Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 15 Ólafsvíkurhöfn. Hvalstöö Hvals hf. í Hvalfirði. Skelvinnsla í Stykkishólmi. Ljósm: HBj. rúm, þar af rúmur helmingur af heilsárshótelum. í þessu sambandi nægir að nefna ný og glæsileg hót- el í Stykkishólmi og í Borgarnesi. f kjördæminu eru rekin ein 17 veit- ingahús af ýmsu tagi og auk 24 bensín- og olíusölustaða er þar að finna 20 verkstæði svo einhver þjónusta sé nefnd. Kjördæmið hefur því upp á ýmsa þjónustu að bjóða auk sjálfrar náttúrufegurð- arinnar og sögustaðanna. Á síð- astliðnu ári bundust nokkur félög og einstaklingar samtökum í Ferðamálasamtökum Vesturlands og var markmiðið m.a. að nýta betur þá möguleika sem felast í þjónustu við ferðamenn. Samtökin réðu sér ferðamálafulltrúa í fyrra- sumar. Hér er um algert braut- ryðjendastarf að ræða en það sem af er þá lofar það góðu um að ferðamannaþjónustan geti orðið aukinn þáttur í atvinnulífi lands- hlutans. Samgöngumál: Bættir vegir aðalhagsmunamálið Bættir vegir eru mesta hags- munamál vestlendinga í sam- göngumálum. Ástand vega á Vest- urlandi hefur verið harðlega gagn- rýnt á undanförnum árum, sér- staklega á Snæfellsnesi, í Dala- sýslu og uppsveitum Borgarfjarð- ar. Vegirnir eru með elstu vegum í landinu og hafa þeir lítið verið endurbyggðir. Talið hefur verið að vegirnir hafi verið látnir drabbast niður m.a. vegna fjárfrekra fram- kvæmda svo sem gerð Borgar- fjarðarbrúarinnar. Borgarfjarð- arbrúin hefur vissulega orðið mik- il samgöngubót fyrir vestlendinga en ekki síður fyrir Vestfirði og Norðurland, þannig að mönnum hefur þótt óréttlátt að láta fjár- framlög til hennar bitna á ástandi vega í þessu eina kjördæmi. Ymsar framkvæmdir eru taldar brýnar í vegamálum í kjördæm- inu. Hafnar eru framkvæmdir við nýjan veg fyrir ólafsvíkurenni, í stað núverandi vegar sem talinn er vera hættulegur. Nýlega var samið við verktakafyrirtæki um að leggja nýjan veg niður við sjáv- armál fyrir Ennið. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í útboði sem fram fór um verkið og treysti sér til að taka það að sér fyrir rúman helm- ing kostnaðaráætlunar Vegagerð- arinnar. Nú þegar er lagning bundins slitlags á veginn á milli Akraness og Borgarness langt komin og á allra næstu árum er gert ráð fyrir að þjóðvegur nr. 1 frá Reykjavík og norður í land verði allur lagður bundnu slitlagi. Sveitarstjórnamenn á Vesturlandi hafa lagt áherslu á að vegurinn á Mýrum, vestur frá Borgarnesi, verði forgangsverkefni næstu ára í vegagerð á Vesturlandi. Einnig hafa sveitarstórnamenn á Snæ- fellsnesi lagt mikla áherslu á betri samtengingu þéttbýlisstaðanna á norðanverðu nesinu, þannig að þeir verði meiri heild í markaðs- legu, atvinnulegu og félagslegu til- liti. Ýmis önnur verkefni hafa ver- ið nefnd. T.d. endurbætur á vegin- um um Bröttubrekku. Þar eru nú þungataklmarkanir allt árið vegna þess að brúin yfir Bjarna- dalsá er léleg en leiðin um Bröttu- brekku er mun styttri fyrir Dala- menn og Vestfirðinga en Heydals vegur. Brú yfir Gilsfjörð er talin tiltölulega einfaldur hlutur. Það mál er í athugun en aðal ávinn- ingur slíkrar framkvæmdar er að svokölluð Dalabyggð, þ.e. Dala- sýsla og Austur-Barðastrandar- sýsla, sem hafa nú þegar mikla samvinnu í ýmsum málum, myndi tengjast betur saman. Miklar um- ræður hafa farið fram um Hval- fjarðarbrú og áhugi er fyrir því í kjördæminu að taka fyrri áætlan- ir um samgöngur um Hvalfjörð til endurskoðunar með tilliti til tækniframfara á þessu sviði. Mestallir fólksflutningar til og frá kjördæminu fara fram á landi og er þjónusta sérleyfishafa kjör- dæmisins mjög til fyrirmyndar. Hugmyndir hafa verið uppi um að bæta skipulag fólksflutninganna með því að koma upp umferðar- miðstöð í Borgarnesi. Vöruflutn- ingar í kjördæmið fara einnig að miklu leyti fram á landi þannig að vegamálin eru brýnasta hags- munamálið í samgöngumálum kjördæmisins. Arnarflug er með áætlunarferð- ir til Rifs og Stykkishólms. Hefur verið unnið að endurbótum flug- vallanna á þessum stöðum. Einnig hafa komið fram óskir um að bæta flugvellina í Grundarfirði, Búð- ardal og Stóra-Kroppi í Borgar- firði. Skipaútgerð ríkisins er ekki með áætlunarferðir til hafna á Vesturlandi en tvær ferjur eru með áætlunarferðir til og frá kjör- dæminu. Akraborg gengur á milli Akraness og Reykjavíkur og eftir að nýja Akraborgin var tekin í notkun hafa flutningar með henni stóraukist. Fer nú drjúgur hluti umferðarinnar inn og út úr kjör- dæminu um hana. Baldur gengur á milli Stykkishólms og Brjáns- lækjar á Barðaströnd og tengir hann saman tvo landshluta. Smíði á nýrri og afkastameiri ferju er nú í undirbúningi. Orkumál: Hugmyndir um stofnun hitaveitna á Snæfellsnesi og í Dölum Á hinum svokölluðu köldu svæð- um kjördæmisins, Snæfellsnesi og Dölum, ríkir mikil óánægja með hinn mikla kostnað sem leggst á fólk vegna þess hve rafhitun er orðin dýr. Skv. lauslegum athug- unum Orkustofnunar þá koma tveir staðir á Snæfellsnesi helst til greina við öflun á heitu vatni til hitaveitu Snæfellsness sem hug- myndir hafa verið uppi um að stofna. Heimamenn hafa viljað láta rannsaka þessa möguleika betur en það hefur ekki enn feng- ist gert þar sem fullnaðarrann- sóknir munu vera dýrar og tíma- frekar og mikil óvissa vera með útkomu. Hefur Orkustofnun ekki haft aðstöðu til að fara út í þær að svo komnu máli, enda nóg til af ónýttu rafmagni í landinu eins og er, þó dýrt sé. í Dalasýslu eru taldir vera mjög álitlegir kostir til öflunar á heitu vatni en þeir eru ekki fullrannsakaðir. Snæfell- ingar og Dalamenn hafa unnið talsvert að orkumálum sínum að undanförnu og auk þess að fara fram á fjármagn til niðurgreiðslu húshitunarrafmagns hugsa þeir sér að framkvæma áætlun um orkusparandi aðgerðir. Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar, sem tekin var í notkun ekki alls fyrir löngu, hefur þegar sannað gildi sitt. Sparar hún eig- endum sínum, sem eru aðallega íbúar Akraness, Borgarness og Hvanneyrar, mikinn kostnað þó að hitaveitan sé ný og í hópi þeirra hitaveitna sem selja orkuna einna dýrasta. Hitaveitan hefur orðið fyrir óvæntum skakkaföllum sem leikið hafa fjárhag hennar illa. Fyrst og fremst er það hin mjög svo óhagstæða gengisþróun sem verið hefur en skuldir hennar eru allar í dollurum. Einnig kemur það til að orkusalan hefur reynst minni en gert var ráð fyrir í áætl- unum. Vestlendingar búa við nokkuð gott öryggi í orkumálum. Anda- kílsárvirkjun er fyrirtæki ( eigu heimamanna sem sannað hefur ágæti sitt en dugar þó engan veg- inn fyrir notkun alls kjördæmis- ins. Verður því að kaupa mikinn hluta raforkunnar að. Hugmyndir hafa verið uppi um að byggja litla virkjun við Kljáfoss í Borgarfirði en sá virkjunarkostur hefur ekki verið talinn standast samkeppn- ina við stórvirkjanirnar enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Menntamál: Áhugi á að treysta framhaldsmennt- unina í kjördæminu Fjölbrautaskólinn á Akranesi, sem stofnaður var fyrir nokkrum árum, hefur með öðru orðið til að breyta mikið bæjarbragnum á Akranesi og hefur hann orðið menningarlífi þar mikil lyfti- stöng. Nú er ekki lengur ástæða til þess fyrir fólk, á Akranesi a.m.k., að flytja til höfuðborgarsvæðisins í þeim eina tilgangi að mennta börnin sín eins og talsvert bar á áður. Sérstaklega þar sem Fjöl- brautaskólinn hefur reynst jafn góð menntastofnun og raun ber vitni. Nýlega var hafin bygging heimavistarhúss við skólann og mun það bæta úr brýnni þörf utanbæjarnemenda við skólann, ekki síst af Vesturlandi. 520 nem- endur eru í reglulegu framhalds- námi við skólann í vetur og eru 180 þeirra utan Akraness, þar af 120 af Vesturlandi. Vöntun á framhaldsskólalöggjöf hefur háð þróun framhaldsnáms í þessu kjördæmi sem öðrum. í dag er málum þannig háttað að fram- haldsdeildir eru við nokkra grunnskóla kjördæmisins og starfa þær í tengslum við Fjöl- brautaskólann. Áhugi er fyrir því í kjördæminu að treysta Fjöl- brautaskólann sem mest sem framhaldsskóla kjördæmisins, en sveitarfélögin eru beitt óþolandi misrétti við rekstur skólans miðað við þau sveitarfélög sem hafa að- gang að menntaskóla sem ríkið greiðir allan kostnað af. í Borgarfirði eru myndarleg skólasetur með fjölbreytilegum námsmöguleikum, Reykholt, Bif- röst, Hvanneyri og Varmaland. Hinu sögufræga menntasetri Reykholti hefur ekki verið sýndur mikill sómi á undanförnum árum og er þörf á uppbyggingu hér- aðsskólans. Uppbygging á Hvann- eyri hefur nú legið niðri um hríð en þar bíða mikil verkefni. Hús- stjórnarskólinn á Varmalandi hef- ur verið hornreka í kerfinu um árabil og aðeins verið starfandi vegna þrautseigju örfárra ein- staklinga. Nú hefur heyrst að rík- ið ætli endanlega að kippa að sér hendinni og gæti því svo farið að þessi skóli legðist af. Víða um kjördæmið er skortur á húsnæði við grunnskólana, en einna verst er ástandið þó á Akranesi. Þar er vandræðaástand í húsnæðismál- um grunnskólanna og hægt geng- ur í uppbyggingu. Heilbrigðismál: Starf heilsugæslustöðvanna komið í fastan farveg Heilsugæslustöðvar eru sam- kvæmt lögum á Akranesi, í Borg- arnesi, Búðardal, Ólafsvík og Stykkishólmi. Starfsemi þeirra er komin í nokkuð fastan farveg. All- ar læknisstöður eru skipaðar og helst vel á læknum. í ólafsvík og Stykkishólmi er verið að byggja yfir heilsugæslustöðvarnar. Sjúkrahús er á Akranesi og í Stykkishólmi, og er verið að byggja við sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi. Á Akranesi er verið að byggja vistheimili fyrir þroska- hefta og öryrkja á vegum svæðis- stjórnar þroskaheftra og öryrkja á Vesturlandi. Verður því vænt- anlega lokið á næsta ári og mun það þá bæta úr brýnni þörf. Að- hlynning aldraðra er víðast all góð. Dvalarheimili aldraðra eru á flestum aðalþéttbýlisstöðum. Hjúkrunarheimili er í byggingu í Ólafsvík og dvalarheimili aldraðra í Búðardal. Ekki er unnt að gefa í þessari grein neitt tæmandi yfirlit um líf og starf fólks í Vesturlandskjör- dæmi en þó er vonast til að þessi upptalning gefi nokkra innsýn í stöðu ýmissa mála þar. Niður- staða þessarar greinar hlýtur að vera sú að ekki sé sérstök ástæða til svartsýni um þróun mála í þessum landshluta, það er að segja ef almenn skilyrði í þjóðfé- laginu verða gerð atvinnulífinu hagstæð þannig að sú atvinnu- starfsemi sem fyrir er réttist fjárhagslega við og menn sjái sér hag í því að setja á stofn ný atvinnufyrirtæki. Á því munu blómlegar byggðir Vesturlands og gott mannlíf byggjast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.