Morgunblaðið - 21.04.1983, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.04.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 47 • Fyrirliði Hamburger, Horst Hrubesch, í baráttu vid einn af leik- mönnum spænska liðsins. Evrópukeppni-bikarhafa: Real Madrid mætir Aberdeen í úrslitum ÞAÐ VERDA lið Aberdeen og Re- al Madrid sem leika til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu í ár. Spánska liöiö Real Madrid sigraöi Austria Vín á heimavelli sínum í gærkvöldi 3—1, eftir að hafa haft forystuna í hálfleik, 1—0. Real Madrid komst áfram á samanlagöri markatölu 5—3. Aberdeen sigraöi Wat- erschei Belgíu í 4ra liöa úrslitun- um. Úrslitaleikur liöanna fer fram í Gautaborg 11. maí. 65 þúsund áhorfendur voru á leiknum í gærkvöldi sem fram fór í mikilli rigningu. Islensku piltarnir hlutu 6 gullverðlaun íslenska landsliöiö í sundi keppti um síöustu helgi í Kalott- keppninni í sundi og hlutu strák- arnir í liöinu sex gull, og tvö silf- ur. Eövarð Eövarösson sigraöi í 100 m. baksundi og einnig sigraöi hann í 200 m. baksundi. Tími hans í fyrri greininni var 1:01,7 sem er nýtt piltamet og Kalott- met, og í seinni greininni synti hann á 2:15,51. Tryggvi Helgason sigraöi í 100 m. bringusundi á 1:08,1 og í 200 m. bringusundi á 2:30,6. Árni Sig- urðsson varö annar í 200 m. sund- inu á 2:32,3. Ingi Þór Jónsson sigr- aði í 100 m. flugsundi. Synti hann á 59,1 sek. og jafnaöi þar meö ís- landsmetið og setti um leið Kal- ott-met. Tryggvi Helgason varð annar á 1:00,6. Strákarnir unnu svo 4x100 m. fjórsund á 4:05,3. í sveitinni voru Eövarð, Tryggvi, Ingi Þór og Þor- steinn. Ragnar Guömundsson setti piltamet í 400 m. skriösundi á 4:21,6 min. Guörún Fema Ágústs- dóttir varö önnur í 200 m. bringu- sundi og þriðja í 100 m. bringu- sundinu. Finnar sigruöu á mótinu, fengu 265 stig, Svíar fengu 209,5 stig, norömenn 185 og íslendingar 167,5. Island varö efst í keppni strákanna. • Hluti landsliðsins í sundi, sem keppti á Noröurkollumótinu í Kirke- nes í Noregi 16. og 17. apríl, ásamt fararstjóra, taliö frá vinstri Guö- mundur Ólafsson, fararstjóri, Anna Gunnarsdóttir, Ægi, Þorsteinn Gunnarsson, Ægi, Guðbjörg Bjarnadóttir, Selfossi, Ingi Þór Jónsson, Akranesi, Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, Árni Sigurösson, Akranesi og Eövarð Eðvarðsson, Njarövík. Á myndina vantar Ragnheiði Run- ólfsdóttur, Akranesi og að auki eru í landsliðinu Tryggvi Helgason frá Selfossi, sem nú er í Svíþjóð og Þórunn K. Haröardóttir og Ragnar Guðmundsson, sem nú eru í Randers í Danmörku. Jón Ágústsson tók myndina. Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu: Hamborg og Juventus mætast JUVENTUS frá Ítalíu geröi jafn- tefli, 2—2, viö pólska liöiö Widzev Lods í gærkvöldi. Leikur liöanna fór fram í Varsjá en var sjónvarp- aö beint til átta landa í Evrópu. Fyrri leik lióanna lauk meö sigri Juventus, 2—0, og því er liðiö komið í úrslit, í Evrópukeppni meistaraliöa og mætir Hamborg S.V. Úrslítaleikur liðanna fer fram í Aþenu 25. maí. Leikur liöanna í gærkvöldi var mjög jafn og spennandi og um leið vel leikinn. Þaö var Paolo Rossi sem skoraöi fyrsta mark leiksins á 33. mínútu eftir stórkostlega sendingu frá Platini. En Platini var besti maöur vallarins í gær og maðurinn á bak viö allar sóknir Juventus. Staöan í hálfleik var 1—0. Á 55. mínútu síðari hálfleiks- ins jafnaöi Lodz, 1 — 1, er Krzyszt- of Zurlit skoraöi meö þrumuskoti af stuttu færi. Skömmu seinna varö aö stööva leikinn í 15 mínútur þar sem einn áhorfenda kastaöi flösku í höfuö annars línuvarðarins og skarst hann á höföi. Áhorfandi sá sem geröi sig sekan um þetta var handtekinn samstundis. Zurlit skoraöi svo aftur á 88. mínútu en Platini jafnaði úr víta- spyrnu á 83. mínútu fyrir Juventus. í Hamborg sigruöu heimamenn spánska liöiö Real Sociedad meö tveim mörkum gegn einu. Staöan í hálfleik var 0—0. Leikur liðanna var tilþrifalítill þar til síöustu 15 mínútur leiksins. Þá skoraöi Ditm- ÞAÐ VERÐA Anderlecht frá Belgíu og Benfica frá Portúgal sem koma til meö aó leika til úr- slita í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu í ár. Anderlecht lék í gærkvöldi gegn Bohemians Prag í Brussel og sigr- aöi Anderlecht örugglega, 3—1. Liöiö lék mjög góöa knattspyrnu og haföi yfir, 2—0, í hálfleik. Þaö voru Vercautern og Brylle sem skoruöu mörkin í fyrri hálfleik, en Lopes skoraöi í síðari hálfleik. Tékkneska liöið lék vel í síðari hálf- ar Jacobs fyrir Hamborg. Alvarez jafnaði fjórum mínútum síöar. Thomas Von Hessen skoraöi svo sigurmark Hamborg sex mínútum fyrir leikslok. leik og átti þá mörg góö tækifæri en tókst aðeins aö nýta eitt þeirra. Áhorfendur voru 40.000. í Búkarest léku Craiova og Benfica. Skildu liöin jöfn, 1 — 1. Craiova haföi yfir i hálfleik, 1—0. En Benfica tókst að jafna metin í þeim síðari og tryggja sig þannig í úrslitaleikinn, þar sem fyrri leik lið- anna í Portúgal lauk meö marka- lausu jafntefli, 0—0. Þaö var því nóg fyrir Benfica aö skora eitt mark á útivelii. Leikur liöanna var mjög harður, 66.000 áhorfendur sáu leikinn. UEFA-keppnin: Anderlecht og Benfica mætast sérverslun Reiðhjólaverslunin í meira en hálfa óld /aa i———. ORNINNl Spítalastíg 8 vióÓóinstorg símar. 14661,26888 EFTIRÁR ÍMIKLUÚRVMjI IDÁRAÁBYRGÐ Á SMLI. ÍÁRSÁBYRGÐ Á CUUCEHI HcJðL ÍSÉRÍLCKKI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.