Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Um hvað er — eftirJón Magnússon Við alþingiskosningar nú eru valkostirnir óvenju skýrir. Valið stendur um áframhald óstjórnar Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks, sem staðið hefur nær lát- laust í rúman áratug, leið út í óvissuna með nýju flokkunum eða hugmyndir sjálfstæðismanna um viðreisn efnahagslífsins og ný- sköpun í atvinnumálum. Allar alþingiskosningar boða ákveðin tímabót. Verk stjórnar og stjórnarandstöðu eru metin af kjósendum sem leggja dóm á hvaða flokkum þeir treysta best til að stjórna þjóðfélaginu að loknum kosningum. Kjósendur eiga valdið og það er þeirra að segja til um hvers konar framtíð- arstefnu á að marka. Við kosningarnar 1979 lögðu sjálfstæðismenn fram sína stefnu og lögðu áherslu á að kveða niður verðbólguna, sem þá var í kring- um 50%. Þessi stefna náði ekki fram að ganga og afleiðingarnar eru helmingi meiri verðbólga. LeiÖ Sjálfstæðis- flokksins Vegna þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað á undanförnum ár- um, verður að leita nýrra lausna og ýmsar þær leiðir, sem farnar voru fyrir fjórum árum eru ekki færar í dag vegna örrar verð- bólguþróunar og skerðingar lífs- kjara. Sjálfstæðismenn bjóða því ekki upp á gull og græna skóga eins og sumir andstæðingar okkar halda ranglega fram. Við bendum kjósendum á hversu alvarlegt ástandið er og leggjum fram til- lögur til lausnar vandanum. Helstu áhersluatriðin eru fjög- ur, atvinnuuppbygging, skatta- lækkun, samdráttur í ríkiskerfinu, barátta við verðbólguna og viðun- andi lán fyrir ungt fólk til að eign- ast eigið húsnæði. Meginatriðið er, að Sjálfstæðisflokkurinn vill leita leiða frelsisins og láta dugnað fólksins fá að njóta sín, meðan all- ir aðrir íslenskir stjórnmálaflokk- ar vilja með einum eða öðrum hætti skerða þetta frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn er þvf valkostur við þessar kosningar, sem kjósendur þekkja. Flokkurinn gengur sameinaður til kosninga, eining er um stefnuna og Sjálf- stæðisflokkurinn á þá sögu í ís- lenskum stjórnmálum að til hans hefur jafnan verið leitað þegar erfiðleikar hafa sótt að og hann hefur jafnan beitt sér fyrir þeim aðgerðum sem þurfti til að bægja frá hættu eða kreppuástandi. Kjósendur mega því búast við því af Sjálfstæðisflokknum að hann taki á vandamálunum af festu og til að leysa þau. Valkostir vinstri flokkanna Annar valkostur nú eru vinstri flokkarnir þrír svonefndu, Al- kosið þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur. Alþýðuflokk- urinn er nú í upplausn og því ekki líklegur til að geta haft forgöngu um mál á næstunni. Leiðir Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks eru öllum kunnar. Þessir tveir flokkar bera ábyrgð á þeirri óheilla verðbólguþróun, sem hófst á valdaskeiði þeirra 1971—1974, en nær nýju hámarki í samstjórn þeirra nú. Þessir flokkar eru því valkostur þeirra sem vilja óbreytta stefnu, áframhaldandi óðaverðbólgu og stöðnun. Ábyrgð- arleysi þessara flokka og mistök við stjórn landsins gerir þá því lítt fýsilega. Út í óvissuna Þriðja valkostinn getum við eins kallað út í óvissuna, en þar á ég við Kvennaframboðið og Bandalag jafnaðarmanna, sem er stjórn- málaflokkur sem segist berjast gegn stjórnmálaflokkum, hvernig svo sem það getur farið saman. Að mínu mati eru það ekki tæk rök að hafna þessum flokkum á þeim grundvelli einum að hér sé um nýja flokka að ræða, því að nýir flokkar geta þess vegna átt jafn- mikið erindi og þeir sem starfað hafa lengi. Þessir tveir flokkar, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennaframboðið, hafa hins veg- ar ekki heilsteypta stefnu í þeim málum, sem mest eru knýjandi að tekið sé á nú þegar. Þess vegna er líklegt að þeir muni enn auka á Jón Magnússon „Sjálfstæðisflokkur- inn er því valkostur við þessar kosningar, sem kjósendur þekkja. Flokkurinn gengur sam- einaður til kosninga, eining er um stefnuna og Sjálfstæðisflokkur- inn á þá sögu í íslensk- um stjórnmálum að til hans hefur jafnan verið leitað þegar erfiðleikar hafa sótt að og hann hefur jafnan beitt sér fyrir þeim aðgerðum sem þurfti til að bægja frá hættu eða kreppu- ástandi.“ glundroðann fái þeir stuðning. Þessi valkostur er af þeim sökum ótækur fyrir þá, sem vilja að tekið sé af nauðsynlegri festu á brýn- ustu vandamálum þjóðarinnar. Hvað er til ráða? Nú þegar verðbólgan er komin á sama stig og hjá verðbólgumet- höfum S-Ameríku, þjóðartekjur eru minnkandi, lífskjör versna og atvinnuleysi er yfirvofandi, verður styrk ríkisstjórn að taka við til að hægt verði á sem skemmstum tíma að komast út úr kreppunni. Við sjálfstæðismenn höldum því fram að meirihlutastjórn eins stjórnmálaflokks sé sterkari og líklegri til að ná árangri en sam- steypustjórn, þar sem hver kennir öðrum um ef illa tekst til og ákvarðanir eru teknar eftir samn- ingaþóf og allskyns málamiðlanir. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem á möguleika á því að fá slíkt meirihlutafylgi og hann gengur til kosninganna sterkur og sameinaður. f raun er því stuðn- ingur við Sjálfstæðisflokkinn nú líklegastur til að marka veruleg tímamót og bægja frá glundroða og stöðugum bráðabirgðalausnum. Valkostir kjósenda við þessar kosningar eru því aðeins tveir, annars vegar áframhald þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið eða stuðningur við stefnu Sjálfstæðis- flokksins, sem er það eina sem býður upp á raunhæfar breytingar á því ástandi sem nú ríkir. Jón Magnússon skipar 9. sæti á íramboðslista Sjálfstæðisílokksins í Reykjavík. Ný stefiia í nánd — eftir Gunnar G. Schram Um margt eni menn ósammála í þeim kosningum sem í hönd fara, en þó mun fæstum dyljast nauðsyn þess að taka upp gjörbreytta stefnu í þjóðmálum. Aldrei fyrr hefur ástandið verið jafn geigvænlegt í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Allir þekkja með hvílíkum hraða dýrtíðin æðir áfram. Skuldir þjóðarinnar er- lendis hafa aldrei verið hærri, enda fer fjórðungur þjóðartekna í afborganir af þeim á hverju ári. Á sama tíma riða atvinnuvegirnir til falls og stöðvun þeirra virðist framundan að óbreyttri stefnu. Það er þvi höfuðnauðsyn að velja nýja leið í þjóðmálum. Leng- ur má það ekki dragast. Varnarmálin Það má segja það núverandi rík- isstjórn til hróss að hún hefur fylgt skynsamlegri stefnu í varn- armálum þegar á heildina er litið. Það sem á hefur þó þar skort er að þær framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli, sem löngu voru fyrirhug- aðar, hafa ekki náð fram að ganga. Löngu er orðið tímabært að að- skilja varnarstöðina og almenna farþegaflugið. Ný flugstöðvar- bygging er hin mesta nauðsyn og ekki má lengur dragast að það verk verði hafið. Sú fjárveiting sem Bandaríkjastjórn hefur veitt til verksins, 20 milljónir dollarar, rennur út þann 1. október í haust sem kunnugt er. Upphæð þessi mun nægja til þess að unnt verði að Ijúka fyrsta áfanga byggingar- innar samkvæmt nýrri byggingar- áætlun. í því felst m.a. að ljúka þeim hluta flugstöðvarinnar, sem rúma mun þá þjónustu, sem snýr beint að farþegum. Það má því ekki dragast öllu lengur að taka ákvörðun f þessu máli. Hún hefur dregist allt of lengi vegna andstöðu eins stjórn- arflokksins. Stefnubreyting er því hér tímabær. Ekki síður er nauðsynlegt að hefja framkvæmdir í Helguvík svo þeirri stórfelldu mengunarhættu, sem nú stafar frá varnarstöðinni, verði bægt frá. Bæði þessi áform eru nauðsynlegur þáttur í því varnarkerfi, sem íslendingar vilja halda uppi í landinu. Auk þess munu þau veita fjölda manna at- vinnu á þessum slóðum næstu 5—7 árin. Afkoma fyrirtækjanna Á öðru sviði er ekki síður þörf stefnubreytingar. Efnahagsstefna síðustu ára hef- ur leitt til þess að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði eiga nú í meiri erfiðleikum en nokkru sinni fyrr. Þetta á við um fyrirtæki á Suðurnesjum ekki síður en annars staðar á landinu. Bráðabirgðaráðstafanir, eins og þær sem nú er verið að fram- kvæma, eru hér skammgóður vermir. Það verður að finna nýjan rekstrargrundvöll, sem gerir vel reknum fyrirtækjum kleift að hagnast — í stað þess að safna æ meiri skuldum. Tvennt skiptir þar einna mestu máli. Að skrá gengið rétt og létta opinberum gjöldum af atvinnuvegunum. Það hefur of lengi gleymst að hagnaður atvinnufyrirtækjanna er hagnað- Gunnar G. Schram „En sú stefna þýðir ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn muni hverfa af þeirri braut að vera víðsýnn og frjálslyndur ílokkur, sem einna mestan þáttinn hefur átt í því að byggja upp það velferðarþjóðfélag, sem við nú búum við.“ ur þjóðarinnar allrar. Það verður að verða kjarni þeirra efnahags- ráðstafana, sem framkvæma verð- ur strax að kosningunum loknum. f öðru lagi þarf að taka upp nýja stefnu í stóriðjumálunum. Allt framtak hefur þar verið drepið í dróma á síðustu árum. Þó er flest- um ljóst að það er fyrst og fremst á sviði iðnaðar og stóriðju sem nýju atvinnutækifærin liggja. Við þurfum að reisa þrjú til fjögur ný stóriðjufyrirtæki á næstu fimm- tán árunum, því ella tekst okkur ekki að nýta þá orku, sem helst getur bætt lífskjörin frá því sem nú er. Verðbætur og tekjuskatturinn Þrátt fyrir tillögur tveggja stjórnarflokkanna tókst ekki að lögleiða nýjan vísitölugrundvöll á síðasta þingi. Það mun þó vera samdóma álit allra stjórnmála- flokka að breyta þurfi hinu sjálf- virka kerfi verðlags og kaup- gjaldshækkana, sem lengi hefur kynt eld verðbólgunnar. Þjóðar- nauðsyn er að samstaða náist um skynsamlegar aðgerðir í þeim efn- um að loknum kosningum. Breytingar á verðbótakerfinu á ekki að knýja fram með laga- þvingunum, heldur með samn- ingum launþegasamtakanna og atvinnurekenda. Þeir samningar verða ekki auðveldir og allir aðil- ar, sem þar eiga hlut að máli, munu þurfa að taka á sig ein- hverjar byrðar. í því efni skiptir vitanlega mestu máli að vernda kaupmátt launanna og koma í veg fyrir kjaraskerðingu þeirra, sem lægstu launin hafa. Hér er það sem tillaga sjálf- stæðismanna um afnám tekju- skattsins á almennum launatekj- um getur skipt sköpum. Slík fram- kvæmd felur í sér mikla kjarabót fyrir alla launþega landsins. Hún getur skapað svigrúm og auðveld- að innleiðingu nýs verðbótakerfis án þeirrar kaupmáttarskerðingar, sem ella er hætt við að til kæmi. Þess vegna er tillagan um afnám tekjuskattsins á almennum launa- tekjum mikilsverðasta nýmælið, sem fram hefur komið í þessari kosningabaráttu. Forsendan er hér auðvitað sú að ekki verði grip- ið til nýrra skatta í stað þeirra sem afnumdir verða. Stefna Járnfrúarinnar Síðustu vikurnar hefur Sjálf- stæðisflokknum verið borið það á brýn að hann muni framkvæma óhefta markaðsstefnu á öllum sviðum þjóðlífsins, stefnu Thatch- ers hinnar bresku, sem leiða muni til samdráttar og atvinnuleysis. Það er mesti misskilningur, eins og kosningastefnuskrá flokksins gleggst sýnir. Flokkurinn vill hverfa frá ríkisafskiptum og miðstýringu síðustu ára, sem drepið hafa í dróma framtak ein- staklingsins og lamað atvinnuveg- ina. Stefna hans er að efla ein- staklinginn til athafna í frjálsu þjóðfélagi. En sú stefna þýðir ekki að Sjálfstæðisflokkurinn muni hverfa af þeirri braut að vera víð- sýnn og frjálslyndur flokkur, sem einna mestan þáttinn hefur átt í því að byggja upp það velferðar- þjóðfélag, sem við nú búum við. Eftir sem áður verður að tryggja kjör þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og orðið hafa á ein- hvern hátt undir í lífsbaráttunni. Umbætur í heilbrigðismálum, fé- lagsmálum og menntamálum eru meðal hinna mikilvægustu mála, sem sinna verður á næstu árum. Það er engin nýjung, heldur að- eins framhald þeirrar stefnu sem helstu forystumenn flokksins hafa verið sammála um á liðnum árum. Á því mun engin breyting verða. Gunnar C. Schram prófessor skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.