Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Verðbólgan leikur enga verr en bændur: Virkja þarf jarðhitann í Varma- hlíð og samtengja við Sauðárkrók Rætt við Baldur Hólm, bónda að Páfastöðum Afkoma bænda er sýnu verri nú en hún var fyrir nokkrum árum. Engin stétt fær jafn stóra skelli af verðbólguvextinum og bændastétt- in. Mjólkurframleiðendur fá 75—80% verðmætis framleiðslu sinnar mánaðarlega í hendur. Eft- irstöðvar koma ekki fyrr en ári síð- ar. Sauðfjárbændur fara enn verr út úr sínu dæmi, þeir fá 80% inn- leggs að hausti. Eftirstöðvar í maí vorið eftir. Allir sjá hvað þetta þýð- ir í óðaverðbólgu. Þegar andvirði framleiðslunnar kemur loks í hendur bænda, hefur það rýrnað verulega að kaupmætti. Það er Baldur Hólm, bóndi á Páfastöðum I Skagafirði, sem svarar fyrirspurn blaðamanns Mbl. Hann bætir því við að bilið breikki á milli smábænda og hinna, sem stærra búa. Senni- lega býr um þriðjungur bænda- stéttar vel, það er hefur góða af- komu, þriðjungur skrimtir — og síðan koma þeir, er ekki hafa verjandi afkomu. Mismunur á afkomu einstaklinga í sömu starfsstétt er sennilega hvergi meiri en í bændastétt. Það er og bagalegt hve erfitt það er fyrir unga menn, sem áhuga hafa á landbúnaði, að kaupa það sem til þarf, eins og lánsfjármarkaður er nú. Það er nánast útilokað fyrir aðra en þá er setzt geta í bú hjá foreldri. Það er alltof lítið gert til þess að auðvelda ungu fólki jarðakaup, bústofns og tækja. Það vill gleymast þeim, sem gjarnan gagnrýna íslenzkan landbúnað, að engin frumat- vinnugrein leiðir af sér eins mörg hliðarstörf í þjónustu og úrvinnslu og hann. I þessu kjör- dæmi má benda á þéttbýli eins og Sauðárkrók, Blönduós og Hvammstanga, sem að veruleg- um hluta byggja tilvist sína á aðliggjandi landbúnaðarhéruð- um. Verzlunar- og iðnaðarþjón- usta við sveitirnar skapar ófáum einstaklingum störf. Sama máli gegnir v um úrvinnsluiðnað: mjólkur-, kjöt-, ullar- og skinna- iðnað. Ef landbúnaður legðist af væri stoðum kippt undan tilvist fjölmargra kaupstaða og kaup- túna í landinu. Jú, það má ýmislegt gera til að styrkja afkomu fólks í strjálbýli. Ég nefni minka- og refarækt, sem hér hefur verið tekin upp, og á framtíð fyrir sér, einkum í ná- lægð fiskiðjuvera og sláturhúsa, þar sem fóður fellur til á hag- stæðu verði. Fiskirækt og fisk- eldi fela og í sér mikla mögu- leika — og ég fagna því átaki, sem gert hefur verið í því efni á Hólum í Hjaltadal. Ræktaðar veiðiár gætu verið drjúg búbót. Mikill vefur er upp settur Hofsós: Gengust fyrir hlutaveltu MÉR ER tjáð að í þættinum íslenskt mál í Ríkisútvarpinu í fyrri viku hafi Árni Böðvarsson, cand. mag., vikið að beitingu ónafngreinds rithöfund- ar á sögninni að „verpa“ í merking- unni að „varpa“ á hlífðarkápu ný- legrar bókar og kveðið sögnina svo fyrnda að hún hljómaði andkanna- lega í nútímamáli. Áður hafði annar maður, ómerkari raunar, haft þetta sama dæmi í flimtingum í sjónvarps- þætti og þá tengt sögnina varphæn- um. Menn lúta stundum lágu. En hinn ónafngreindi rithöfundur mun vera undirritaður og bókin ónafngreinda „Valur Gíslason og leikhúsið". Beiting sagnarinnar er í svo hljóðandi samhengi á bókar- kápu: „Valur Gíslason hefur framar öll- um öðrum núlifandi mönnum orpið Ijóma á íslenskt leikhús ..." í þessu viðfangi mætti ég kannski rekja nokkur dæmi um beitingu sagnarinnar, sem óvænt er orðin bæði að gaman- og alvörumáli í virt- asta fjölmiðli lýðveldisins. Og ekki að vita nema svo kunni að fara f lokin, að beiting sagnarinnar reynd- ist ekki svo fyrnd og fráleit sem magisterinn vill vera láta: í Darraðarljóðum segir: „Vítt es orpit fyr valfalli rifs reiðiský.“ (Mikill vefur er upp settur og boðar mannfall.) IV : Jóhannes Helgi „Sól varp sunnan, sinni mána, bendi enni hægri of himinjöður.“ (Þetta skilja allir, þarf ekki að umorða það.) Þriðja dæmi: í formála Benedikts Sveinsson- ar, alþingisforseta, að Laxdælu- útgáfunni 1920, standa þessi orð á bls. 8: „Guðrún (Ósvífursdóttir, inn- skot JH) minnir allmjög á forn- konur Edduljóða, einkum Bryn- hildi og nokkuð á Guðrúnu Gjúka- dóttur. Er eigi ólíklegt að kvæði þessi hafi verið í hug höfundarins og orpið blæ á lýsing hans á Guð- rúnu.“ Fjórða dæmi: Þegar Finnur Jónsson, prófess- or í Kaupmannahöfn, gaf út fyrri útgáfu að bókmenntasögu sinni, orti Þorsteinn Erlingsson til hans á þessa lund: „Þakka þér fyrir þína sögu Finnur. Þar hefur enn þá íslen.sk hönd orpið bjarma á Norðurlönd.“ Og fimmta dæmið — og ætti nú lesandanum, og magisternum væntanlega að vera orðið ljóst, að sögnin er ekki svo ýkja fyrnd þeg- ar öllu er á botninn hvolft. f íslenskri orðabók handa skól- um og almenningi sem Árni Böðv- arsson, cand. mag., umsjónarmað- ur þáttarins íslenskt mál nú um stundir, ritstýrði og út kom 1963 á vegum Menningarsjóðs, er sterk beyging sagnarinnar að „verpa" m.a. skýrð svo: kasta, fleygja (verpa orðum á einhvern) o.s.frv., o.s.frv. Festina lente, sögðu Rómverjar til forna. Flýttu þér hægt. Jóhannes Helgi Hofsósi, 14. aprfl. NOKKRIR krakkar tóku sig til hér í plássinu og gengust fyrir tombólu til þess að afla fjár vegna Hjálparstofn- unar kirkjunnar, alls söfnuðust kr. 497, sem samdægurs voru sendar til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Börnin sem myndin er af heita: Guðmundur Stefánsson, Jóna Rósa Stefánsdóttir, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Elín Gréta Stefáns- dóttir, Stefanía Björk Sigfúsdótt- ir, en þessi hópur stóð fyrir tóm- bólunni. Ófeigur. Annað dæmi um sömu beitingu — nú úr Völuspá: esió reglulega ölmm fjöldanum! Kórsöngur Tónlist Jón Ásgeirsson Willi Gohl er þekktur stjórnandi og mikill áhuga- maður um söngmennt. Hann hefur átt mikinn þátt í skipu- lagningu söngmóta, þar sem saman hafa komið kórar víðs- vegar að úr Evrópu, bæði til að syngja saman og hver fyrir aðra. Nú hefur þessi mikli áhugamaður heimsótt okkur íslendinga og voru haldnir tónleikar í sal Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem und- angengið söngnámskeið var gert upp og flutt undir stjórn nemenda lög er æfð höfðu ver- ið á námskeiðinu. Kór sá er flutti þann hluta tónleikanna var skipaður þátttakendum á námskeiðinu. Á miðhluta tónleikanna sungu þrír kórar, þ.e. að í við- bót við kór þátttakenda komu upp á sviðið tveir kórar, skip- aðir eldri og yngri söngvurum úr Hamrahlíð, auk stjórnand- ans, Þorgerðar Ingólfsdóttur, sem söng með sínu liði. Tón- leikunum lauk svo með því að Hamrahlíðarkórinn söng Síg- aunaljóðin eftir Brahms undir stjórn Willi Gohl. Margt var skemmtilegt áheyrnar á þess- um sérstæðu tónleikum og er greinilegt að Willi Gohl er frábær leiðbeinandi og stjórn- andi. Þegar hlýtt er á söng unga fólksins í þessum kórum og borin saman gróskan í kór- söngmennt hér á landi nú, við það sem var fyrir svo sem tutt- ugu árum, verður ekki annað sagt en að það sé óræk sönnun þess hve íslenskir söngkennar- ar hafa unnið gott starf, allt frá því að lærisveinn Heinz Edelsteins, Ingólfur Guð- brandsson, braust gegn þeim venjum er mótað höfðu söng fólks í landinu í aldir. Þær kennsluaðferðir sem þessi gróska nærist af, byggja á söngröddinni, því hljóðfæri sem öllum er tiltækt og er auk þess uppspretta tónmenntar með manninum. Nýjar aðferð- ir í tónmenntakennslu, þar sem söngnum er ýtt til hliðar en lögð megináhersla á hljóð- færaleik, geta hugsanlega lagt sönginn að velli, þegar mest þörfin er á að vernda hann og glæða til mótvægis við vél- væddan tónskilning nútímans. Öll tækni í tónmyndun og fræðileg útlistun á virku hljóð- umhverfi nútímamannsins getur ekki komið í staðinn fyrir sönginn, upprunalegasta og eitt áhrifamesta tjáninga- form mannsins. Það er í anda þeirra hugmynda að í söng manna búi yfirskilvitleg göfgi og í söngnum nái maðurinn að túlka guð með þeim hætti, er ekki sé hægt með orðum. Á sama hátt er hægt að ná lengra í dýrkun ljótleikans i söng en í flestum listgreinum, svo að svið tilfinningamögnun- ar í söng er hrikalega víð- feðmt. Næmi mannsins fyrir allri túlkun í söng byggist á þvi að röddin er sammannlegt tjáningartæki og í söng nást fram áhrif er ekki er hægt að útskýra með orðum, galdur sem nú á tímum kallast list, galdur, sem maðurinn má ekki týna niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.