Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 7 Bfllinn bíður í „Grænu hjarta" Evrópu Útsýn býður viöskiptavinum sínum ótrúlega hagstæöa bíla- leigusamninga og flugfargjald til Luxemborgar og heim aft- ur. Lesiö þessa veröskrá og hugleiöið hvort þarna sé ekki einmitt þaö sem hentar orlofsáætlun yöar í ár. Bíll, ótak- markaöur kílómetrafjöldi og flugfar fram og til baka pr. mann: Hægt að velja um 1, 2, 3 eöa 4 vikur. Brottför: 4/5, 6/5, 3/6, 10/6, 15/6, 24/6, 1/7, 8/7, 15/7, 22/7, 29/7, 5/8, 12/8, 13/8, 26/8. Bílaflokkur: A. Fiat Panda Fiat Uno B. Ford Fiesta Fiat 127 C. Ford Escort Opel Cadett Fiat Ritmo 65 D. Ford Sierra 1.6 Opel Ascona Fiat Ritmo dies. Ford Granada 2.0 E. Station Wagons F. Ford Sierra 2.0 GL G. Ford Transit Minibus H. Mercedes Benz BMW 528 Ford Granada 2.3 GL 1 vika — verö frá kr.7.390.------ 5 í bíl. 2 vikur — verö frá kr. 7.800.---- 5 í bíl. 3 vikur — verö frá kr. 8.210.-----5 í bfl. 4 vikur — verö frá kr. 8.610.-----5 í bíl. Innifalið: í þessum fargjöldum er innifalinn flugfarseöill KEF — LUX — KEF, þíll í umsaminn dagafjölda, þ.e. vikur meö ótakmörkuðum km fjölda, söluskattur og ábyrgöartrygging gegn þriðja aðila, en leigutaki ber sjálfsábyrgö aö upphæö kr. 11.220.-. Barnaafsláttur 2—11 ára kr.3.500."’ Reykjavik: Austurstræti 17 Sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. Rökþrot Ólafs R. Grímssonar Eins og við var að búast vikli Ólafur R. Grímsson ekki kannast við neyðar- áætlun Alþýðubandalags- ins þegar á hana var fyrst minnst í sjónvarpsþættin- um á þriðjudagskvöldið. Belgdi Ólafur sig við stjórnanda þáttarins og sagði hann fara raeð „Morgunblaðslygi“ þegar hann spurðist fyrir um neyðaráætlunina. I*að var hins vegar allt annar svipur yfir Ólafi R. Grímssyni, eft- ir að Albert Guðmundsson hafði sýnt áhorfendum það svart á hvítu hver var helsti boðskapur Svavars Gests- sonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, á flokks- þinginu í nóvember 1982. Þá talaði Svavar einmitt um 4 ára neyðaráætlun gegn kreppu og eins og Al- bert hefur sagt, þá er „samstarfsgrundvöllurinn" svonefndi einskonar yfir- breiðsla Alþýðubandalags- ins yfir nafn og númer i kosningabaráttunni, bæn- arskjal hinnar nýju stéttar Alþýðubandalagsins um að hún fái að sitja í ráðherra- stólum eftir kosningar, hvað sem það kostar. Ólafur R. Grímsson var rökþrota í þessum sjón- varpsumræðum. Hið eina sem hann hélt fast við var að biðja fólk um að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum, það gæti leitt til þess að Alþýðu- bandalagið ætti enga ráð- herra að þeim loknum! Kommúnistar ræða nú um úrslit kosninga á þann veg, að þær séu „valdataka" þessa eða hins. l*essi notk- un á orðum er auðvitað út í hött í lýðraðislandi, hún kemur hins vegar vel heim og saman við þá stjórnar- hætti sem marxistum eru kærastir. Ritvélar bannaðar Þegar Alþýðubanda- lagsmenn þóttust slíta tengslin við kommúnista- ríkin fyrir austan járntjald, ERHNl flokkmnim BMRÁSEfiNA EFNAHAGfflNU Fyrst núna? Framsóknarflokkurinn hefur setiö í ríkis- stjórn á íslandi samfleytt síðan 1971, aö undanskildum fjórum mánuöum um ára- mótiN 1979—80. Allan þennan tíma hafa þeir talaö eins og sá sem valdiö hefur og meira aö segja tvisvar átt forsætisráö- herra. Þrátt fyrir þetta segja þeir kjósend- um þaö meö bros á vör núna, aö á þessum 12 árum hafi efnahagsstefna þeirra aðeins komist í framkvæmd í 12 vikur í upphafi árs 1981. Við lok þessa 12 ára tímabils er hætta á atvinnubresti, erlendar skuldir eru meiri en nokkru sinni og verðbólgan komin á sama stig og í þeim ríkjum sem eru skólabókardæmi um lélega stjórn og úr- ræðaleysi. Hvaö gera framsóknarmenn við þessar aöstæöur þegar gengiö er til kosn- inga? Þeir velia ráð þeirra sem eru jafn rökþrota og Ólafur R. Grímsson í sjón- varpsumræöunum á þriðjudagkvöld, fara aö tala um eitthvað allt annaö. Til marks um það er auglýsingin frá Framsóknar- flokknum sem birtist í Tímanum í gær. Al- þýöubandalagiö birti í Dagblaöinu-Vísi í gær auglýsingu meö aövörun um „valda- töku“ kjósenda á kjördag — hin nýja stétt flokksins óttast það mest aö með valdi sínu vísi kjósendur henni úr ráöherrastól- unum. Þaö er eina kosningamál Alþýöu- bandalagsins. sögðust þeir þó vilja eiga samflot með rúmenska kommúnistaflokknum og i Rúmeníu var maðurinn í heiðurssæti framboðslista Alþýðubandalagsins I Reykjavík, Einar Olgeirs- son, staddur þegar herir V arsjárbandalagslanda réðust inn í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. í Rúmeníu er stjórnað eftir fyrirmynd Stalíns. Þar er sultur, fá- tækt og örbirgð. Spillingin í kringum Ceausescu. for- seta, er eins og í kringum einræðisherra af verstu gerð, hann hyglar fjöl- skyldu sinni og vinum og gefur purkunarlaus fyrir- mæli um persónudýrkun. Þar eins og annars staðar líta sósíaliskir valdhafar á fólkið eins og eign ríkisins og viljalaust verkfæri. Þeir sem ekki sætta sig við ofríkið eru hundeltir, ofsóttir og drepnir. Til að styrkja stöðu sína enn frekar hefur ('eausescu nú ákveðið að banna ritvélar í Rúmeníu nema á vegum hins opinbera. Sem betur fer er ekki nægilegt að banna ritvélar til að hefta frjálsa hugsun, en ritvélabannið í Rúm- eníu leiðir hugann að því, aö þeir sem fyrir slíkum at- höfnum standa heima fyrir, eiga jafnan auðveldan að- gang að ritvélum í hinum lýðfrjálsum löndum til að koma því á framfæri við kjósendur þar, sem þeir vilja. A því sviði hefur meira að segja verið gengiö svo langt hér á landi aö boðskapur Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna er skrifaður á rit- vélar sovésku áróðursskrif- stofunnar Novosti og dreift á fjölmiðla með öðrum áróðri sovéska sendiráös- ins. Furðulegast er þegar lista- og menntamenn sem fá aðeins notið sín í frelsi lýðræðisríkjanna ganga til liðs við þau pólitísku öfl eins og Alþýðubandalagið sem vilja rækta bræðra- flokkatengsl við valda- flokka í löndum eins og Rúmeníu og telja að þar sé að finna tegund af sósíal- isma og stjórnarfar sem sé þolanlegra en til dæmis í Sovétríkjunum. Dæmi um slíkan áslátt á ritvélar hér á landi blasa viö í þeirri kosningabaráttu sem nú er að Ijúka, er þeim boðskap að vísu dreift með öðru en sendiboöum Novosti og sovéska sendiráðsins. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Kaffi- hlaðborð veröur í félagsheimili Fáks í dag sumardaginn fyrsta. Húsiö opnaö kl. 14.30. Borö svigna undan meðlæti. Fákskonur sjá um þaö. Hestamenn og unnendur hestamennsku, komiö og fagniö sumri meö því aö taka þátt í uppbyggingu hestamennsk- unnar. Fékskonur Bergstaðastræti 7, sfmi 16070 Opið frá 1-6 e.h. Hallwag Fæst hjá flestum bóksöluiTL^ Euro-Guide Hallwag ferðahandbókin er bók ferðalangsins - um það bil 1000 síður með aðgengilegum upplýsingum á ensku, þýsku og frönsku. í Hallwag ferðahandbókinni er að finna: - Skýr og greinileg ökuleiðakort. Stór og þægileg kort um vegakerfi frá Alpafjöllunum til Vínarborgar, Marseille og áfram. - Sérkort yfir allar helstu borgir Evrópu með greinar- góðum upplýsingum. - Héraðskort yfir öll helstu sumarleyfissvæði álfunnar með upplýsingum símanúmerum og heimilisföngum til hægðarauka fyrir ferðamenn. - Upplýsingar um hvert land fyrir sig m.a. um mat, gististaði, (þróttir, menningarmál o.fl. - Tæmandi listi yfir gististaði og verðflokka, allt frá sveitakrám til lúxushótela. - Við höfum einnig á boðstólum fjölmörg Hallwag sérkort af borgum og löndum um allan heim ORÐABÓKAITTGÁFAN Bókabúð Steinars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.