Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 JMtffgsniÞlfifrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. Spyrjum að leikslokum „Það er niðurdre að vera atvinnul; Edda Larsen til vinstri skráir sig. Kosningaúrslit byggjast öðru fremur á þremur megin- atriðum. í fyrsta lagi fellir kjós- andinn dóm yfir pólitískri stjórnsýslu í þjóðfélaginu geng- ið kjörtímabil — um leið og hann leggur línur að framvindu mála til næstu framtíðar. Þetta er höfuðþátturinn í afstöðu þeirra kjósenda, sem ganga að kjörborði með ábyrgu hugar- fari. í annan stað hefur það skipulag, sem framboðsaðilar hafa á kosningastarfi sínu, mik- ilvægu hlutverki að gegna, þ.e. hvort þeim tekst að koma sjón- ar— og stefnumiðum sínum til skila á trúverðugan hátt. Síðast en ekki sízt byggjast kosninga- úrslit á vinnu. Enginn fram- boðsaðili nær verulegum ár- angri nema hann hafi hljóm- grunn hjá fjöldahreyfingu og geti virkjað stóran hóp fólks, kvenna og karla, yngri sem eldri, til lifandi starfs — og þátttöku í þeirri kosningabar- áttu sem fyrst og fremst á sér stað úti í þjóðlífinu sjálfu. Skipulag kosningabaráttu og sú vinna, sem í hana er lögð, einkum á síðustu dögum fyrir kosningar, vegur mjög þungt. Sá hluti kjósenda, sem endan- lega kann að ráða úrslitum um niðurstöður, er oft óráðinn fram á síðustu stund. Það er því mik- ill misskilningur, sem á stund- um hefur breytt sigurlíkum í vonbrigði, þegar framboðsaðilar slaka á klónni, þegar mest á ríð- ur, í þeirri trú, að sigur sé þegar í höfn. — Það er engin kosn- ingaspá marktæk — eða örugg — nema sú sem talin er upp úr kjörkössunum hverju sinni. Kannanir á kosningafylgi eru ekki kosningaúrslit. Allra sízt þegar stór hópur kjósenda er óráðinn. Þær eru vissulega vís- bending en ekkert umfram það, enda skipast oft veður á skammri stund, eins í stjórn- málum og í tíðarfari. Sjálfátæðisflokkurinn hefur vissulega byr hjá þjóðinni, sem nú þarf að nýta með þróttmiklu fjöldastarfi í lokaspretti kosn- ingabaráttunnar. I því átaki hefur hver einstaklingur mikil- vægu hlutverki að gegna, hver á sínum stað. Kosningaúrslitin eru enn í mótun og ráðast ekki fyrr en á laugardag. — Spyrjum að leiks- lokum. ísland og heimsmetahópur ;erðbólgunnar au eru örfá ríkin sem búa við 100% verðbólgu og þar yfir: Ghana, Tyrkland, ísrael, Argentína, Bólivía, Brasílía og Costa Rica. Víðast er verðbólga á bilinu 5 — 10% í þróuðum velmegunarþjóðfélögum V—Evrópu og N—Ameríku. í lok fjögurra ára pólitískrar stjórnsýslu Alþýðubandalags og Framsóknarflokks stendur ís- land nú á þröskuldi þess þjóða- klúbbs, sem hrakizt hefur yfir 100% —verðbólgumarkið. Engum alvarlega þenkjandi manni blandast hugur um, hvaða þýðingu þetta hefur fyrir rekstrar- og samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuvega, verð- mætasköpun og þjóðartekjur, atvinnuöryggi, lífskjör og efna- hagslegt sjálfstæði þjóðar og einstaklinga. Vá er fyrir dyrum. Hver vill halda lengra á vinstri-stjórnar-vegleysuna? Hver vill auka á glundroðann og sundrunguna með því að kljúfa þjóðina í fleiri smáflokka? Er ekki hyggilegra að efla sterk- asta stjórnmálaflið í landinu, Sjálfstæðisflokkinn, og samein- ast um að vinna okkur út úr vandanum — til stöðugleika og öryggis í atvinnu- og efna- hagsmálum.? Sumarkoma Enginn hátíðisdagur á ríkari hljómgrunn í hjörtum ís- lendinga en sumardagurinn fyrsti. Þá eru hríð og hregg skammdegis að baki, þótt vetur konungur sýni nokkur fjörbrot, og íslenzk sumarfegurð framund- an. Flest það, sem gerir land okkar byggilegt, og eflir bjart- sýni mannfólksins, tengist þess- um árstíma lífs, ljóss og lita. Það er og tímabært að hefja vorstörf í þjóðarbúskapnum, sem afkoma okkar og efnahagslegt sjálfstæði byggist á. Það dugar ekki lengur að hafa akra hans í órækt, — það þarf að vinna jarð- veginn, undirstöðuatvinnuvegi okkar, til vaxandi afraksturs. Við þurfum að rækta garðinn okkar — og stækka hann —, bæði sem þjóð og einstaklingar, ef tryggja á framtíðaratvinnuöryggi og sambærileg lífskjör og nágrann- ar búa við. Þrátt fyrir stjórnsýsluleg mis- tök liðinna ára, og þrátt fyrir margvíslega vá, sem að steðjar, getum við stuðlað að grósku og vexti í okkar góða landi, ef rétt er að staðið. Við skulum taka á honum stóra okkar og standa saman að hönnun vors og vel- megunar í samfélagi okkar. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum GLEÐILEGS SUMARS! Á atvinnuleysisskrá í Reykjavík á síðasta þriðjudag voru 341 einstaklingur, 226 karlmenn og 115 konur og hafði þá fækkað úr 398 frá því 18. mars, en janúar, febrúar og mars eru mestu atvinnu- leysismánuðirnir. 19. aprfl 1982 voru til samanburðar hins vegar 122 skráðir atvinnulausir. 1. apríl var tekin upp skráning skólafólks í sumarvinnu og á þriðju- daginn höfðu 708 skráð sig, 395 stúlkur og 313 piltar, á móti 590 á sama tíma í fyrra, 381 stúlku og 209 piltum. Þar er því einnig um fjölgun að ræða frá því í fyrra. „Það er greinilegt að það verður miklu erfiðara að útvega fólki vinnu nú, en verið hefur undanfarið eins og þessar tölur bera með sér, þó ekki sé hægt að fullyrða neitt alveg ákveðið í þeim efnum, en tölurnar sýna þróunina," sagði Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðn- ingaskrifstofunnar. „Þá má reikna með að það verði mun erfiðara að útvega skólafólki atvinnu nú, vegna þess atvinnuleysis sem fyrir er og þess að það lítur út fyrir að atvinnutækifæri verði færri en ver- ið hefur,“ sagði Gunnar ennfremur. Morgunblaðsmenn lögðu leið sína upp á Ráðningaskrifstofu í gær, til að taka nokkra þeirra tali, sem at- vinnulausir eru og heyra í þeim hljóðið, en þangað verða menn að fara í viku hverri til að skrá sig, því annars falla þeir út af skrá. Þá var skólafólk, sem var að skrá sig í sumarvinnu, einnig tekið tali. Atvinnulaus í mánaðartíma „Ég er búinn að vera atvinnulaus í um mánaðartíma," sagði ómar B. ólafgson. „Ég vann við útkeyrslu hjá heildverslun, en hún skipti um eigendur og starfsfólkinu var fækk- að. Ég á ekki von á að verða lengi atvinnulaus, því ég hef von um að fá vinnu við svipuð störf aftur hjá nýju fyrirtæki. Ég hef nóg fyrir stafni, er í íþróttum og dútla heima við, þannig að það að vera atvinnu- laus hefur ekki reynst mér erfitt enn sem komið er. Ég er ekki fjöl- skyldumaður og bæturnar hafa dug- að mér. Ef ég væri fjölskyldumaður horfði málið náttúrlega öðru vísi við, þá væri þetta erfitt," sagði Óskar. Guðrún Sæmundsdóttir er nem- andi í grunnskólanum. Hún var mætt til að skrá sig í sumarvinnu. „Ég er búin að sækja um vinnu á fleiri stöðum, en ekkert hefur verið á boðstólum. Til dæmis er ég búin að sækja um vinnu á póstinum, en veit ekki niðurstöðuna ennþá. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sæki um vinnu hér hjá borginni, enda ekki Helgi Valsson og Jón Júlíusson áður komið til þess. 1 fyrra var ég til að mynda í útlöndum. Ég sótti ekki um neina sérstaka vinnu, bara ein- hverja vinnu hjá bænum," sagði Guðrún. Erfitt að vera atvinnulaus „Ég er búin að vera atvinnulaus í rúman mánuð, vann áður á kaffibar hjá Flugleiðum," sagði Edda Lar- sen. „Það er erfitt að vera atvinnu- iaus, langt í frá að það sé skemmti- legt líf. Ég hef ekki fengið neina vinnu ennþá, en sendi tilboð um það sem mér finnst að muni henta mér, en það er lítið um svör. Það er helst að það sé fundið að aldrinum við mann. Á flestum stöðum vilja þeir fólk ekki eldra en 40—45 ára, svo að ellistyrkinn þyrfti að færa niður að þeim aldri ef vel ætti að vera. Furðuleg hugsun sú hugsun að halda að maður geti ekki unnið þó maður sé kominn um fimmtugt. Það er niðurdrepandi að vera atvinnu- laus og skapar hjá manni svartsýni. Hann er góður þessi styrkur, mér finnst ég alveg fá það sem ég var búin að leggja inn í VR. Sem betur fer er ég einsömul og get farið í heimsóknir til barnanna minna og borðað hjá þeim, annars yrði minna úr styrknum hjá mér og ég gæti ekki lifað af honum," sagði Edda að lokum. „Ég hef verið atvinnulaus frá því í febrúar, en ég vann áður á veit- ingastað. Það er erfitt og leiðinlegt að vera atvinnulaus, maður reynir að finna sér eitthvað til og hjálpa til heima hjá sér, en maður fær hálf- gert samviskubit út af þessu," sagði Agnes Viðarsdóttir. „En nú er ég sennilega að fá vinnu hálfan daginn sem betur fer. Það er erfitt að fá vinnu og maður verður að taka hverju sem býðst, sérstaklega er það erfitt vegna þess að ég er ófrísk. Með því að lifa sparlega tekst að láta enda ná saman með þessum styrk, en ég myndi ekki geta það ef ég væri farin að búa sjálf," sagði Agnes að lokum. Atvinnulaus frá því í nóvember Það er ekkert þægilegt að vera Orðsending til Óla — frá Guðlaugi Bergmann Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, hefur beðið Morgun- blaðið fyrir eftirfarandi orðsendingu til Olafs Kagnars Grímssonar, alþm., vegna athugasemdar frá honum í Morgunblaðinu í gær: Óli minn! í sjálfu sér fannst mér þessi „vinarkveðja" í Morgunblaðinu i gær hálf asnaleg og full af póli- tísku þvaðri og yfirklóri og ég hefði ekki svarað. henni nema vegna þess, að þú ert að slá þig til riddara á kostnað fólksins, sem vinnur hjá mér. Þú telur þig eiga í starfsmönnum mínum hvert bein — en það er öðru nær. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þú og þinn flokkur eru langt frá því að vera vinsælir hjá starfs- fólki mínu, vegna þess að þið, einir pólitiskra flokka hafið vaðið inn í fyrirtækið í tvígang án þess að spyrja „kóng eða prest". Það er út af fyrir sig skiljanlegt miðað við ykkar hugsunarhátt, að þið virðið mig sem eiganda ekki svo mikils að óska eftir leyfi til þess að heimsækja þennan vinnu- stað, enda ætlið þið að hirða fyrir- tækið hvort sem er. Þið þykist hins vegar bera einhverja virðingu fyrir starfsfólki mínu, — enda þótt lítið fari fyrir því í þeim ríkj- um, þar sem stefna ykkar hefur leitt til alræðis — og þess vegna hefði ekki skaðað að óska eftir leyfi til þessara heimsókna. Svo að ekkert fari á milli mála um sannleiksgildi frásagnar minnar af heimsókn þinni og flokks ykkar í Karnabæ vil ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.