Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 17 Árásir Alþýdubandalagsins á sjálfstæðan eignarétt — Unga fólkið og verzlunarstéttin — eftir Guðmund H. Garðarsson Allir þekkja hvernig neikvæð stjórnarstefna Alþýðubandalagsins — 100% verðbólga — hefur eyðilagt byggingaráform þúsunda manna, einkum ungs fólks, á síðustu árum. En þessir herrar, alþýðubanda- lagsmenn, hafa komið víðar við. Svavar Gestsson er, auk þess að vera félagsmálaráðherra, einnig tryggingaráðherra. Lítið hefur farið fyrir forustu hans í þeim málum. Flest það, sem gerzt hefur í tryggingamálum, einkum á sviði Iff- eyrismála var mótað á stjórnarárum Geirs Hallgrímssonar í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Þá var ( samningum milli verkalýðshreyf- ingarinnar og vinnuveitenda stig- ið fyrsta skrefið, árið 1976, í verð- tryggingu örorku- og ellilífseyris í hinum almennu lífeyrissjóðum á samningssviði aðila vinnumarkað- arins. Aðrir vinna verkin Samstarfsnefnd þessara aðila, svonefnd 8 manna nefnd, og út- víkkuð nefnd með fulltrúm frá ríkisvaldinu, BSRB o.fl. undir for- sæti Jóhannesar Nordal, hefur síðan unnið að frekari þróun þess- ara mála. Er málið nú á þvi stigi að skammt er í það að settar verði fram tillögur um framvarp til laga er fjalla almennt um réttindi og skyldur lífeyrissjóða. Þótt með því sé stigið ákveðið skref í rétta átt, hvað varðar almenna stöðu lífeyr- issjóða í landinu, vantar mikið upp á, að lífeyristryggingamál landsmanna séu komin í viðun- andi horf. Aö hirða fé annarra Enn vantar mikið á, að allir lands- menn njóti þess lágmarksréttar sem samræmt lífeyriskern er nær til allra landsmanna, kemur til með að veita. Enn eru of margir utan við réttindi og enn ríkir of mikil óvissa um framtíðarskipan þessara mála. Svavar Gestsson, tryggingaráð- herra, hefur verið algjörlega stefnulaus í þessum málum. Fyrir honum eru lífeyrissjóðir ekki tryggingasjóðir, heldur fyrst og fremst sjóðir til að sækja fé í til annarra þarfa. Á sama tima sem Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, lætur rýra tekjustofn Byggingasjóðs ríkisins, launa- skattinn, og færa peningana í eyðsluhít ríkissjóðs, hyggst hann hirða ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna til að mæta fjárvöntun Byggingarsjóðs. Það, sem Alþýðu- bandalagsmennirnir, Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds eru raunverulega að gera með þessu er það, að þeir eru að færa sparifé fólksins í lífeyrissjóðunum, trygg- ingarfé, yfir í ríkissjóð með óbein- um hætti. Það nægir vinstri mönnum ekki að með svívirðilegri tekjuskatt- stefnu gagnvart millitekjufólki er girt fyrir allan sparnað af afla- tekjum, heldur skal fé þessa fólks í frjálsum, löglega stofnuðum tryggingarsjóðum, einnig hirt. í frjálsu samstarfi Það er hollt fyrir vinstri menn og sérstaklega Alþýðubandalags- menn að minnast þess að lífeyris- sjóðirnir eru tryggingasjóðir, sem stofnað cr til í frjálsum samningum. Almennu lífeyrissjóðirnir standa flestir, bæði sameiginlega og sér- staklega, sjálfir undir verðtryggingu örorku- og ellilífeyris. Þeir styðjast ekki við greiðslur, sem skipta ár- lega milljónun til greiðslu verð- bóta samkvæmt fjárlögum, eins og lífeyrissjóðir opinberra starfs- manna gera. í samtryggingarkerfi almennu lífeyrissjóðanna greiðir t.d. Líf- Guðmundur H. Garðarsson „Það er hollt fyrir vinstri menn og sérstaklega Al- þýðubandalagsmenn að minnast þess að lífeyris- sjóðirnir eru trygginga- sjóðir, sem stofnað er til í frjálsum samningum. Al- mennu lífeyrissjóðirnir standa flestir, bæði sam- eiginlega og sérstaklega, sjálfir undir verðtryggingu örorku- og ellilífeyris.“ eyrissjóður verzlunarmanna í ár um kr. 9,5 millj., þ.e. 5% af áætl- uðum iðgjaldatekjum til að verð- bæta lífeyrisgreiðslur veikari sjóða. Það eru einkum sjóðir al- mennu verkalýðsfélaganna. Stærsti hlutinn af ráðstöfun- arfé almennu sjóðanna, þ.e. þegar tryggingar, rekstrarkostnaður, 5% til Umsjónarnefndar eftir- launa o.fl. hafa verið dregin frá, fer til lána til sjóðfélaga og til Byggingarsjóðs ríkisins. Örfáir sjóðir, þ.á m. Lífeyrissjóður verzl- unarmanna, lána til stofnlána- sjóðs atvinnuveganna til þess m.a. að efla þann atvinnugrundvöll sem sjóðfélagar byggja líf sitt og afkomu á. Árásir á sjálfstæðan eignarétt Svavar Gestsson hefur séð sér- staka ástæðu til að ráðast á Líf- eyrissjóð verzlunarmanna í gegn- um árin. Það er að vonum. Komm- únistar þola ekki að menn geti með frjálsum hætti rifíð sig upp úr meðal- mennskunni og stofnað eitthvað stórt, óháð afskiptum stjórnmála- manna og ríkisins. Þeir vilja komast yfír fé, eignir og verk annarra til þess aö ráðskast með þetta og upp- hefja sig í skjóli þess sem aðrir hafa stofnað til og unnið að. Það skal Svavari Gestssyni og atvinnukommúnistum í kringum hann aldrei takast. Þeir munu aldrei komast upp með það að svifta menn yfirráðum yfir eignum sínum, hvort sem til þeirra er stofnað af einum ein- staklingi eða i sameiginlegu átaki mikils fjölda manna, s.s. á sér stað í lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóður verzlunafmanna er nú myndaður af um 16.000 manns sem greiða fullt árlegt iðgjald. Á skrá eru um 30.000 manns. Um 60% sjóðfélaga eru 35 ára og yngri. Aldursdreifing sjóðsins hefur verið með þessum hætti á annan áratug. Þetta veld- ur því m.a. að greiðslubyrði sjóðs- ins vegna trygginga er enn sem komið er tiltölulega lítil. Lán til íbúðabygginga hafa forgang Vegna hins lága aldurs sjóðfé- laga, hefur þörf þeirra fyrir lánsfé vegna íbúðabygginga verið mikil. I gegnum árin hefur sjóðurinn get- að fullnægt eftirspurn meginþorra sjóðfélaga og veitt tiltölulega há lán miðað við flesta aðra sjóði. Núna er hámarkslán kr. 404.800,- eftir 26 ára aðild og er kr. 106.000,- eftir 3ja ára aðild. Fara lánin síð- an stighækkandi í fyrrgreinda upphæð. Um 60% útlána sjóðsins fara til sjóðsfélaga. Samkvæmt könnun kom i ljós að yfir 90% þessara lána voru tekin vegna íbúðabygginga eða húsnæðis- kaupa. Um 10% ráðstöfunarfjár árið 1982 fór í kaup á skuldabréf- um frá Byggingarsjóði ríksins. Samkvæmt þessu fóru um % hlutar árlegs ráöstöfunarfjár til lána til sjóðfélaga vegna íbúðarmála. 5% af iðgjaldatekjum sem eru um 3% af ráðstöfunarfé fór í að verðbæta lífeyri aldraðs fólks í almennum verkalýðsfélögum. Um 25% af ráðstöfunarfé ársins 1982 fór í skuldabréfakaup af stofnlánasjóð- um atvinnuveganna, einkum iðn- aðar og verzlun um allt land. Þá fóru um 3% í byggingu Húss verzlunarinnar árið 1982, en það hús er sameiginleg eign allrar verzlunarstéttarinnar. I ár fer innan við 1% til HV og á næsta ári ekkert. Þúsundir til andsvara Af þessu má m.a. sjá að það eru brosleg öfugmæli og beinlínis rangt þegar Svavar Gestsson leyf- ir sér að segja að Lífeyrissjóðir verzlunarmanna ráðstafi fjár- munum sínum frekar í byggingu stórhýsis en til íbúðabygginga- mála ungs fólks. En það er kannske ekki við öðru að búast af þessum manni. Svavar Gestsson hefur leyft sér af minna tiiefni að bera menn opinberlega ranglega sakir, án þess að þeir væru við- staddir til að svara fyrir sig. En í þessu máli eru þúsundir ungra Reykvíkinga, meginstofninn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna til andsvara. Þetta unga fólk lætur hvorki Svavar né aðra pólitíska skálka hirða tryggingafé þess í LV: það veit, að í eigin sjóði fær það eðlilega afgreiðslu sinna mála, en i spilltu úthlutunarkerfi hins opin- bera, þar sem pólitískur refskapur og pólitísk spilling getur ráðið ferðinni, er allra veðra von. Slegin verði skjaldborg um frjálsa verzlun Það treystir ekki Svavari Gests- syni, alþýðubandalagsmanni, kommúnista, sem er fjandsamleg- ur frjálsri verzlun, frjálshyggju og yfirleitt flestum lífsskoðunum fólks í íslenzkri verzlunarstétt, fyrir sínum málum. Frá kommúnistum á íslandi hefur aldrei neitt gott komið gagnvart verzlunarstéttinni. Þeir vita, að það er kjarninn í þessari stétt, sem hefur dugað bezt í baráttunni gegn komm- únisma á íslandi. Þess vegna leggja alþýðubanda- lagsmenn með formann sinn, Svavar Gestsson í fararbroddi, ofurkapp á að brjóta niður öll helztu vígi verzlunarmanna. Það mun ekki takast. Alþýðubandalagsmenn skulu vita það, að hagsmunum frjálsrar verzl- unar á íslandi verður ekkert fórnað fyrir stjórnarsamstarf við kommún- ista að kosningum afstöðnum. í komandi kosningum verða ís- lendingar að láta kommúnista fá veröuga ráðningu fyrir svik þeirra við atvinnuvegi landsmanna og launafólk. 100% verðbólga — það er víti til að varast. UuAmundur H. Garðsson skipar 8. sæti i frambodstista Sjálfsla dis- flokksins í Reykjavík. Nú er sumarið komið við Miðjarðarhafíð Sólin skín daglangt og hitinn 20-25 C0STA DEL S0L Torremolinos/Marbella Verð frá kr. 12.320,00 Staður, sem býöur mesta fjöl- breytni í sumarleyfinu; góöa gististaöi, úrval veitingahúsa, fjörugt skemmtanalíf, frábært veðurfar, aöstööu til íþrótta- iökana og heilsuræktar, sund- laugar og baðstrendur. Mikiö úr- val kynnisferöa. Brottför: 5. maí — 3 vikur — fá sæti laus 26. maí — 3 vikur — uppselt 16. júní — 2/3 vikur — uppselt 23., 30. júní — 2/3 vikur 7., 14., 21. júlí — 2/3 vikur — laus sæti 28. júlí og 4. égúst — fá sæti laus í 3 vikur 11. og 18. ágúst — uppselt í 3 vikur 1. og 8. sept. — laus sæti 15. sept. — 2 vikur — fá sæti laus 29. sept. — 3 vikur — laus sæti MALL0RCA Palma Nova/Magaluf Verð frá kr. 13.100,00 Eftirsóttur dvalarstaöur fólks á öllum aldri. Valdir gististaöir á bestu baðströndum. Heimur glaöværöar og gestrisni, frjáls- ræöis og fjölbreytni. Brottför: 3. maí — fá sæti laus 25. maí — örfá sæti laus 15. júní — laus sæti 6. og 27. júlí — laus sæti 17. ágúst — fá sæti laus 7. sept. — laus sæti Hin gullna strönd Ítalíu LIGNAN0 Sabbiadoro Verð frá kr. 14.448,00 Nýtízkuleg — hreinleg — sívin- sæl, kjörinn dvalarstaöur allra, sem kunna aö njóta lífsins með lífsglööu fólki. Frábær bað- strönd, góöir veitingastaöir, úr- val verzlana. Kynnisferðir m.a. til Rómar, Feneyja, Flórenz og Austurríkis. 10 ár í beinu leigufflugi Sérstakt affmælis- verð á 0LIMP0 Brottför: 31. maí — fá sæti laus 21. júní — 15 sæti laus 12. júlí — 2/3 vikur — laus sæti 26. júlí — 2/3 vikur — örfá sæti laus 2., 9., 16., 23. ágúst 2/3 vikur — fá sæti laus 30. ágúst — 2 vikur — laus sæti P0RTÚGAL Algarve Einn sólríkasti staöur Evrópu, meö heillandi þjóölíf, ódýrt verö- lag, góöa gististaöi, fjörugt skemmtanalíf og Ijósar hreinar strendur. Nýr, glæsilegur áfangastaöur Útsýnarfarþega. Verð frá kr. 13.890,00 Brottför: 18. maí — fá sæti laus 8., 29. júní — laus sæti 20. júlí — fá sæti laus 10. ágúst — uppselt 31. ágúst — 5 sæti laus 21. sept. — laus sæti Útsýn tryggir þér toppferð með Austurstræti 17, sími 26611 Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.