Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 41 (þar sem bæjarins bestu hamborgarar fást, þið vitið). Starfsfólkið á nýja veitingastaðnum. Fri vinstri: Sigurður Ingason yfírmat- reiðslumeistari, Þórður Sigurðsson eigandi og framkvæmdastjóri og fram- reiðslustúlkur. Nýr veitingastað- ur opnaður í dag í DAG opnar nýr kjúklingastaður, „Southern fried“, við hliðina á Svörtu pönnunni í Tryggvagötu. „Southern fried" sérhæfir sig í matreiðslu kjúklinga, en kjúkl- ingarnir eru steiktir í háþrýstipott- um í sérstakri kryddblöndu. „South- ern fried“ rekur fjölda veitingastaða í Ameríku, Evrópu og víðar og hefur fengið mikla viðurkenningu fyrir bragðgæði, vöruvöndun og hreinlæti. Hinn nýi staður er útbúinn í sam- ræmi við kröfur „Southern fried", en hönnun annaðist Pétur Lúthersson innanhússarkitekt. Þórður Sigurðsson veitingamaður rekur „Southern fried" í tengslum við Svörtu pönnuna, sem allir bæj- arbúar þekkja og hafa staðirnir komið sér upp fullkomnu vinnslu- eldhúsi. Starfsemi Svörtu pönnunn- ar breytist ekki við tilkomu hins nýja staðar. í Tryggvagötu við hliðina á Svörtu pönnunni TRYGGVAGÖTU SÍM116480 Komið við í álverinu og nokkur atriði til umhugsunar SOUTHERN FRIED f.HIfKFN ?ó."lsæJir VniUXCil bitakjuklmgar opið alla daga kl. 11-23.30. Við höfum ekki fleirí orð um þetta, drífið ykkur á staðinn, bragð er sögu ríkara! Kfttkíingastaótir SOUTHERN FRIED CHICKEN bwe^ 2^ — eftir Einar Örn Björnsson, Mýnesi Árið 1966 var samningurinn við Alusuisse samþykktur á alþingi og stofnað íslenska álfélagið og ákveðið að byggja álverksmiðjuna við Straumsvík. Samhliða var ákveðin virkjun Þjórsár við Búr- fell og framkvæmdir hafnar. Ál- verið tók til starfa 1969 og vinnsla hafin með orku frá Búrfellsvirkj- un. Þá var brotið blað í atvinnu- málum landsins og stigin fyrstu sporin til virkjunar Þjórsár. Þessi framfarasókn kom á réttu augnabliki, rétt áður en síldveiðar við Norður- og Austurland brugð- ust og norsk-íslenski síldarstofn- inn hvarf af miðunum og var mik- ið áfall fyrir íslensku þjóðina. Nefndar orku- og iðnaðar- framkvæmdir voru ákveðnar af viðreisnarstjórninni undir forsæti dr. Bjarna Benediktssonar. Iðnað- arráðherra var Jóhann Hafstein og orkuráðherra Ingólfur Jónsson. Stjórnarandstaðan veitti harða mótspyrnu gegn samningunum við Svisslendingana og virkjun við Búrfell, kommúnistar með sínum hætti og þingflokkur framsóknar að tveimur þingmönnum undan- skildum þeim Jóni Skaftasyni og Birni Pálssyni, er sátu hjá. Þannig er í stuttu máli forsaga þess að þrjár stórvirkjanir hafa risið við Þjórsá með miklum vatnsforða í Þórisvatni og vatna- flutningum er tryggja rekstur virkjananna og orkan flutt með öflugum flutningalínum til þétt- býlisins við Faxaflóa til almenn- ingsnota og álversins, Áburðar- verksmiðjunnar, Sementsverk- smiðjunnar og járnblendi- verksmiðjunnar. Flutningalínur hafa verið byggðar um landið og hringtengingu bráðum lokið. Það er það sem við blasir um frekari framkvæmdir í orkumálum. Á árinu 1982 voru samþykkt lög á alþingi um þrjár stórvirkjanir, Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og virkjun við Sultartanga í þess- ari röð. Einnig voru samþykkt iög um að reisa kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð, land keypt og stjórn verksmiðjunnar kosin. Rannsóknir Orkustofnunar á Fljótsdalshéraði eru á lokastigi, en fjármagn vantar til að halda „íslendingar þurfa að ná endurskoðun á álsamn- ingnum vegna þeirrar hol- skeflu sem yfir gekk er olía og benzín hækkuðu upp úr öllu valdi, sem skapaði mikla erfiðleika og raunar kreppu, sem enn sér ekki fyrir endann á. Samningar við Alu- suisse verða að byggjast á því að ákveða stækkun ál- versins og styrkja með þeim hætti möguleikann að fá eðlilega hækkun orkuverðs og annarra gjaida, sem tilheyra samn- ingum við álver.“ áfram rannsóknum af fullum krafti eins og fyrirhugað var á þessu ári. Vonandi er að úr rætist svo unnt reynist að ljúka rannsóknum og athugunum svo útboð og hönn- un verði að veruleika eigi síðar en 1985, svo öruggt sé að virkjun í Fljótsdal verði að veruleika á þessum áratugi. Landsvirkjun hefur nú tekið við byggðalínunum og fyrirhuguðum virkjunum á Norður- og Austur- landi og Akureyrarbær hefur gerst eignaraðili í Landsvirkjun ásamt ríkinu og Reykjavíkurborg og þannig ætti Landsvirkjun loks- ins að standa undir nafni. Við nefndar aðstæður kom brestur í stjórnarsamstarfið og endaði með þingrofi og alþingis- kosningum í þessum mánuði. Stjórnmálaöflin þeysa um landið á meðan dýrtíðarskrúfan æðir áfram en minnkandi sjávarafli og þar með hættuástand í atvinnu og efnahagsmálum, sem ógnar öllu ef þjóðarsamstaða næst ekki um við- nám til varnar. Aðför kommúnista að álverinu eru þeirra aðferðir til þess að rífa niður atvinnulífið í landinu og telja alla aðra sakamenn og meira að segja samstarfsráðherra þeirra í ríkisstjórninni, samanber aðför iðnaðarráðherra að forsætisráð- herra um lélegan samning við Alusuisse 1975 er hann var orku- og iðnaðarráðherra í stjórn Geirs Hallgrímssonar. Nefnd aðför var gerð er forsætisráðherra var í opinberri heimsókn í Danmörku. Þetta er aðferð kommúnista sem ekki fara eftir lýðræðislegum leið- um í samstarfi og hika ekki við að nota aðstöðu sem ráðherrar til að koma af stað úlfúð og ósæmilegum áróðri sem þjónar þeirra eðli og afturhaldssjónarmiðum. Þessi grein er skrifuð eftir að ég hafði heimsótt álverið og skoðað það með góðri leiðsögn og sann- færðist um að íslendingar hafa náð góðum tökum á rekstri og starfrækslu fyrirtækisins. En mikil tækni og iðnþekking er fyrir hendi sem mun koma að góðu gagni í rekstri á verksmiðjum er nota hluta af raforku hér á landi í framtíðinni. Fólkið úti á landsbyggðinni verður að halda vöku sinni og knýja á um að næg orka verði ávallt fyrir hendi á viðráðanlegu verði. Undirritaður skrifaði grein í Mórgunblaðið 1966 er bar heitið „Viðbrögð stjórnarandstöðu „þjóð- frelsisást" undir leiðsögn komm- únista". Þar er harðlega gagnrýnd sú afstaða að vera á móti virkjun við Búrfell og samningum við Alu- suisse, vegna þess að ef ekki hefði verið tekin ákvörðun um virkjun við Búrfell og byggingu álversins hefði verið myrkur um miðjan dag í höfuðborginni og Þjórsá runnið óbeysluð til sjávar. íslendingar þurfa að ná endur- skoðun á álsamningnum vegna þeirrar holskeflu sem yfir gekk er olía og benzín' hækkuðu upp úr öllu valdi, sem skapaði mikla erf- iðleika og raunar kreppu, sem enn sér ekki fyrir endann á. Samning- ar við Alusuisse verða að byggjast á því að ákveða stækkun álversins og styrkja með þeim hætti mögu- leikann að fá eðlilega hækkun orkuverðsins og annarra gjalda, sem tilheyra samningum við álver. Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, hefur ekki stuðlað að samningum við álverið með vinnu- brögðum sínum. En sennilega ekki getað ráðið vegna þess að harði kommúnistakjarninn frá 1966 og áður er lýst hefur ráðið ferðinni, samanber sendiför Inga R. Helga- sonar til Ástralíu. Þess vegna ætti iðnaðarráðherra að snúa skeytum sínum að þessum öflum ef hann og hans flokkur vilja verða að liði ís- lenskri þjóð og kasta fyrir borð kreddunum um „isma" sem ekki vísar á íslenska leið í þjóðmála- starfi. Hannes Hafstein, fyrsti ráð- herra á íslandi, gott skáld og framsýnn um málefni landsins, kom á ritsímanum og talsímanum sem var frábært afrek en mætti mótspyrnu sumra íslendinga og dæmigert um skammsýni. Sænsk-íslenska frystihúsið sem var byggt 1924 var upphafið að frystingu matvæla og framfara- spor en mætti andúð skammsýnis- afla. Það er þetta hugarfar, sem reynir að spilla samvinnu íslend- inga við Alusuisse en mun ekki takast. íslendingar munu halda sínum rétti með reisn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.