Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 ALÞINGISKOSNINGARNAR Uppskipun á vír til iðnaðarframleiðslu í Borgarnesi. Koibrún Björgúlfsdóttir í Dalaleir í Búðardal. V esturlandskjördæmi: Helstu hagsmunamál Vesturlands um þessar mundir eru þau sömu og flestra annarra landshluta. Mestu áhersluna leggja menn á að treysta atvinnulífið, sérstaklega um mið- og suðurhluta kjördæmisins þar sem at- vinnuleysis hefur orðið vart í vetur. Vegamál, jöfnun húshitunar í vestur- hluta kjördæmisins og framhalds- menntunarmál í kjördæminu eru einnig ofarlega í hugum manna. íbúafjölgun undir landsmeðaitali Árið 1930 bjuggu 8,8% lands- manna á Vesturlandi, en árið 1980, 50 árum síðar, var hlutfall Vestur- lands komið niður í 6,5% af íbúa- fjölda landsins. Á þessu tímabili fjölgaði fólki á Vesturlandi um 55% á meðan fólksfjölgunin í landinu í heild var rúm 100%. Hlutur kjördæmisins hefur því minnkað. Þessi minkun á sér aðal- lega stað á árunum 1930—1950 en síðan hefur kjördæmið nokkurn veginn haldið sínum hlut. Síðasta áratug þessa tímabils fjölgaði íbúunum örlítið umfram lands- meðaltal. Á þessu 50 ára tímabili hafa orðið miklir tilflutningar fólks innan kjördæmisins, þéttbýlis- kjarnarnir hafa stækkað á kostn- að sveitahreppanna. Árið 1930 bjó fleira fólk í sveitahreppum en í þéttbýlissveitarfélögum. Síðan hefur orðið stöðug fjölgun í þétt- býlinu á móti fækkun í sveitunum. Nú býr um 80% vestlendinga í þéttbýli. Vesturland skiptist í 4 lögsagn- arumdæmi sem eru í hugum fólks frá fornu fari nokkuð sjálfstæðar einingar innan kjördæmisins. Þetta eru: Akraneskaupstaður, Mýra- og Borgarfjarðarsýslur með Borgarnes sem aðalþéttbýlisstað, Snæfells- og Hnappadalssýsla með Stykkishólm, Grundarfjörð, Ólafsvík og Neshrepp utan Ennis sem þéttbýliskjarna og Dalasýsla með Búðardal sem þéttbýlis- kjarna. Á árunum 1971 til 1981 hafa litlar breytingar átt sér stað á milli þessara hluta kjördæmis- ins. Á Ákranesi búa nú um 35% íbúa Vesturlands, 27% í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum, á Snæ- fellsnesi um 30% og um 7% búa í Dalasýslu. Atvinnumái: Horft til iðnaðar Atvinnulíf á Vesturlandi bygg- ist upp á hinum hefðbundnu at- vinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði, auk þess sem margir hafa störf við iðnað og margskon- ar þjónustu. Störfum við sjávarút- veg, iðnað og þjónustu hefur fjölg- að á seinustu árum en störfum við landbúnað hefur fækkað. Talið er að ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir fjölgun atvinnutækifæra f landbúnaði og sjávarútvegi á næstu árum og horfa menn því í þessu kjördæmi, sem mörgum öðr- um, mikið til iðnaðar. Þar telja menn að aukning í svokallaðri stóriðju geti vel komið til greina, jafnhliða öðrum iðnaði, og benda á þá aðstöðu sem nú þegar er fyrir hendi á Grundartanga og hag- kvæmt geti verið að nýta betur. Iðnráðgjafi hefur verið starf- andi í kjördæminu á vegum Sam- taka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi í hálft annað ár. Starf hans hefur verið brautryðj- endastarf og er í raun rétt hafið. Mikið hefur verið leitað til iðn- ráðgjafans og mikill áhugi hefur verið fyrir því starfi sem unnið hefur verið í þessum málum í kjördæminu. Það virðist hinsveg- ar vera hik á mönnum f að hrinda hugmyndum sínum : framkvæmd. Koma þar til óhagstæðar ytri að- stæður í þjóðfélaginu sem gera það ekki fýsilegt fyrir einstakl- inga og félög að fara út í stofnun nýrra atvinnufyrirtækja þó áhugi sé fyrir hendi. Mikill samdráttur hefur orðið í byggingariðnaði í suðurhluta kjör- dæmisins. Er það vegna minnk- andi byggingaframkvæmda ein- staklinga, fyrirtækja og sveitarfé- laga. Mikill samdráttur hefur orð- ið í byggingum íbúðarhúsa. Með minnkandi lánum Húsnæðismála- stofnunar og erfiðleikum á fjár- magnsmarkaði almennt virðist venjulegt fólk ekki treysta sér til að byggja sér íbúðir þó þörfin sé vissulega fyrir hendi. Skipasmíða- iðnaðurinn er mikilvæg atvinnu- grein á Akranesi og í Stykkis- hólmi. Þessi iðnaður á nú í erfið- leikum á Akranesi og standa upp- sagnir starfsfólks í stórum stíl fyrir dyrum ef verkefni fást ekki. Skipasmíðastöðin hefur ekki feng- ið leyfi til að hefja smíði skips í raðsmíðaverkefni, svo sem fyrir- hugað var, vegna þrætu sem upp er komin í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum allt frá stofn- un. Á sínum tíma varð bygging hennar og rekstur mikil lyftistöng atvinnulífs og íbúaþróunar á Akranesi og nærsveitum. Nú er eitthvað bjartara í markaðsmál- um verksmiðjunnar sem menn binda vonir við að geti verið til frambúðar. Atvinnuástand í sjávarútvegi á Vesturlandi hefur yfirleitt verið gott síðustu árin, þó í vetur hafi vottað fyrir atvinnuleysi í þessari grein á Ákranesi vegna minnkandi afla. Fyrsti skuttogarinn kom til Heftir haldið hlut sínum síðustu 20 ár Akraness árið 1972 og síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og kom- ið til sjávarplássanna á Snæ- fellsnesi allt fram á síðustu ár. Með tilkomu þeirra hefur hráefn- isöflun orðið tryggari og vinnan stöðugri. Jafnhliða togaraútgerð- inni hefur verið öflug bátaútgerð í kjördæminu, sérstaklega frá Snæfellsnesi. Á yfirstandandi vertíð hefur afli verið ágætur á Snæfellsnesi en brugðist að veru- legu leyti á Akranesi. Þar virðist vanta algerlega ’76 árganginn svokallaða í þorskstofninn, af hvaða ástæðum sem það nú er, og eru menn mjög uggandi út af því vegna þess að sá árgangur var tal- inn stór og átti að bera uppi afl- ann næstu ár. Frystihúsin hafa byggt sig upp jafnt og þétt og eru í dag nokkuð vel búin til að taka við þeim afla sem berst en auk frystingar er söltun umtalsverð í kjördæminu. Þrátt fyrir þessi góðu ytri skilyrði fram á þetta ár er afkoma og staða fyrirtækja sjávarútvegsins almennt mjög slæm. Menn óttast nú mjög minnkandi sjávarafla á næstu árum og að veiðarnar fari meira inn á óhag- stæðari tegundir fisks. Telja menn að næstu ár verði kyrrstaða eða jafnvel samdráttur í þessari at- vinnugrein ef ekki rætist óvænt úr með aflann og betri aðstaða skap- ist til rekstrar þessara undir- stöðufyrirtækja þjóðfélagsins. Á Akranesi var talsverð atvinna byggð upp á loðnuveiðum og bræðslu. Þar skapaðist því ákveð- in eyða og tekjumissir fyrir marga aðila þegar loðnan hvarf. í Stykk- ishólmi og Grundarfirði hefur rækju- og skelvinnsla verið drjúg- ar stoðir atvinnulífsins. Hvalveið- ar og vinnsla hefur verið talsvert þýðingarmikil atvinnugrein á Vesturlandi undanfarin ár, sér- staklega í sveitum Borgarfjarð- arsýslu sunnan Skarðsheiðar og á Akranesi. Menn eru nú að byrja að átta sig á því hvað hvalveiðibann- ið 1986 þýðir ef til framkvæmda kemur eins og allar líkur virðast á, en lítið er enn farið að athuga hvað hægt er að gera til að fylla upp í það skarð sem myndast í Hvalfirði og hvort hægt sé að nýta þessa aðstöðu til annars. Landbúnaðurinn á við erfiðleika að etja í þessu kjördæmi sem öðr- um. Bændur eru sú stétt sem einna verst fer út úr þeirri óða- verðbólgu sem nú geisar í landinu, vegna þess hversu seint þeir fá af- urðir sínar greiddar. Framleiðsla hefur dregist saman vegna beinna og óbeinna aðgerða til fram- leiðslustjórnunar og bændurnir hafa reynt að laga sig að. Það hef- ur aftur á móti farið illa með fjár- hag margra þeirra og er nú svo komið að margir bændur komast ekki úr skuld við haustinnlegg og verða að taka neyslu- og rekstr- arvörur sínar allt árið út í skuld. Minni vörur til að vinna úr hefur einnig komið illa við vinnslustöðv- ar landbúnaðarins sem sumar hverjar hafa staðið í miklum fjár- festingum. Má í því sambandi nefna nýju mjólkursamlögin í Borgarnesi og Búðardal. Slæm fjárhagsstaða bænda kemur einn- ig fram í slæmri stöðu aðal við- skiptafyrirtækja þeirra. Þetta hefur orðið til þess að fram- kvæmdir á vegum þessara fyrir- tækja hafa stórlega dregist saman sem leiðir til minnkandi atvinnu í þeim þorpum sem byggja mikið á þjónustu við landbúnaðinn. Þessir erfiðleikar í landbúnað- inum koma eitthvað misjafnlega við bændur, og væntanlega verr við lítil bú en stór og sérstaklega koma þeir illa niður á bændum sem nýlega hafa stofnað bú eða hafa staðið í miklum fjárfesting- um að undanförnu. Bú í kjördæm- inu eru í heild um 10% minni en landsmeðalstærð. í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum eru þau ná- lægt landsmeðaltali, um 15% und- ir landsmeðaltali á Snæfellsnesi og í Dölum eru þau um 25% undir landsmeðaltalsstærð. Samkvæmt hagtölum fyrir árið 1980 eru með- altekjur af landbúnaði á Vestur- landi talsvert undir landsmeðal- tali, allt frá 0,3% undir landsmeð- altali í Borgarfjarðarsýslu til 8,7% undir landsmeðaltali í Dala- sýslu og líklega hefur ástandið síðan heldur versnað. Bændur hafa lítið tekið upp nýj- ar búgreinar til að bæta sér tekju- tap vegna samdráttar í hefð- bundnu búgreinunum. Aðeins hef- ur verið byrjað á loðdýrabúskap í Dölum og í Borgarfirði er í undir- búningi átak í þessari grein. Lax- veiðihlunnindin hafa verið bænd- um á Vesturlandi góð búbót, sér- staklega í Borgarfirði, en sam- dráttur sá sem orðið hefur í veið- unum rýrir þá tekjumöguleika nokkuð. Tvær fiskeldisstöðvar eru í undirbúningi til að stuðla betur að nýtingu veiðihlunnindanna, önnur í Dalasýslu og hin í Stóra- Ási í Borgarfirði. Borgarfjörður er eitt af ylræktarframleiðsluhéruð- um landsins. Einhverjir möguleik- ar eru þar til aukningar en þeir takmarkast þó af því að í aðal- framleiðslugreinunum er markað- urinn mettaður á aðalframleiðslu- tímanum og farið að votta fyrir offramleiðslu á þeim vörum þegar mest er framleitt. Á undanförnum árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í ferðamannaþjónustu í kjördæm- inu. Er þar nú komin ágæt aðstaða á þessu sviði. Sex hótel eru starf- andi á Vesturlandi allt árið auk þriggja sumarhótela. Samanlagt gistirými hótelanna er um 500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.