóla íslands í sálar- fræði, uppeldisfræði og félags- fræði. Forstjóri stjórnar vísinda- legu starfi rannsóknastofnunar- innar, hefur umsjón með fram- gangi rannsóknaverkefna stofnun- arinnar og fjárreiðum hennar. Forstjóra er skylt að kenna % kennsluskyldu sinnar í hlutaðeig- andi háskóla. Forstjóri hefur verið kjörinn dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir prófess- or, Kennaraháskóla íslands, til næstu þriggja ára. jr Oskar Halldórsson fv. dósent — Kveðja óskar Halldórsson er dáinn, rétt rúmlega sextugur. Við vonuð- um að nú loks fengi hugmynda- auðgi hans og frumleiki að njóta sín svo um munaði í rannsókn- arstörfum eftir lausn undan ára- tuga amstri kennslunnar. Við vissum af svo mörgu sem hann þyrfti að sinna — atriðum sem hann hafði vikið að í kennslunni, en ekki gefist tími til að kanna til hlítar, þannig að fleiri fengju not- ið hugmynda hans. Við vorum meðal þeirra heppnu, sem fengu veður af hvers væri að vænta, og sannarlega þyrsti okkur í meira. En nú er úti um þá von. óskar beitti ekki miklum til- þrifum í kennslu sinni. Hann þurfti þess ekki; eina kennslutæki hans var röddin, og Óskar kunni öðrum mönnum betur á það tæki. Alkunna er að Óskar var frábær upplesari, en jafnvel snilldarupp- lestur getur nýst illa í kennslu. Sú hætta er fyrir hendi að nemendur hrífist svo af lestrinum að þeir veiti efninu ekki nægilega athygli. En þannig fór ekki í tímum Óskars. Hann Ias ekki fyrirlestr- ana; hann sagði okkur þá, talaði til okkar, hvers og eins. Og hann gerði það á þann hátt, að við fund- um að þetta kom okkur við. óskar var líka allra manna ljúf- astur í daglegri umgengni. Til hans var alltaf gott að leita, og hann lagði sig fram um að veita nemendum sínum alla hugsanlega aðstoð, bæði í námi og félagslífi. Æði oft var leitað til hans um leiðsögn í ferðalögum íslensku- nema, bæði vegna staðþekkingar hans og frásagnargáfu, en ekki síður vegna hins, að þar áttum við vísan skemmtilegan félaga, sem við vissum að yrði hrókur alls fagnaðar. Mímisliðar, eldri sem yngri, þakka Óskari samveruna og senda ástvinum hans samúðarkveðjur. Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.