Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.04.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 45 Kartöflubændur í Þykkvabæ taka grunn fyrir kartöfluverksmidju. 0*81”-Arnér Rómantískt er víða í Rangárvallasýslu. Myndin er tekin við Seljaland og f baksýn er Selja- landsfoss. LjÓ8m. Sigurgeir JónaxNon. Einn hinna mörgu báta, sem gerðir eru út frá verstöðvum í Suðurlandskjör- dæmi með lest og stíur fullar af fiski. Morgunhlaóió Kristján Kinarsson. Landbúnaður í Suðurlandskjördæmi mun áfram gegna mikilvægu hlutverki fyrir þjóðarheildina. Vestmannaeyjar, en einnig er þáttur fastalandsins í útgerð og fiskvinnslu stór, í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Áhugi er í kjördæminu fyrir meiri sam- ræmingu veiða og vinnslu, og ekki hvað sízt fyrir aukinni úrvinnslu sjávarafla, með t.d. niðurlagningu og niðursuðu, en einnig eru mögu- leikar á sviði lífefna- og fóðuriðn- aðar taldir góðir, svo og nýting nýrra fiskistofna. Talið er að möguleikar séu mikl- ir m.a. á sviði meltuframleiðslu, humarkrafts, fiskmarnings, fisk- pöstu o.fl., en þessi framleiðsla felst í betri nýtingu hráefna, sem í dag er kastað fyrir borð. Nær öll tæknileg atriði við þessa fram- leiðslu eru leyst, en hagkvæmni framleiðslunnar er hins vegar óþekkt. Auk þessa telja Sunnlendingar að bæta megi og auka nýtingu þess sjávarafla sem veiddur er með bættum gæðum og nýjum vinnslugreinum, en talið er að milli 15 og 20% þess afla sem veiddur er fari í súginn. Um veru- lega verðmætaaukningu gæti orð- ið að ræða. I þessu sambandi hef- ur nýlega verið stofnað í Vest- mannaeyjum félag til að kanna nýjar framleiðslugreinar við vinnslu sjávarafla, og er það einn liður í sókn Sunnlendinga í at- vinnumálum undir forystu SASS. Heilbrigðismál Heilbrigðisþjónusta er í nokkuð góðu ástandi í Suðurlandskjör- dæmi, en svigrúm er þó til frekari úrbóta og samræmingar. Heilsu- gæzlustöðvar hafa sprottið upp víða og myndarleg sjúkrahús í Vestmannaeyjum og Selfossi, en auka mætti nýtingu þess síðar- nefnda með fjölgun sjúkrarúma, einkum fyrir langlegusjúklinga. Menntamál Staða menntamála í Suður- landskjördæmi er tiltölulega góð. Merkur áfangi náðist í fræðslu- málum á Suðurlandi með samkomulagi um byggingu og rekstur fjölbrautaskóla á Selfossi, en aðilar að honum eru Selfoss- kaupstaður, Árnessýsla, Rangár- vallasýsla og Vestur-Skaftafells- sýsla. Það nýmæli er í samningn- um að skólaakstur á höfuðleiðum verður sameiginlegur kostnaður allra aðila. Ráð er fyrir því gert að tryggja samstarf milli Fjölbrauta- skólans, Skógaskóla, þar sem verður eins konar útibú skólans, og Laugarvatns, einnig fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum. Með meira samstarfi á sviði fram- haldsmenntunar eru góðir mögu- leikar taldir á því að tengja betur höfuðatvinnugreinarnar, sjávar- útveg og landbúnað, skólakerfinu, en t.d. er engin búnaðarfræðsla í Suðurlandskjördæmi, einu mesta landbúnaðarsvæði íandsins, ef Garðyrkjuskólinn Reykjum er undanskilinn. Samgöngumál Samgöngur á Suðurlandi hafa verið taidar með betra móti, mið- að við aðra landshluta, en víð- feðmi kjördæmisins er mikið. Sunnlendingar eru þó á öðru máli og segja samgöngur stirðar milli einstakra byggða. Einkum séu Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn í slæmu sambandi við aðra hluta kjördæmisins. Af þessum sökum séu Vestmannaeyjar og Þorláks- höfn markaðssvæði sem fyrirtæki annars staðar í kjördæminu eigi erfitt með að ná til og geti því misst viðskipti á þessum stöðum til Reykjavíkur. Brúargerð við Ölfusárósa mundi gerbreyta sam- göngum milli Eyja og lands, og þá um leið milli Þorlákshafnar og annara byggða á Suðurlandi. Áætlunarflugvellir eru engir í kjördæminu nema í Vestmanna- eyjum, en flugvöllurinn þar er að jafnaði lokaður í tvo mánuði venjulegum flugvélum vegna veð- urs. Hægt væri að auka verulega á samgönguöryggi milli lands og Eyja ef þar væri veigamikil þyrla, sem gæti sinnt bæði sjúkraflugi og nauðsynjaflutningum, t.d. á mjólk, þegar aðrar leiðir eru lok- aðar. Vestmannaeyjar eru verstöð og þar verða slysin. Þarf oft að fljúga með slasaða menn til Reykjavíkur, en það getur verið ókleift að jafnaði 60 daga á ári af framangreindum ástæðum. Byggöaþróun og tekjur Hlutur Suðurlandskjördæmis í heildarmannfjölda á landinu hef- ur minnkað jafnt og stöðugt, úr 17% um aldamót í 8,4% sl. haust, en íbúar í kjördæminu voru 19.797 í haust. Hefur fólksfjölgun verið hæg þegar á heildina er litið og jafnvel um fólksfækkun að ræða síðustu misseri. Helztu skýr- ingarnar eru þær að gífurleg breyting hefur orðið á atvinnu- skiptingu þjóðarinnar frá frum- framleiðslu til úrvinnslu og þjón- ustugreina. Þjóðfélagið hefur breytzt úr bændaþjóðfélagi í fisk- veiðiþjóðfélag og hefur í seinni tíð verið að breytast í iðnvætt þjóð- félag. Þéttbýlisstaðir hafa dregið til sín fólk úr sveitum í stórum stíl, en í engu kjördæmi búa hlut- fallslega fleiri í dreifbýli en á Suð- urlandi, þar sem fólksflótti úr sveitum hefur ekki verið eins mik- ill. í kjördæminu bjuggu 25% af öllum þeim er bjuggu í dreifbýli á íslandi 1980. Víðfeðmi kjördæmisins er mikið og afkomumöguleikar íbúanna mismunandi og hagsmunir oft á tíðum ólíkir. Að mörgu leiti er hægt að rekja veikleika og styrk- leika Suðurlandskjördæmis í at- vinnu- og félagsmálum til nálægð- ar stórs hluta þess við þéttbýlis- svæðið við Faxaflóa. Og Sunnlend- ingar segja að í ýmsum efnum líði þeir fyrir nálægðina við Reykja- vík, m.a. í flugvallagerð. A Selfossi fjölgaði íbúum í fyrra umfram landsmeðaltal, en þar hefur sprottið upp umfangsmikil þjónustustarfsemi tengd landbún- aði. Hins vegar varð fækkun í Vestmannaeyjum, líklega vegna erfiðleika í sjávarútvegi. í upp- sveitum hefur sú þróun orðið að þar hafa risið upp byggðakjarnar í kringum skóla og félagsheimili, sem síðar urðu gististaðir og greiðasölustaðir fyrir ferðamenn, t.d. á Flúðum, Laugarvatni, Laug- arási, Aratungu og í Þykkvabæ hefur myndazt byggðakjarni utan um kartöflurækt. Á þessum stöð- um hefur síðar hafizt verzlun og þjónustustarfsemi og iðnaðar- menn hafa setzt þar að. Það hefur að vissu leyti háð kjarnaþróuninni í Biskupstungum, að þjónustu- starfsemi deilist niður á tvo staði, Aratungu og Laugarás. I uppsigl- ingu er þjónustukjarni í Árnesi. Það veldur Sunnlendingum áhyggjum að í Suðurlandskjör- dæmi, að Vestmannaeyjum með- töldum, voru meðallaun næst lægst á landinu 1981, um 9.000 krónum eða 8% undir landsmeð- altali. Meðallaun 1970 til 1980 voru 8-13% undir landsmeðaltali á Suðurlandi, en yfir meðaltali í Vestmannaeyjum. Þróunin hefur verið sú að meðallaun í Suður- landskjördæmi hafa farið lækk- andi miðað við landsmeðaltal. Nú vilja íbúar Suðurlandskjör- dæmis snúa þessari þróun við, stemma stigu við fólksfækkuninni með auknu átaki í atvinnumálum, m.a. með því að í kjördæminu rísi orkufrekur iðnaður, sem mundi skapa atvinnutækifæri er gæfu hærri meðaltekjur en í ýmsum öðrum greinum. Þeir vilja knýja á um opinberar framkvæmdir, er yrðu forsenda þess að unnt yrði að byggja upp atvinnulíf og fá fólk til þess að starfa í héraðinu. í þessu sambandi segja þeir m.a. bættar samgöngur skipta miklu máli, bætta aðstöðu til menntunar og heilsugæzlu. eftir Ágúst Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.