Morgunblaðið - 21.04.1983, Side 25

Morgunblaðið - 21.04.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 29 Pólýfónkórinn heilsar sumri með kaffisölu Pólýfónkórinn efnir til kaffisölu í súlnasal Hótel Sögu í dag, sumardaginn fyrsta. Auk kaffi- veitinganna verður hlutavelta með fjölmörgum ágætisvinningum. Að sjálfsögðu verða einnig skemmtiatriði við allra hæfi, kór- söngur, eingöngur, tvísöngur og hljóðfæraleikur. Meðal þeirra sem þarna koma fram verða: Ásta Thorstensen alt, Ásdís Gísladóttir sópran, Elsa Waage sópran, Friðbjörn G. Jóns- son, sem syngur lög Sigfúsar Hall- dórssonar við undirleik höfundar, tvær ungar stúlkur leika og syngja í léttum dúr og Josef Fung leikur á gítar. Fjölskylda Hjálmtýs Hjálmtýssonar mun syngja, en dóttirin í fjölskyldunni er betur þekkt undir nafninu Diddú. Þá mun hljómsveitin KOS leika lauf- létta tónlist. Starfsemi kórsins síðasta starfsár var mjög umfangsmikil á 25 ára afmælisárinu. Tónleika- haldið og Spánarförin var mikið átak, sem ekki er auðvelt að endurtaka á hverju ári. Auk þess var ráðist í útgáfu á Matteusar- passíunni í fullri lengd á fjórum hljómplötum. Upptaka fór fram á tónleikum um páskana 1982 í Há- skólabíói. Hér er um mikið stór- virki að ræða með svo fjölmennum hópi flytjenda, en stjórnandi kórs- ins hefur sjálfur borið mestan htuta kostnaðarins við útgáfuna. Starf kórsins í vetur hefur verið minna í sniðum, en þótt engin stórverk hafi verið flutt, hefur kórinn unnið vel undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem er organisti í Hallgrímskirkju. Fyrir jólin voru tónleikar í Kristskirkju, sem tókust vel og fengu mjög góða umsögn gagnrýnenda. Á föstudag- inn langa söng svo kórinn við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þar var m.a. sunginn kafli úr þekktu verki eftir óperutónskáldið Rossini, Stabat Mater. En kórinn hefur mikinn áhuga á að flytja það verk í heild síðar. Annars hefur tilkostnaður við tónleikahald vaxið gífurlega og má nú heita að stóru kórunum sé orðið um megn að fá hljóðfæra- ieikara til liðs við sig og flytja stærri verkin á eigin kostnað. Er hætt við að mörgum þyki það miður, ef ekki verður kostur á að heyra verk Bachs og Hándels á stórhátíðum eins og verið hefur regla undanfarin 10—15 ár. Pólýfónkórinn væntir góðra undirtekta hjá almenningi eins og alltaf áður og þakkar stuðning við kórstarfið. Enginn verður svikinn af því að drekka sumarkaffið í Súlnasal Hótel Sögu og njóta fag- urrar tónlistar um leið. Gleðilegt sumar. F.v. Gréta Guðnadóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Auður Hafsteinsdóttir. Þrír ungir einleik- arar með Sinfóníunni Tónlistarskólinn í Keykjavík og Kinfóníuhljómsveit íslands halda tónleika f Háskólabíói laugardaginn 23. apríl kl. 15. Á efnisskránni eru þrír af þekktustu fiðlukonsertum tónbókmenntanna, fiðlukonsert Mendelsohns í e-moll, 2. fiðlu- konsert Wieniawski í d-moll og Rruch fiðlukonsertinn í g-moll. Einleikarar með Sinfóníuhljóm- sveitinni eru þrjár ungar stúlkur, Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðnadóttir og Sigurlaug Eðvalds- dóttir, en þær eru allar nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þessir tónleikar eru hluti af einleikaraprófi þeirra frá skólanum núna í vor. \ Auður, Gréta og Sigurlaug eru all- ar félagar í Stengjasveit Tónlist- arskólans, sem starfar undir stjórn Mark Reedmans. Á þessum tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Islands stjórnar hann hljómsveitinni. Fiðlustúlkurnar þrjár hafa stund- að fiðlunám hjá ýmsum kennurum, en seinustu ár hafa Auður og Sigur- laug verið nemendur Guðnýjar Guð- mundsdóttur, konsertmeistara, en Gréta stundað fiðlunám hjá Mark Reedman. Tónleikarnir í Háskólabíói á laug- ardaginn hefjast kl. 15. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ÓDÝRASTUR ALLRA Vegna sérsamninga við Isuzu-verksmiðjurnar getum viö boðið nokkra 1982 Isuzu pallbíla á ótrúlega hagstæöu verði. Isuzu pickup, palllengd 1,85 m kr. 226.100.-. Isuzu pickup, palllengd 2,30 m kr. 235.500.-. (gengi 8.4. ’83) Búnaður: 1,8 L bensínvél — 4 gíra — beinskiptur — sportfelgur — grófmynstruö dekk — krómaðir stuöarar aftan og framan — mjúk fjöðrun — De Lux búnaður — framdrifslokur — hæö undir lægsta punkt 21,5 cm. BÆNDUR — VERKTAKAR — FYRIRTÆKI KYNNID YKKUR ÞETTA EINSTAKA VERÐ OG GREIDSLUKJOR Bæklingar hjá kaupfélögunum um land allt. S VÉIAMIID SAMBANDSINS RiniiAáP Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Já, ég vek athygli ykkar á nýju brauöunum sem koma ylvolg úr ofninum á hverjum morgni. Þá má ekki gleyma kökuúrvalinu, vínarbrauðunum, snúöunum og öllu hinu góögætinu sem alltaf er ferskt og fínt á hverjum degi. Svo á ég ailtaf ilmandi kaffi á könnunni. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 8-18. LAUGARDAGA KL. 8-16 OG SUNNUDAGA KL. 9-16. VERID ÁVALLT VELKOMIN í BAKARÍIÐ iminnxflafcari 48 BAKARÍ — KONDITORI — KAFFI Gleðilegt sumar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.