Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR 89. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 Prentsmiöja Morgunblaösins „Krans í Varsjá — sprengja í London“ ísraelar mótmæla þátttöku PLO í minn- ingarathöfn um uppreisn Gyðinga í Varsjá Varsjá. 20. aprfl. AP. FJÓRIR háttsettir, ísraelskir embættismenn fóru í dag frá Póllandi í mót- mælaskyni við þátttöku fulltrúa PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, í minningarathöfn um Gyðingauppreisnina í Varsjá. Var þaö talsmaður ísra- elska utanríkisráðuneytisins, sem skýrði frá brottför mannanna. „Opinber þátttaka fulltrúa PLO er móðgun við alla Gyðinga," sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins en í Isra- el hefur það valdið mikilli hneykslan, að fulltrúa PLO skuli hafa verið boðið til að leggja krans að minnisvarða um þá Gyðinga, sem nasistar myrtu í upp- reisninni í Gyðingahverfinu í Varsjá. „Með þessu er verið að saurga heilag- an stað,“ sagði Yosef Burg, innanrík- isráðherra ísraels. „Þegar glæpamcnn- irnir leggja krans í Varsjá til að minn- ast látinna Gyöinga hafa þeir tilbúna handsprengjuna fyrir lifandi Gyðinga í London, Ziirich og annars staðar." llm það bil 300 ísraelar eru nú í Póllandi vegna minningarathafnarinn- ar en langflestir eru þeir á eigin vegum og munu ekki fara að dæmi embætt- ismannanna og snúa heim strax. Jerus- alem Post, sem er ritað á ensku, sagði í dag, að PLO vildi láta líta svo út sem þau væru „andi uppreisnarinnar í Varsjá holdi klædd" þótt sannleikur- inn væri sá, að þau hefðu verið áköf- ustu aðdáendur nasismans á sínum tíma. írakar skjóta á borgina Dezful Nicosia, Kýpur, 20. aprfl. AP. ÍKAKAR SKUTU í dag þremur eld- flaugum inn í borgina Dezful í Khuz- istan-olíuhéraðinu í suðurhluta fran, að því er segir í fregnum hinnar opin- beru írönsku fréttastofu, IRNA. Það er haft eftir útvarpinu í Te- heran að eldflaugarnar hafi lent á Þurrka út fjögur núll Huenos Aires. EFTIR margra mánaða japl og jaml og fuður hefur argentínska ríkisstjórnin loksins komið fram með nýjar efnahagsaðgerðir — ckki loforð um efnahagslega endurreisn heldur um róttæka niðurfærslu alls verðlags í landinu. Þetta kcmur fram í frétt í breska blaðinu Daily Telegraph og segir þar að hinar nýju aðgerðir felist í því að þurrka út fjögur núll, einn nýr pesói jafngildir þá 10.000 gömlum. Verðbólgan í Argentínu hefur valdið því, að argentínski pesó- inn er einhver lítilsvirtasti gjaldmiðill í heimi. Þessa stund- ina er einn pesói t.d. verðminni en einn þúsundasti úr einu ensku penny. Af þessum sökum ákvað herstjórnin fyrir um sex mánuð- um að reyna að gera einhverja andlitslyftingu á gjaldmiðlinum, en lengi var um það deilt hve mörgum núllum ætti að slátra. Niðurstaðan varð, að fjögur þeirra mættu sigla sinn sjó. borginni um klukkan 18 að staðar- tíma, en ekki var unnt að fá fregnir um manntjón eða skemmdir sam- stundis. Irakar sendu ekki frá sér tilkynn- ingu um árásina í dag og ekkert var minnst á bardaga á Dezful-svæðinu í útsendingu Bagdad-útvarpsins nú síðdegis. Haber Al-Ahmed, leiðtogi Kuwa- it, tók í dag við persónulegum sendi- boðum frá forseta Sovétríkjanna, Yuri Andropov, þar sem segir að sovésk stjórnvöld styðji friðartil- raunir sem Kuwait-stjórn hefur staðið að varðandi stríð írana og Ir- aka. Einnig segir í skilaboðunum að Sovétmenn sjái mikilvægi þess að binda enda á þetta stríð sem staðið hefur í 31 mánuð. Gleðilegt sumar! Verkamenn í fullum rétti að hafa eigin hátíðahöld — sagði Walesa á blaðamannafundi um dag verkalýðsins, 1. maí Varsjá, 20. aprfl. AP. LECH WALESA, leiðtoei óháðu verkalýðsfélaganna Samstöðu, sem hafa verið bönnuð, sagði' í dag að pólskir verkamenn hefðu fullan rétt til að halda upp á dag verkalýðsins, 1. maí, eins og þeir sjálfir kysu. Yfirvöld hafa tilkynnt að ákall andspyrnuleið- toga Samstöðu um mótmæli á þessum degi geti hugsanlega valdið því aö komu Jóhannesar Páls II páfa til Pól- lands verði frestað, en heimsókn hans er ráðgerð 16. til 22. júní næstkom- andi. „Ég er verkamaður," sagði Wal- Nicaragua fær vopn frá Líbýu en ekki „lyf og hjúkrunargögn“ Brasilíu, Brazilíu, 20. aprfl. AP. FJÓRAR líbýskar flugvélar, sem milli- lentu í Brazilíu á leið sinni til Nicar- agua, rcyndust ekki vera með lyf og hjúkrunargögn eins og látið var í veðri vaka heldur voru þær hlaðnar vopnum og sprengiefni. Brazilíska utanríkis- ráðuneytið skýrði frá þessu í gær og í dag var flugmönnunum skipað að snúa aftur til Líbýu. Talsmaður Brazilíustjórnar sagði í dag, að Líbýustjórn yrðu send hörð mótmæli vegna þessa atburðar enda hefðu Líbýumenn verið með vísvit- andi blekkingar í þessu máli. Sagði hann, að þegar Líbýustjórn hefði farið fram á sl. laugardag, að flug- vélarnar fengju að lenda í Brazilíu vegna bilana, hefði farmurinn verið sagður „sjúkrabílar, hjúkrunargögn og lyf“- „Sú yfirlýsing átti ekki við um raunverulegan farm flugvélanna," sagði talsmaður stjórnarinnar og bætti því við, að vélarnar hefðu verið að flytja vopn og sprengiefni til Nic- aragua. Þrjár vélanna eru af sov- éskri gerð, Ilyushin, en sú fjórða er C-130-herflutningaflugvél af banda- rískri gerð. Brazilíumenn reyna að gæta hlut- leysis gagnvart átökunum í Mið- Ameríku jafnframt því sem þeir eru mjög andvígir erlendri íhlutun. esa við fréttamenn á fundi síðdegis í dag í íbúð sinni í Gdansk. „Ég ætla að halda upp á 1. maí eins og verka- maður, en ég get ekki sagt ykkur nákvæmlega hvernig," sagði hann á fundinum. Hann vildi hvorki gefa upp hvernig tengslum sínum við þá Samstöðuleiðtoga sem nú fara huldu höfði í Varsjá er háttað né tjá sig um nýafstaðnar yfirheyrslur stjórnvalda. Pólsk yfirvöld hafa yfirheyrt Walesa þrisvar sinnum í þessari viku vegna fundar hans með fimm Samstöðuleiðtogum, sem fara huldu höfði.en hann átti sér stað helgina 9. til 11. apríl. Yfirvöld gerðu ekki tilraun til að koma í veg fyrir þennan fund Wal- esa með fréttamönnum, en hann stóð yfir í eina og hálfa klukku- stund og voru um fimmtíu manns þar samankomnir. Fyrir utan vest- ræna fréttamenn voru fréttamenn frá sjónvarpsstöðinni í Gdansk við- staddir og fleiri fréttamenn frá ríkisreknum fjölmiðlum. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem ríkis- reknir fjölmiðlar sækja blaða- mannafund hjá Walesa eftir að hann var látinn laus úr ellefu mán- aða stofufangelsi í nóvember síðastliðnum. Walesa hvatti stjórnvöld til að hefja viðræður við leitoga Sam- stöðu, en samningaviðræðum þess- arra aðila var hætt þegar herlög gengu í gildi i landinu 13. desember 1981. Dagblaðið „Zycie Warszawy" birti síðan í dag fregnir þess eðlis, að þrjátíu og fimm manns hafi ver- ið handteknir um síðastliðna helgi í hinni helgu borg Czestochowa, þeg- ar lögregla gerði leit í fjölda blaða- verslana, sem reknar eru af liðs- mönnum Samstöðu, sem fara huldu höfði. Þúsundir ólöglegra rita voru gerð upptæk, en þar munu t.a.m. vera upplýsingar um hvernig hátta skuli mótmælaaðgerðum að því er segir í fregnum blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.